Morgunblaðið - 05.01.2012, Page 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. JANÚAR 2012
AF KVIKMYNDUM
Hjalti St. Kristjánsson
hjaltistef@mbl.is
Já, það er sko aldeilis satt.Jólahátíðin er ekki einu sinnibúin að sleppa af okkur hönd-
unum með öllu sínu innkaupabrölti
þegar næsta vertíð hefst því hátíða-
hátíðin er komin af stað af fullum
skriðþunga. Ég er sem sagt að tala
um verðaunaafhendingabrjálæðið í
kvikmyndaiðnaðnum. Það mætti
halda að hver einasti hags-
munahópur hefði ákveðið að veita
verðlaun fyrir það besta og/eða
það versta í kvikmyndageiranum
svo hagsmunaaðilar geti velt sér
aðeins lengur upp úr eigin ágæti og
er það vel.
Leiklist og kvikmyndagerðeru þess eðlis að það er oft
erfitt að mæla hvort maður hafi
staðið sig vel og í raun þurfa sölu-
tölur ekki endilega að segja neitt
um það hversu góður árangur leik-
arans er. Leikstjórar eru í raun í
sömu stöðu þegar kemur að því að
meta eigin frammistöðu og í raun
getur það vel verið að vinsældir
kvikmyndar séu vegna þess að vin-
sælu leikararnir vildu leika í henni.
Það er hinsvegar á svona „klappa
sjálfum okkur á bakið-samkomum“
sem þeir sem hafa staðið sig best að
mati einhverra silkihúfna í hinum
háu akademíum, fá uppreisn æru
og viðurkenningu fyrir vel unnin
störf.
Þessi hátíðamenning leikur
stórt hlutverk í því að búa til glam-
úrmenninguna sem einkennir
þennan bransa og hún gerir okkur
uppi á litla Íslandi töluvert gott.
Eins og ég ritaði hér að ofan
eru jólin nýbúin og því fylgir að
jólaljósunum fer fækkandi og það
getur tekið daginn ansi langan
tíma að lengjast nóg til að maður
taki eftir því. Þá er kjörið að leita
leiða til að lyfta sér upp og þó svo
að mörgum sé farið að blöskra
verðið á bíómiðanum þá er fínt að
hafa það í huga að það þarf kannski
ekki að kaupa alla sjoppuna líka.
Eru ekki allir í nýársátaki hvort
sem er? Einnig er hægt að vanda
sig við að elta uppi tilboðin í kvik-
myndahúsunum enda er fimmtu-
dagur ekki verri dagur til að fara
bíó en hver annar, svo er góð bíó-
mynd mun uppbyggilegri skemmt-
un en fimm í fötu og talsvert ódýr-
ari.
Kvikmyndir sem eiga að komatil greina á þessum verðlauna-
athöfnum þurfa í flestum tilvikum
að uppfylla það að hafa verið frum-
sýndar áður en athöfnin fer fram
og það veldur gósentíðinni. Kvik-
myndagerðarmenn telja sig hafa
betri spil á hendi sé stutt á milli
þessara tveggja atburða. Inn á
markaðinn eru sem sagt að fara að
streyma kvikmyndir, margar
hverjar nú þegar tilnefndar til Gol-
den Globe-verðlaunanna og óhætt
að segja að stórmyndirnar séu allar
á leiðinni. Það er því skammt
stórra högga á milli í frumsýn-
ingum og kjörið að nýta sér það og
njóta góðra kvikmynda, kveikja
tíru í sálartetri til lýsa upp skamm-
degið.
Hátíð fer að höndum ein … eða tvær
» Þá er kjörið aðleita leiða til að lyfta
sér upp og þó svo að
mörgum sé farið að
blöskra verðið á bíómið-
anum þá er fínt að hafa
það í huga að það þarf
kannski ekki að kaupa
alla sjoppuna líka.
Tilnefnd Húshjálpin er ein þeirra mynda sem eru tilnefndar til Golden Globe-verðlaunanna sem besta myndin.
Rappsveitin Úlfur Úlfurgaf út frumraun sínafyrir jól. Sveitin erskipuð þeim Arnari
Frey rappara, Helga Sæmundi
söngvara og rappara ásamt Þor-
birni Einari sem hefur plötuspil-
arann og væntanlega eitthvað
fleira að vopni. Tónlistin er
skreytt grípandi laglínum og
hljóðbrotum sem smalað hefur
verið héðan og þaðan. Sönglín-
urnar eru gríp-
andi og oft vel
útsettar. Text-
arnir fjalla
gjarnan um
næturlífið, ýmsa
fylgifiska ung-
dómsins og þá kemur stúlka að
nafni Jóna nokkuð oft við sögu.
Þar er þó töluvert rými fyrir
þroska.
Lögin eru flest vel uppbyggð
og halda athyglinni vel allan
tímann og greinilegt að dreng-
irnir hafa vandað til verks.
Helsti styrkurinn felst þó í be-
rorðum lýsingum og sögum sem
látnar er flakka í rímnaflæði
sem gengur þokkalega upp.
Hægari lögin hafa meiri sjarma
yfir sér og poppið sem Úlfurinn
gælir t.a.m. við í laginu Ég er
farinn er full-formúlukennt og
fyrirsjáanlegt og ódýri klúbba-
hljómurinn fer sveitinni ekki jafn
vel. Heilt yfir er þetta þokkaleg
frumraun og ekki ólíklegt að
sveitin geti aflað sér töluverðra
vinsælda með plötunni sem hægt
er að nálgast endurgjaldslaust á
vef sveitarinnar.
Geisladiskur
Úlfur Úlfur - Föstudagurinn langi
bbbnn
HALLUR MÁR
TÓNLIST
Rapp Á plötunni er rappað um stelpur, næturlíf og fleiri hugðarefni Úlfsins.
Berorðar Reykjavíkursögur
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
GLEÐ ILEGT NÝTT ÁR
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10 - 10:40 - 10:50 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D VIP
NEW YEAR´S EVE kl. 5:50 - 8 - 8:20 - 10:30 2D L
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:20 - 8 - 10:50 2D 12
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L
HAROLD & KUMAR Með texta kl. 8 2D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L
/ ÁLFABAKKA
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:45 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:30 2D L
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:30 2D L
GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO kl. 8 2D 16
STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L
HAROLD & KUMAR Ótextuð kl. 11 3D 16
HAPPY FEET 2 Ísl. tal kl. 5:40 2D L
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ KEFLAVÍK
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 5:20 - 8 - 10:20 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:40 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D L
FJÖRFISKARNIR Ísl. tal kl. 5:50 2D L
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:20 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:20 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 8 2D L
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI,
AKUREYRI OG KEFLAVÍK
100/100
-ENTERTAINMENT WEEKLY
-THE HOLLYWOOD
REPORTER
HHHH
SÝND Í EGILSHÖLL
TOM CRUISE,
SIMON PEGG, PAULA PATTON OG
JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS!
H.V.A. - FBL
HHHH
"FLOTTUR HASAR."
H.S.S. - MBL
HHH
JÓLAM
YND
FJÖLSK
YLDUN
NAR Í Á
R
NÝÁRSMYNDIN
HHHH
„STÆRRI, BETRI
OG FYNDNARI.“
- EMPIRE
HHHH
- KVIKMYNDIR.IS/
SÉÐ OG HEYRT
EINSTAKUR LEIKHÓPUR FRÁ
LEIKSTJÓRA PRETTY WOMAN
OG VALENTINE'S DAY
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12
MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 - 10:50 2D 12
SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:30 2D 12
NEW YEAR´S EVE kl. 8 - 10:30 2D LSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,
KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL,KRINGLUNNI,
AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL
OG KRINGLUNNI