Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Í
nánast hverjum þéttbýlisstað á
landinu eru haldin þorrablót –
þó að hefðin sé ef til vill sterk-
ust í sveitunum. Samkomur
þessar – eins og aðrar – þjappa
fólki saman og þykja fyrir vikið ekki
mega missa sín að nokkru leyti. Á
Selfossi hefur myndast skemmtileg
hefð í þessum efnum, en fyrsta al-
menna þorrablótið í núverandi
mynd var haldið 2002. Kjartan
Björnsson, hárskeri á Selfossi, hef-
ur staðið fyrir þessu samkomuhaldi
sem nú er orðið sú Lilja sem allir
vildu kveðið hafa.
Ekki aftur snúið
„Ég var á fjölmennu þorrablóti í
Þorlákshöfn og heillaðist af stemn-
ingunni þar. Fann að eitthvað þessu
líkt þyrftum við Selfossbúar og
ákvað að taka slaginn. En vissulega
voru úrtöluraddir til staðar þegar,“
segir Kjartan.
„Einhverjir nefndu að fólk á Sel-
fossi sækti þorrablót hvað í sína
sveit og því væri grundvöllur ekki til
staðar. Ég þóttist vita betur. Selfoss
er orðinn gróinn staður með meira
en sextíu ára sögu og hér hafa alist
upp heilu kynslóðirnar án þess að
eiga mikil tengsl við sveitirnar, það-
an sem margir bæjarbúa vissulega
eru. Ég renndi hins vegar alveg
blint í sjóinn þegar fyrsta blótið var
haldið en viðtökurnar og aðsóknin
var alveg frábær. Alls 500 manns
mættu og þá varð ekki aftur snúið.“
Kjartan sem er fæddur og uppal-
inn á Selfossi segir þorrablótin öðr-
um þræði hafa haft þann tilgang að
efla bæjarbraginn. Þjappa fólki
saman og heiðra þá sem hafi lagt
sitt af mörkum til þess að bæta bæj-
arlífið, hver á sinn hátt. Í þessum
hópi frá undanförnum árum má
nefna Gunnar Egilsson, pólfara og
nú bæjarfulltrúa, Skapta Einarsson
götusópara, Þóri heitinn Gunn-
arsson rafsuðumann og Margréti
Valdimarsdóttur sem bjuggu hvort
við sína götuna í vesturbænum á
Selfossi, Sigurgeir Höskulsson
öskukarl, hjónin Jón Guðbrandsson
dýralækni og Þórunni Einarsdóttur
konu hans, Sverri Andrésson bíla-
smala og Lillan Söbergs konu hans.
Einnig má nefna Sigríði og Ingi-
björgu Helgu Guðmunsdætur af
Hurðarbaksætt, Hafstein Þorvalds-
son framkvæmdastjóra, Óskar Þór
Sigurðsson skólastjóra og Magn-
úsínu Þórðardóttur ljósmóður, Óla
Þ. Guðbjartsson skólastjóra og
Svövu heitna Kjartansdóttur eig-
inkonu hans. Þá var eitt árið í
drottningarsæti sem heiðursgestur
Hugrún Harðardóttir fegurðardís
Íslands.
Menningarsprotar
Þorrablótunum hefur fylgt að af-
hentur er Selfosssprotinn til fólks
sem hefur látið að sér kveða í menn-
ingarmálum staðarins. Meðal þeirra
sem sprotann hafa fengið á und-
anförnum árum eru t.d. hljómsveitin
Mánar sem var mjög vinsæl í kring-
um 1970 – og kemur raunar enn
saman við sérstök tilefni. Björgvin
Þ. Valdimarsson tónlistarkennari
sem er frá Selfossi fékk þessi verð-
laun eitt árið og svo Jón Ingi Sig-
urmundsson sem í áratugi kenndi
við skóla bæjarins, meðal annars
tónlist, stjórnaði ýmsum kórum auk
þess sem hann hefur verið afkasta-
mikill listmálari.
Komið til að vera
Selfossþorrablótið nú er það 11. í
röðinni. „Þetta er komið til að vera,“
segir Kjartan sem auk þessa stend-
ur t.d. fyrir tónleikum á Selfossi fyr-
ir hver jól sem bera yfirskriftina
Hátíð í bæ. Þá er hann formaður
menningarnefndar Árborg og hefur
á hennar vegum m.a. staðið fyrir
ýmsum viðburðum. Má þar nefna
dagskrá sl. haust sem nefnd var
Menningarmánuðurinn október – en
á nokkrum kvöldsamkomum undir
þeim merkjum var minnst fólks og
atburða í sögu bæjarfélagsins. Má
þar nefna Danina sem áttu þátt í því
að hefja starfsemi Mjólkurbús Flóa-
manna á Selfossi. Margir úr þeim
hópi settust að hér, urðu góðir Ís-
lendingar og hafa líklega eins og
aðrir gert þorramat góð skil.
sbs@mbl.is
Blótið hefur bætt bæjarbraginn
Selfossþorrablótið sem
nú er haldið í 11. sinn er
komið til að vera. Menn-
ingarsamkoma öðrum
þræði. Öskukarlinn var
heiðursgestur.
Morgunblaðið/hag
Listamenn Jón Ingi Sigmundsson, sem er fyrir miðju á myndinni, fékk menningarverðlaunin Selfosssprotann á þorrablótinu
eitt árið. Með á myndinni eru söngvarinn Garðar Thor Cortes og Kjartan Björnsson, sem að samkomunni stendur, til hægri.
Margir úr hópi Dananna
settust hér að, urðu góð-
ir Íslendingar og hafa
líklega eins og aðrir gert
þorramat góð skil.
Skemmtileg þorrablótsmenn-ing er til staðar á Selfossi.Maður er manns gaman og
það hefur verið rauði þráður Sel-
fossblótanna allt frá fyrstu tíð.
Nánast frá fyrstu tíð hafa heið-
ursgestir mætt á Selfoss-
þorrablótið; fólk sem hefur hvað
með sínu móti lagt sitt af mörkum
til samfélagsins í bænnum. Þá má
nefna Selfosssprotann sem jafnan
fellur í skaut fólki sem hefur
markað spor í menningarmálum
bæjarins. Meðal þeirra sem hann
hafa hlotið er til dæmis Jónas
Ingimundarson sem var atkvæða-
mikill í tónlistarlífi á Selfossi þeg-
ar hann bjó eystra fyrir um fjöru-
tíu árum. Handhafi Selfosssprota
síðasta árs er Sigurgeir Hilmar
Friðþjófsson sem hefur verið
burðarás ágætlega blómlegu í
leiklistarstarfi í bænum.
Látið að sér kveða
Heiðursgestir á Selfossþorra-
blótinu þetta árið eru menn sem
hafa í áranna rás látið að sér
kveða í atvinnulífi bæjarins, hver
á sínu sviði. Í fyrra voru heið-
ursgestir systkinin frá Syðra-Velli
í Flóa. Þau voru alls sextán talsins
– fædd á árunum 1914 til 1934.
Fjögur af þeim sem enn lifa búa á
Selfossi og er af þeim og systk-
inunum sem látin eru kominn stór
ættbogi sem víða hefur látið að
sér kveða bæði fyrir austan fjall
og á höfuðborgarsvæðinu.
sbs@mbl.is
Heiðursgestir Á sl. ári voru systkinin frá Syðra-Velli í Flóa heiðursgestir á Selfoss-
þorrablótinu. Frá vinstri talið; Jón, Aðalheiður, Soffía og Margrét Ólafsbörn.
Sprotarnar og
heiðursgestir
Miklu meira en veisla á
Selfossi. Menningar-
verðlaun til frumkvöðl-
anna í listalífi bæjarins. Í
ár eru athafnamenn
heiðursgestir en öldruð
systkini í fyrra. Menning Sigurgeir Hilmar Friðþjófssonfékk sprota fyrir framlag til leiklistar .
Hla bor ver :2.900.-
Föstudaginn 20. janúar hefst þorrinn hjá okkur.
Glæsilegt hlaðborð alla daga og kvöld. Þú getur
komið og borðað á staðnum eða tekið með heim.
Frábær valkostur fyrir alla - jafnt einstaklinga
sem hópa.
úrvalið hefur aldrei verið jafn glæsilegt.
Dæmi um það sem á boðstólum er:
Hákarl, saltkjet, lundabaggar, bringukollar,
hrútspungar, súr og ný sviðasulta, blóðmör,
lifrarpylsa, svið, reykt svið, sviðasulta, hangikjet,
síld, úrval af meðlæti, ofl.
Fljótandi mjöður og brenndur göróttur
drykkur á góðu verði.
ÞORRA
HLAÐBORÐ
Sannkölluð
Rammíslensk veisla
Fljótt og gott á BSÍ / Umferðarmiðstöðin
S: 552-1288 / www.fljottoggott.is