Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stjórnmála-menn ber aðdæma af verkum sínum. Um það er góð sátt. En verk stjórnmála- manna eru iðulega af öðrum toga en önnur mann- anna verk og að auki fá þeir umboð sitt til starfa frá al- mennum kjósendum, a.m.k. hluta þeirra. Og ekki er hægt að segja að þeir bregðist þeim sem kusu þá ekki. Þó er það svo að talið er að allur almenningur eigi nokkra heimtingu á því að þeir sem skipi sæti á þingi eða sveitar- stjórn vinni að hagsmunum hans og ekki gegn þeim. Stjórnmálamenn birta sjálfir fyrir hverjar kosningar for- skrift að því hvernig þeir hyggjast haga störfum sínum og stundum gefa þeir sínum kjósendum beinhörð loforð. Og til þessa er horft þegar störf þeirra, orð og athafnir, eru metin. En á hverju kjörtímabili koma upp álitaefni sem enginn sá fyrir og krefjast viðbragða. Þegar þau eru metin verður al- menningur eða hinn afmarkaði kjósendahópur að horfa til þess hvernig viðbrögðin falla að al- mennum stefnumálum og hug- sjónum þeirra stjórnmála- manna sem í hlut eiga. En framganga stjórnmálamanna frá degi til dags ræður einnig miklu um hvers álits og trún- aðar þeir njóta. Vinstri grænir höfðu á sér einna óflekkuðustu mynd þeg- ar gengið var til kosninga síð- ast, í miðju fári og miklu öldu- róti. Nú virðist óhjákvæmilegt að ætla að syndleysi þeirra megi einkum rekja til þess að fram að því hafi sá flokkur aldrei komist í seiling- arfjarlægð við syndina. En ekki vegna þess að þeir afneiti henni. Og eftir aðeins þrjú ár er syndlausi flokkurinn kominn í sögubækur sem einstakt eintak af flokki þegar horft er til um- gengni við loforð, heit og hug- sjónir. Og má þó óneitanlega margan kámugan blettinn finna á flokkskuflum hinna. Og þessi ódæmaörlög lita nú alla daglega framgöngu flokksfor- ystunnar. Hún getur ekki satt orð sagt finni hún flöt á að halla sér að hinu. Þetta sást glöggt í síðustu uppákomu í Stjórnarráðinu. Búin var til flétta sem kom flestum fyrir sjónir sem stjórn- arfarsleg óreiða, þar sem hringlað var með stjórnarráðið í samhengislitlu flaustri og fumi. Sjálfu fjármálaráðuneyt- inu var breytt í nokkurra mán- aða námskeiðahald fyrir ráð- herra til reynslu, svo augljóst er að það verður al- gjörlega í höndun- um á embættis- mönnum fram til næstu kosninga. Fjölmörgum ráðuneytum er svo hrúgað undir þann ráð- herrann sem oftast og mest hefur kveinkað sér undan hinni ofurmannlegu vinnu sem á hon- um hafi lent. Sú skýring fylgir að þetta hringl sé afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar um að sam- eina ráðuneyti og hringla með stofnanir og deildir innan þeirra. En nær hefði verið að láta reyna á vilja Alþingis til slíkra breytinga fyrst og láta ekki fjölmörg ráðuneyti hanga í lausu lofti í brúðuböndum fyrrverandi fjármálaráðherra á meðan beðið er úrslita þings. En flestir landsmenn telja sig nokk vita til hvers refirnir voru skornir. Allt leikritið, með svo mörgum þáttum og fjöl- breyttum dansatriðum til að rugla áhorfendur snerist bara um einn mann. Jón Bjarnason. Og eins og hann hefur sjálfur sagt var það andstaða hans við ósamþykktar aðlögunarvið- ræður að ESB sem varð honum að pólitísku fjörtjóni. Steingrímur J. Sigfússon var spurður um þetta og hann var eins og svo oft ófær um að svara sannleikanum sam- kvæmt. Jón hafði að hans sögn verið góður ráðherra og hann tæki nærri sér að sjá hann víkja og það hefði ekkert með afstöðu til ESB eða uppstokk- unar sjávarútvegs að gera. Að- eins eðlilegar mannabreyt- ingar í ríkisstjórn kæmu við sögu. Og Steingrímur áréttaði að enginn þrýstingur hefði komið frá Samfylkingunni um að farga Jóni sem ráðherra. En svo tekur formaður fram- kvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, Margrét Björnsdóttir, sig til og leysir óumbeðin niður um formann VG. Hún segir að breytt ráðherraskipan hafi verið forsenda lausna í þremur lykilmálum ríkisstjórnarinnar. Fyrstu lausnina sem ráðherra- fórnin tryggi segir hún: „far- sæla niðurstöðu í áratuga deil- um um fiskveiðistjórnunar- kerfið …“ Önnur lausnin felist í að ráðherraskiptin séu „líklega einnig forsenda þess að takist að ljúka með eðlilegum hætti samningum um aðild Íslands að ESB …“ Þriðja lausnin sem ráðherraskiptin tryggðu lúta að „baráttumáli vinstrimanna um eitt atvinnuvegaráðu- neyti …“ Var þetta nauðsyn- legt og það opinberlega? Var formaður VG ekki nægjanlega pólitískt berrassaður fyrir? Fórn Jóns Bjarna- sonar var lausn- arorðið í stjórn- arsamstarfinu} Nauðsynleg niðurleysing? Þ ar sem ég var staddur í heita pottinum í sundlaugunum í morgun fór miðaldra maður við hlið mér að segja félaga sínum frá hremmingum sínum á árinu, en mér skildist af því sem hann þrumaði yfir pottinn að hann hefði verið skorinn svo ræki- lega upp að úr honum hefðu verið tekin öll helstu líffæri og belgnum síðan rimpað sam- an. Þessu lýsti þessi ágæti maður fyrir fé- laga sínum, og öllum sundlaugargestum í leiðinni, með miklum tilþrifum og skrautlegu orðfæri og mátti ráða að aðfarirnar hefðu verið því líkastar sem sjá má í sláturhúsi að hausti. Eftir því sem leið á þessa litríku lýs- ingu fannst mér örla á samkennd hjá mér með viðkomandi og samúð, en áttaði mig svo á að tilfinningin sem bærðist í brjósti mér var aðkenning að brjóstsviða. Á unglingsárunum var uppáhaldsrithöfundur minn bandaríski vísindaskáldsagnahöfundurinn Philip Kind- red Dick, sem lést fyrir rétt tæpum tuttugu árum. Á þeim tíma var snúið að nálgast slíkar bókmenntir en ég náði þó að lesa ríflega þrjátíu bækur eftir Dick á átt- unda áratugum, margar oftar en einu sinni og nokkrar oftar en tvisvar. Þegar ég las bókina Do Androids Dream of Electric Sheep? í fimmta eða sjötta sinn var ég farinn að átta mig á því að Dick var alltaf að skrifa sömu bókina, eða réttara sagt alltaf að velta fyrir sér sömu hlutunum og þá helst því hvað það er sem gerir okkur mannleg. Í bókinni, sem síðar varð að kvikmyndinni Blade Runner, eltist lög- reglumaður við vélmenni sem eru svo mann- leg að erfitt er að greina á milli þeirra og manna, en liður í því er að mæla samkennd á einfaldan hátt – vélmenni geta nefnilega ekki fundið til með öðrum. Samkenndin var Dick ofarlega í huga, enda er það sterk tilfinning og mikilvæg, eitt af því sem gerir okkur mannleg og eitt af því sem gert hefur mannkyninu kleift að komast af, að ná svo langt að lífslíkur hafa aldrei verið meiri, heilsufar aldrei betra og velmegun aldrei náð eins hátt í sögu mann- kyns. Að því sögðu þá eru fjölmargir sem enn eru þurfandi, legíó sem enn eru veikir og veikburða og þeir þurfa á samkennd okk- ar að halda og samúð. Mannveran er eina skepnan sem samkennd kviknar hjá í garð dauðra hluta; sem getur fundið svo til með bangsa eða dúkku að viðkomandi brestur í grát þegar fyrirbærinu er fargað. Það er því sérkennilegt hversu oft okkur skort- ir samkennd í garð annarra og samúð með hlutskipti þeirra sem eru menn eins og við, en annarrar trúar, lit- arháttar eða kyns. Það er helst hún kvikni um jól og áramót, en óskandi að tækist að halda henni lifandi allt árið. Að lokum langar mig til að segja við þig, kæri les- andi, að mér þykir afskaplega vænt um þig. Þó þú sért kannski óttalegur lúði. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Meiri samkennd, takk STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Andri Karl andri@mbl.is Fórnarlömb heimilisofbeldisþekkja oft ekki rétt sinnað fullu og eflaust þarf aðkynna betur úrræði sem lögfest var á síðasta ári; austurrísku leiðina svonefndu. Um þetta eru yf- irmaður kynferðisbrotadeildar lög- reglu höfuðborgarsvæðisins og framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf sammála. Úrræðinu hefur aðeins einu sinni verið beitt frá lögfestingu en það felur í sér að ofbeldismanni er vísað af heimili sínu eða dvalarstað og honum bann- að að koma þangað aftur í tiltekinn tíma. Enn er engin reynsla komin á úrræðið; verklagsreglur liggja ekki fyrir né ljóst með viðurlög ef brotið er gegn brottvísuninni. Samtök um kvennaathvarf skil- uðu umsögn um frumvarp innanrík- isráðherra, sem samþykkt var sem lög um mitt síðasta ár, og var á það bent að 375 konur hefðu árið 2010 leitað í Kvennaathvarfið vegna of- beldis í nánum samböndum. Þar af hafi 118 konur komið til dvalar ásamt 54 börnum vegna þess að dvöl á heimilinu var óbærileg vegna ofbeldis. „Í langflestum tilfellum var um að ræða ofbeldi af hendi ýmist þáverandi eða fyrrverandi eigin- manns eða sambýlismanns. Ljóst er að sumar þessara kvenna hefðu get- að verið áfram heima hjá sér væri frumvarpið orðið að lögum.“ Hefði getað nýst oftar Komum í Kvennaathvarfið fækkaði á síðasta ári frá fyrra ári og við lok árs höfðu 106 konur og sex börn dvalið í Kvennaathvarfinu um lengri eða skemmri tíma. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir vitað að í tilvikum margra þeirra hefði úrræðinu aldrei verið beitt. Oft sé lögregla ekki kölluð til og konurnar leita ekki eftir aðstoð fyrr en ofbeldið er yfirstaðið og ástandið á heimilinu skárra. „En vissulega held ég að þetta úrræði hefði getað nýst í fleiri tilvikum,“ segir Sig- þrúður sem vonast til að sjá það meira notað á þessu ári. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lög- reglu höfuðborgarsvæðisins, segist aðspurður telja að ekki hafi reynt á austurrísku leiðina í öðrum málum en einu á síðasta ári. „Ég held að þetta sé eins og við mátti búast. Þolendur átta sig kannski ekki al- veg á þeim möguleikum sem eru í stöðunni og það kemur líklega hægt og rólega. Við höfum beitt nálg- unarbanni en þá hefur málum verið þannig háttað að viðkomandi ofbeld- ismaður var ekki búsettur á staðn- um. Honum er þá gert að koma ekki nálægt brotaþola innan ákveðins svæðis. En hvað varðar brottvísun, þá held ég að þetta séu einfaldlega ekki mörg mál sem koma upp.“ Björgvin viðurkennir að enn hafi ekki verið settar verklags- reglur hjá lögreglunni um austur- rísku leiðina og þar sem aðeins sé um eitt mál að ræða hafi ekki reynt á viðurlög ef brotið er gegn brott- vísun. 60% af erlendum uppruna Um sextíu prósent þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennathvarf- inu á síðasta ári voru af erlendum uppruna. Sigþrúður segir það geta spilað inn í, enda séu þær oft verr upplýstar um réttindi sín og þau úr- ræði sem eru í boði. „Og við vitum ekki hvernig verður tekið á málum þar sem heimilið eða húsnæðið er alfarið í eigu ofbeldismannsins en konan kannski nýflutt inn.“ Þá segir hún það kannski ekki skrítið að úrræðinu sé ekki beitt í meiri mæli á meðan verklagsreglur séu ekki tilbúnar hjá lögreglunni. Morgunblaðið/Árni Torfason Heimilisofbeldi Flest tilvik heimilisofbeldis koma ekki til kasta lögreglu og því getur hún ekki farið fram á brottvísun ofbeldismannsins af heimilinu. Engin reynsla komin á austurrísku leiðina Austurríska leiðin » Austurríska leiðin varð raunverulegt úrræði frá og með 10. júní í fyrra en þá samþykkti Alþingi frumvarp innanríkisráðherra til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili. » Að vísu hefur ákvæði um brottvísun af heimili verið í lögum frá 1932, en aðeins barnaverndarlögum. Hefur það því verið á færi barna- verndarnefnda að krefjast þess fyrir dómi, ef þeim þykir barni háski búinn af háttsemi eða framferði manns, svo sem vegna ofbeldis, ógnana eða hótana eða vegna vímu- efnaneyslu eða annars athæf- is, að honum verði bönnuð dvöl á heimili. » Við meðferð frumvarps innanríkisráðherra fyrir Al- þingi var upplýst að það væru tiltölulega fá mál þar sem brottvísun hefði verið beitt. Nokkrar barnaverndarnefndir hefðu þó reynslu af þessu bæði í fámennum og fjöl- mennum barnavernd- arumdæmum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.