Morgunblaðið - 05.01.2012, Qupperneq 12
Ljósmynd/Borgarleikhúsið
2012 Í Fanný og Alexander leika Gunnar og Kristbjörg persónur sem átt hafa í leynilegu ástarsambandi áratugum saman.
VIÐTAL
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Það er alltaf einhver titringur fyr-
ir frumsýningu, það er bara þannig.
Þetta er ábyrgð,“ segir leikkonan
Kristbjörg Kjeld, en hún fer með
burðarhlutverk í hátíðarsýningu
Borgarleikhússins, Fanný og Alex-
ander, sem frumsýnd er á Stóra
sviðinu á morgun.
Mótleikari hennar, Gunnar Eyj-
ólfsson, tekur undir með Krist-
björgu. „Já, þetta er ábyrgð og
maður vill rísa undir þeirri ábyrgð.
Það er svo þýðingarmikið að bregð-
ast ekki væntingum.“
Þau eru hógværðin uppmáluð, en
Gunnar og Kristbjörg eru ekki
þekkt af því að bregðast vænt-
ingum. Bæði eiga þau áratugalang-
an feril að baki sem einir ástsæl-
ustu leikarar þjóðarinnar. Og því
hefur verið fleygt að Gunnar, sem
verður 86 ára í febrúar, sé nú elsti
starfandi leikari á sviði á Norð-
urlöndum. „Það sagði þetta einhver
við mig, og væri dálítið gaman að
vita hvort satt er,“ svarar Gunnar
þegar þetta er borið undir hann.
„En það er mjög erfitt, þegar komið
er á þennan aldur. Þetta krefst and-
legrar einbeitingar og orku.“
Fyrstu launin voru 10 krónur
Þau virðast bæði vera full af orku
þegar þau ræða við blaðamann í
anddyri Borgarleikhússins og eru
reyndar á stöðugum þönum, þótt að
baki sé ein af lokaæfingunum fyrir
frumsýningu á hinni stórbrotnu
fjölskyldusögu Ingmars Bergmans,
Fanný og Alexander.
Leikgerðin byggir á sjónvar-
spþáttunum gríðarvinsælu sem síð-
ar voru styttir í kvikmynd. Heims-
frumsýning leikritsins var í
Þjóðleikhúsi Norðmanna í desem-
ber 2009 og er uppfærslan orðin sú
vinsælasta í sögu leikhússins.
„Ég er alveg klár á því að þessi
sýning er mjög litrík og falleg, mik-
ið fyrir augað,“ segir Kristbjörg.
Hún fer með hlutverk ættmóð-
urinnar en Gunnar leikur leyni-
legan elskhuga hennar, gyðinginn
Ísak. Hann segir huginn leita aftur
til upphafs ferilsins, þegar Gunnar
og tveir aðrir ungir leiklistar-
nemar, þeir Róbert Arnfinnsson og
Baldvin Halldórsson, þreyttu frum-
raun sína á sviði í Kaupmanninum í
Feneyjum, en Haraldur Björnsson
þótti þar vinna leiksigur í hlutverki
gyðingsins Sjælokks.
„Þessi minning og hvernig hann
var, þetta var alveg stórkostlegt, og
mikill lærdómur fyrir okkur sem
unga menn að fá að vera inni á svið-
inu og sjá þennan mann. Þarna
verður maður fyrir áhrifum.“
Þetta var árið 1945 og Gunnar
fékk, á sínum fyrsta samningi,
greiddar 10 krónur á sýningu.
Leikferill hans spannar því orðið 67
ár, en Kristbjörg steig fyrst á svið
nýútskrifuð árið 1958. Bæði hafa
þau unnið mest sitt ævistarf á fjöl-
um Þjóðleikhússins, og raunar er
þetta í fyrsta sinn sem Gunnar stíg-
ur á Stóra svið Borgarleikhússins.
Kristbjörg gefur mikið af sér
Leiklistarsaga þeirra tveggja
fléttast víða saman og ófáum sinn-
um hafa þau leikið hvort á móti
öðru sem elskendur, líkt og nú.
„Svona nú, þetta er leikhús. Við
skulum ekki misskilja neitt,“ segir
Gunnar þegar blaðamanni verður á
orði að þeim virðist fara elskhuga-
hlutverkið vel úr hendi.
„En Kristbjörg gefur afskaplega
mikið af sér sem leikkona og mér
finnst alltaf svo gott að leika á móti
leikurum, bæði körlum og konum,
sem ná sambandi við mann,“ bætir
Gunnar við og Kristbjörg skýtur
inn í að tilfinningin sé gagnkvæm.
Þekkja vel hvort inn á annað
Eftir allan þennan samleik leiðir
blaðamaður að því líkum að þau
hljóti að hvort annað afar vel. „Já-
jájá,“ svarar Kristbjörg. „Þú hlóst
nú að því, Gunnar, þegar við vorum
komin upp í rúm þarna í Hafinu. Þá
hvíslaði ég í eyrað á Gunnari: „Á 40
ára fresti“.“ Þau skella bæði upp
úr. „Þá voru 40 ár liðin síðan við
lékum í 79 af stöðinni og aftur vor-
um við komin saman upp í rúm.“
Fanný og Alexander er sem fyrr
segir frumýnt á morgun en uppselt
er á fyrstu 16 sýningarnar.
Saman í rúmið á 40 ára fresti
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Íslands
1958 Sem ung hjón í Horfðu reiður um öxl í Þjóðleikhúsinu.
Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörg Kjeld leika burðarhlutverk í hátíðarsýningu Borgarleikhússins
Hafa leikið saman í tugum verka síðustu 54 ár Gunnar líklega elsti leikari Norðurlanda á sviði
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
Kristbjörg Kjeld og Gunnar Eyjólfsson hittust fyrst þegar þau fóru með
hlutverk ungu hjónanna í Horfðu reiður um öxl, eftir John Osborne, í upp-
setningu Þjóðleikhússins árið 1958. „Ég var þá úti í Ameríku þegar Bald-
vin [Halldórsson leikstjóri] sendi mér bréf og sagði: Við viljum engan
nema þig í þetta hlutverk og það er ung leikkona, Kristbjörg Kjeld, sem
leikur Alison á móti þér,“ segir Gunnar.
„Þá var ég kornung leikkona og alveg rosalega spennt að fá þennan
stórleikara heim frá Ameríku. En þú vissir nú ekkert hver ég var, einhver
smástelpa bara,“ segir Kristbjörg. „Þá var þetta nýtt verk og mjög fram-
úrstefnulegt og spennandi.“ Síðan eru sameiginlegu verkin á ferilskrám
þeirra orðin á þriðja tug talsins, jafnt á sviði sem hvíta tjaldinu og í út-
varpi. Þekktust sem par eru þau án efa í kvikmyndinni 79 af stöðinni.
Spurð hvort einhver þessara mörgu verka séu þeim sérstaklega kær
nefna þau m.a. leikritið Græna landið, eftir Ólaf Hauk Símonarson, sem
þau sýndu saman í Færeyjum við góðar undirtektir. „Það var svo gaman
og Kristbjörg er alveg dáð þar. En það er eitt verk sem er djúpt í mér, og
það er Andorra,“ segir Gunnar. „Svo lék ég náttúrlega sviknu brúðina,
þegar þú lékst Pétur Gaut,“ bætir Kristbjörg við. „Já,“ samsinnir Gunnar.
„Svona er þetta, við tengjumst endalaust.“
„Við tengjumst endalaust“
LÉKU FYRST SAMAN Í ÞJÓÐLEIKHÚSINU 1958
Heimsferðir bjóða beint morgunflug með Icelandair til Munchen í
vetur og þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíðasvæðum
Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See. Flestar dagsetnin-
gar eru uppseldar, en við eigum nokkur sæti laus 21. janúar á
frábærum kjörum. Mjög takmarkaður fjöldi flugsæta og gistingar á
þessum frábæru kjörum!
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Austurríkis
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
21. janúar í viku
Frá kr. 129.900 með hálfu fæði
Síðustu sætin á skíði
Verð kr. 149.900
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli
á Skihotel Speiereck í Lungau
með hálfu fæði í viku.
Kr. 129.900 vikuferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. tvo fullorðna og tvö börn á
Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu fæði í viku.
til í vetur