Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.01.2012, Qupperneq 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ Osta- og ljúfmetisverslun Nóatúni 1 7 • Sími 551 8400 www.burid.is Á dögunum fékk ég til mín danska matreiðslumenn og kynnti þeim þessa einstöku íslensku matar- hefð. Jú, vissulega þótti þeim þetta svolítið óvenjulegt og súra bragðið sérstakt en maturinn hins vegar alveg ótrúlega góður. Sérstaklega nefndu þeir hvað svínasultan væri góð og hrúts- pungarnir ljúffengir. Og er ekki frábært að Danir hafi einmitt orð á því hvaða veislumat við Íslend- ingar eigum sem þjóðarrétt; fáir eru viðlíka sælkerar og leiknir í matargerð og þeir frændur okkar. Mér þykir þessi dómur sérstak- lega góður,“ segir Ólafur Júlíus- son hjá Kaupási. Fyrirhafnarlítil veisla Sem aldrei fyrr eru Íslendingar sólgnir í þorramat. Vinsældirnar hafa aukist til muna síðustu ár og margir gera sér að góðu að kaupa tilbúna þorrabakka, tveggja, fjög- urra og tíu manna, eins og Nóatún býður í verslunum sínum. „Salan hefur verið að skríða af stað núna í vikunni en mest verð- ur hún núna um helgina. Og af því þorraveislan er bara einu sinni á ári vilja æ fleiri bara hafa þetta fyrirhafnarlítið og fá þetta tilbúið á bökkum sem við útbúum í versl- unum okkar,“ segir Ólafur. Og svo eru það stærri veislur og mannamót. Nóatún starfrækir veisluþjónustu sem vaxið hefur ás- megin á síðustu áum, en undir hennar merkjum er meðal annars boðið upp stærri þorraveislur. „Við veitum bæði minni sem stærri hópum þjónustu. Ætli þeir smæstu sem til okkar komi telji ekki á bilinu fimmtán, tuttugu manns og stærstu veislurnar sem hafa verið pantaðar á þorranum að þessu sinni eru fyrir líklega um 200 manns. Og þá erum við að koma með allan pakkann – jafnvel borðbúnaðinn líka,“ segir Ólafur sem sjálfur er menntaður kjötiðn- aðarmaður og þekkir því hvernig standa skal að verkun súrmetis. „Í þessu eins og öðru skiptir mestu að leggja alúð í viðfangsefni sín. Kjöt og slátur þarf að leggja í súr snemma hausts og skipta svo reglulega um mysu á kerjunum. Þannig er best staðið að þessari verkun. Sumt þarf svo að vera lengur í súr en annað. Núna erum við loksins farinn að geta boðið aftur upp á hval. Þá gildir að vera með góða langreyði sem verður að liggja í mysunni ekki skemur en tvö ár. Það er því fyrst núna sem við erum komin með súr sem er virkilega vel unninn og með því bragði sem við sækjumst eftir,“ segir Ólafur. Bætir við að auðvitað fylgi með á þorraborði Nóatúns hefðbundnari matur eins og t.d. lambalæri og pottréttur fyrir þá sem treysti sér ekki í þorramat eða líki hann ekki. Snurðulaust í gegn Þar sem Íslendingar hafa numið land í Evrópu er hefð fyrir því að fólk komi saman í byrjun nýs árs og blóti Þorra. Hefðirnar að heim- an fá að halda sér og lætur fólk sig einu gilda þó fyrirhöfnin sé talsverð. „Við vinnum þorramatinn í við- urkenndu eldhúsi hér heima og því hefur gengið alveg snurðlaust að koma honum til viðskiptavina okkar erlendis. Þegar allir papp- írar staðfesta að rétt hafi verið staðið að vinnslu og útflutningi kemst þetta í gegn án neinna at- hugasemda tollsins eða annarra. Starfsmenn Matvælastofnunar hafa líka verið okkur mjög hjálp- legir. Í ár sendum við þorramat til Belgíu, Hollands, Danmerkur og víðar. Líklega eru ein fimmtán Ís- lendingafélög búin að panta þorra- mat hjá okkur og þau fyrstu stimpluðu sig inn strax í nóv- ember. Já, og svo fara líka þorra- sendingar frá okkur til Noregs – en það verður líka að segjast að oft hafa yfirvöld þar í landi verið ansi stíf á reglum um innflutning. En allt hefst þetta í gegn að lok- um; enda er Íslendingum í mun að gleðjast á þorranum.“ sbs@mbl.is Sælkerum líkuðu súrir pungar Matmaður Salan hefur verið að skríða af stað núna í vikunni. Æ fleiri bara hafa þetta fyrirhafnarlítið og fá tilbúið á bökkum, segir Ólafur Júlíusson. Reiða fram tilbúinn þorramat. Litlir pakkar og stórar veislur. Salan nær hámarki núna fyrir helgina. Sælgætið er lagt í súr. Skipa þarf reglulega um mysu á kútunum, segir Kaupás- maðurinn Ólafur Júlíus- son. Bakki Á þorrabakkanum er sittlítið af hverju og bragðið ómótstæðilegt. Morgunblaðið/Eggert Sviðasulta Er algjörlega sælgæti líkust hvort sem súrsuð eða ekki. Rúllupylsa Að leggja mat í súr er geymsluðferð sem virkaði vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.