Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ
Þ
orrablótshefðin er ekki ný
af nálinni hjá þeim hjón-
um. Þau Bára og Bene-
dikt buðu fyrst heim 1968,
árið sem þau hófu saman
búskap, og hafa þau ekki misst úr
ár síðan þá. „Við hjónin höfum ein-
faldlega notið þess að bjóða heim
alla tíð og fá fjölskylduna heim í
hús.“
Bára segir að þau hjónin hafi
bæði þekkt vel til þorrakrásanna
fyrir og því ekki um annað að ræða
en að halda hina þjóðlegu hefð í
heiðri eftir að þau fóru að búa sam-
an. „Við hjónin erum bæði alin upp í
sveitinni vestur í Dalasýslu og
kynntumst þar þorramatnum frá
unga aldri.“
Fjölskyldan kemur saman
Það er glatt á hjalla þegar þau Bára
og Benedikt blása til þorrablóts
enda mannmargt við borðin. „Þetta
eru um 25 manns sem koma til okk-
ar. Fyrir utan okkur hjónin eru það
börnin, tengdabörn og barnabörn
og svo tvær langömmur.“ Þá er stór
hluti hópsins sem lætur sig ekki
muna um að ferðast landshluta á
milli til sækja veisluna. „Sjö manns
koma frá Grundarfirði og fimm frá
Akureyri,“ útskýrir hún. „Og þar
sem fólk kemur langt að er ekki um
annað að ræða en að það gisti. Fólk-
ið kemur flest á föstudegi og er
fram á sunnudag. Hápunkturinn er
svo sjálf þorraveislan á laugardeg-
inum. En þorrablótið er semsagt
heil helgi og allir gista meðan á
henni stendur.“
Þegar Bára er innt eftir því hvort
allir séu jafnduglegir við að sporð-
renna þorramatnum segir hún það
svolítið misjafnt innan hópsins.
Sumir úða öllu góðgætinu í sig af
bestu lyst, aðrir fara hægar í sak-
irnar.
„Reyndar eru börnin okkar hjóna
ekki svo mjög dugleg að borða
þorramatinn. En öðru máli gegnir
um tengdadæturnar, þær gera öll-
um þorramat góð skil,“ bætir Bára
við, auðheyrilega ánægð með sæl-
kerana tengdadætur sínar. Og hvor-
um megin skyldu barnabörnin vera?
Hvort fylla þau flokk sælkeranna
eða þeirra sem minna fá sér?
„Barnabörnin tólf eru ósköp dugleg
að fá sér að smakka, það mega þau
eiga. Þeim finnst jú spennandi að fá
að smakka það sem fullorðna fólkið
er að borða,“ segir Bára.
„Blessuð börnin fussa yfir lykt-
inni, það vantar ekki, en alltaf eru
þau dugleg að prófa.
En svo allir geti gert veiting-
unum skil þá erum við með heilt
trog með auðmeltum þorramat,
harðfiski, hangikjöti og öðru slíku
sem allir kunna að meta. Það verða
allir að fá nóg að borða þó svo þeir
kunni ekki að meta súrmatinn.“ Og
það fá sannarlega allir nóg að borða
enda svignar borðið hjá þeim hjón-
um undan þjóðlegum krásum. „Þar
á meðal er heimareykt hangikjöts-
læri, heitt hangikjöt skorið niður í
spað. Einnig baka ég brauð, hinar
sígildu soðkökur. Ég legg áherslu á
að hafa þjóðlegan mat þótt ekki sé
hann allur súr. En þjóðlegt og
heimaverkað, það lýsir matnum hjá
okkur nokkuð vel.“
Súrmaturinn svíkur ekki
En þegar allt er sett upp á strik,
hvað skyldi vera vinsælast af öllu
því hnossgæti sem á borð er borið á
þorrablóti þeirra Báru og Bene-
dikts? „Súrsuðu pungarnir eru lík-
lega vinsælastir, einnig sviðasult-
an.“ Bára útskýrir í framhaldinu að
súrmaturinn sé útbúinn af natni og
þolinmæði fyrir þorrablótið. Vin-
sældirnar eru sumsé engin tilviljun.
„Ég útbý súrmatinn á haustin, um
svipað leyti og sláturtíðin gengur í
garð. Svo geymi ég hann í ísskápn-
um yfir veturinn og þá er hann orð-
inn gómsætur þegar líður að þorra
seinni hluta janúarmánaðar. Þess
vegna er sviðasultan svona góð.“
Sjálf segir hún súran hval standa
upp úr hvað hana varðar, hún hefur
hvalinn í mestu uppáhaldi.
„Svo er alltaf gott að fá sér há-
karlsbita og staup af frystu brenni-
víni með. Við fullorðna fólkið pöss-
um að hafa fryst brennivín til taks
því það er ómissandi ef það á að fá
fólk til að smakka hákarlinn,“ segir
Bára að lokum og hlær við.
jonagnar@mbl.is
Þjóðlegt heima á þorranum
Hjónin Bára Sigurjóns-
dóttir og Benedikt Ket-
ilbjarnarson halda ár-
lega myndarlegt
þorrablót heima hjá sér.
Þá kemur fjölskyldan
saman, fagnar þorr-
anum og borðar þjóð-
legan mat.
Morgunblaðið/Ómar
Þorrakona „Hákarlsbita og staup af brennivíni með,“ segir Bára Sigurjónsdóttir sem fær fjölskylduna á þorrablót heima.
Í mysunni er engin fita og sáralítiðprótein. Hún síast frá við skyrgerðog þá verður eftir náttúrulegur
mjólkursykur og vítamín. Mysan er svo
sett í tanka og látin súrna, það er ferli
sem tekur um það bil eina viku en í því
ferli fær drykkurinn ákveðið og sér-
stakt bragð og því erum við líka að
sækjast eftir,“ segir Guðmundur Geir
Gunn-arsson, mjólkurbússtjóri MS á
Selfossi.
Mysa er notuð þegar súrsa skal mat
– til að mynda fyrir þorrann. Er þá lagt
í súr síðla hausts svo maturinn sé orð-
inn mátulega súr upp úr miðjum janúar.
Vökvi látinn gerjast
Vökvi er sem fyrr segir síaður frá við
skyrgerð eða úr hleyptri mjólk þegar
gerður er ostur. Vökvinn er svo látinn
gerjast til að úr honum verði sýra en
það er hið vikulanga ferli sem Guð-
mundur Geir nefnir. Þá ber að nefna að
með breyttum
áherslum í mjólk-
uriðnaðinum er
mysa í dag ein-
göngu framleidd í
starfsstöð MS á
Akureyri.
Mysa hefur verið
notuð á Íslandi til
drykkjar og – fyrir
tíma matarsalts og
kæliskápa – til
þess að varðveita
mat. Var maturinn þá lagður í súr í þar
til gerðum tunnum eða keröldum. Áður
fyrr var vinsælt að blanda sýrðri mysu
saman við vatn, og varð þá til svala-
drykkur sem kallaðist sýrublanda og
hefur verið sögð mjög svalandi.
Mysan er sögð mjög holl, þar sem
hún innihaldi mysuprótein sem vinna
að uppbyggingu vöðva og lækka háan
blóðþrýsting. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Mysa Fæst í eins lítra umbúðum og er framleidd hjá MS norður á Akureyri.
Enginn fita og sára-
lítið prótein í mysu
Mysan er meinoll og góð. Súrsunin er ferli sem tek-
ur um það bil eina viku. Stuðlar meðal annars að
uppbyggingu vöðva og lækkar háan blóðþrýsting.
Guðmundur Geir
Gunnarsson
Aðrir sölustaðir: Inspired í Flugstöðinni, Krambúðin, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V-Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Fiskbúðin
Freyja, Bláa lónið, Hreyfing, Kostur Keflavík, Melabúðin.
N Æ R I N G O G H O L L U S T A
Hollusta! Rétt næring eykur andlegan og
líkamlegan styrk og stuðlar að betri heilsu.