Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.01.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 2012 ✝ Ingunn GuðrúnGunnarsdóttir fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 24. júlí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 22. des- ember 2011. Hún var dóttir hjónanna Gunnars Benediktssonar, f. 26. ágúst 1892, d. 27. október 1934 og Stefaníu Kristínar Guðna- dóttur, f. 15. október 1895, d. 31. október 1975. Seinni maður Stefaníu Kristínar Guðnadóttur var Magnús Jónsson, f. 9. sept- ember 1909, d. 28. maí 1988 og gekk hann Ingunni í föðurstað. Alsystkini Ingunnar eru Bene- dikt Vagn Gunnarsson, f. 15. júlí 1924, d. 25. desember 1982, og Guðbjörg Gunnarsdóttir, f. 8. september 1931. september 1950. Eiginmaður hennar er Jörgen Þorbergur Ásvaldsson, f. 25. mars 1946. Börn þeirra eru: Kristinn Magnús, f. 27. desember 1975, Ása Mjöll, f. 14. apríl 1977 og Sævar Már, f. 22. nóvember 1978. Ásgerður á einnig dótt- urina Ingunni Guðbjörnsdóttur, f. 6. desember 1967. 4) Sigurður Björnsson, f. 26. júní 1955. Sambýliskona hans er Julia Zimmermann, f. 14.desember 1969. Sonur þeirra er Magnús Emil, f. 5. september 2007. Sig- urður á einnig soninn Viktor f. 19. mars 1980, d. 5 sept. 1981 og dótturina Regínu, f. 27. mars 1989. 5) Svala Björnsdóttir, f. 25. febrúar 1959. Börn Svölu eru: Tinna Kúld Guðmunds- dóttir, f. 22. apríl 1979 og Gunnar Helgason, f. 19. júní 1992. Ingunn var búsett á Flateyri alla sína ævi. Hún var húsmóðir og fiskverkakona og var á tíma- bili trúnaðarmaður verkalýðs- félagsins á vinnustaðnum. Útför Ingunnar fer fram frá Flateyrarkirkju í dag, 4. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Eiginmaður Ing- unnar var Björn Ármann Ingólfs- son, f. 21. maí 1927, d. 2. febrúar 1976. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristín Gunnbjörg, f. 3. maí 1947, d. 24. september 2002. Börn Krist- ínar eru: Jóna Lovísa Jónsdóttir, f. 11. nóvember 1967, Sólrún Inga Ólafsdóttir, f. 3. október 1970 og Þorbjörn Geir Ólafs- son, f. 30. maí 1975. 2) Ingólfur Rúnar, f. 4. september 1948. Eiginkona Ingólfs er Guðrún Erla Jónsdóttir, f. 5. september 1948. Börn þeirra eru: Björn Gunnar, f. 21. september 1973, Jón Björgvin, f. 10. september 1978 og Rakel, f. 10. apríl 1980. 3) Ásgerður Bjarnfríður, f. 22. Hún Inga amma á Flateyri hefur loksins fengið hvíldina löngu. Margar minningar fara í gegnum hugann, en vænst þykir mér þó um minningar frá síðasta áratug ævi hennar, þegar við gát- um rætt saman milliliðalaust í einlægni, friði og ró. Sem barn hitti ég ömmu ekki svo ýkja oft þar sem hún bjó langt í burtu. Ég man þó vel viðbrögð hennar í einni af heimsóknunum í Hólm- inn í gamla daga þegar ég opnaði lófann og sýndi henni hvítu gæl- umýsnar mína. Ég hafði alls ekki gert mér í hugarlund að amma hefði slíkan stökkkraft … aftur á bak! Amma gat verið hvöss og ákveðin þegar henni mislíkaði eitthvað og mýs voru ekki ofar- lega á vinsældalistanum. Hún gat líka verið hláturmild og kurraði þá ofan í henni hláturinn þannig að herðarnar og bústinn barmur- inn hristust til. Stríðin var hún líka og átti það til að ýta fölskum framgómnum hálfum út úr munninum til þess að hræða eða skemmta okkur krökkunum. Þegar mamma flutti aftur á sínar æskuslóðir á Flateyri hitti ég ömmu auðvitað oftar. Minn- isstæðastar við heimsóknirnar á Eyrarveginn voru allar veiting- arnar sem hún fann sig knúna til þess að bera á borð þegar gesti bar að garði. Hún dró endalaust upp úr frystinum alls kyns kökur og fleira fínerí en býsnaðist yfir þessu lítilræði sem væri mér og mínum alls ekki samboðið. Eftir að mamma dó sviplega reyndum við systkinin að heimsækja hana að minnsta kosti tvisvar á ári og ég fann að hún kunni að meta það. Síðustu árin var hún farin að gleyma atburðum líðandi stund- ar, eins og gerist oft með aldr- inum. En fortíðina mundi hún vel og það var gott og gaman að spyrja hana spurninga sem mér hafði aldrei dottið í hug að spyrja þegar ég var yngri og óþroskaðri, en brunnu á mér nú. Hún kom mér fyrir sjónir sem bráðskörp kona, falleg, undurljúf að upplagi en hert af aðbúð og áföllum lífs- ins. Ég man eftir eldri herra- manni í Hólminum sem hélt vart vatni yfir fegurð ömmu minnar á hennar yngri árum: Hárið svarta og síða, tindrandi augun, húðin silkimjúka, rauðu varirnar og … hvílíkur dansari! Ég glennti upp augun í forundran og varð hugs- að til lágvöxnu, þreyttu og gigt- veiku ömmunnar í eldhúsinu á Flateyri. Þessi orð rifjuðust þó upp fyrir mér þegar ég strauk vanga hennar í síðustu aðventu- ferð okkar systra. Mér fannst hún fallegasta amma í heimi og húðin enn silkimjúk þrátt fyrir að hafa fyllt níu tugi fyrr á árinu. Mér er efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast ömmu minni sem fullorðin mann- eskja, þó ég hefði viljað fá enn meiri tíma, fleiri tækifæri. Ég hefði svo sannarlega getað gert betur. En ég gleðst samt mest yf- ir því að nú er hún Inga amma mín búin að finna langþráðan friðinn. Líkamlegu verkirnir og depurðin á bak og burt og við blasir blátt berjalandið og heiður himininn. Með þessum orðum vil ég votta börnum ömmu, þeirra fólki og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, amma mín. Sólrún Inga Ólafsdóttir (Sóla). Meira: mbl.is/minningar Sú gamla er á fótum, kaffið orðið klárt. Lífið bara strembið, og löngum verið sárt. Horfir út um eldhúsgluggann, … kirkjuturnsins hrafn. Hugurinn reikar um minninganna safn. Alein í hreiðrinu, enginn lengur hér. Ungarnir flognir, og sjaldan hún þá sér. Biturleikinn nagar sig, fast í hennar gigt. Ævin öll fór í að standa sína plikt. Hún var einusinni ung, hve allt var létt og bjart. Undarlega falleg, og hárið síða svart. Framtíðin, sem hjá öðrum, óskrifað blað. Það er skrítið með allt krafsið sem seinna fór á það. Það er sárt að sitja ein og sjá bara vonir sem brustu. Það er sárt að sitja ein og bíða … bíða. (S. Björns.) Nú er enn ein kvenhetjan fall- in frá, þessi texti er um mömmu okkar og ömmu þó hann eigi líka við um margar konur af hennar kynslóð. Góða ferð. F.h. barna, ömmubarna og langömmubarna, Sigurður Björnsson. Amma mín er dáin. Já, það er komið að því að kveðja hana. Amma var mér mjög kær. Ég var svo heppin að fá að búa hjá henni fyrstu tæplega sjö árin mín og fór vestur á hverju sumri til að vera hjá ömmu. Ein minning mín er þegar mamma fór í Húsmæðraskólann á Laugum í Suður-Þingeyjar- sýslu, þá var ég hjá ömmu frá áramótum og fram á vor. Ein- hvern veginn í minningunni var alltaf rafmagnslaust og við borð- uðum hákarl við kertaljós. En amma var ekki sammála mér um þetta, „líklega hefur þetta nú gerst einu sinni Inga mín“ sagði hún. Amma var ein af þessum konum sem eiga aldrei neitt með kaffinu að þeirra sögn, en sort- irnar sem bornar voru á borð voru yfirleitt tíu eða fleiri. Í sumar fórum við vestur og héldum upp á 90 ára afmælið hennar. Þó svo að minnið væri farið að bila þá var húmorinn í góðu lagi. Þetta var yndisleg stund, amma svo glöð og kát. En það kemur að leikslokum hjá okkur öllum. Því vil ég segja við þig, þín verður sárt saknað. Takk fyrir að hafa verið amma mín. Ingunn. Ingunn Guðrún Gunnarsdóttir ✝ Hafliði Krist-ján Guð- mundsson fæddist í Gullhúsám á Snæfjallaströnd 28. október 1941. Hann lést 26. des- ember 2011. Foreldrar hans voru Halldóra Þuríður Hafliða- dóttir verkakona, f. 13. júní 1904, d. 13. ágúst 1996, og Guðmundur Maríasson, starfsmaður Eim- skipa, f. 4. sept. 1914, d. 17. des. 2002. Þau voru ekki gift og Hafliði ólst upp hjá móður sinni og hafði mjög lítil sam- skipti við föður sinn. Hafliði átti tvö hálfsystkini, Sigurgeir Hafliðason, f. 23. maí 1977. Hann er efnafræðingur og er giftur Shaunu Laurel Jones, f. 22. apríl 1980, hún er listfræð- ingur. Hafliði flutti til Hnífsdals þegar hann var tveggja ára, hann bjó síðan á Akranesi 1956-́70 og flutti síðan til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Meðan Hafliði bjó á Akranesi starfaði hann hjá Kaupfélaginu, Olíufélaginu Essó og Þ.Þ.Þ. bifreiðastöð. Eftir að hann flutti til Reykja- víkur vann hann hjá: Vöru- flutningamiðstöðinni hf. árin 1970-́73, Reykhúsinu hf. árin 1974-́78, Vörumarkaðnum, ár- in 1978-́81, Sjóklæðagerðinni, 66 gráður norður, árin 1981-́ 88, Birgðastöð ríkisspítalanna árin 1988-́02 og síðan hjá Rekstrarvörum árin 2002-́08, er hann fór á eftirlaun. Útför Hafliða fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 4. janúar 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Kristjánsson, f. 15. nóv. 1930, og Ingi- björgu Krisj- ánsdóttur, f. 9. nóv. 1932, d. 4. maí 2008. Hafliði giftist 11. júlí 1970 Arn- dísi Sigurð- ardóttur, f. 26. apríl 1940. Þau eignuðust tvo syni; 1) Sigurður Haf- liðason, f. 1. okt. 1971, for- stöðumaður áhaldahúss Garða- bæjar. Hann er giftur Matthildi Hannesdóttur, f. 24. apríl 1971. Hún er grunn- skólakennari. Þau eiga tvö börn; Guðrúnu Jennýju 15 ára og Halldór 10 ára. 2) Arnar Ég get ekki látið hjá líða að kveðja þig, elsku Hafliði minn, þar sem ég því miður kemst ekki til að fylgja þér síðasta spölinn. Vinátta okkar spannar ekki mörg ár, en í mínum huga finnst mér ég alltaf hafa þekkt þig , það er svo skrýtið. Þegar ég hóf störf hjá Rekstrarvörum í ársbyrjun 2006 þá hitti ég fyrir manninn sem gat „reddað “ öllu á örskots- stundu á lagernum, og alltaf með bros á vör. Þegar við fórum að spjalla saman og þú komst að því að ég væri Skagamaður þá tókst með okkur einhver vinátta sem ég ekki fæ skilið enn þann dag í dag, jú það er kannski hægt að skilja það þegar þú átt í hlut því þú varst einstakur maður og hjartahlýr, sannur vinur. Þú fórst strax að spyrja hverra manna ég væri og þess háttar og fattaðir strax hverjir foreldrar mínir væru og mitt fólk. Þér þótti svo gaman að spyrja mig frétta af þessum og hinum sem þú þekktir af Skaganum síðan í gamla daga og fann ég þá hversu sterkar taugar þú hafðir til Akraness, kæri vinur. Rekstrarvörur voru og eru örugglega enn góður vinnustaður og leið mér vel þar og ég held ég halli ekki á neinn þegar ég segi að þú hafir átt mik- inn þátt í því. Margt var brallað á þessum tíma sem við vorum þar samferða og alltaf varst þú hrókur alls fagnaðar með þinn skemmtilega húmor og yndislega hjartahlýju. Ég ætla nú að fá að kveðja þig, kæri vinur, með miklu þakklæti fyrir vináttu og kærleika sem þú sýndir mér þennan tíma sem við unnum saman. Þegar þú hringdir í mig fyrir tæpu ári þá sagðir þú mér að þú værir bara hress og þér liði vel. Við kvöddumst eftir skemmtilegt símtal með loforði um að næst þegar þú ættir leið á Skagann þá kæmir þú við hjá mér og myndir þiggja hjá mér kaffisopa. Mikið vildi ég að ég hefði vitað að þú væri svona veik- ur, elsku vinur, þá hefði ég örugglega komið og hitt þig. Mik- ið vildi ég gefa fyrir að fá eitt gott faðmlag frá þér og fá að sjá þitt einlæga bros, en svona er nú þetta allt saman í þessu lífi. Eng- inn ræður sínum næturstað , og því miður finnst okkur við öll hafa nógan tíma til að hafa samband og hittast, en svo er víst ekki allt- af. Ég votta Arndísi og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð . Farðu í friði, kæri vinur og hafðu þökk fyrir vináttu og kærleik í minn garð. Ég kveð þig með einu af mínum uppáhalds ljóðum eftir T.E. Akranes, við Atlantshafið breiða, ég ætla að helga þér ljóðin mín í kvöld. Skip þín sigla og sækja fram til veiða, sigurljómi er um þinn frægðarskjöld. Milt er bros á meyja þinna vörum, mörg er báran er kyssir fótstall þinn. Til þín allir þrá, þú ert ströndin blá Akranes við saltan sjá. Þú átt saklausar meyjar, í silkikjól. Þú átt sjómannastétt, er land þitt ól. Jafnt í brimi sem boðum þeir beita djarflega gnoðum, jafnt í skammdegisskuggum sem í skínandi sól. (Theódór Einarsson) Sigþóra Gunnarsdóttir, Akranesi Ég man enn hvar ég stóð sem barn úti á götu í Helsinki, þegar ég frétti að uppáhaldsfrænka mín á Íslandi, hún Dísa, væri komin með mann. Mér fannst ég hafa misst frænku mína og áfallið var töluvert, enda stóð ég vart úr hnefa. Ég átti eftir að kynnast Hafliða, manni Dísu frænku, vel síðar á lífsleiðinni og fagna því láni að hafa fengið slíkan öðling í fjölskylduna. Það var svo ekki verra að hann kynnti mig óharðn- aðan unglinginn fyrir rokkinu og alltaf örlaði á töffarablóði í Halla sem enn jók á sjarmann. Hans já- kvæða viðhorf til lífsins og hjálp- semi var og er okkur öllum til eft- irbreytni. Vandamál voru til þess að leysa þau og ástæðulaust að draga þau á langinn. Hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa til við hvaða viðvik sem var, hvort sem var við búskapinn á Sleggjulæk eða að mála heilu hektarana af veggjum og þökum híbýla litlu stórfjölskyldunnar í gegnum ár- in. Móður minni hefur hann verið ómetanleg hjálp og vinur í gegn- um árin, og ekki síst sem óþreyt- andi spilafélagi. Hafliði var ein- staklega hlýr og heill maður og allar hans bestu hliðar lifa áfram í börnum og barnabörnum, sem ég og mín fjölskylda erum svo hepp- in að eiga að sem frændur og frænkur. Ég tel mig lánsaman að hafa fengið að kynnast Hafliða á mínum mótunarárum og notið fé- lagsskapar hans á fullorðins aldri. Ég er betri maður fyrir vik- ið. Elsku Dísa, Siggi og Arnar, makar og börn, við í Snekkjuvog- inum sendum hugheilar samúð- arkveðjur til ykkar. Björt minn- ing um góðan mann og góður orðstír lifa um komandi kynslóð- ir. Einar Mäntylä. Hafliði Guðmundsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HÓLMFRÍÐAR JÓNASDÓTTUR, Kambsvegi 16, Reykjavík. Anna Ingólfsdóttir, Jörgen Sigurjónsson, Þorbjörg Ingólfsdóttir, Hilmar Bergsteinsson, Guðbjörg Ingólfsdóttir, Bragi Finnbogason, Rögnvaldur Ingólfsson, Gísli Jónas Ingólfsson, Lucrecia Dugay Ingólfsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elskulega sonar, föður, tengdaföður, unnusta, bróður og vinar, RAGNARS LEIFS ÞRÚÐMARSSONAR, Hoffelli, Hornafirði. Guð blessi ykkur öll. Hólmfríður Leifsdóttir, Þrúðmar Sigurðsson, Snæbjörn Sölvi Ragnarsson, Þrúðmar Kári Ragnarsson, Waraporn Chanse, Hildur Björg Ragnarsdóttir, Heiðar Ingi Eggertsson, Gunnþóra Gunnarsdóttir, Þrúðmar Þrúðmarsson, Ingibjörg Steinsdóttir, Jóhanna Lilja Þrúðmarsdóttir, Sigurbjartur Pálsson, Rúnar Þrúðmarsson, Erna Hlín Þórðardóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför KRISTÍNAR PETRÍNU GUNNARSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Helgi Björnsson, Þóra Kristín Helgadóttir, Alda K. Helgadóttir, Sigurður Ottósson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN ÁGÚST SIGMUNDSSON STRANDBERG stýrimaður og tollvörður, sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðju- daginn 27. desember, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 6. janúar kl. 13.00. Sigurður Örn Jónsson, Gunnhildur Halldórsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Eggert Þór Ísberg, Ólöf Jónsdóttir, Harrý Þór Hólmgeirsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.