Morgunblaðið - 20.01.2012, Síða 6
S
ú spurning vaknar því
óhjákvæmilega hvað það
er sem orsakar þennan
brennandi áhuga á þorr-
anum?
„Við höfðum lengi velt því fyrir
okkur hvort ekki mætti fagna
þorra með einhverjum öðrum
hætti en að borða þorramatinn
svokallaða,“ segir Steinunn. „Við
höfum ekki vanist því að fara
reglulega á þorrablót og þar af
leiðandi höfðum við engan eig-
inlegan aðgang að þorranum.
Þorrinn er eina séríslenska há-
tíðahefðin sem hefur náð að halda
velli og full ástæða til að fagna á
þessum tíma. Hins vegar höfðar
maturinn ekki til okkar í sama
mæli og allt ferskmetið sem við
eigum svo greiðan aðgang að
núna, þannig að við fórum að
skoða ýmsa aðra möguleika í stöð-
unni.“
Að athuguðu máli fannst þeim
vinkonunum gráupplagt að færa
þorrann inn á heimilið í sama
mæli og gert er til dæmis á jólum
og páskum þegar híbýlin eru
skreytt á táknrænan hátt og
ákveðin litaþemu ráða ríkjum.
„Fyrst var þetta meira í gríni
en alvöru hjá okkur og við vorum
með alls kyns fáránlegar hug-
myndir sem okkur þóttu mjög
fyndnar,“ segir Ragnhildur. „Svo
leið tíminn og við áttuðum okkur á
því að við vildum gera eitthvað í
málinu og fórum að velta því fyrir
okkur af meiri alvöru. Þær vanga-
veltur leiddu okkur að íslenskri
matarhefð og menningu sem við
fórum að leita okkur heimilda um
ásamt því að kynna okkur betur
hefðir tengdar þorra.“
Bókin verður til
Þessi efnisöflun varð til þess að
þær Steinunn og Ragnhildur
skrifuðu bókina Velkominn þorri
sem Salka gaf út í ársbyrjun 2010.
„Þar kynnum við meðal annars
þorraskraut til sögunnar en hug-
myndin að baki því er sú að tákn-
gera og hampa verklaginu og hug-
vitinu sem liggur að baki
þjóðarréttunum sem við höfum í
hávegum á þorra,“ bendir Stein-
unn á. „Súrmetið og harðfiskurinn
eiga einna drýgsta þáttinn í því að
við lifðum af þegar harðast var í
ári á öldum áður og með því að
gera form og útlit þorraréttanna
svokölluðu að miðdepli skapast
vettvangur fyrir gerð skrautmuna
þar sem hver hlutur geymir sögu
um lífgjöf heillar þjóðar,“ bætir
Ragnhildur við. „Það urðu líka til
lög og textar og í bókinni eru nót-
ur að fyrstu alíslensku þorralög-
unum sem hafa verið samin – Vel-
kominn þorri, og Þorrinn er
kominn.“
Frumkvöðlastarf í þágu þorra
Í fyrra gáfu þær stöllur svo út
hljómdisk með framangreindum
lögum ásamt tveimur öðrum –
Bóndadagshopp og Þorragleði-
gleðigaman. „Þótt fjölmargir
textar hafi verið gerðir í tengslum
við þorra þá voru þeir yfirleitt
sungnir við þekkt lög þannig að
segja má að Ragnhildur Gísladótt-
ir sé frumkvöðull í því að semja
þorralög,“ bendir Steinunn á.
„Lögin gefa tilefni til að varð-
veita ýmsar hefðir og sagnir sem
tengjast þorrahaldi aftur í aldir.
Fyrsta lagið á diskinum ber heitið
„Velkominn þorri“ en það byggist
á þeirri hefð sem tíðkaðist hér áð-
ur fyrr að húsfreyja færi út kvöld-
ið fyrir bóndadag og biðlaði til
þorra um að vera ekki of grimm-
ur,“ útskýrir Ragnhildur. „Því
næst er lag um hið stórskemmti-
lega og furðulega „bóndadags-
hopp“ en sagan segir að hús-
bændur hafi haft þann sið að fara
fyrstir á fætur að morgni fyrsta
dags í þorra og hoppa kringum
húsið í annarri buxnaskálminni.
Þriðja lagið, „Þorragleðigleðigam-
an“, er óður til nútímaþorrablóta
þar sem farið er að bera á „græn-
metisgikkjum“ og öðrum skringi-
legheitum á fyrri tíma mæli-
kvarða. Að lokum er svo lagið
„Þorrinn er kominn“ þar sem
vetrarvætturinn mætir á svæðið
en það tíðkaðist á þorrablótum að
einhver færi í gervi þorra og héldi
haldgóða ræðu,“ segir Ragnhildur.
„Textinn byggist á lýsingu sem
við fundum á þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins þar sem þorrabún-
ingnum er lýst í smáatriðum,“
skýtur Steinunn inn í.
Þorraskraut í hólf og gólf
Svo sem framar er greint langaði
þær Steinunni og Ragnhildi að
færa þorrahátíðina inn á heimilið
með sýnilegum hætti líkt og hefð
er fyrir með jólin og páskana.
Sjálfar hafa þær gert fulla alvöru
úr þessum hugmyndum sínum.
„Nú er komin á sú hefð hjá okk-
ur báðum að um leið og við pökk-
um jólaskrautinu niður í kassa þá
tökum við fram þorraskrautið og
puntum heimili okkar öllum til
ánægju,“ segir Ragnhildur.
„Litatónarnir eru á lág-
stemmdum nótum – svart og
brúnt, samanber flatkökur og
svið; grár sem minnir á litbrigði í
súrsuðu feitmeti; drapplitur eins
og mör og harðfiskur og appels-
ínugulur sem rímar við rófustöpp-
una.“ Og föndrið er frumlegt bæði
og fjölbreytilegt. Harðfiskstrá
sem búin eru til úr sísalreipi eru
sett í vasa, kjammalöberar prýða
borð, hlýleg kertaljós og appels-
ínugular ljósaseríur ásamt alls
kyns skrauteftirlíkingum af súr-
meti setja svo skemmtilegan svip
á heimilið. „Það sem gildir er að
gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn og skemmta sér,“ segir
Steinunn. „Þegar þorraskreyting-
arnar eru komnar upp og þorra-
lögin hljóma minnumst við liðinna
tíma og þökkum forfeðrum og
mæðrum okkar fyrir þrautseigj-
una, hugvitið og útsjónarsemina.“
Og Ragnhildur bætir við: „Við
bjóðum þorra velkominn og ger-
um eins vel við hann í mat og
drykk og efni og aðstæður leyfa
og hikum ekki við að reiða fram
dýrindis grænmetisrétti honum til
heiðurs ef svo ber undir.“ Þorra-
hefðin mun því lifa góðu lífi um
ókomna daga fái þær Steinunn
Kr. Þorvaldsdóttir og Ragnhildur
Gísladóttir einhverju um það ráð-
ið.
jonagnar@mbl.is
Full ástæða til að fagna þorra
Þær stöllur Ragnhildur
Gísladóttir og Steinunn
Þorvaldsdóttir hafa lagt
sitt af mörkum til að
gera þorranum hátt
undir höfði undanfarin
misseri. Fyrir tveimur
árum kom út bókin Vel-
kominn þorri og í fyrra
gáfu þær út hljómdisk-
inn Þorralögin. Þorra-
haldið er þeim mjög
hugleikið svo ekki er
um að villast.
Morgunblaðið/Golli
Fagnaðarefni Ragnhildur Gísladóttir og Steinunn Þorvaldsdóttir heillast af hinni séríslensku þorrahefð.
Þjóðlegt Sviðakjammar prýða borðdúkinn á þorranum.
Nú er komin á sú hefð hjá
okkur báðum að um leið og
við pökkum jólaskrautinu
niður í kassa þá tökum við
fram þorraskrautið og
puntum heimili okkar öll-
um til mikillar ánægju.
Kertaskraut Snæri notað til að líkja eftir harðfiski.
6 | MORGUNBLAÐIÐ