Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012
✝ Laufey Frið-riksdóttir
fæddist í Bolung-
arvík 5. apríl 1919.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 16.
desember 2011.
Laufey var
einkadóttir
hjónanna Karitasar
Guðmundu Bergs-
dóttur, f. 7.11.
1889, d. 29.9. 1977
og Friðriks Teitssonar, vél-
smíðameistara, f. 8.9. 1891, d.
29.9. 1966. Laufey ólst upp í for-
eldrahúsum í Bolungarvík. Hún
flutti til Reykjavíkur ásamt for-
eldrum sínum 1944
og bjuggu þau á
Hringbraut 63 þar
sem hún hélt heim-
ili með þeim. Lauf-
ey giftist ekki og
var barnlaus. Hún
vann meðal annars
við saumaskap og
aðra almenna vinnu
þar til hún hætti
störfum til að ann-
ast aldraða for-
eldra sína. Síðustu árin bjó
Laufey á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Laufeyjar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 4. janúar
2012, og hefst athöfnin kl. 13.
Í dag kveðjum við Laufeyju
Friðriksdóttur sem andaðist á
Hrafnistu í Reykjavík 16. desem-
ber síðastliðinn.
Laufey hefur verið hluti af lífi
okkar bræðra alla tíð. Móðir okk-
ar og Laufey ólust upp í Bergsbæ
í Bolungarvík og voru uppeldis-
systur. Samband þeirra var mikið
eftir að báðar fluttust til Reykja-
víkur upp úr stríðsárunum og enn
styrktust böndin eftir að foreldrar
Laufeyjar féllu frá.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um Laufeyju. Hún fylgdist vel
með og hafði skoðanir á því sem
var að gerast í kringum hana. Hún
var ekki sú persónugerð sem tran-
aði sér fram en var hrókur alls
fagnaðar með vinum sínum. Hún
naut þess að sækja starf aldraðra í
Nes sókn og fara í ferðalög með
þeim.
Laufey var mikil dama í sér.
Hún var ávallt vel tilhöfð og
klæddist fínum fötum. Hún var
fyrir að fara á kaffihús þegar hún
fór í bæinn og tók ekki annað í mál
þegar aðrir voru með henni. Lauf-
ey var höfðingi heim að sækja og
tók vel á móti fólki.
Laufey var ógift og barnlaus en
var stoð og stytta foreldra sinna á
meðan þau lifðu. Hún hjúkraði
móður sinni af mikilli alúð og natni
eftir lát föður síns, en móðir henn-
ar hafði greinst með minnisglöp.
Það var aðdáunarvert að fylgjast
með þeim mæðgum fara allra
sinna ferða með strætisvagni.
Laufey lét ekkert aftra sér að fara
þangað sem hún ætlaði sér.
Eftir lát foreldra Laufeyjar
kom inn í líf hennar Matthías Guð-
mundsson sem leigði hjá henni
herbergi. Með þeim tókst mikill
vinskapur. Þau ferðuðust mikið
saman og fóru m.a. ferðir til út-
landa. Þau auðguðu líf hvort ann-
ars.
Bolungarvík var alltaf ofarlega
í huga Laufeyjar enda hafði hún
gott samband við ættingja og vini
sem þar bjuggu. Hún spurði æv-
inlega hvort við hefðum heyrt
fréttir að vestan.
Síðustu ár hefur Laufey búið á
Hrafnistu í Reykjavík. Hún ákvað
sjálf að flytjast þangað þegar hún
fann fyrir óöryggi heima fyrir.
Hún undi sér vel þar enda var hún
innan um fólk sem henni líkaði vel.
Síðustu árin hafa verið erfið því
minnisglöp hafa hrjáð hana.
Aðstandendur Laufeyjar vilja
þakka starfsfólki á deild A-3 á
Hrafnistu kærlega fyrir þeirra
þátt í að gera líf hennar sem bæri-
legast.
Blessuð sé minning Laufeyjar
Friðriksdóttur.
Bergur, Helgi og Sig-
urbjörn Benediktssynir.
Í dag er komið að kveðjustund
kærrar frænku og vinkonu, Lauf-
eyjar Friðriksdóttur.
Okkur langar að þakka þér fyr-
ir þær fjölmörgu góðu stundir
sem við höfum átt með þér í gegn-
um tíðina. Það er ómetanlegt fyrir
okkur og börnin okkar að hafa
fengið að kynnast þér og þeim tíð-
aranda sem einkenndi þig. Við
verðum þér ævinlega þakklát fyrir
að hafa skotið yfir okkur, fjögurra
manna fjölskyldu, húsaskjóli í 5
mánuði árið 1977, þegar við flutt-
um frá Ólafsvík í bæinn og íbúðin
okkar rétt tilbúin undir tréverk.
Einhvers staðar stendur að maður
kynnist ekki manneskju fyrri en
maður deilir með henni húsnæði.
Þú reyndist okkur afskaplega vel
og ekki man ég eftir að okkur hafi
nokkurn tíma orðið sundurorða.
Þú hafðir vakandi auga með
okkur unga fólkinu, að við værum
ekki að bruðla með rafmagnið í
eldavélinni og passaðir upp á að
þvottavélin væri ekki að mala hálf-
tóm og lengi.
Þú varst svo skemmtilega nýt-
in. Meðan þú hafðir heilsu til
gafstu öllum í fjölskyldunni jóla-
pakka. Pappírinn, skrautböndin
og merkisspjöldin yfirleitt endur-
nýtt frá fyrri árum. Mikið þótti
okkur vænt um þessa pakka. Þó
þú ættir ekki börn sjálf hafðir þú
góðan skilning á ærslum þeirra og
látum, og dáðumst við sannarlega
að umburðarlyndi þínu gagnvart
þeim.
Þú varst einn hlekkurinn í stór-
fjölskyldunni, og þegar hún kom
saman settir þú þinn svip á sam-
komuna með skemmtilegum til-
svörum.
Það var alltaf notalegt að heim-
sækja þig, og allt árið gat maður
treysti því að fá heimabakaða hálf-
mána, piparkökur og spesíur með
kaffinu, svo maður tali nú ekki um
afmælin þín, „veislu ársins“, þar
var sko ekkert til sparað og séð til
þess að allir færu saddir og sáttir
frá borði. Gjafmildi var þér svo
sannarlega í blóð borin þrátt fyrir
nýtni og nægjusemi.
Að leiðarlokum þökkum við þér
af einlægni fyrir samfylgdina í
þessu lífi, elsku Laufey. Við trúum
því að nú sért þú komin í faðm
þeirra fjölmörgu vina og vanda-
manna sem á undan þér fóru.
Allir sem þér unnu þakkir gjalda.
Ástúð þinni handan blárra tjalda
opið standi ódauðleikans svið.
Andinn mikli gefi þér sinn frið.
(Jóhannes úr Kötlum)
Hvíl þú í friði.
Þuríður og Jóhannes.
Þegar vinur okkar og veiði-
félagi, Matthías Guðmundsson,
tók á leigu herbergi að Hring-
braut 63 hjá Laufey Friðriksdótt-
ur upp úr 1980 fékk hann ekki
bara leigusala heldur góðan vin og
ferðafélaga og við félagarnir eign-
uðumst vin í þessari góðu konu
sem Laufey var. Sú vinátta entist
vel og þegar Matthías féll frá fyrir
nokkrum árum héldum við áfram
að líta við hjá henni bæði á Hring-
brautinni og Hrafnistu þar sem
hún dvaldi síðustu æviárin. Hún
spurði frétta af fjölskyldum okkar
og gaf okkur góð ráð.
Laufey var Bolvíkingur í húð
og hár og ekkert komst í sam-
anburð hjá henni við þá dásemd
sem Bolungarvík var og okkar
heimaslóðir sem eru Eskifjörður
og Liverpool stóðust engan sam-
anburð við þessa perlu vestur á
fjörðum. Og við vorum fljótir að
átta okkur á því og létum gott
heita enda vel aldir af mat og
kaffibrauði hjá frúnni og okkur
fannst vissara að hafa ekki aðra
skoðun á þessari staðreynd en
hún. Laufey var bráðskemmtileg í
þessum vinahópi okkar og auðgaði
hann. Við þökkum henni sam-
fylgdina.
Kristján Pálmar Arnarsson
og Andrew Wawn.
Laufey
Friðriksdóttir
fjör í himnaríki fyrst hann var
tekinn svona snemma frá okkur.
Sagt er nefnilega að þeir deyi
ungir sem guðirnir elska og á það
svo sannarlega við hér. Jón Ellert
var yndislegur vinur og við mun-
um aldrei gleyma þeim stundum
sem við áttum með honum, hann
var okkur sem stóri bróðir sem
alltaf var hægt að leita til.
Fjölskyldu hans og vinum vott-
um við okkar dýpstu samúð á erf-
iðum tímum.
María Björk, Diljá og Daði
(Óla Haffa og Bylgju börn).
Kveðja frá Íþróttafélaginu
Fylki
Það skyggði á jólastemmn-
inguna þegar við fengum upp-
hringingu á jóladagsmorgun um
að góður vinur og einn dyggasti
og ötulasti stuðningsmaður Fylk-
is, Jón Ellert Tryggvason, hefði
látist á aðfangadagskvöld. Jón
Ellert eins og hann var ávallt kall-
aður ólst upp í Árbæjarhverfi og
bjó þar alla tíð. Hann stundaði á
sínum yngri árum bæði hand-
knattleik og knattspyrnu með
Fylki. Jón Ellert hafði mikinn
áhuga á ýmsum félagsmálum og
kynntist ég honum á þeim vett-
vangi fyrir rúmum tuttugu árum
síðan. Jón Ellert var ákaflega
bóngóður maður, mikill vinur vina
sinna og hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi. Hann var mjög
ötull í starfi fyrir Fylki, sérstak-
lega hvað varðaði fjáröflun fyrir
félagið og bar hag félagsins alltaf
fyrir brjósti.
Jón Ellert var vel þekktur í ís-
lenskum knattspyrnuheimi og
víðar og var jafnframt mikill aðdá-
andi enska fótboltans en þar var
Liverpool hans uppáhaldslið.
Hann hafði sterk tengsl við enska
félagið og var þekktur í herbúðum
félagsins á Anfield sem „Big John
from Iceland“.
Það er stórt skarð höggvið í
raðir Fylkis við fráfall Jóns Ell-
erts en minningin um góðan
dreng og mikinn Fylkismann mun
lifa með okkur öllum.
Vottum við fjölskyldu Jóns Ell-
erts og aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Enda ég þessi orð með lítilli
vísu sem mér finnst eiga við.
Enn er Jón og annar Jón
og einhver Jón er prestur.
Ég ábyrgist að okkar Jón
er allra Jóna bestur.
(Höf. ókunnur)
Björn Gíslason formaður.
Jón Ellert Tryggvason var einn
helsti stuðningsmaður Fylkis og
nú þegar hann er fallinn frá rifjast
upp margar skemmtilegar og góð-
ar minningar um þennan ötula
stuðningsmann, góðan vin og fé-
laga sem við leikmenn Mfl. Fylkis
vorum svo heppnir að eiga að.
Flestir okkar þekkja ekki félagið
án hans því hann hefur fylgt okk-
ur í gegnum súrt og sætt í fjöl-
mörg ár. Það er skrýtið að hugsa
til þess að við munum ekki framar
sjá okkar litríka mann uppi í
stúku að hvetja okkur áfram og
jafnframt gagnrýna okkur, því
honum var ekki sama hvernig
gengi liðsins var. Jóni Ellerti var
annt um félagið sitt Fylki og það
sést best í þeim verkum sem hann
vann fyrir félagið af fórnfýsi.
Hann var ávallt til staðar, fylgdi
okkur í hverja æfingaferðina á
fætur annarri, á flesta útileiki liðs-
ins og vildi allt fyrir okkur leik-
mennina gera. Það verður tóm-
legt að horfa upp í stúku og sjá
ekki eða heyra í okkar manni. Við
þökkum honum fyrir allt það sem
hann gerði fyrir okkur, allan hans
stuðning og hvatningu sem hann
sýndi okkur af ástríðu. Við kveðj-
um okkar helsta stuðningsmann
og félaga með söknuði í hjarta en
getum um leið yljað okkur með
því að rifja upp allar góðu sögurn-
ar, frasana og tímann sem við átt-
um með honum. Minningin um
Jón Ellert mun lifa með okkur um
ókomna tíð. Við göngum út á völl-
inn og gerum þig stoltan!
Við sendum fjölskyldu Jóns
innilegar samúðarkveðjur.
F.h. leikmanna m.fl. Fylkis,
Kristján og Bjarni.
Kveðja frá Sjálfstæð-
isfélaginu í Árbæ
Góður félagi okkar er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Jón Ell-
ert var sjálfstæðismaður fram í
fingurgóma og var meðlimur í
Sjálfstæðisflokknum um langt
árabil. Jón Ellert var virkur félagi
í Sjálfstæðisfélaginu í Árbæ, Sel-
ási, Ártúns- og Norðlingaholti og
sat í varastjórn í mörg ár og frá
árinu 2010 sat hann í aðalstjórn.
Það var ávallt gott að leita til Jóns
Ellerts varðandi hin ýmsu mál-
efni, álit, viðburði og skoðanir. Jón
Ellert var ósérhlífinn, framtaks-
samur, úrræðagóður og fljótur að
leysa hin ýmsu mál, hvort sem
þau voru stór eða smá. Það er
mikill missir og söknuður fyrir fé-
lagið að Jón Ellert er horfinn á
braut og hann skilur eftir sig stórt
skarð en veganesti og leiðarljós
Jóns Ellerts lifir með okkur um
ókomna tíð. Með miklu þakklæti
fyrir samferðina, samstarfið og
skemmtilegan félagsskap.
Við sendum fjölskyldu Jóns
Ellerts og vinum innilegar sam-
úðarkveðjur á þessum erfiðu tím-
um og biðjum Guð um að veita
þeim styrk.
Atli Kristjánsson formaður.
Í dag kveðjum við einn minn
besta vin. Jón Ellert hef ég þekkt
frá því við vorum guttar í Árbæn-
um. Það er óhætt að segja að ým-
islegt hafi á okkar daga drifið. Þó
ekki sé allt mjög gáfulegt sem
gert var, var eiginlega allt
skemmtilegt. Það var engin logn-
molla í kringum Jón og fáir sem
urðu á hans vegi gleyma honum.
Jón hafði sérstakt gaman af að
hitta frægt og þekkt fólk. Hvort
sem um var að ræða stjórnmála-
menn, leikara eða fótboltakappa
og kannski helst þá. Hann var líka
alls óhæddur við að kynnast fólki
hvar sem hann kom. Hann hafði
líka gaman af að vera flottur á því
og ferðast á 1. klassa. Fyrir
nokkrum árum fórum við í að
halda fótboltamót hér á landi þar
sem þátt tóku margar frægar
kempur úr enskum fótbolta sem
þá höfðu lagt skóna á hilluna
frægu. Ian Rush vinur Jóns smal-
aði saman leikmönnum sem höfðu
spilað með Man U., Arsenal og
Liverpool. Í einni af undirbún-
ingsferðum okkar til Englands
vegna mótsins fórum við með Ian
til Wales þar sem hann er í guða-
tölu. Umboðsmaður hans hafði
græjað ferð með lest til Cardiff
frá London. Jón hafði séð um
miða okkar í lestina að vanda og
að sjálfsögðu á 1. klassa. Ekkert
minna. Á lestarstöðinni kom svo í
ljós að umboðsmaður goðsins var
sparsamari en Jón og hafði sá
keypt miða á almennu farrými.
Þeir sem til þekkja vita að nú var
Jóni skemmt. Jón bældi í sér hlát-
urinn á meðan goðið sá til en grét
svo úr hlátri þegar goðið barðist
við að breyta miða sínum svo hann
gæti setið með okkur. Umbinn
fékk líka að heyra það þegar til
Cardiff var komið! Nokkru seinna
hringir Jón í mig og segist vera
með miða á stórleik í meistara-
deildinni, Liverpool og Chelsea.
Anfield. Að sjálfsögðu í Carlsberg
lounge! Búinn að redda flugi líka.
Förum á morgun! Alls konar
frægir karlar og Jón einn af aðal!
Á heimleið með flugi frá Liverpool
til London, eldsnemma, erum við
tveir einhverra hluta vegna settir
á business class. Ekki þó saman
og Jón er alveg að finna sig. Við
hlið hans situr gráhærður virðu-
legur maður. Mér við hlið einhver
eitíspoppari enn með strípur ára-
tugarins. Jón byrjar að kenna
manninum við hlið sér hvernig á
að haga morgunverði í flugvél.
English breakfast sé ágætur en
þessi drykkur sem samanstendur
af tómötum og selleríi og pipar og
salti og einhverjum fleiri vökvum
sé sko breakfast of champions.
Terry Venables mun aldrei
gleyma að Bloody Mary klikkar
ekki í flugvél eftir sigurleik hjá
Liverpool.
Jón hafði líka einstakt lag á
börnum. Jón var í miklu uppá-
haldi hjá stelpunum mínum. Svala
sat ekki í fanginu á neinum nema
Jóni þegar hún var lítil. Það var
svo hlýtt! Birta fór alltaf að sjá
Harry Potter með þér. Prufusýn-
ing löngu fyrir frumsýningu. Ekk-
ert minna! Sýningin kl. 10 að
morgni þriðjudags. Það var af-
greitt með orðunum: „Tóti þú
reddar bara fríi fyrir Birtu. Ég
sæk’ana upp í skóla rétt fyrir 10,
skil’enni í skólann þegar myndin
er búin.“ Veit ekki hvort maður
fer eitthvað að loknu lífinu en ef
þú ert einhvers staðar þá er fjör
þar. Jón, það var frábært að vera
með þér!
Þórir Örn Árnason.
Okkar kæri vinur Jón Ellert
hefur yfirgefið þessa tilveru að-
eins 44 ára gamall. Að vera í
kringum Jón var aldrei neitt logn.
Hann starfaði mikið með okkur í
kringum allt starf í Fylki og var
sama hvað maður spurði hann um,
þá reddaði hann alltaf öllu. Bíddu,
ég tek nokkur símtöl og redda
þessu, hann þekkti alltaf einhvern
alls staðar og reddaði ótrúlegustu
hlutum. Það verður frekar tóm-
legt að heyra aldrei aftur hvorki í
höllinni né á Bláa kallað „Nei, eru
ekki systurnar Skorrdal mættar“
og svo var maður faðmaður.
Nei, starfið í kringum Club Or-
ange, Fylkisleikirnir og fleira
verður ekki það sama. En hafðu
þökk fyrir allt, elsku Jón Ellert,
við eigum eftir að sakna þín mikið.
Minningin um glaðværan og
traustan félaga lifir með okkur.
Kær kveðja frá Skorrdals-systr-
unum.
Rut Jónsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir og Rún
Rafnsdóttir.
✝ Arnþór IngiAndrésson
fæddist í Reykjavík
11. júní 1987. Hann
lést að heimili sínu
18. desember 2011.
Foreldrar hans
eru Arna Steinþórs-
dóttir f. 4. maí 1958,
d. 22. september
1996 og Andrés
Reynir Ingólfsson, f.
3. apríl 1956, kvænt-
ur Guðlaugu Helgu Konráðs-
dóttur, f. 17. desember 1957. For-
eldrar Örnu eru Ásta
Haraldsdóttir, f. 1927 og Steinþór
Nygaard, f. 1927. Foreldrar
Andrésar eru Ragnheiður Hall-
dórsdóttir, f. 1936
og Ingólfur Kon-
ráðsson, f. 1929.
Systur Arnþórs Inga
eru Ása Andr-
ésdóttir, f. 1980 og
Auður Ásta Andr-
ésdóttir, f. 1989,
unnusti hennar er
Benjamin Beier, f.
1991. Stjúpsystkini
Arnþórs Inga eru
Guðbjörg Guðlaugs-
dóttir, f. 1975, maðurinn hennar
er Hilmar Þór Sunnuson, f. 1973,
börn þeirra eru Thea Líf, Embla
Sól, Emil Breki og Lena Bríet.
Hafliði G. Guðlaugsson, f. 1981,
kona hans er Elva Dröfn Adolfs-
dóttir, f. 1980, börn þeirra eru
Þorgrímur, Sigurlaug og Þor-
björg. Konráð G. Guðlaugsson, f.
1983, kona hans er Eygló Árna-
dóttir, f. 1983, dóttir þeirra er
Ronja.
Arnþór Ingi ólst upp á Álfta-
nesi en bjó síðustu tvö árin á
heimili sínu í Reykjavík. Hann
stundaði fullt nám á tölvubraut
við Tækniskólann og var búinn að
vera potturinn og pannan í fé-
lagslífi Upplýsingatækniskólans
síðustu tvö árin. Hann var vinur
vina sinna og hans helstu áhuga-
mál voru tölvur og tölvuleikir.
Útför Arnþórs Inga fer fram
frá Bessastaðakirkju í dag, 4. jan-
úar 2012, og hefst athöfnin kl. 15.
Elsku besti bróðir okkar.
Stórt skarð hefur myndast í
hjarta okkar og síðustu dagar
nú yfir hátíðirnar voru svo
óraunverulegir án þín. En þá
verður okkur hugsað til þeirrar
síðustu stundar sem við áttum
saman og hversu glaður og
brosandi þú varst. Svo ánægð-
ur með að hafa lokið prófunum
með stæl og svo spenntur að
biðin eftir flottasta tölvuleikn-
um var á enda. Þú varst okkur
hinn besti bróðir, ávallt
reiðubúinn að koma og bjarga
okkur þegar við vorum búnar
að „klúðra“ tölvunum okkar eða
sprungið á bílnum og settir
ekkert út á það þó við hlust-
uðum ekki á þig nema með
öðru eyranu þegar þú talaðir
útí eitt um tölvuleiki og
tæknina í kringum þá.
Eitt sinn var mér unnað,
allt var þá svo dásamlegt.
Sérhver stund sem áttum saman
býr í brjósti mér.
Og er hún var döpur
þurrkað gat ég tárin burt,
og er hún var ánægð gladdist ég,
hún unni mér.
Vetur, sumar, vor og haust,
við vorum saman endalaust,
svo órjúfandi voru
þau traustu vinabönd.
(„When she loved me“ Toy Story 2,
íslensk þýðing: ókunnug.)
Elsku bróðir, við sendum
með þér ást og hlýju og stórt
knús frá okkur til mömmu. Það
er okkur viss hugarró og veitir
okkur styrk að hugsa til þess
að þið séuð saman á ný. Minn-
ing þín er ljós í lífi okkar.
Systurnar
Ása og Auður Ásta.
Elsku Arnþór Ingi, sem
kvatt hefur okkur allt of
snemma, og minningarnar
hrannast upp, er farinn í faðm
móður sinnar. Ég minnist
þeirra ára, um verslunar-
mannahelgarnar í Galtalæk, all-
ar veiðiferðir frændsystkinanna
og sú gleði sem þeim fylgdi.
Hann var hrókur alls fagnaðar
og ávallt reiðubúinn að rétta
fram hjálparhönd.
Að lokum vil ég þakka þér
alla þá umhyggju sem þú sýnd-
ir okkur og þær stundir sem
við áttum saman. Elsku Andrés
minn og Helga, Ása, Auður
Ásta, Benjamín, Ásta og Stein-
þór, guð styrki ykkur í þessari
miklu sorg.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja,
Ingólfur og Ragnheiður
(afi og amma Stella).
Arnþór Ingi Andrésson