Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 19

Morgunblaðið - 20.01.2012, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 H verja einustu helgi kem- ur til okkar í Kolaportið fjöldi fólks og kaupir hákarl. Ungir sem aldn- ir. Sumir bera því við að hákarlinn sé einstaklega góður þrátt fyrir að bragðið sé rammt en svo eru líka aðrir sem telja hann gera sér svo gott. Slái á allar bólgur í maga og haldi niður kvefi – og þetta getur vel átt við rök að styðjast,“ segir Árni Elvar Eyj- ólfsson, fisksali hjá Fiska.is. Hákarl er veiddur víða við land og svo verkaður. Fyrst er hann kæstur í körum í einn til tvo mán- uði og svo hengdur upp í hjöllum í ámóta langan tíma. Þá er líka hægt að bjóða fólki upp á þetta sælgæti sem haft er í dýru gildi, svo sem á þorranum. Margir sýna raunar mátt sinn og megin með því að bragða á hákarli og telja sig góða takist þeim að sporð- renna nokkrum bitum, sem eru eins og agnarlitlir teningar að lög- un. Kílóið verður 70 g Svo er það harðfiskur sem jafnan er hafður á þorraborði. Ýsan er hrææta; fiskur sem heldur sig ekki síst við sunnan- og vest- anvert landið enda fær Árni mest af hertri ýsu frá fiskverkendum sunnanlands. „Stærstur hluti ýsunnar sem er hert kemur frá framleiðendum hér í Reykjavík, Hafnarfirði og suður með sjó. Ætli framleiðendur þar komi ekki allt að 80% af þeirri ýsu sem er framleiddur hert. Og þarna eru líka menn sem virkilega kunna tökin við framleiðslu; hvort sem ýsa er hert eða þurrkuð í blástursofni,“ segir Árni. Bætir við að þumalputtareglan við verk- un sé sú að hvert kg af blautum fiski – ýsu sem steinbít – verði 70 g af harðfiski. Steinbítur með vorinu Og nú er engan steinbít að hafa. „Já, síðustu árin hefur verð á steinbít hækkað mikið. Var lengi vel um 200 til 300 kr. hvert kíló en með falli krónunnar, sem leiddi auðvitað strax út í útflutningsverð á fiski, hækkaði verðið um helm- ing. Fyrir vikið hafa fiskverk- endur dregið úr kaupum á stein- bít. Telja sig ekki hafa efni á því að vera með mikla peninga bundna í hráefni í þetta hálfa ár sem vinnslan tekur. Ég á þó von á sendingu með vorinu frá steinbíts- mönnum, sem eru í Hnífsdal, Ön- undarfirði og Tálknafirði svo nokkrir staðir fyrir vestan séu nefndir,“ segir fisksalinn Árni Elvar að síðustu. sbs@mbl.is Nú er þorrinn haldinn án steinbíts Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjávarfang Fisksalinn Árni Elvar Eyjólfsson Fiskmeti Fisksalinn Árni Elvar Eyjólfsson og dóttir hans, Helga Þóra, láta sér há- karlinn vel líka þott bragðið sé rammt og bara fyrir hraustmenni. Sem þau líka eru, enda er hákarlinn góður fyrir heilsuna. Hákarlinn er ekki bara góður heldur slær hann á bólgur og er ómiss- andi á þorrablótum. Harðfiskurinn er jafn- vinsæll á þorraborðinu. Þumalputtareglan við verk- un sé sú að hvert kg af blautum fiski – ýsu sem steinbít – verði 70 g af harðfiski. Flatkökur og rúgbrauð frá Gæðabakstri/Ömmubakstri á þorrabakkann! Gæðabakstur / Ömmubakstur ehf • Lynghálsi 7 • 110 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.