Morgunblaðið - 05.01.2012, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
FRÉTTASKÝRING
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Mitt Romney, fyrrverandi ríkis-
stjóri Massachusetts, þykir enn
sigurstranglegastur í forkosningum
repúblikana eftir forvalið í Iowa í
fyrradag en úrslitin eyddu ekki
þrálátum efasemdum um að hann
gæti fengið íhaldssama kjósendur
repúblikana á sitt band án þess að
styggja miðjumenn sem gætu ráðið
úrslitum í forsetakosningunum í
nóvember.
Romney fékk mest fylgi í Iowa
en munurinn á fylgismestu fram-
bjóðendunum var sáralítill. Aðeins
munaði átta atkvæðum á honum og
íhaldsmanninum Rick Santorum,
fyrrverandi öldungadeildarþing-
manni frá Pennsylvaníu. Margir
höfðu afskrifað Santorum nokkrum
dögum fyrir forvalið og mikið fylgi
hans kom því fréttaskýrendum
mjög á óvart. Í þriðja sæti var Ron
Paul, fulltrúadeildarþingmaður frá
Texas, með 21% fylgi, fjórum pró-
sentustigum minna en Romney og
Santorum.
Fréttaskýrandi The Wash-
ington Post, Dan Balz, telur að
þessi litli munur á fylgi frambjóð-
endanna þriggja geti verið Romney
til framdráttar. Þótt Santorum og
Ron Paul hafi komið mörgum á
óvart með góðri frammistöðu í
Iowa hafi hvorugur þeirra burði til
að halda út langvinna baráttu við
Romney. Hann bendir á að keppi-
nautarnir tóku Santorum ekki al-
varlega og beindu því ekki spjótum
sínum að honum fyrir forvalið en
líklegt er að það breytist núna.
Úrslitin í Iowa eru áfall fyrir
Newt Gingrich, fyrrverandi forseta
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,
Rick Perry, ríkisstjóra Texas, og
Michele Bachmann fulltrúadeildar-
þingmann sem ákvað í gær að
draga sig í hlé.
Í kosningabaráttunni í Iowa
beindi Romney einkum spjótum
sínum að Gingrich sem var gagn-
rýndur mjög harkalega í sjónvarps-
auglýsingum. Líklegt er að harka
færist í kosningabaráttuna á næstu
vikum og keppinautarnir haldi
áfram að skemmta Barack Obama
forseta með því að rakka hver ann-
an niður.
„Getur Obama sameinað
flokkinn?“
Romney hefur lýst sér sem
þeim frambjóðanda sem sé líkleg-
astur til að sigra Obama með því
höfða til miðjumanna sem gætu
ráðið úrslitum í forsetakosning-
unum í nóvember. Romney þarf þó
fyrst að tryggja sér nægan stuðn-
ing meðal íhaldssamra kjósenda
repúblikana, en margir þeirra líta
hann hornauga.
Romney kemur frá tiltölulega
frjálslyndu ríki og var í fyrstu álit-
inn frjálslyndur í samfélagsmálum
á borð við deiluna um fóstureyð-
ingar. Hann varð þó andstæðingur
fóstureyðinga eftir að hann var
kjörinn ríkisstjóri Massachusetts
og hefur fetað sig í áttina að
íhaldssömum kjósendum í fleiri
málum – en án mikils árang-
urs. „Hann hefur ekki enn
unnið hjarta íhaldsmanna.
Hann kann að hafa unnið
hug þeirra með því að vera
sigurstranglegur, en ekki
hjarta þeirra,“ hefur
fréttaveitan AFP
eftir David Wo-
odard, stjórn-
málafræðingi
við í Suður-
Karólínu.
Fréttaskýrandi The New York
Times segir að úrslitin í Iowa geti
orðið til þess að Romney neyðist til
að færa sig enn lengra í áttina að
Teboðshreyfingunni.
Könnun sem gerð var meðal
kjósendanna í Iowa bendir til þess
að flestir þeirra telji að mikilvæg-
ara sé fyrir repúblikana að velja
forsetaefni sem geti sigrað Obama
en „sannan íhaldsmann“.
„Lykilspurningin er ekki hvort
Romney geti sameinað flokkinn,
heldur hvort Obama geti sameinað
repúblikana,“ hefur The New York
Times eftir Richard Land, einum
frammámanna bandarískra bapt-
ista. „Og svarið er hátt og snjallt
JÁ.“
Andúðin á Obama gæti
sameinað repúblikana
Romney enn álitinn sigurstranglegastur eftir hnífjafnan kosningaslag í Iowa
Reuters
Hnífjafnt Mitt Romney heldur ræðu í Des Moines eftir hnífjafna baráttu í forvalinu í Iowa. Með honum eru eigin-
kona hans og synir. Romney er fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts og auðgaðist á áhættufjárfestingum.
Saksóknarar og verjendur fjölda-
morðingjans, sem myrti 77 manns í
Noregi 22. júlí, hafa lagst gegn því
að réttargeðlæknum verði falið að
leggja fram nýtt mat á geðheilsu
ódæðismannsins. Lögmenn fjöl-
skyldna fórnarlamba morðingjans
hafa óskað eftir nýju mati réttar-
geðlækna.
Áður hafði nefnd réttarlækna í
Noregi staðfest þá niðurstöðu
tveggja réttargeðlækna að fjölda-
morðinginn væri ósakhæfur vegna
ofsóknargeðklofa. Norska sjón-
varpsstöðin TV2 sagði í fyrrakvöld
að þrír sálfræðingar og einn geð-
læknir hefðu fylgst með morðingj-
anum í fangelsi og teldu ekki að
hann væri haldinn ofsóknar-
geðklofa.
Vilja ekki nýtt mat
geðlækna í máli
fjöldamorðingja
Tveir breskir karlmenn, sem voru
fundnir sekir um aðild að morði á
18 ára gömlum blökkupilti árið
1993, voru dæmdir í 14-15 ára fang-
elsi í gær. Gary Dobson, sem er 36
ára, var dæmdur í a.m.k. 15 ára
fangelsi og David Norris, 35 ára,
fékk minnst 14 ára fangelsisdóm.
Þeir voru báðir 17 ára þegar þeir
myrtu Stephen Lawrence í úthverfi
Lundúna. Dómari sagði að kyn-
þáttahatur hefði verið eina ástæðan
fyrir morðinu á Lawrence. Hópur
ungra manna réðst á Lawrence
þegar hann beið eftir strætisvagni
og dómarinn sagði að þrír eða fjór-
ir aðrir hefðu tekið þátt í árásinni
en gengju enn lausir.
Lögreglan handtók Dobson,
Norris og þrjá aðra í apríl 1994 en
breska saksóknaraembættið lét
málið niður falla á þeirri forsendu
að lykilvitni væri ekki nægilega
trúverðugt. Opinber rannsókn fór
fram á því hvernig Lundúnalög-
reglan fór með málið og árið 1999
varð niðurstaða rannsóknar-
nefndarinnar sú að kynþátta-
fordómar innan lögreglunnar
hefðu haft áhrif á málsmeðferðina.
„Kynþáttahatarar“ í
fangelsi fyrir morð
BRETLAND
Hartnær þúsund börn létu lífið í
fangabúðum í Finnlandi þar sem
þeim var haldið vegna grunsemda
um tengsl þeirra við hópa sem
studdir voru af Sovétríkjunum í
borgarastríði landsins árið 1918.
Tuulikki Pekkalainen, finnskur
sagnfræðingur, sagði frá þessu
þegar hún kynnti nýja bók sem gef-
in verður út á næsta ári um efnið.
„Á þessum tíma var mikið um hatur
og tortryggni í Finnlandi og börn-
um var refsað vegna þess sem for-
eldrar þeirra og ættingjar höfðu
gert,“ segir Pekkalainen. Um fimm
hundruð börn biðu bana í stríðinu
að sögn hennar en 952, þeirra á
meðal ungbörn, létust í fangabúð-
um eftir að stríðinu lauk vegna
hræðilegra aðstæðna.
Nær 1.000 börn létu
lífið í fangabúðum
FINNLAND
„Fjölskyldan, trú og frelsi,“
eru kjörorð Ricks Santorum í
kosningabaráttunni og skila-
boð hans fengu góðan hljóm-
grunn hjá íhaldssömum,
kristnum kjósendum repú-
blikana í Iowa. Í ræðu sinni
eftir að úrslitin voru kynnt
lagði hann áherslu á rætur
fjölskyldu sinnar í stáliðn-
aðinum í Pennsylvaníu og bar-
áttu afa síns í kolanámum eft-
ir að hann flutti þangað
búferlum frá Ítalíu.
Santorum er 53 ára, kaþ-
ólskur, faðir sjö barna og hef-
ur verið kvæntur eiginkonu
sinni, Karen, í 21 ár. Hann var
kjörinn í fulltrúadeild Banda-
ríkjaþings fyrir Pennsylvaníu
árið 1990 og átti sæti í öld-
ungadeildinni frá 1995 til
2007.
Andstæðingar hans hafa
lýst honum sem trúarof-
stækismanni og m.a. skír-
skotað til viðtals þar sem
hann jafnaði kynmök-
um samkyn-
hneigðra við sifja-
spell og
barnaníð.
Sakaður
um ofstæki
RICK SANTORUM
Rick
Santorum
FORVALIÐ
Í IOWA
120.000 atkvæði voru greidd
25% 30.015
Fjöldi
atkvæða
Kjörfylgi í %
30.007
26.219
16.251
12.604
6.073
745
25%
21%
13%
10%
5%
Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla
Mitt Romney, 64 ára
fyrrverandi ríkisstjóri, MA
Rick Perry, 61 árs
ríkisstjóri Texas
Newt Gingrich, 68 ára
fyrrv. forseti fulltrúa-
deildarinnar
Michele Bachmann, 55 ára
fulltrúadeildarþingm., MN
Ron Paul, 76 ára
fulltrúadeildarþingm., TX
Rick Santorum, 53 ára
fyrrv. öldungadeildar-
þingmaður, PA
Jon Huntsman, 51 árs
fyrrv. ríkisstjóri, UT
1%
KOSNINGAR
Heimild: Kjörstjórn Bandaríkjanna.
KJÖRDAGARNIR Í
BANDARÍKJUNUM
FORKOSNINGAR REPÚBLIKANA OG DEMÓKRATA
JanúarLokið Febrúar Mars Apríl Maí Júní„Ofurþriðjudagur“
6. mars
MIKILVÆGIR DAGAR
JAN. JAN.FEBR. MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPT. OKT. NÓV. DES.
20. jan. 2013
Innsetning
í forseta-
embættið
6. nóv.
Forseta-
kosningar
27.-30. ágúst
Lands-
fundur
repúblikana
3.-6. sept.
Lands-
fundur
demókrata
3. janúar
Forvalið
í Iowa
10. janúar
Forkosningar
í New
Hampshire
6. mars
„Ofur-
þriðju-
dagur“
NH
MA
RI
CT
NJ
DE
MD
D.C.
WA
OR
AZ
AK
HI
NM
TX
OK
KS
CO
UTNV
CA
ID
MT ND
SD
NE
MN
IA
MO
AR
MS AL
LA
FL
GA
TN
WI
IL IN OH
MI
KY
NY
WY
PA
VA
WV
VT
MN
NC
SC
KOSNINGAR
NOREGUR