Morgunblaðið - 20.01.2012, Page 14
G
eir Rúnar, eða Geiri eins
og hann kynnir sig og
er kallaður frá degi til
dags, býður ferskar
kjötvörur í verslun
sinni allt árið um kring og tekur
fullan þátt í þorranum þegar sá
árstími gengur í garð, bæði í búð-
inni og utan vinnunnar. „Í búðinni
býð ég upp á allan hefðbundinn
þorramat; pungana, slátur, sviða-
sultu, svið, harðfisk og hvaðeina.
Við erum einfaldlega með alla
flóruna, allt gamla góðgætið sem
fólk vill fá þegar þorrinn gengur í
garð.“
Valið í bakkann
Að sögn Geira er svo misjafnt
hvað fólk fær sér í versluninni að
sú leið sé þar farin að leyfa fólki
að velja sér alfarið á bakkann það
sem það vill. „Með því móti getur
hver og einn fengið sér akkúrat
það sem hann vill, sleppt því sem
hann ekki vill og fengið sér meira
af hinu. Svo er einfaldlega borgað
fyrir eftir vigt.“ Það er sumsé
ekkert til sem heitir „einn bakki
hentar öllum“ þegar þorramatur
er annars vegar, enda erfitt að
raða saman í samsetningu sem
allir kunna að meta þegar jafn-
margslungið hnossgæti og þorra-
matur er annars vegar.
Á brattann að sækja
fyrir súrmatinn
Geiri segjast merkja talsverða
breytingu á vinsældum ákveðinna
tegunda innan flóru þorramat-
arins á síðasta áratug eða svo.
Harði kjarninn á sumsé undir
högg að sækja í seinni tíð. „Það er
enginn vafi á því hver þróunin er
hvað þorramatinn varðar,“ segir
hann. „Vinsældir súrmatar fara
minnkandi og merki ég það bæði í
búðinni og hjá vinahópnum. Fólk
kaupir smásmakk af súru til að
hafa með og kroppar aðeins í það
upp á stemninguna. Hópurinn
sem heldur sig við súra matinn er
aðallega 50
ára og eldri,
og af því má
eflaust ráða að
smekkur fyrir
súrmat fer minnk-
andi hjá yngri kyn-
slóðum.“ Geiri nefnir í
þessu sambandi bringu-
kolla og lundabagga sem
dæmi um súrmat sem æ
fátíðara sé að fólk kaupi.
„Sviðasultan og pungarnir
halda frekar velli, en í það heila
er þróunin á þann veg að súr-
maturinn gefur heldur eftir,“ segir
Geiri.
Sækir sjálfur í
þorramatinn
Þótt þorramaturinn eigi ekki upp
á pallborðið í sama mæli og áður
er Geiri sjálfur talsvert hrifinn af
hinum þjóðlegu krásum. „Já, ég
fer á tvö þorrablót og borða þá
vel af súrmatnum,“ segir Geir.
„Ég segi kannski ekki að þetta sé
besti matur í heimi en mér finnst
þorramatur samt sem áður góður
og svo er þorrahefðin bara svo
heillandi að mínu mati. Hún má
alls ekki glatast,“ segir Geir og
leggur áherslu á orð sín. „Hitt er
svo annað mál að þegar ég loks
kemst á þorrablót þá er ég búinn
að smakka til svo mikið af þorra-
mat að ég nýt hans kannski ekki
til fulls, er hálfpartinn búinn að fá
nóg,“ bætir Geiri við og hlær.
„Það er ekki ósvipað og með ham-
borgarhrygginn í desember. Þeg-
ar jólin koma er ég búinn að
smakka svo mikið af honum að ég
er eiginlega kominn með nóg.“
Ekki alls varnað
En þótt þeim fari að sögn fækk-
andi sem háma í sig súrmeti er
nóg af fólki sem kann að meta
þorramat að sögn Geirs. „Jú, það
er engin spurning um það, enda
rekum við í Kjötbúðinni veislu-
þjónustu sem hefur nóg að gera
meðan á þorranum stendur. Þar
sem annars staðar sést glögglega
ákveðið kynslóðabil þegar þorra-
maturinn er annars vegar því
eldra fólk borðar nokkurn veginn
allt á meðan þeir sem yngri eru
borða minna af súrmat. Unga
fólkið fær sér ef til vill smáhákarl,
en svo þeim mun meira meðlæti,
nóg af rúgbrauði og rófustöppu.
Eins merki ég að konurnar eru
minna fyrir súrmatinn en karl-
arnir,“ bendir Geir á. Fyrir
bragðið er hægt að velja saman í
kræsingar á hlaðborðið hjá veislu-
þjónustunni. „Smekkur manna er
jú mismunandi svo við verðum að
sýna sveigjanleika hvað þorramat-
inn varðar.“ Aftur minnir Geiri á
að það sé gaman að sjá að hefðin
haldi velli, þótt smekkur kynslóð-
anna breytist. „Nú er algengt að
dömurnar mæti til að kaupa fal-
lega steik hjá okkur fyrir herrann
sinn á bóndadaginn, og fá þá
kannski tvær sneiðar af súrmat
með. Það finnst mér gaman að
sjá,“ segir Geir Rúnar Birgisson í
Kjötbúðinni að lokum.
jonagnar@mbl.is
Hefðin heldur velli
Morgunblaðið/Ómar
Geir Rúnar Birgisson,
kjötiðnaðarmaður í Kjöt-
búðinni við Grensásveg,
setur búðina í þorra-
gírinn þegar bóndadag-
ur gengur í garð. Hann
er hrifinn af þorrahefð-
inni en er hræddur um
að súrmaturinn standi
höllum fæti, þótt þorr-
inn haldi velli.
Nú er algengt að dömurnar
mæti til að kaupa fallega steik hjá
okkur fyrir herrann sinn á bóndadaginn, og
fá þá kannski tvær sneiðar af súrmat með. Það
finnst mér gaman að sjá.
Veisla „Við erum emeð alla flóruna, allt gamla góðgætið sem fólk vill fá þegar þorrinn gengur í garð," segir Geir Rúnar í Kjötbúðinni við Grensásveg í Reykjavík.
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Tilboð á sérmerktum þorrablóts staupum
Skál fyrir því !
Nýbýlavegi 26-28 ( Dalbrekkumegin ) | 200 Kópavogi | Sími 568 8838 | www.prentunogpokkun.is
PRENTUN & PÖKKUN