Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 34

Morgunblaðið - 05.01.2012, Side 34
Umdeild hreinsun Mynd Da Vincis af Maríu, Jesúbarninu og Önnu er ein hans merkasta. Málverkið „Jómfrúin og barnið með heilagri Önnu“ eftir Leonardo da Vinci skipar kannski ekki sama stjörnusess og „Mona Lísa“ í Lo- uvre safninu í París, en að mati stjórnenda safnsins og listfræðinga er það ekki síður mik- ilvægt meistaraverk. Margir telja reyndar að þetta séu tvö mikilvægustu verkin frá seinni hluta ferils Da Vincis. Þessa dagana takast sérfræðingar hatrammlega á um það, hvort hreinsun sem ráðist var í á málverkinu árið 2010 hafi verið of ítarleg, en sumir þeirra full- yrða að í ferlinu hafi verið valdið ómetanlegum skaða á þessu fimm alda gamla verki sem Francis I Frakkakonungur keypti árið 1517. Hreinsun á málverkinu lauk nú í desember og á það að fara aftur upp í safninu í mars. Sagt er að verkið sé mun bjartara en áður og ætti fyrir vikið að gleðja áhorfendur meira. Frá því var greint í dagblaðinu Guardian að tuttugu manna ráðgjafanefnd Louvre- safnsins, sem skipuð er sérfræðingum í for- vörslu, það er hreinsun og viðgerðum lista- verka, væri klofin í afstöðu til hreinsunarinnar. Sumir sérfræðinganna saka safnið um að hafa gengið allt of langt og litir málverksins séu orðnir miklu bjartari en Da Vinci hefði nokkru sinni notað eða viljað. Tveir af helstu sérfræð- ingum Frakka á þessu sviði sögðu sig úr nefndinni vegna óánægju með vinnubrögðin, þau Ségolene Bernon Langle sem talin er helsti sérfræðingur Frakka í forvörslu og Jean-Pierre Cuzin, fyrrum yfirmaður þeirrar deildar sem annast málverkin í Louvre. Þykir mörgum sem afsögn þessa áhrifafólks sýni að of langt kunni að hafa verið gengið. Ákváðu að ganga lengra Á gömul málverk safnast allskyns óhrein- indi, ryk og sót. Fyllstu aðgát þarf að sýna við hreinsunina, til að skaða ekki handbragð mál- arans. Stundum hefur líka flagnað upp úr málningunni og þá þurfa forverðir að mála með endurnýjanlegum litarefnum í götin. Þessi hreinsun meistaraverks Da Vincis á sér langa sögu. Samkvæmt The New York Times var hætt við fyrirhugaða hreinsun á því árið 1993, þar sem sérfræðingar höfðu áhyggjur af því að hreinsunin kynni að skaða svokallað „sfumato“ verksins, en það er einstaklega við- kvæm litablöndun sem var einkenni á vinnu- brögðum Da Vincis. Ráðist var síðan í hreins- unina í hittifyrra, eftir ítarlegar rannsóknir og umræður. Fyrst í stað átti að viðhafa naum- hyggjuleg vinnubrögð og gera lítið meira en fjarlægja bletti af verkinu. En þegar verkið var hafið var ákveðið að ganga lengra; Cinzia Pasquali, forvörður sem leiddi verkið, stjórn Louvre og meirihluti ráðgjafanefndarinnar studdu öll hugmyndir um ítarlegri hreinsun. Í samtali við The New York Times segir Bergeon Langle að við hvert skref sem tekið var í hreinsuninni hafi hún skrifað ítarlega skýrslu til safnstjórnarinnar og útskýrt hver afstaða hennar væri og hvaða áhyggjur hún hefði. „Ég ákvað fyrir löngu að hætta ef stigið yrði yfir ákveðnar rauðar línur í ferlinu,“ segir hún. Cuzin hefur ekki viljað tjá sig opinberlega en mun vera óánægður með að meiri hreinsun en minni hafi verið gerð á þessu ómetanlega meistaraverki. Ver vinnubrögðin við hreinsunina Algengt er að tekist sé á um viðgerðir á mik- ilvægum og menningarsögulegum listaverk- um. Eftir viðgerð og hreinsun á „Síðustu kvöldmáltíðinni“ eftir Da Vinci, sem tók yfir tuttugu ár, fullyrtu margir að málverkinu hefði verið breytt allt of mikið. „18 til 20 prósent Leonardo og 80 prósent eftir forverðina,“ sagði einn listfræðiprófessor. Núverandi yfirmaður málverkasafns Lo- uvre,Vincent Pomérede, ver vinnubrögðin við hreinsuna. „Sjaldan hefur viðgerð verið jafn vel undirbúin, rædd og framkvæmd, og aldrei hefur jafn öflugri tækni verið beitt við slíkt verk. Fyrsta úttekt leiddi í ljós að málverkið er í frábæru ástandi, og það styður við þær ákvarðanir sem við tókum,“ er haft eftir hon- um í ART News. efi@mbl.is Deilt um hreinsun á verki Da Vincis  Stjórnendur Louvre-safnsins sakaðir um að ganga of langt við hreinsun á ómetanlegu listaverki  Verkið sagt of bjart eftir hreinsun  Virtir sérfræðingar segja sig úr ráðgjafanefnd safnsins 34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er skemmtileg og spennandi fjölskyldusaga sem tekur á sig æv- intýralegan blæ,“ segir Stefán Bald- ursson leikstjóri og höfundur leik- gerðarinnar að Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman sem frum- sýnd verður á stóra sviði Borgar- leikhússins annað kvöld kl. 19.00. Söguna um Fanný og Alexander sagði Bergman upphaflega í nokkr- um sjónvarpsþáttum árið 1982, en í framhaldinu stytti hann þættina niður í kvikmynd sem hreppti fern Óskarsverðlaun árið 1983, m.a. sem besta erlenda myndin. Hér er sögð saga systkinanna Fannýjar og Alex- anders sem alast upp hjá ástríkum foreldrum, Emilíu og Óskari, á heimili þar sem gleði, frelsi og um- burðarlyndi ráða ríkjum. Þegar fað- ir þeirra fellur óvænt frá umturnast veröld barnanna. Í sorg sinni leitar Emilía stuðnings Edvards biskups sem áður en langt um líður ber upp bónorð við ekkjuna. Fljótlega vakn- ar hún upp við þann vonda draum að heimili biskups reynist ekki það skjól sem hún þráði. „Þarna birtast okkur átök mis- munandi lífsviðhorfa, annars vegar stórfjölskyldu systkinanna sem ein- kennist af miklum kærleika, víðsýni og menningarlegri örvun og hins vegar hinn strangi heimur biskups- setursins þar sem boð og bönn ráða ríkjum í bland við refsingar og frelsisskerðingu auk þess sem lítið er þar gefið fyrir ímyndunaraflið. Þannig má segja að verkið dragi upp mynd af tveimur gjörólíkum uppeldisaðferðum,“ segir Stefán og bendir á að auk þess sé brugðið upp mynd af heimi gyðingsins Ísaks sem einkennist af dulúð, töfrum og jafn- vel kraftaverkum. Annað sjálf Bergmans Aðspurður segist Stefán vera mikill aðdáandi Bergmans, bæði sem kvikmyndagerðar- og leik- húsmanns. Segist hann hafa séð sjónvarpsþættina um Fanný og Al- exander þegar þeir voru fyrst sýnd- ir í sjónvarpinu fyrir um þrjátíu ár- um og strax heillast af efninu, enda sé sagan spennandi ævintýri og per- sónugalleríið fjölskrúðugt sem þýði að leikarar sýningarinnar hafa úr miklu að moða. „Þetta eru litríkar og skemmti- lega skrifaðar persónur hjá Berg- man. Sjálfur sagðist hann hafa sótt sér innblástur til m.a. þýska æv- intýraskáldsins E.T.A Hoffmanns og breska skáldsins Charles Dic- kens, sem er náttúrlega mjög fræg- ur fyrir sínar skemmtilegu og skringilegu persónur sem eru ýmist alvondar eða algóðar,“ segir Stefán. Hann bendir á að auk þessa hafi Bergman einnig valið að nýta sér mörg atriði úr eigin barnæsku og dragi m.a. upp svipmyndir af eigin ættingjum, heimilislífi og samtölum. „Í raun má segja að Alexander sé annað sjálf Bergmans. Til að undir- strika þessa tengingu völdum við að færa verkið aðeins nær okkur í tíma og láta það gerast í kringum 1930 þegar Bergman var sjálfur á tán- ingsaldri og jafngamall Alexander í sýningunni,“ segir Stefán. Tekur hann fram að Alexander sé ekki leikinn af barni í sýningunni heldur fari Hilmar Guðjónsson með hlut- verkið, en Hilmar útskrifaðist frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2010. „Þetta er það stórt og mikið hlutverk sem gerir bæði mikl- ar tilfinningalegar og vitsmunalegar kröfur til leikarans að það er ekki leggjandi á neitt barn í heilli leik- sýningu að standa undir því.“ Að sögn Stefáns eru aðeins rúm tvö ár síðan fyrst fékkst leyfi til þess að búa til sviðsgerð upp úr sjónvarpsþáttum Bergmans um Fanný og Alexander, en fyrsta leik- gerðin var heimsfrumsýnd í Þjóð- leikhúsi Norðmanna í desember 2009. „Síðan hefur verkið einnig verið sett upp í Danmörku og Finn- landi við góðan orðstír,“ segir Stef- án. Spurður hvað það sé í verkinu sem tali til nútímaáhorfenda svarar Stefán því til að verkið gæti allt eins gerst í dag. „Þetta er algild saga um mannleg samskipti, átök og lífsviðhorf sem á jafnmikið er- indi við okkur í dag og þegar Bergman samdi það á sínum tíma. Ég hef þá trú að áhorf- endur geti alltaf samsamað sig góðu leikverki þó það gerist fyrir áratugum eða jafnvel árhundruðum.“ Ljósmynd/Grímur Bjarnason Persónugallerí „Þetta er algild saga um mannleg samskipti, átök og lífsviðhorf sem á jafnmikið erindi við okkur í dag og þegar Bergman samdi það á sínum tíma,“ segir Stefán Baldursson leikstjóri um Fanný og Alexander. Ævintýraleg fjölskyldusaga  Stefán Baldursson leikstýrir eigin leikgerð á Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman  Leikstjórinn segir sýninguna draga upp mynd af tveimur gjörólíkum uppeldisaðferðum Fanný og Alexander er eftir sænska kvikmyndaleikstjór- ann Ingmar Bergman í þýð- ingu Þórarins Eldjárn. Stefán Baldursson leikstýrir sýning- unni og er jafnframt höf- undur leikgerðarinnar sem unnin er upp úr upphaflegu sjónvarpsþáttunum. Vytautas Narbutas hannar leikmyndina, Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir búninga, Björn Bergsteinn Guðmunds- son lýsinguna og Árdís Bjarn- þórsdóttir leikgervi. Tónlist- arstjórn er í höndum Jóhanns G. Jóhannssonar en um hljóð- mynd sér Ólafur Thoroddsen. Leikarar sýningarinnar eru: Hilmar Guðjónsson, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir, Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir, Krist- björg Kjeld, Gunnar Eyjólfs- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Jó- hann Sigurðarson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Theodór Júlíusson, Charlotte Bøving, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Hall- grímur Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Halldór Gylfa- son, Margrét Ákadóttir, Agnes Gísla- dóttir og Krist- jana Ósk Krist- insdóttir. Listrænir stjórnendur FANNÝ OG ALEXANDER Stefán Baldursson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.