Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 29
AF LISTUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Spjöldin á þessari stóru bókvirðast vera úr óhreinu ogupplituðu veggfóðri með
máðu blómamynstri og hefur það
rifnað upp eftir forsíðunni. Reynd-
ar eru spjöldin
sjálf ekki úr
veggfóðri, held-
ur er ljósmynd
höfundarins tek-
in á stóra filmu
og því hlaðin
smáatriðum,
prentuð á spjöld
með strigaáferð
og gefur full-
komlega tóninn í
þessu frábærlega
lukkaða bók-
verki.
Interiors,
bók Orra Jóns-
sonar ljósmynd-
ara, var gefin út í
Þýskalandi í vet-
ur af forlagi
töframannsins Gerhards Steidls.
Mikil alúð er lögð í hvert og eitt
smáatriði við útgáfuna, eins og í öll-
um bókum Steidls, enda sækja lista-
menn sem vinna með ljósmynda-
miðilinn í að fá hann til að prenta
bækur með verkum þeirra – enginn
þykir að jafnaði gera betur á því
sviði. Steidl gefur út nokkra skáld-
sagnahöfunda, þar á meðal nób-
elsskáldin Grass og Laxness, Svan-
ur Guðbergs kom út hjá forlaginu
og á dögunum gaf Steidl út Svar við
bréfi Helgu eftir Bergsvein Birg-
isson, en megináhersla útgáfu hans
er á listaverkabækur og þá einkum
skapandi og persónulega ljós-
myndun.
Eins og titill verksins gefur tilkynna eru myndir Orra tekn-
ar innandyra; þær eru allar af inn-
viðum íslenskra eyðibýla. Þetta
verk er fátæklegt hvað orð varðar;
fremst er tilvitnun í ljósmyndarann
Emmet Gowin, um löngun til að
varðveita tæra skynjun bernsk-
unnar, og bókin endar með til-
vitnun í annan góðan ljósmyndara
og rithöfund, Robert Adams: Gagn-
legar ljósmyndir spretta ekki af
hugmyndum. Þær kvikna af því að
horfa. Og hér er svo sannarlega
horft og skynjunin er formhrein og
tær og vel mótuð: orðin eru fá í
bókinni en hin sjónræna upplifun
sterk í rúmlega sjötíu stórum ljós-
myndum, sem eru glæsilega prent-
aðar á þykkan pappír þar sem smá-
atriðin sem filman býður upp á
njóta sín til fullnustu. Þetta er hrein
heimildaskráning þar sem smáat-
riði gefa tilfinningu fyrir heild; lit-
rík málning fellur af veggjum og
lofti, panelborð losna og falla, strigi
Fagurfræði eyðing-
arafla og tímans
Ljósmynd/Orri
Eyðingaröfl Í ljósmyndum Orra flagnar málning af veggjum og innrétt-
ingar liðast sundur – allt í nákvæmu og fagurfræðilegu samræmi.
og dagblöð koma í ljós undir því
sem áður var litríkt veggfóður,
bleikt mætir bláu, tréstigar hlykkj-
ast upp í myrkur og hestur sem
límdur hefur verið á vegg hleypur
þar enn í sprunguhafi.
Vitaskuld sprettur mynd-heimur listamanns, eins og sjá
má í eyðibýlamyndum Orra, ekki
upp úr engu. Hrörnun og eyðing-
armáttur tímans hafa löngum kall-
að á heimildaljósmyndara. Skrá-
setning Walkers Evans á fátæklegu
húsnæði farandverkamanna í suð-
urríkjunum á kreppuárunum er til
að mynda meðal áhrifaríkustu
myndverka bandarískra lista-
manna á 20. öld, og víða nálgast
fólk heiminn með álíka hug-
myndum í dag. Má til að mynda
nefna ferðalag Alecs Soths með-
fram Mississippi-fljóti eins og það
birtist í bókinni Sleeping by the
Mississippi, og skráningu Simons
Norfolks á eyðileggingu mann-
virkja í stríðshrjáðu Afganistan.
Báðir mynda á stórt format eins og
Orri, til að hafa sem fyllsta stjórn á
formrænum eiginleikum myndanna
og fá sem mestar upplýsingar í
smátriðum og litum út úr mynd-
unum. Og ef horft er hingað heim,
þá hefur Orri alls ekki verið einn
um það að hrífast af eyðingunni
eins og hún birtist í eyðibýlunum;
við erum margir ljósmyndararnir
sem höfum beint linsum að eyðibýl-
um og Nökkvi Elíasson hefur á síð-
ustu árum sent frá sér tvær bækur
með eyðibýlamyndum og ljóðum
Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.
En nálgun þeirra Orra er gjörólík,
þótt báðir skapi áhugaverð mynd-
verk. Það eina sem myndirnar eiga
í raun sameiginlegt er að þær sýna
eyðibýli á Íslandi. Meðan Nökkvi
myndar í svarthvítu og leggur
meiri áherslu á ytra byrði húsanna,
og dramatíska nærveru, þá vinnur
Orri einungis inni, allt í lit og smá-
atriðin gefa tilfinningu fyrir heild.
Fínlegt, formrænt jafnvægi lita og
lína skiptir öllu.
Það er ekki alveg rétt að Int-eriors Orra sé nánast orðlaus
bók. Á aftari saurblöðum situr lítill
vasi og í honum 16 síðna bæklingur,
Interiors: a travelogue, með texta
bræðranna Dags Kára og Gunnars
Þorra Péturssona. Þar segir af
ferðalagi þeirra með Orra að ljós-
mynda í síðasta eyðibýlinu sem
hann vann í áður en bókin fór í
prentun. Gefur áhugaverður text-
inn tilfinningu fyrir vinnubrögðum
listamannsins og þrjóskufullri nálg-
uninni í verkefninu sem hefur alls
tekið hann tólf ár að ljúka. Orri er
ekki maður málamiðlana, hann er
trúr sinni nálgun og fagurfræði, og
gat því ekki komist í betra skjól
með verkið en hjá útgáfu Steidls.
Hvorugur slær af kröfunum.
Rómaðar ljósmyndabækur
Steidls seljast víst flestar í áskrift
og einungis nokkur hundruð eintök
rata í verslanir. Þaðan hverfa þær
venjulega á nokkrum mánuðum.
Þeir sem hafa áhuga á framúrskar-
andi bókverki, merkri listrænni
heimildaskráningu eða íslenskum
eyðibýlum ættu að hafa hraðar
hendur og tryggja sér eintak.
» Gagnlegar ljós-myndir spretta ekki
af hugmyndum. Þær
kvikna af því að horfa.
Og hér er svo sann-
arlega horft …
Orri Jónsson
Kápa Interiors.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012
Það verður seint sagt að arki-tektinn Ingimar H. Ingi-marsson hafi lifað venju-legu lífi. Bókin Sagan sem
varð að segja, skrásett af Þorfinni
Ómarssyni, fjallar um skrautlegt lífs-
hlaup Ingimars – bæði í gegnum starf
hans sem arkitekt en ekki síður sem
alþjóðlegur at-
hafnamaður.
Þrátt fyrir að
útgáfa bókarinnar
hafi vakið mesta
athygli vegna
deilna Ingimars
við feðgana Björg-
ólf Guðmundsson
og Björgólf Thor,
þá fjallar hún að
litlu leyti um þann
þátt í lífi Ingimars. Misáhugaverðar
sögur – og stundum fremur lang-
dregnar – frá yngri árum Ingimars fá
ekki síður mikið vægi í bókinni.
Viðskipti virðast Ingimar snemma
í blóð borin. Ingimar gerir sér hins
vegar fljótlega
ljóst að hann á fátt
sameiginlegt með
hinu íslenska
embættis-
mannakerfi sem
hann álítur að
skilji sig ekki. Það
blasir því við að
leita út fyrir land-
steinana að tækifærum – og sækir
hann bæði til London og þaðan til
Berlínar eftir að Berlínarmúrinn fell-
ur árið 1989. Það er einmitt þar sem
hann kemst í kynni við persónur sem
höfðu gegnt embættum í austur-
þýska kommúnistaflokknum sem
eiga síðar eftir að reynast honum
gagnleg til að hasla sér völl í rúss-
nesku viðskiptalífi eftur hrun Sov-
étríkjanna.
Áhugaverðasti hluti bókarinnar
eru árin í Rússlandi. Í samstarfi með
breska fjárfestinum Bernard Lard-
ner tekst Ingimar að stofna eitt
fyrsta símafyrirtæki Pétursborgar –
en á þeim tíma var síður en svo auð-
velt að falast eftir símaleyfi. Til þess
þurfti réttu pólitísku samböndin. Og
þeirra tekst Ingimar á undraverðan
hátt að afla sér. Fljótlega eftir að hafa
komið símafélaginu á fót ákveður
Ingimar hins vegar að draga sig úr
þeim rekstri – þrátt fyrir „fljúgandi
start“. Við lesturinn vakna þó spurn-
ingar, hvort eitthvað annað hafi ekki
legið að baki.
Næsta verkefni Ingimars var
stofnun gosverksmiðjunnar Baltic
Bottling Plant í Pétursborg, sem átti
að vera hans „kóróna og stolt“. Svo
fór þó ekki. Í stað þess að verk-
smiðjan hefði lagt grunninn að ríki-
dæmi Ingimars og leyft honum að
setjast í helgan stein „og flytja til
Mallorca“ þá hurfu umsvif hans þvert
á móti til auðæfa Björgólfsfeðga –
með vægast sagt vafasömum hætti.
Þau auðæfi áttu síðar eftir að gera
þeim feðgum kleift að kaupa ráðandi
hlut í Landsbankanum.
Þrátt fyrir að sögusviðið sé oft á
tíðum áhugavert og spennandi og
heimsþekktar persónur séu kynntar
til leiks – meðal annars Anatolí
Sobchak, þáverandi borgarstjóri Pét-
ursborgar, og Vladimír Pútín, síðar
forseti Rússlands – þá reis bókin
aldrei undir þeim væntingum sem
lesandi hafði til hennar. Við lestur
bókarinnar upplifir maður að kannski
sé ekki öll sagan sögð.
Sagan sem betur mátti segja
Sagan sem varð að segja
mnn
Eftir Þorfinn Ómarsson.
Útgefandi Veröld, 2011. 362 bls.
HÖRÐUR
ÆGISSON
BÆKUR
Þorfinnur
Ómarsson
Fanný og Alexander (Stóra sviðið)
Fim 5/1 kl. 20:00 fors Fim 26/1 kl. 20:00 aukas Fim 1/3 kl. 20:00 11.k
Fös 6/1 kl. 19:00 frums Sun 5/2 kl. 20:00 5.k Fös 2/3 kl. 20:00 12.k
Mið 11/1 kl. 20:00 2.k Fim 9/2 kl. 20:00 6.k Fim 8/3 kl. 20:00
Lau 14/1 kl. 20:00 aukas Mið 15/2 kl. 20:00 7.k Fös 9/3 kl. 20:00
Sun 15/1 kl. 20:00 3.k Fim 16/2 kl. 20:00 8.k Lau 17/3 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 aukas Fös 17/2 kl. 20:00 9.k Fös 23/3 kl. 20:00
Sun 22/1 kl. 20:00 aukas Fim 23/2 kl. 20:00 aukas Lau 31/3 kl. 20:00
Mið 25/1 kl. 20:00 4.k Fös 24/2 kl. 20:00 10.k
Hin stórbrotna fjölskyldusaga loks á svið
Galdrakarlinn í Oz (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 14:00 30.k Lau 28/1 kl. 14:00 Lau 18/2 kl. 14:00
Sun 8/1 kl. 14:00 31.k Sun 29/1 kl. 14:00 Sun 19/2 kl. 14:00
Lau 14/1 kl. 13:00 Lau 4/2 kl. 14:00 Lau 25/2 kl. 14:00
Sun 15/1 kl. 14:00 Sun 5/2 kl. 14:00 Sun 26/2 kl. 14:00
Lau 21/1 kl. 14:00 Lau 11/2 kl. 14:00
Sun 22/1 kl. 14:00 Sun 12/2 kl. 14:00
Einn vinsælasti fjölskyldusöngleikur allra tíma
Kirsuberjagarðurinn (Stóra sviðið)
Sun 8/1 kl. 20:00 Fim 19/1 kl. 20:00 Fös 27/1 kl. 19:00
Fim 12/1 kl. 20:00 Fös 20/1 kl. 19:00
Sannkölluð leikhúsperla um ástir, drauma og vonir. Sýningum fer fækkandi
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 19:00 Fös 13/1 kl. 19:00 Lau 21/1 kl. 19:00
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011
Axlar - Björn (Litla sviðið)
Mán 9/1 kl. 20:00 fors Sun 22/1 kl. 20:00 4.k Lau 11/2 kl. 20:00 8.k
Þri 10/1 kl. 20:00 fors Mið 25/1 kl. 20:00 5.k Sun 12/2 kl. 20:00 aukas
Mið 11/1 kl. 20:00 frums Fim 26/1 kl. 20:00 6.k Lau 18/2 kl. 20:00 9.k
Sun 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 4/2 kl. 20:00 aukas Sun 19/2 kl. 20:00
Mið 18/1 kl. 20:00 3.k Sun 5/2 kl. 20:00 7.k
Nýtt verk úr smiðju Vesturports
Jesús litli (Litla svið)
Sun 8/1 kl. 20:00 aukas
Mannbætandi upplifun! Grímusýning ársins 2010. Lokasýning
Nýdönsk í nánd (Litla sviðið)
Lau 7/1 kl. 22:00 2.k Lau 14/1 kl. 22:00 4.k Lau 21/1 kl. 22:00 aukas
Fös 13/1 kl. 22:00 3.k Fös 20/1 kl. 22:00 5.k
Aftur á svið - aðeins þessar sýningar
Heimsljós (Stóra sviðið)
Lau 7/1 kl. 19:30 4.sýn Lau 28/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 18/2 kl. 19:30 14.sýn
Sun 8/1 kl. 19:30 5.sýn Sun 29/1 kl. 19:30 11.sýn Sun 19/2 kl. 19:30 15.sýn
Lau 14/1 kl. 19:30 6.sýn Lau 4/2 kl. 19:30 12.sýn Lau 25/2 kl. 19:30 16.sýn
Sun 15/1 kl. 19:30 7.sýn Sun 5/2 kl. 19:30 13.sýn Sun 26/2 kl. 19:30 17.sýn
Lau 21/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 11/2 kl. 19:30 1.auka
Sun 22/1 kl. 19:30 9.sýn Sun 12/2 kl. 19:30 2.auka
Frumsýnt annan í jólum 2011
Svartur hundur prestsins (Kassinn)
Sun 8/1 kl. 19:30 33.s Fös 20/1 kl. 19:30 37.s
Fim 12/1 kl. 19:30 34.s Lau 21/1 kl. 19:30 síð.sýn.
Sýningum lýkur í janúar!
Hreinsun (Stóra sviðið)
Fim 5/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/1 kl. 19:30 síð.sýn
Sýningum lýkur í janúar!
Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan)
Sun 8/1 kl. 13:30 6.sýn Sun 15/1 kl. 15:00 9.sýn Sun 29/1 kl. 13:30 12.sýn
Sun 8/1 kl. 15:00 7.sýn Sun 22/1 kl. 13:30 10.sýn Sun 29/1 kl. 15:00 13.sýn
Sun 15/1 kl. 13:30 8.sýn Sun 22/1 kl. 15:00 11.sýn
Hjartnæm og fjörmikil sýning
Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 8/1 kl. 16:00 Fös 13/1 kl. 22:00