Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
U
mferðarmiðstöðin, sem
margir kalla einfaldlega
BSÍ, hefur haft veit-
ingasölu innan veggja
sinna í næstum fimmtíu
ár. Það var um það leyti sem rútu-
bransinn hérlendis komst á legg,
eða um 1960. Húsið er því síungt,
eins og Daði Agnarsson, veit-
ingamaður hjá Fljótu og góðu, sagði
blaðamanni. „Í dag er húsið í prýði-
legu standi, verulega huggulegt
hvert sem litið er og má segja að
BSÍ sé falinn gullmoli á besta stað í
bænum. Við þurfum ekki að kvarta
yfir aðsókninni en ég hef samt sem
áður á tilfinningunni að býsna
margir geri sér ekki grein fyrir
þessum skemmtilega stað, mið-
svæðis í borginni segir Daði. Að
sögn Daða er andinn í húsinu ein-
staklega góður og stemningin minn-
ir á flughöfn, bara með heim-
ilislegum og notalegum blæ. „Enda
er húsið samgöngumiðstöð sem
þjónar öllum sem koma með hóp-
ferðabílum frá Keflavík. Andrúms-
loftið er því skemmtilega alþjóðlegt.
Auk þess eru Íslendingar talsvert
duglegri að nota rúturnar sem sam-
göngumáta á síðustu misserum.
Hér er því alltaf nóg af fólki og
gaman að vera.“
Sérfræðingar á sínu sviði
Sviðakjammar eru ekki sú tegund
matar sem flestir tengja við skyndi-
bita eða sölu tilbúins matar gegnum
bílalúgu, en það er einmitt tilfellið
hjá Fljótu og góðu. Það sem meira
er, staðurinn er einn stærsti ein-
staki kaupandi sviða á Íslandi, og
hefur þó vart undan eftirspurninni.
„Við seljum þúsunda sviðakjamma á
hverju ári og fer vel á því enda eru
sviðin einfaldlega rammíslenskur
skyndibiti,“ bendir Daði á. „Sviðin
sem við bjóðum upp á eru frá
Vopnafirði, verkuð upp á gamla
mátann, og ég held einfaldlega að
það skili sér í betri vöru sem fólk
kann að meta. Hver og einn kjammi
er handsviðinn og því engin hætta á
öðru en fyrsta flokks verkun á
hverjum einasta kjamma. Ég held
það megi fullyrða að við bjóðum
upp á bestu sviðin í bænum,“ segir
Daði.
Byrjar á bóndadaginn
Þorrinn gengur í garð á bóndadag-
inn og þá tekur þorramaturinn
völdin hjá Fljótu og góðu. „Við
verðum með myndarlegt þorrahlað-
borð með fjölmörgum réttum. Hjá
okkur verður hægt að fá lunda-
bagga, súrt slátur, hákarlinn og
hvaðeina sem sælkerar vilja helst.
Þjóðlegar krásir verða í öndvegi hjá
okkur á þorra,“ segir Daði. „Þá
verð ég að nefna ljúffenga nýjung
hjá okkur sem er reykt svið. Þar er
á ferðinni mikið hnossgæti sem við
leggjum áherslu á í ár. Og það er
eins með þorramatinn og annað sem
við bjóðum upp á, gestir geta valið
um að tylla sér inn og fá sér bita
eða fengið kræsingarnar beint í bíl-
inn. Enda er það afar vinsælt að fá
sér þorrabakka í bílinn gegnum lúg-
una. Daði nefnir ennfremur að svið-
in séu ekki endilega vinsælust á
þorranum.
„Þau eru eiginlega jafnvinsæl ár-
ið um kring, og toppa reyndar í vin-
sældum á sumrin. Þá koma nátt-
hrafnarnir við og næla sér í svið
eftir skemmtanir í miðbænum.
Vígðir í víkinga tölu
Það eru ekki bara Íslendingar sem
sækja í sviðin hjá Daða. Útlend-
ingar koma við í síauknum mæli og
þreyta svokallaða manndómsvígslu.
„Ég fæ til dæmis heilu hópana hing-
að meðan á Airwaves-tónlistarhátíð-
inni stendur. Þá koma þeir hingað
gagngert í manndómsvígsluna sem
gengur út á sporðrenna sviða-
kjamma og skola honum niður með
hrímköldu brennivínsstaupi. Þessi
athöfn kallast ‘become a viking’ á
ensku og verður sífellt eftirsóttari,“
segir Daði. „Þeir sem vígjast með
þessum hætti í víkingatölu láta vita-
skuld mynda sig í bak og fyrir með-
an á eldrauninni stendur svo sönn-
unargögn liggi nú örugglega fyrir.
Oft fara þeir svo sjálfir eða vinirnir
rakleiðis á netið með afraksturinn,
blogga um reynsluna og láta mynd-
ir fylgja með úr salnum hér hjá
okkur. Mér þætti líklegt að sviðin
hjá okkur væru fyrir bragðið mest
ljósmyndaði maturinn á Íslandi,“
bætir Daði við og hlær.
jonagnar@mbl.is
Sviðin á Umferðarmiðstöð svífa út
Morgunblaðið/Ómar
Lúgusala Útlendingar koma við í síauknum mæli og þreyta svokallaða manndómsvígslu þegar þeir graðka í sig sviðunum, segir Daði Agnarsson veitingamaður á BSÍ.
Veitingasalan á Um-
ferðarmiðstöðinni er
á heimavelli þegar
þorrinn gengur í garð.
En sviðin eru sívinsæl
og renna viðstöðu-
laust út um bílalúg-
una árið um kring.
Við seljum þúsunda sviða-
kjamma á hverju ári og fer
vel á því enda eru sviðin
einfaldlega rammíslenskur
skyndibiti.
Þ
orrinn er fjórði mánuður
vetrar og hefst á föstu-
degi á bilinu 19. til 25.
janúar. Þegar þorra lýkur
tekur góan við en hún
hefst á sunnudegi á bilinu 18. til 24.
febrúar. Þetta eru venjulega köld-
ustu og erfiðustu mánuðir ársins.
„Áður fyrr, þegar fólk bjó ekki
jafn vel og nú, kalt var í húsum og
matur og hey oft af skornum
skammti, gátu þorrinn og góan
reynst mörgum erfiðir mánuðir. Þá
þurftu menn að þreyja þorrann og
góuna en eftir það fór daginn að
lengja verulega og styttast tók í
sumarið. Síðar er farið að nota
orðasambandið í yfirfærðri merk-
ingu um að ’þola tímabundna erf-
iðleika’,“ segir í greininni þar sem
þetta óvenjulega orðatiltæki er út-
skýrt.
Hagkvæmni í hugsun
Ástæða þess að Íslendingar hættu
að nota gömlu mánaðaheitin er
sennilega fyrst og fremst hag-
kvæmni. Evrópuþjóðir sem lands-
menn voru helst í samskiptum við
notuðu gömlu rómversku mán-
aðaheitin, og þegar í upphafi 16.
aldar var farið að gefa út almanök í
Þýskalandi og Danmörku.
Latneskættuðu mánaðaheitin (til
dæmis januarius, februârius) fengu
almennt ekki íslenska beygingu
fyrr en á 18. og 19. öld en beygðust
samkvæmt latneskum beyging-
arreglum. Að íslensk beyging var
þó eitthvað notuð fyrr.
Þótt latnesku mánaðaheitin hafi
lengi þekkst á Íslandi fór almenn-
ingur ekki að nota þau fyrr en seint
á 18. öld og elstu dæmi Orðabókar
Háskólans eru flest frá því snemma
á 19. öld. Sum gömlu mánaðaheitin
lifðu þó enn í munni manna og gera
reyndar enn, einkum nöfnin á vetr-
armánuðunum, segir Guðrún Kvar-
an á Vísindavefnum.
Þreyja þorrann
og fram á góuna
Sögnin að þreyja merkir að þrauka eða bíða
einhvers með eftirvæntingu og er skyld sögn-
inni að þrá. Þetta segir Guðrún Kvaran mál-
fræðingur í grein á Vísindavef HÍ.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ófærð Undanfarið hefur verið snjóþungt og hafa sorphirðumenn átt erfitt um vik. En þeir þreyja þorra og vænta betri tíðar.