Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
✝ Ágúst Ein-arsson, við-
skiptafræðingur og
fyrrv. forstjóri,
fæddist í Reykjavík
18. ágúst 1948.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut að
morgni að-
fangadags 2011.
Foreldrar
Ágústs voru Einar
Gunnar Guðmundsson, f. 21.1.
1905, d. 1.4. 1992, aðalgjaldkeri
í Vélsmiðjunni Hamri í Reykja-
vík, og k.h., Margrét Sigríður
Ágústsdóttir, f. 15.3. 1909, d.
24.7. 1992, húsmóðir. Systkini
Ágústs: Margrét Sigríður Ein-
arsdóttir, f. 9.12. 1939, d. 22.2.
1940; Sigríður Einarsdóttir, f.
26.9. 1943, rekstrarstjóri, mað-
ur hennar er Valur Tryggva-
son. Guðmundur Einarsson, f.
7.3. 1945, rafvirkjameistari, var
kvæntur Ólöfu Sigurðardóttur
sem er látin, sambýliskona hans
er Lilja Jónsdóttir.
Eftirlifandi eiginkona Ágústs
er Ragnhildur Björg Guðjóns-
dóttir, f. 28.7. 1959, sagnfræð-
ingur og framhaldsskólakenn-
ari. Foreldrar hennar: Guðjón
Þ. Andrésson, f. 29.3. 1933, d.
13.5. 2011, ökukennari og for-
stöðumaður, og k.h., Árna
Steinunn Rögnvaldsdóttir, f.
5.5. 1932, húsmóðir. Sonur
starfaði síðan sjálfstætt við
verðbréfaviðskipti og eigin fyr-
irtæki. Ágúst sat í fjölda
nefnda um málefni sjávarútveg-
ins sem fulltrúi LÍÚ og kom
m.a. að samningaviðræðum
vegna fiskveiðideilunnar 1974.
Hann var formaður AIESEC
1971-72, varaformaður Félags
viðskiptafræðinga 1971-72, sat í
verðlagsráði sjávarútvegsins
1975-85, í stjórn Aflatrygging-
arsjóðs sjávarútvegsins 1976-
85, í iðgjaldanefnd fiskiskipa
1976-85, í stjórn Aldurslaga- og
Úreldingarsjóðs 1979-85, í
stjórn Félags fiskimjöls-
framleiðenda 1987-93 og í
stjórn Samábyrgðar Íslands á
fiskiskipum 1980-85. Hann sat í
sambandsstjórn Vinnuveitenda-
sambands Íslands 1986-99, í
stjórn Félags íslenskra iðnrek-
enda 1991-93 og Samtaka iðn-
aðarins 1993–2000, í stjórn
Verslunarráðs Íslands 1993-96
og Landsnefndar Alþjóða versl-
unarráðsins. Ágúst var stjórn-
arformaður Björgunar hf.
1979-2000, stjórnarformaður
Faxamjöls hf. 1989-93, stjórn-
arformaður Tækniþróunar hf.
1988-91og Stálverktaks hf. frá
1995-99 og sat í stjórnum ým-
issa annarra fyrirtækja, s.s. Ol-
ís hf. 1991-2004, ÁB ehf. í
Grindavík 1995-2006, Tólf tóna,
Nordic Photos og Eskimo Mod-
els.
Útför Ágústs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 5. janúar 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Ágústs og Guð-
ríðar Jóhann-
esdóttur, f. 3.2.
1949, lögfræðings,
er Jóhannes f. 22.6.
1966, kaupmaður í
Tólf tónum. Fyrri
kona Ágústs er
Eva Hreinsdóttir,
f. 26.10. 1947, við-
skiptafræðingur.
Sonur þeirra er
Hreinn, f. 16.11.
1976, kerfisfræðingur hjá Nor-
dic Photos. Fósturdóttir Ágústs
er Andrea Brabin, f. 25.12.
1968, framkvæmdastjóri Es-
kimo Models, maður hennar er
Kristinn Þórðarson kvikmynda-
gerðarmaður og eru börn
hennar Eva Lena B. Ágústs-
dóttir, og Dagur B. Hrann-
arsson.
Ágúst lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1969 og viðskiptafræðiprófi frá
Háskóla Íslands 1973. Ágúst
var fjármálastjóri Hafskipa hf.
1973-74, var fulltrúi fram-
kvæmdastjóra LÍÚ á árunum
1974-85, var forstjóri Lýsis hf. í
Reykjavík 1985-94 og fram-
kvæmdastjóri dótturfélaga
þess, Lýsis og mjöls hf. og Hy-
drols hf. til 1989, og var for-
stjóri Stálsmiðjunnar hf. í
Reykjavík frá 1995 og þar til
fyrirtækið sameinaðist Slipp-
stöðinni á Akureyri. Hann
Það var á aðfangadagsmorg-
un, í þann mund er mjöllin var
að leggja lokahönd á jólaskreyt-
ingar sínar um borg og bæ, að
Ágúst Einarsson, okkar elsku-
legi mágur og svili, kvaddi þenn-
an heim eftir snarpa en ójafna
baráttu við illvígan sjúkdóm.
Þegar Raggý og Ágúst fóru
að draga sig saman, var engan
veginn sjálfgefið að nýr tengda-
sonur félli umsvifalaust í kramið
hjá stórfjölskyldunni. Hver var
hann? Hvaðan kom hann og
hvað hafði hann til brunns að
bera?
Jú, hann var ósvikinn Vest-
urbæingur, alinn upp á Víði-
melnum, hægrisinnaður og góð-
ur skákmaður. Slíkur maður
sem auk þess flaggaði KR-fán-
anum uppi í Rituhólum í tilefni
af meistaraflokksleikjum var
auðvitað traustsins verður. Til-
vonandi tengdaforeldrar, mágar
og svili urðu því að viðurkenna
að vart yrði á betra kosið.
En fleira var samt í boði við
nánari kynni. Þó Ágúst virtist í
fyrstu fremur dulur átti hann
fjölmennan hóp mjög traustra
og náinna vina. Ástæða þess
varð snemma augljós. Hann var
sjálfur vinafastur og trygglynd-
ur og sérlega raungóður og
greiðvikinn. Það var alltaf gott
að leita til hans með erfið álita-
mál því hann var góður hlust-
andi, raunsær og ráðhollur.
Ágúst fór að ráðum Voltaires
og ræktaði garðinn sinn. Hann
og Raggý lögðu að baki ómældar
vinnustundir við að koma sér
upp verðlaunagarði í Rituhólun-
um, og heimili þeirra ber vott
um samheldni þeirra og smekk-
vísi. Ágúst var stoltur af sínu fal-
lega húsi, heimilinu og garðin-
um, hafði unun af því að fá góða
gesti og var höfðingi heim að
sækja. En hann ræktaði ekki
síður garðinn sinn í óeiginlegri
merkingu. Hann var traustur
vinur, ástríkur eiginmaður og
umhyggjusamur faðir. Sú garð-
yrkja var hvort tveggja í senn,
gæfa hans og tilgangur. Sá sem
henni sinnir af alúð lifir ekki til
einskis.
Elsku Raggý, Jóhannes,
Hreinn, Andrea og fjölskylda.
Megi minningin um mannkosti
hans styrkja ykkur í sorginni.
Marta og Kjartan Gunnar.
Tuttugu ár eru langur tími,
rúm fjörutíu eru enn lengri tími.
Til samans höfum við hjónin
þekkt okkar kæra vin svona um
það bil hans ævibil, sem var of
stutt. En einmitt það sýnir
kannski hvað allt er afstætt í
henni veröld. Við vorum mennta-
skólasystkin, þær eru skemmti-
legar minningarnar frá þeim
tíma, svo og aðrar frá samveru
okkar.
Árið 1972 völdum við Gústi
frakka fyrir hann. Þá vorum við
í Dusseldorf á leið til Berlínar á
stúdentaráðstefnu viðskipa-
fræðinema. - Hef alltaf keypt
eins frakka, Vala, sagði hann
löngu, löngu seinna. Og það er
satt. Frakkinn frá Dusseldorf
varð lífseigur.
Gústi var eiginlega maðurinn
sem gaf orðinu, æðrulaus, merk-
ingu í lífi okkar hjóna. Hann tók
öllum byltum með jafnaðargeði
og sumar þeirra voru ekkert
spaug. Hann lifði af og umbar
hremmingar sem hefðu borið
okkur flest ofurliði og það setti
frá okkar dyrum séð svip á lífs-
viðhorf hans. Við vorum alltaf
sannfærð um að hann myndi
vinna þessa síðustu glímu vegna
þess að hann hafði unnið allar
hinar. Hauskúpubrotið á hest-
baki, púsluspilið úr öxlinni,
hjartastoppið á elleftu og guð
má vita hvað, Gústi var hvorki
kvartsár maður né áhugasamur
um eigin þjáningar, skavankarn-
ir komu bara í ljós sem liður í
eðlilegri umræðu í dagsins önn,
sérstaklega þó þegar hann beit á
jaxlinn í upphafssveiflunni á
fyrstu holu og vildi allt í einu
hætta eftir níu.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að hitta Gústa. Okkur fannst
hann fyndinn og skemmtilegur,
við hlógum næstum því út í hið
endalausa. Auðvitað voru tilefnin
allajafna ánægjuleg, veiðar, golf,
hádegisverður á Jómfrúnni eða
tímamót í lífi okkar. Skoðanir
okkar voru samhljóma, hann
sjálfstæðis- og við jafnaðar-
menn, við gátum rætt þjóðmálin
löngum stundum. Aldrei varð
okkur sundurorða, það var ekki
hans stíll.
Við vissum mæta vel að hann
átti tilveru fyrir utan okkar vin-
skap, spil, tafl og Guð má vita
hvað. Alls staðar var Gústi góð-
ur, að minnsta kosti liðtækur.
Þekkingu hans á sjávarútvegi
var viðbrugðið, hann var fljótur
að tengja og vissi í öllum til-
fellum um hvað málið snérist.
Að lokum, í okkar huga af-
sannaði hann kenninguna um
heppni í ástum sem þverstæðu
við heppni í spilum. Hann var
sagður heppinn í spilum og við
vitum með vissu að hann var
heppinn í ástum. Við sendum
konunni hans og hans góða fé-
laga Raggý, sonunum Jóhannesi
og Hreini og dótturinni Andreu
okkar hlýjustu kveðjur.
Valgerður Bjarnadóttir,
Kristófer Már
Kristinsson.
Vinur okkar Ágúst Einarsson
er látinn langt um aldur fram-
.Við æskuvinirnir úr Vesturbæn-
um höfum velt fyrir okkur eðli
vináttunnar nú síðustu daga. Á
slíkum stundum er óhjákvæmi-
legt að horfa til baka. Vinskapur
sem varað hefur svo lengi sem
barnsminnið nær, ríflega hálfrar
aldar vinátta. Hópur níu ólíkra
einstaklinga sem þróaðist og tók
á sig endanlega mynd í Haga-
skóla í byrjun sjöunda áratug-
arins.
Um vináttuna er sagt m.a.:
Hún feli í sér dyggð. Skerpi til
hugsana og athafna. Göfgi, því
við lofum vini vina okkar. Hvert
aldursskeið þurfi ákveðna teg-
und vináttu. Já, vinátta er flókið
fyrirbrigði. Og áfram: að and-
stæðan hjálpi, að ólíkir tónar
skapi fegursta samhljóminn, að
hvaðeina fæðist fyrir misklíð og
á hinn bóginn; sækist sér um lík-
ir. Undir þetta er allt hægt að
taka.
Það má nærri geta að vinir
sem arkað hafa æviveginn sam-
an í ríflega hálfa öld hafa margt
brallað, reynt og þolað. Hópur
sem ólst upp saman og hver ól
annan upp. Mönnum leiðbeint og
teknir á beinið ef svo bar undir.
Er Ágústi þakkað hans framlag
á þeim vettvangi.
Á okkar helstu mótunarárum
lifðum við einhverja mestu þjóð-
félagsbyltingu síðari tíma. Ekki
þarf að fjölyrða um þau áhrif
sem hin mikla efnahagsumbylt-
ing eftirstríðsáranna hafði á
þjóðfélagsgerðina. Mikil gerjun
átti sér stað í umræðunni um
samfélagsmál. Gömul gildi vé-
fengd og ný borin upp. Tímar
vonar og eftirvæntingar. Hóp-
urinn okkar fór ekki varhluta af
þessu andrúmslofti og tekist var
á í kröftugri rökræðu um nýjar
stefnur og viðhorf. Frjótt og
skemmtilegt tímabil. Fjarri því
að við yrðum hippar í kommúnu,
róttæklingar eða reiðir ungir
menn. Ómeðvitað munum við
hafa aðhyllst kenningar
Demókrítosar, sem var kallaður
heimspekingurinn hlæjandi
vegna áherslu hans á mikilvægi
þess að vera glaðlyndur. Já, það
skorti ekkert á glaðlyndið í þess-
um hópi.
Skrifað stendur að stærðfræð-
in kenni mönnum rétta hugsun.
Því verður ekki endilega haldið
fram að Ágúst hafi hugsað réttar
en hver annar vina hans en hann
var að minnsta kosti reiknings-
haus, skákmaður og bridsspilari
og einn af raunsæismönnum
hópsins, lítt gefinn fyrir loftkast-
alabyggingar. Slyngur í rökræð-
unni en tók rökum, röddin sterk
sem hjálpaði til í „díbeitinu“
Gleymist engum hláturinn þegar
hann þóttist hafa haft betur í
rökræðunni. Gat verið létt stríð-
inn en aldrei meiðandi. Fram-
farasinnaður íhaldsmaður sem
fylgdist vel með málefnum líð-
andi stundar. Hreinskiptinn og
lét skoðun sína skýrt og óhikað í
ljós. Dulur og opinn í senn. Lífs-
nautnamaður í besta skilningi
þess orðs, gleðimaður, sögumað-
ur, veiðimaður, og golfari. En
söngmaður? Tæplega.
Hann var ljós yfirlitum, svip-
hreinn, fríður sýnum og sam-
svaraði sér vel. Röddin hljóm-
mikil og hláturinn smitandi.
Þannig minnumst við Ágústar
vinar okkar á kveðjustundu.
Við æskuvinirnir og makar
sendum Raggý, Jóhannesi,
Hreini, Andreu og öðrum að-
standendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Árni Skúli, Bjarni
Grétar, Björn, Bogi,
Guðjón, Gísli Örn,
Jón Rúnar og
Sigurður Páll.
Góður félagi í næsta húsi til
meira en þriggja áratuga, Ágúst
Einarsson, er fallinn frá. Ég
vonaði og trúði til síðustu stund-
ar að hann ynni þetta lífsstríð.
Ágúst er eftirminnilegur félagi
og er hans nú sárt saknað. Eitt
árið voru þau hjónin heiðruð fyr-
ir einn fallegasta garðinn í
Reykjavík og voru þau vel að
þeim sigri komin. Ágúst hafði
laðað að sér skemmtilegan
svartþröst sem hann nefndi Dav-
íð. Þegar Ágústi versnaði, byrj-
aði Davíð að leita í næsta ná-
grenni að mat. Enda á hann allt
undir mannfólkinu komið til að
lifa af harðan vetur. Hann flaug
gjarnan yfir húsin í Rituhólum,
kannaði hvar best væri að borða
og hann launaði vel fyrir sig. Í
haust þegar ég tók niður úti-
borðin hjá Ágústi sem fuglinum
var gefið á, horfðumst við í augu,
hann vildi ekki víkja, hvorugur
okkar var sáttur, en ég hugsaði,
svona yrði þetta að vera. Daginn
sem Ágúst kvaddi var boðið upp
á epli undir tré í matinn, en Dav-
íð var mjög úfinn, ég hélt fyrst
að hann væri veikur, en svo var
ekki.
Ég og fjölskylda mín kveðjum
Ágúst Einarsson með þakklæti
og við sendum Raggý, börnum
og öðrum ættingjum samúðar-
kveðjur.
Sævar Geirsson og
fjölskylda.
Kveðja frá spilafélögum
Það er sko ekkert pass hérna!
Þetta var uppáhalds „sögn“
spilafélaga okkar, Ágústar Ein-
arssonar, sem fallinn er frá,
langt um aldur fram.
Spilaklúbbur okkar hefur
starfað í rúma fjóra áratugi og
má segja að upphaf hans megi
rekja til heimilis Ágústar á ung-
lingsárum hans, því foreldrar
hans kölluðu oft á Ágúst og fé-
laga hans til að spila bridds. Síð-
ar þróaðist spilamennska ung-
linganna yfir í formlegan
spilaklúbb og fleiri bættust í
hópinn.
Ágúst var kappsamur og
snjall spilari, enda var honum
rökhugsun og reikningskúnst
eðlislæg, hann var t.d. sá eini
okkar sem las stærðfræðibækur
sér til ánægju.
Á heimili Ágústar urðu sjálf-
krafa höfuðstöðvar klúbbsins.
Þar var haldið „slútt“ á hverju
vori og var þá spilað fram á
morgun. Ef fimm voru mættir
sat einn hjá og bar veitingar í
spilarana, og hjásetan var ná-
kvæmlega mæld með skák-
klukku.
Þrátt fyrir bágt heilsufar
tókst okkur að spila nokkur
kvöld nú í byrjun vetrar. Áhugi
og spilagleði Ágústar voru sem
áður, þótt líkamlegt atgervi væri
ekki sem fyrr.
Lífið gaf Ágústi góð spil. Þau
dugðu ekki í alslemmu en voru
nógu góð í gott geim með yf-
irslag.
Við þökkum Ásgústi samferð-
ina og færum ástvinum hans
innilegar samúðarkveðjur.
Áskell Jónsson,
Helgi Gunnarsson,
Jón Rúnar Kristjónsson,
Snorri Pétursson.
Okkur bekkjarbræðurna úr
MR setti hljóða þegar Ágúst
tjáði okkur síðsumars að hann
hefði greinst með illvígt krabba-
mein. Örfáum mánuðum áður
hafði hann undirgengist gagn-
gera læknisrannsókn með þeim
úrskurði að ekkert amaði að
honum. Ágúst kvaðst ekki vilja
bera vanda sinn á torg en fannst
reynslan af því hvernig heim-
urinn gæti gjörbreyst á svip-
stundu, þvert ofan í alla trú og
væntingar, eiga erindi við okkur.
Æðruleysi hans var ótrúlegt og
hann leyfði sér meira að segja að
gantast með stöðu mála: „Og
munið að ég átti rástíma bókað-
an í golfi tæpum 2 klst. eftir að
ég vaknaði lamaður.“
Minningar frá menntaskólaár-
unum streyma fram um góðan
dreng sem bar sterka persónu,
var bjartur yfirlitum og bros-
mildur. Við minnumst Ágústs
sem sjarmerandi eðaltöffara er
kunni þá list flestum betur að
njóta líðandi stundar án þess að
flækja hlutina fyrir sér. Slíkir
eiginleikar voru vel metnir í
glaðværum hópi og þar var hann
máttarviður. Á hinn bóginn stóð
Ágúst föstum fótum í raunveru-
leikanum og átti það til að læða
hnýflóttum athugasemdum inn í
draumórakennt bekkjarmasið
sem slógu okkur galgopana út af
laginu um stund.
Við bekkjarbræðurnir geng-
um saman út í sumarið eftir
brautskráningu frá MR í júní
1969. Leiðir okkar lágu í allar
áttir en Ágúst fór í viðskipta-
fræði í Háskóla Íslands og lagði
síðan fram krafta sína í sjávar-
útvegi og iðnaði. Skapfesta
Ágústs og sterkur persónuleiki
ollu eflaust miklu um að hann
valdist til margvíslegrar forystu
og stjórnunarstarfa í íslensku
viðskiptalífi og var um hríð áber-
andi á þeim vettvangi.
Bekkjarhópurinn var Ágústi
mikilvægur og honum var annt
um að rækta þau vinatengsl.
Hann tók virkan þátt í því þegar
við félagarnir tókum að hittast
aftur reglubundið fyrir röskum
tveimur árum. Til þess að
treysta grundvöll félagsskapar-
ins á léttum nótum, stofnuðum
við Félag ellidjarfra sem ófáar
skemmtilegar minningar eru
þegar bundnar við. Í raun höfðu
taktarnir frá menntaskólaárun-
um lítið breyst, keimlík gaman-
mál voru uppi og sú spurning
kviknaði ósjálfrátt hvort við
hefðum engu gleymt og ekkert
lært. Aldrei hvarflaði að okkur
að minnast á dauðann á þessum
stundum, hann var jafnfjarlægur
og skemmtilegt samneyti góðra
vina var okkur nálægt. Síst óraði
okkur fyrir því að Ágúst yrði sá
fyrsti úr hópnum sem félli frá.
Víst er að endurminningin um
hann mun lifa með okkur alla tíð
og við munum gróðursetja tré í
minningu Ágústs í skógarreit
samstúdenta okkar við Sel
Menntaskólans.
Á kveðjustund þökkum við
traustum félaga samfylgd og
ótal gleðistundir. Eiginkonu,
börnum og öðrum aðstandend-
um vottum við samúð.
Fyrir hönd bekkjarbræðra í 6.
U, MR 1969,
Jón Þorvaldsson og
Tryggvi Pálsson.
Kveðja frá skákklúbbnum
Það eru nú nær fjörutíu ár
síðan við nokkrir félagar úr Há-
skóla Íslands ákváðum að hittast
með reglubundnum hætti til að
tefla skák. Við vorum félagar úr
viðskiptadeild og höfðu sumir þá
þegar útskrifast en aðrir voru
enn við nám.
Ágúst var einn þessara félaga
sem síðan þá hafa komið saman
að jafnaði hálfsmánaðarlega alla
vetur til að tefla og rabba sam-
an.
Auk skáklistar leysti þessi
hópur reglulega öll viðblasandi
heimsvandamál svo maður ekki
tali nú um smærri mál sem uppi
voru. Svo mjög lögðum við okk-
ur fram við lausn heimsvandans
að okkur félögum hefur reyndar
stöðugt farið aftur í skáklistinni
og þeim mun meira sem menn
kunnu meira fyrir sér þegar
skákklúbburinn hóf starfsemi
sína. Sennilega var Ágúst í hópi
þeirra sem mest fór aftur því
hann var einna bestur okkar
sem skákmaður í skóla.
Ef heimurinn hefur ekki batn-
að nægilega eða uppfyllir ekki
kröfur þá er það ekki okkur að
kenna því næg góð ráð gáfum
við ráðamönnum bæði hérlend-
um og erlendum á þessum sam-
verustundum okkar.
Á sumrin breyttist skákklúbb-
urinn gjarnan í veiðihóp sem
veiddi m.a. norður í Fljótum og
gekk þá undir nafninu Vín-
drengjakórinn og var fengsæll
með afbrigðum. Þegar veiðigleði
og vínhneigð minnkaði með ár-
unum varð sumarstarfið meira
tengt golfíþróttinni og þar eins
og í annarri starfsemi okkar var
Ágúst einna fremstur meðal
jafningja. Golfmót skákklúbbs-
ins urðu þá fastur liður í starf-
seminni og ástæða fyrir félagana
til að hittast og njóta samveru.
Einnig var oft efnt til ferðalaga
innanlands og utan og þá með
eiginkonum. Þó að allir gætu
ekki alltaf mætt voru allir alltaf
með í huganum. Þannig myndast
og helst sterkur vinahópur.
Að leiðarlokum er Ágústs sárt
saknað af okkur félögum sem
eigum ótal bjartar og gleðilegar
minningar um hann úr samveru
og ánægjulegum kynnum sem,
hvað suma okkar varðar, nálgast
hálfa öld.
Við vottum Raggý, Andreu,
Jóhannesi og Hreini og öllum
aðstandendum innilega samúð
okkar og biðjum þeim guðsbless-
unar á erfiðum tímamótum.
Ágúst kveðjum við með þakk-
læti fyrir langa vináttu og vit-
andi að skákkvöldin verða nú
öðruvísi og að þar er stórt skarð
fyrir skildi.
Brynjólfur Bjarnason,
Gísli Benediktsson,
Guðlaugur Björgvinsson,
Halldór Vilhjálmsson,
Jón Helgi Guðmundsson,
Snorri Pétursson,
Stefán Friðfinnsson.
Kappsamur og fylginn sér,
ráðagóður og snöggur til ákvarð-
ana á grunni mikillar reynslu og
verkvits. Ágúst Einarsson var
glæsimenni, einn af samferða-
mönnunum sem marka spor
hvar sem þeir fara, ekki með há-
vaða eða látum. Hann var þessi
hljóðláti James Bond, enginn
moðreykur, klár afstaða. Hann
var nefnilega töffari fram í fing-
urgóma og hafði óskaplega gam-
an af því, þótt hann væri á hinn
bóginn stundum eins og þung-
Ágúst Einarsson