Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 18
FRÉTTASKÝRING
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Búið er að hafa samband viðyfir hundrað konur af umfjögur hundruð sem taldareru hafa fengið brjósta-
fyllingu frá franska fyrirtækinu Poly
Implant Prothese hér á landi. Unnið
er að því að finna út hvaða konur
hafa fengið PIP-sílikonfyllingar og
hafa samband við þær hverja og eina
bréfleiðis frá viðkomandi lýtalækni
en hann á að hafa skráningu yfir þær
allar samkvæmt lögum. Það er að-
allega einn lýtalæknir sem hefur not-
að PIP-brjóstafyllingar hér á landi
en þær hafa verið notaðar í um tvo
áratugi að sögn Geirs Gunnlaugs-
sonar landlæknis. Framleiðsla Poly
Implant Prothese var viðurkennd á
sínum tíma en framleiðsluferlinu var
breytt um árið 2000 og farið að nota
ódýrara silíkon, svokallað iðn-
aðarsilíkon, án þess að sótt væri um
CE-vottun að nýju. Í mars 2010 voru
PIP-brjóstafyllingarnar teknar af
markaði í Evrópu vegna lélegra
gæða sílikonsefnisins.
Talið er að um 400 konur hér á
landi hafi fengið þessar ólöglegu
PIP-fyllingar sem nú eru í um-
ræðunni. Frönsk yfirvöld hafa beðið
30.000 konur þar í landi um að láta
fjarlægja sílikonpúðana, því þeir geti
verið skaðlegir heilsu þeirra. Bresk
yfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að
konur láti fjarlægja fyllingarnar
þrátt fyrir að rannsóknir sýni að
meiri hætta er á að PIP-fyllingarnar
rofni. Tíðni rofs í þeim er 5% í
Frakklandi en aðeins um 1-2% í
Bretlandi sem er sama hlutfall og í
öðrum gerðum brjóstafyllinga. Þá
var því haldið fram að þær gætu
valdið krabbameini en ekki hefur
verið sýnt fram á þau tengsl.
Vitað er um tvö tilvik þar sem
PIP-brjóstafyllingar hafa rofnað og
farið að leka hér á landi að sögn
Rannveigar Gunnarsdóttur, for-
stjóra Lyfjastofnunar. „Ég hef ekki
fengið það staðfest en held að það
séu tvö slík tilvik sem er ekki óeðli-
lega mikið miðað við að um 400 kon-
ur hafa fengið þessa púða. En við er-
um að skoða umfangið og safna
upplýsingum um fyllingarnar.“
Erfitt að afla upplýsinga
Það er Lyfjastofnun sem hefur
eftirlit með brjóstafyllingum hér á
landi eins og öðrum lækningatækj-
um. Málaflokkurinn kom til þeirra í
maí í fyrra eftir að hafa verið á
nokkru flakki. „Eftirlitið var áður
hjá Landlækni og þar áður hjá heil-
brigðisráðuneytinu og enn fyrr hjá
Lyfjastofnun. Það hefur aldrei fund-
ið sér almennilega heimavist og
kerfið sjálft stöðugt í breytingu. Nú
er það komið nær því sem það á
heima,“ segir Geir. Vel er skráð nið-
ur hvaða brjóstafyllingar eru fluttar
inn til landsins að sögn Geirs, en
upplýsingar um hversu margar fyll-
ingar af mismunandi tegundum hafa
verið notaðar liggja ekki miðlægt
fyrir þó að hver og einn læknir eigi
að hafa þær. Geir segir að ekki hafi
reynst auðvelt að afla upplýsinga
um þessar aðgerðir þar sem ríkið
kemur hvergi að samskiptunum.
„Við erum að bregðast við þó að við
höfum hvergi komið að ákvörð-
unartökunni sem er alfarið lýta-
læknisins og konunnar. Við
beitum sama eftirliti með
þessari starfsemi og annarri
starfsemi á stofu en höfum
vissulega átt erfitt með að fá
góðar upplýsingar um um-
fangið.“
Rannveig tekur í sama
streng og segir að þegar svona
mál komi upp sé gagnlegt að
vera með gagnagrunn þar
sem allar þessar upp-
lýsingar séu til staðar
og ferlið rekjanlegt.
Hafa upp á konum
með PIP-sílikonpúða
Reuters
Sprunginn Sílikonbrjóstapúði frá Poly Implant Prothese (PIP) sem fór að
leka er til hægri. Sá heili sem var tekinn úr hinu brjóstinu er til vinstri.
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Óvissan umundir-stöðu-
atvinnuveg þjóð-
arinnar,
sjávarútveginn,
minnkaði ekki við
nýlegar breytingar á ráðu-
neytum atvinnuvega og ótrú-
verðug áform ríkisstjórnarinnar
um sameiningu þeirra.
Ekkert bendir til að með nýj-
um ráðherra í ráðuneyti sjáv-
arútvegsmála hafi stöðugleiki í
greininni aukist. Þvert á móti
má halda því fram að villtustu
draumar hörðustu andstæðinga
íslensks sjávarútvegs í ríkis-
stjórnarflokkunum ættu
greiðari leið í gegnum kerfið eft-
ir ráðherraskiptin.
Staðreyndin er líka sú að
breytingarnar nú um áramótin
höfðu allt annan tilgang en að
efla atvinnulíf í landinu, þar með
talinn sjávarútveginn. Eitt
helsta forgangsmál ríkisstjórn-
arinnar hefur verið að veikja at-
vinnulífið með ýmsum aðgerð-
um og aðgerðaleysi. Í því efni
hefur farið mest fyrir því að
grafa undan sjávarútveginum
og með breytingum á ríkis-
stjórninni er meðal annars ætl-
unin að herða þá atlögu, enda
mat ráðandi afla innan ríkis-
stjórnarflokkanna að þar hafi
fyrrverandi ráðherra ekki geng-
ið nægilega hart fram þó að
ýmsum öðrum hafi þótt nóg um.
Vissulega hljóta skattgreið-
endur út af fyrir sig
að fagna því að
Steingrímur J. Sig-
fússon skuli farinn
úr fjármálaráðu-
neytinu og segja
má að þar sé að
finna jákvæða breytingu í þeim
ruglingslega ríkisstjórnarkapli
sem enn er ekki genginn upp. Á
hinn bóginn verður að líta til
þess að staðgengillinn sem nú
situr fjármálaráðherrastólinn
hefur skýrt frá því að á meðan
sá sætishitari er í ráðuneytinu
sé ekki von á stefnubreytingu.
Til lítils er því að fagna brott-
hvarfi Steingríms.
Og ekki geta aðrar atvinnu-
greinar en sjávarútvegurinn
heldur tekið breytingunum
fagnandi, enda alls óvíst hvað
um þær verður. Iðnaðurinn nýt-
ur til að mynda ekki meiri vel-
vildar innan ríkisstjórnarinnar
en svo að óþarfi þykir að ákveða
hver muni stýra því ráðuneyti
auk þess sem fullkomin óvissa
er um framtíð þess.
Og á meðan ráðherrar og rík-
isstjórnarflokkar berjast um
hver skuli verma hvaða stóla og
hvaða ráðuneyti skuli yfirleitt
starfa áfram, eykst óvissan um
allt atvinnulífið með tilheyrandi
kostnaði fyrir hagkerfið í heild.
En forystumönnum ríkisstjórn-
arinnar tókst að skáka and-
stæðingum sínum út, sem nægir
þeim til að réttlæta hið þjóð-
félagslega tap.
Forystan kærir
sig kollótta um
þjóðhagslegt tap
ráðherrakapalsins}
Óvissan aukin
Áramótaskaupsjónvarpsins
hefur náð sérstakri
stöðu með þjóðinni
og Ríkisútvarpið
getur verið stolt af
því. En það þýðir
einnig að fólkið í
landinu gerir til þess óskil-
greinda kröfu um almenn gæði.
En kímni í ljósvaka er flókið
fyrirbæri. Móttökustöðvar
þess eru í hverjum einstökum
áhorfanda. Það sem einum
þykir drepfyndið sér annar
enga glætu í. Sumt virðist þó
nær öllum þykja nægilega
fyndið til að hafa gaman af. Og
þar sem skaupið er orðið þjóð-
areign er eðlilegt að fyr-
irsvarmenn þess leiti nokkurs
jafnvægis innan þess.
Síðustu skaup hafa verið í
höndunum á sama hópnum og
hafa um margt verið öðruvísi
en áður, frumleg og iðulega
skemmtileg. Að því hefur verið
fundið að í síðari hluta síðasta
skaups hafi verið vegið sér-
staklega að Sjálfstæðis-
flokknum og það með rætnum
og ósmekklegum hætti.
Nú má segja að vegna jafn-
vægis í skaupinu hafi ekki farið
illa á því að sneitt
hafi verið að
stærsta stjórnar-
andstöðuflokknum
og vikið þar að sem
hann er veikastur
fyrir. Ekki er held-
ur hægt að gera
kröfu um að skaup sé full-
komlega sanngjarnt, enda yrði
þá sennilega lítið um skaup og
algildur mælikvarði ekki til.
En bent hefur verið á að skort
hafi húmor í þetta tiltekna at-
riði sem sneri að Sjálfstæð-
isflokknum og handan við mörk
hafi verið að læða því inn að
valdakjarni eða klíka innan
flokksins ætti við eiturlyf, þeg-
ar ekki sæist til.
Hvað sem um það má segja
var sá þáttur málsins þó hé-
gómi hjá dópósómanum sem
lukti um þjóðhöfðingjasetrið á
Bessastöðum fyrir fáum skaup-
um síðan og fundu engir að því.
En á hinn bóginn má taka und-
ir ábendingu um að mun betur
hefði farið á því að sleppa með
öllu tilvísuninni í hörmung-
arnar í Noregi. Það er erfitt að
finna leið til þess að hafa þau
mál í flimtingum, enda fannst
hún ekki.
Sá, sem þykist
ánægður með meira
en helming í skaupi,
má sæmilega
við una}
Áramótaskaup
F
orseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, þrífst á athygli og þrátt
fyrir að vera gáfaður og slyngur
maður tekst honum aldrei að
leyna því hversu vel honum líkar
sviðsljósið. Sumum finnst þessi athyglisþörf
forsetans vandræðalegur veikleiki í fari hans.
Aðrir eru umburðarlyndari og finnst bara
krúttlegt hversu hamingjusamur forsetinn er
þegar kastljós fjölmiðla beinist að honum.
Nú á dögunum flutti forsetinn áramótaávarp
sitt. Þar sem forsetinn er óvitlaus maður hefði
mátt búast við að hann talaði skýrt þannig að
þjóðin myndi skilja það sem hann var að segja.
En svo kom í ljós að alltof margir, þar á meðal
fjölmiðlamenn, botnuðu ekkert í því hvað for-
setinn hafði sagt. Þá var kallaður til stjórn-
málafræðingur til að útskýra fyrir þjóðinni
hvað forsetinn hefði verið að meina. Sem er
eitthvað á þessa leið: Forsetinn ætlar ekki að sækjast eftir
endurkjöri en ef þjóðin kemst að því að hún geti ekki án
hans verið þá mun hann, eins og sannur mannvinur og
hugsjónamaður, fórna sér og sitja fjögur ár enn á Bessa-
stöðum.
Ólafur Ragnar Grímsson er ekki ómissandi fremur en
aðrir menn. Það er þjóðinni ljóst og vonandi einnig honum
sjálfum. En sjálfsagt er bara mannlegt af forseta sem ann
athygli að vonast til að upp rísi þjóðlið og kvaki: Við getum
ekki verið án þín!
Fjögur kjörtímabil eru kappnóg fyrir hvaða forseta sem
er. Þannig að Ólafur Ragnar hefði átt að tala
skýrt og segja afdráttarlaust að hann hygði
ekki á endurkjör. En það er ekki hans stíll.
Ólafur Ragnar er forseti sem heldur blaða-
mannafundi til að tilkynna um ákvarðanir sín-
ar og segir þá ekki frá þeim í nokkrum setn-
ingum heldur heldur langa ræðu með
mögnuðum kúnstpásum þannig að fjölmiðla-
menn standa á öndinni og bíða eftir framhald-
inu. Hann orðar hluti á þann hátt að stjórn-
málaskýrendur eru kallaðir til leiks og látnir
útskýra hvað hann sé að meina. Þannig heldur
hann sjálfum sér í umræðunni. Allt er þetta
dramatískt og eftirtektarvert, ja allavega
svona til að byrja með, en eftir sextán ár eru
þessir einleikir forsetans orðnir nokkuð þreyt-
andi. Það er einfaldlega kominn tími fyrir
breytingar á Bessastöðum – og þær hefðu
mátt gerast fyrr.
Sjálfsagt finnur Ólafur Ragnar sér eitthvað merkilegt
að gera í nálægð við kastljós fjölmiðla. Það verður örugg-
lega erfitt að yfirgefa Bessastaði en hann er ekki eini for-
setinn sem hefur upplifað það. Það er svo skrýtið að þeir
sem sitja lengi á forsetastóli á Bessastöðum eiga svo ansi
erfitt með að kveðja. Það er eins og þeir trúi því af hjart-
ans sannfæringu að enginn geti almennilega tekið við af
þeim og sinnt starfinu af sóma. Sem er auðvitað ekki rétt.
Þjóðin mun fá nýjan forseta þetta árið og er það vel. Von-
andi hefur sá forseti til að bera þá hógværð að sitja ekki of
lengi á Bessastöðum. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórs-
dóttir
Pistill
Ekki ómissandi
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Allir brjóstapúðar sem er heim-
ilt að nota verða að vera með
svokallaða CE-merkingu. Þessir
púðar voru með slíka merkingu
en fyrirtækið svindlaði á fram-
leiðslunni svo þeir sem notuðu
púðana vissu ekki betur en þeir
væru vottaðir og allt væri í lagi,“
segir Rannveig Gunnarsdóttir,
forstjóri Lyfjastofnunar. „CE-
merkingin er gefin af ákveðnum
vottunaraðilum sem hafa heim-
ild til þess að votta lækning-
artæki, yfirvöld eiga svo að hafa
eftirlit með vottunarfyr-
irtækjunum.“
Rannveig segir öll yf-
irvöld í Evrópu vera að
skoða þetta PIP-mál
og safna upplýsingum.
„Hér á landi eru það
Lyfjastofnun, landlækn-
isembættið og velferð-
arráðuneytið sem eru
með þetta mál í
vinnslu.“
Voru með
CE-merkingu
VOTTUNIN
Rannveig
Gunnarsdóttir