Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 16

Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ Hægt er að senda okkur fyrirspurn á netfangið limo@limo.is einnig er hægt að hringja í síma 551-limo (551 5466) á skrifstofutíma frá kl. 10-18 eða 868 9800 868 9800 Tilvalið í þorrablótið 16 farþega Verðið kemur á óvart! Þorrinn prýðir hal og hús Skurðarbretti með blóðrásum sem liggja eins og götur Norð- urmýrar, en þær heita eftir hetjum Íslendingasagnanna. Hrafninn, sem herðatré og veggskraut.Lampi úr þorskroði hefði sómt sér í hvaða baðstofu sem er.Sokkur fyrir brennivínið, þann þjóðlega þorrasopa. Kollar klæddir íslenskri gæru, nema hvað. Sauðabindið er gráupplögð gjöf á Bóndadaginn, þjóðleg og smart. Keramikhorn til að tylla hnífapörunum á milli rétta í veislunni. Það tíðkast í auknum mæli að þorra sé fagnað með öðrum og fjölbreyttari hætti en að setjast að borðum og úða í sig súrmat. Hvers vegna ekki að skreyta hí- býlin á þjóðlegan máta og heilsa þannig þorranum með sóma- samlegum hætti? Þorrinn er jú eina séríslenska hátíðin og þar sem íslensk hönnun með þjóð- legu yfirbragði hefur öll færst í vöxt hin síðustu misseri er lag að gera þorranum hátt undir höfði, þó ekki hafi allir smekk fyrir súrmat. Meðfylgjandi eru fáein dæmi um hönnunargripi þar sem þjóðleg áhrif svífa yfir vötnum. Hver gripur er á sinn hátt leið til að bjóða þorra velkominn. Munirnir fást meðal annars í versl- uninni Kraum við Aðalstræti. jonagnar@mbl.is Kerti, servíettur,karafla og glös. Snagar á vegginn í líki hrútshorna. Morgunblaðið/Sigurgeir S.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.