Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR 5%
H.V.A., FBL.
TOM CRUISE Í BESTU
HASARMYND ÁRSINS!
“STÆRRI, BETRI OG FYNDNARI.” - EMPIRE
SHERLOCK HOLMES KL. 6 - 8 - 10.40 12
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6.45 - 9 - 10 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 L
JACK AND JILL KL. 10.10 L
ÆVINTÝRI TINNA KL. 5.40 - 8 7
THE SITTER KL. 8 - 10 14
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 6 - 9 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 6 L
THE SITTER KL. 6 - 8 – 10 14
GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 4.45 - 8 - 9 16
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 3.40 - 5.50 L
MI-GHOST PROTOCOL KL. 6 - 8 - 10.50 16
MI-GHOST PROTOCOL LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 16
ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 L
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN KL. 3.40
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
THE SITTER Sýnd kl. 8 - 10
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 6:45 - 10
MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10
ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 6
TOM CRUISE, SIMON PEGG,
PAULA PATTON OG JEREMY RENNER
Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
88/100
-CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL
HHH
ÍSLENSKT
TAL
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Dýri Guðmundsson, eða Dýri Gen-
dos Social Club, gaf nýlega út hug-
ljúfa og skemmtilega þriggja laga
smáskífu sem ber hið einfalda nafn
2011. Hann syngur og spilar á gítar
og bassa og nýtur aðstoðar vina og
barna. Dóttirin Ása, sem spilar með
hljómsveitinni Mammút, spilar á
bassa í einu lagi og sonurinn Orri
Páll, sem lemur húðir með Sigur
Rós, sér um allan trommuleik.
Blaðamanni leikur forvitni á því
hvaðan nafnið Gendos kemur og á
því reynist einföld skýring. „Þetta
er gamalt hafnfirskt uppnefni. Einn
vinur minn byrjaði að kalla mig
þetta því pabbi var kallaður Gendi,“
segir hann.
Persónuleg plata
Dýri lýsir plötunni sem mel-
ódískri, blús- og djasskenndri en
hún er einnig afar persónuleg. Lög-
in þrjú bera nöfnin Afastelpan,
Hafnarfjörður og Allt þagnaði. „Eitt
lagið fjallar um skemmtilega kar-
aktera í Hafnarfirði þar sem ég ólst
upp í kringum árið 1960. Annað er
óður til barnabarnanna og það
þriðja fjallar um þann tómleika sem
maður finnur eftir að börnin flytja
að heiman,“ útskýrir Dýri, en bætir
þó við að ekki eigi að taka plötuna
mjög alvarlega. Hún sé aðallega
gefin út til gamans og í takmörk-
uðum fjölda eintaka.
2011 er önnur plata Dýra og er
hann hvergi nærri hættur að semja.
„Ég er með fleiri lög í farvatninu
sem munu koma út á þessu ári á
disk sem heitir 2012. Þar kennir
ýmissa grasa og platan verður fjöl-
breyttari en hinar fyrri,“ segir
hann. Verður stefnan hjá honum að
gefa árlega út plötu sem ber heiti
ártalsins? „Ég stefni að því, finnst
það sniðugt. Ég kom ekki nema
þremur lögum að núna en kannski
verða þau fleiri næst. Það er gott að
hafa markmið,“ segir hann.
Spilað fyrir þúsundir
Eflaust hafa fleiri séð Dýra
syngja og spila en gera sér grein
fyrir því. Á hverju ári koma hann og
félagar hans sér fyrir í húsagarði
við Lindarbraut á Seltjarnarnesi og
spila fyrir þúsundir hlaupara í
Reykjavíkurmaraþoninu. Þá syngur
hann með Fjallabræðrum, er í
starfsmannahljómsveit vinnustaðar
eiginkonu sinnar auk þess sem hann
fer stundum á elliheimilið Grund og
syngur með heimilisfólkinu.
Áhugasamir geta nálgast 2011
hjá Dýra, dyrig@simnet.is.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Tónlistarmaður „Ég er með fleiri lög í farvatninu sem munu koma út á þessu ári á disk sem heitir 2012,“ segir Dýri.
Persónuleg smáskífa frá
Dýra Gendos Social Club
Dýri Guðmundsson nýtur liðsinnis barna sinna, Orra Páls
úr Sigur Rós og Ásu úr Mammút, á nýrri plötu
Allt þagnaði
Allt þagnaði
einn morguninn
þú flogin varst um veg,
yfir hafið, löndin, fjöllin, grund-
irnar.
Ég sakna þín,
ég sakna orkunnar,
þú gafst mér gjafirnar,
þú gafst mér allar góðu stund-
irnar.
Litirnir, lífsins kraftur
tónar og taktur, taka völd.
Ég hlakka til að hitta þig aftur
og syngja með þér,
langt fram á kvöld.
Gavin Rossdale er heillaður af því
hve íbúar Los Angeles eru kurt-
eisir, Bretar séu dónar í saman-
burði. Breski rokkarinn er kvæntur
söngkonunni Gwen Stefani og búa
þau ásamt sonum sínum í Los Ang-
eles en eru með annan fótinn í
London. Rossdale segist vel vita að
margir séu lítt hrifnir af Los Angel-
es og finnist íbúarnir tilgerðarlegir
en hann sé ánægður þar og sér
finnist fólkið ótrúlega kurteist.
Í viðtali við þýska tímaritið In ber
Rossdale saman mannasiðina í Los
Angeles og í heimalandinu Bret-
landi. Í Los Angeles sé hægt að
bjóða bláókunnugri manneskju
góðan daginn og hún heilsi í lang-
flestum tilfellum kurteislega á
móti. Á Englandi séu viðbrögðin
önnur. Þar myndi ókunnug mann-
eskja vafalaust svara með því að
segja viðkomandi að hunskast burt.
Gavin Rossdale segir Breta dóna
samanborið við íbúa Los Angeles
Reuters
Rossdale Segir samlanda sína ekki vera
neitt sérstaklega kurteisa.
Enskur leigubílstjóri hefur stigið
fram og sagt frá því að hann eigi
tæplega 50 ára gamla upptöku af
Rolling Stones syngja lagið As
Tears Go By en hún er svo fágæt að
ekki einu sinni Mick Jagger hefur
hlustað á hana. Til stendur að spila
hana opinberlega innan skamms en
hinn 63 ára John Mackswith hefur
geymt upptökuna í læstri geymslu
síðustu áratugi.
Mackswith var aðeins táningur
þegar hann vann í Advision-
upptökuverinu á New Bond Street
árið 1964. Þar tóku félagarnir í
Rolling Stones, sem þá voru á
barmi heimsfrægðar, upp nokkur
lög, þ.á m. As Tears Go By sem var
eitt fyrsta lagið sem Jagger og
Keith Richards sömdu saman.
Mackswith líkaði lagið vel en fannst
flutningurinn hins vegar nokkuð
slappur. Þegar hljómsveitin yfirgaf
hljóðverið ákvað Mackswith að
endurhljóðblanda lagið og búa til
aðeins öðruvísi útgáfu af því.
Hann viðurkennir að útgáfan sín
hafi verið ámóta léleg og flutningur
sveitarinnar en ákvað að halda eftir
upprunalegu útgáfunni og ekki svo
löngu síðar sló lagið í gegn, bæði í
flutningi Rolling Stones og hinnar
ungu og upprennandi Marianne
Faithfull.
Reuters
Rolling Stones Gömul hljóðversupptaka af As Tears Go By verður brátt gerð opinber.
Gömul útgáfa af laginu As Tears
Go By lítur dagsins ljós