Morgunblaðið - 20.01.2012, Síða 15

Morgunblaðið - 20.01.2012, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ | 15 Í bráðum sextíu ár hefur bók Helgu Sigurðardóttur, Matur og drykkur, verið einskonar grundvallarit á íslenskum heimilum. Allir sem heimili halda geta flett upp í Helgu þar sem ganga má að öllum svörum vísum. Og þótt árin hafi liðið stendur bókin alltaf fyrir sínu; að minnsta kosti hvað varðar venju- legan íslenskan heimilismat. Ís- lendingar þekktu auðvitað ekki pítsur, hamborgara, pastarétti og fleira slíkt þegar bók Helgu kom fyrst út árið 1954 en þess þá held- ur rammíslenskt og sígilt súrmeti. Því er gott að geta flett upp í Helgu þegar þorrinn er að ganga í garð. Sviðasulta og rauðrófa Kafla sinn um þorrann og veisluföng hans kallar Helga ís- lenskan haustmat. Fyrst er það blóðmörinn sem gerður er að hausti, þá lagður í súr og látinn liggja fram yfir nýár. Og þá er hann tekinn úr súrnum, skolað af honum og vömbin rifin af. „Látinn á fat og tvær til þrjár sneiðar skornar af keppnum, því að þá er hefur maður það, sem ekki er borðað, í heilum kepp sem hægt er að setja aftur í súr. Á sama hátt er borinn inn nýr blóðmör,“ segir Helga sem leggur mikið upp úr því að allt sé fallega fram reitt; hvort sem það eru svið eða sviðasultan súr sem ný. „Sviðasultan er skorin í sneiðar og þeim raðað á fat. Á milli hverra sneiða er sett rauðrófusneið. Fal- legt er að skreyta með grænu,“ segir Helga um nýja sviðasultu en hvað súru sneiðarnar áhrærir leggur hún til að fatið sé skreytt með salatblöðum og tóm- atsneiðum. Lundabaggi í þykkum sneiðum „Sé lundabagginn nýr er hann skorinn í þunnar sneiðar, raðað öðrum megin á fat. Hinum megin er látið eitthvert grænmeti og sýrðar rauðrófur yfir. Sé hann súr, er hann skorinn í heldur þykkari sneiðar og raðað á fat,“ segir Helga sem lætur ekki heldur hjá líða að fjalla um íslenskan harðfisk í bók sinni. „Allt það óhreina er tekið af fiskinum, einnig bein og roð. Rif- inn niður í jafn löng stykki, sem lögð eru á fat í fallegan bunka. Það má aldrei rífa fiskinn niður fyrr en rétt áður en hann er borð- aður. Einnig má bera fiskinn fram í munnstórum bitum með smjöri á. Riklingur er ekki rifinn úr roð- inu,“ segir Helga Sigurðardóttir í bók sinni sem hefur verið endur- útgefin nokkrum sinnum frá fyrstu útgáfu, síðast af forlaginu Opnu árið 2009. sbs@mbl.is Riklingur er ekki rifinn úr roðinu Morgunblaðið/Ómar Þorramatur Verslanir bjóða pakka með úrvali þorrarétta og í raun má fá veisluna tilbúna heim í eldhús og það hafa íslensk matargöt sannarlega kunnað að meta. Heilræði frá Helgu Sigurðardóttur hafa dugað í bráðum sextíu ár enda bók hennar, Matur og drykkur, eins konar matarbiblía ís- lenskra heimila gegn- um kynslóðirnar. Helga Sigurðardóttir legg- ur mikið upp úr því að allt sé fallega fram reitt; hvort sem það eru svið eða sviðasultan súr sem ný. Sviðaveisla Ungir sem aldnir gera þorramat góð skil. Í skólum eru sviðaveislur og víst á ungt fólk stundum erfitt með að venjast þessum veislukosti en þegar það er komið upp á bragðið eru því bókstaflega allir vegir færir, eins og máltækið segir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.