Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Æskan bjarta Þau Kristín Lára og Tryggvi Þór voru úti að leika sér í gær í góða veðrinu í Árbænum og þeystu um á línuskautum og reiðhjóli. Hlýir dagar sem heilsa upp á landann á þessum árstíma minna á vorið sem bráðum kemur. RAX Almennt er litið svo á að heilbrigt, kröftugt atvinnulíf sé undirstaða hagvaxtar og lífskjara í hverju landi. Það er því athyglisvert að í um- ræðu á vettvangi ís- lenskra stjórnmála undanfarin misseri hef- ur á stundum mátt lesa efasemdir um framlag atvinnulífs til verð- mætasköpunar sem aft- ur undirbyggir atvinnu og kaupmátt. Þrátt fyrir það er ekki sanngjarnt að gera forystumönnum í íslenskum stjórnmálum almennt upp þá skoðun að þeir telji atvinnulífið ekki mik- ilvægt fyrir lífskjör. Engu að síður er ljóst að margir forsvarsmenn fyr- irtækja telja skilningi stjórnmála- manna á vægi atvinnulífsins all- nokkuð ábótavant. Þar skiptir yfirleitt meiru hvað gert er en sagt. Þessi afstaða kemur skýrt fram í könnun meðal 680 stjórnenda sem unnin var fyrir Viðskiptaráð í janúar. Þar var spurt um ýmis mál sem snerta rekstrarumhverfi atvinnulífs. Sex af hverjum tíu sem svöruðu telja erfitt að stunda atvinnurekstur á Ís- landi (1 af 10 telur það auðvelt) og jafn margir gera ráð fyrir að skatta- breytingar síðustu þrjú ár leiði til fækkunar starfsfólks (1 af 100 telur að því muni fjölga). Þegar spurt var um hvaða hindranir, að mati stjórn- enda, stæðu helst í vegi vaxtar og við- gangs efnahagslífs nefndu sjö af hverjum tíu stjórnvöld, skattaum- hverfi eða óvissu um rekstr- arumhverfi. Sem betur fer eru almenn viðhorf það ástand varir, því meiri verða nei- kvæð áhrif á lífskjör og samkeppn- ishæfni landsins. Forgangsmálið framundan er að tryggja viðgang atvinnulífs og skapa stöðugan varanlegan hagvöxt. Það ætti að vera sameiginlegt áhyggjuefni stjórnvalda og atvinnulífs hversu hægt hefur miðað á þeirri vegferð. Um leið er ljóst að án góðs samstarfs þessara aðila er ekki von á að mikið breytist. Helsta verkefni stjórnvalda hlýtur að vera að skapa hér aðlaðandi fram- tíðarsýn, stefnu um verðmætasköpun og skýra en hagfellda umgjörð til at- vinnurekstrar. Verðmætin sem standa undir lífskjörum og velferð verða svo til fyrir tilstuðlan atvinnu- lífs – framtakssamra einstaklinga og kraftmikilla fyrirtækja – sem starfar á grunni góðra gilda. Í þessu liggur augljóst svar við spurningunni hér að ofan. Virði at- vinnulífsins er og verður ávallt til jafns við þau lífskjör sem við njótum hverju sinni. Þeim hefur hrakað að undanförnu, sem er þróun sem snúa þarf við. Það er efni Viðskiptaþings sem haldið verður á morgun undir yf- irskriftinni „Hvers virði er atvinnu- líf?“ til atvinnulífsins önnur og jákvæðari en þau sem forsvarsmenn þess lesa úr forgangsröðun og að- gerðum stjórnvalda. Í könnun Capacent frá í janúar kemur fram að 94% Íslendinga telja fyr- irtækin skipta miklu máli þegar kemur að því að skapa hér góð lífskjör (en 2% telja þau litlu skipta). Segja má að þessi almennu viðhorf endurspegli þá upp- byggilegu sýn að um 120 þúsund ís- lensk heimili og nálægt 20 þúsund fyrirtæki myndi órofa heild, þar sem heimilin þurfa á atvinnu að halda en fyrirtækin eru háð heimilunum um handafl og hugvit, eftirspurn og eign- arhald. Þótt að undanförnu hafi ekki geng- ið vel að ná samstöðu um ýmsa hluti virðast Íslendingar sammála um það meginmarkmið að hér eigi að standa vörð um almenn lífskjör og efla þau til framtíðar. Fyrrgreind svör í könnun Capacent bera það einnig með sé að almenn samstaða er um hvernig við náum slíkum markmiðum – það verði eingöngu gert með því að tryggja hér blómlegan atvinnurekstur, þar sem kraftar fólks og fyrirtækja fá að njóta sín. Atvinnulíf er í raun aflvélin sem stendur undir lífskjörum og knýr vel- ferðarkerfið. En þar sem enn eru verulegir annmarkar á rekstr- arumhverfi íslenskra fyrirtækja og stefna um framtíð verðmætasköp- unar á Íslandi er í besta falli óljós, má segja að vélin gangi ekki á fullum snúningi. Á meðan svo er verða lífs- kjör til samræmis og því lengur sem Eftir Finn Oddsson » Forgangsmálið framundan er að tryggja viðgang atvinnulífs og skapa stöðugan varanlegan hagvöxt. Finnur Oddsson Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Hvers virði er atvinnulíf? Fyrirsögnina sæki ég úr bófahasar- leikjum frá mínum uppvaxtarárum. Þetta var tungutak kúrekamyndanna þegar andstæðingur- inn hafði verið góm- aður. „Ég náði þér, I got you“ eða „gotcha“ á slangur- máli. Við strákarnir átum þetta upp í okkar leikjum og sögðum þetta gjarnan hróð- ugir þegar við töldum okkur hafa haft betur í viðureign á bardaga- velli. Þetta kom upp í hugann þegar fréttastofa Sjónvarps taldi sig hafa rekið endahnút á að sanna fyrir alþjóð að ég væri ósann- indamaður, hefði farið með rangt mál í Kastljósþætti þegar ég kvaðst hafa einn við atkvæða- greiðslu árið 1996 andmælt laga- ákvæði þess efnis að Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins (og nokkru síðar öllum lífeyris- sjóðum) skyldi gert skylt að leita jafnan eftir hæstu ávöxtun fjár- muna sinna. Í umræddri laga- grein er jafnframt vísað til þess að fjárfestingin skuli vera traust en krafan um hámarksávöxtun er engu að síður grunnstefið. Og þetta studdi Ögmundur sagði fréttastofan hróðug, Jón Baldvin Hannibalsson var einn á móti. „Ögmundur Jónasson var í já- liðinu.“ Að njóta sannælis Aðdragandi þessarar „gotcha“- upphrópunar var orðinn nokkur. Fréttastofa Sjónvarps hafði nokkrum dögum áður tekið til umfjöllunar nýja rannsóknar- skýrslu um tap lífeyrissjóðanna í bankahruninu. Þegar á heildina er litið þótti mér fréttamennskan í meira lagi yfirborðskennd og gagnrýndi ég vinnubrögðin harð- lega í fyrrnefndum Kastljósþætti. Þá hafði mér óneitanlega mis- líkað að þegar greint var frá tapi LSR á tímabilinu frá ársbyrjun 2008 til 2010 var skuldinni skellt myndrænt á undirritaðan með því að stimpla rúmlega hundrað milljarða tap yfir andlitsmynd af mér. Réttlætingin var víst sú að ég hefði verið stjórnarformaður árið áður, 2007. Ekki svo að skilja að ég vilji ekki horfast í augu við eigin verk og gjörðir – það vil ég gjarnan og þá allan þann tíma sem ég sat í stjórn, líka á hruntímanum. En lág- markskrafa er að fá að njóta sannmælis. Trúverðugar fréttastofur og ótrúverðugar Mælikvarði á gæði fréttafólks og fréttastofa er hve alvarlega þær taka sig. Góðar fréttastofur og trúverðugir fréttamenn leið- rétta eigin mistök. Fréttastofa Sjónvarps féll í þá gryfju að gera það ekki heldur forhertist hún við gagnrýni mína og hóf undir- búning að því að sanna fyrir al- þjóð að ég væri ómerkur orða minna. Var nú búin til fréttin um at- kvæðagreiðsluna um lögþvingaða hámarksávöxtun. Og niðurstaðan sú að ég hefði stutt frumvarp þar að lútandi. Það sem látið var ósagt Ef fréttastofan hefði viljað vera heiðarleg hefði hún látið eft- irfarandi fylgja með: Á árinu 1996 kynnti þáverandi ríkisstjórn lagafrumvarp sem hefði rústað lífeyriskerfi opinberra starfs- manna ef það hefði verið sam- þykkt. Sem betur fer tókst að stöðva frumvapið og ná því út úr þinginu. BSRB, BHM og Kenn- arasamband Íslands höfðu sig mjög í frammi í þessari baráttu og innan veggja Alþingis beitti ég mér eins og ég frekast gat. Þegar frumvarpið hafði verið tekið út úr þinginu settumst við að samninga- borði, framangreind samtök annars veg- ar og fjármálaráðu- neytið og Samband íslenskra sveitarfé- laga hins vegar. Við þetta samningaborð þar sem ég var að- alsamningamaður BSRB var samið um nýjan lagagrundvöll fyrir lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna við ríkisvaldið og í kjölfarið einnig við sveitarfélögin. Til varð nýtt kerfi. Einn stærsti sigur BSRB Upphaflega lífeyrisfrumvarpið hefði rústað lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna, en m.a. stóð til að afnema afturvirkt tryggingaákvæði sem fól í sér svokallaða eftirmannsreglu. Þessu tókst að afstýra og áunnin réttindi héldust. Samið var um nýtt kerfi sem byggðist á stiga- kerfi, sömu grunnhugsun og sjóðir á almennum markaði en með það að markmiði að tryggja sambærileg réttindi. Í þessu fólst okkar sigur. Þegar samningurinn var kominn í lagafrumvarp studdi ég að sjálfsögðu frum- varpið, var í já-liðinu! En hængur var á. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi gera þá breytingu á frum- varpinu að hámarksávöxtun yrði leiðarljósið en ekki örugg og samfélagslega ábyrg fjárfesting eins og ég hafði viljað. Þessa breytingartillögu var ég ekki reiðubúinn að styðja og gerði grein fyrir þeirri afstöðu minni með eftirfarandi orðum: „Hér eru greidd atkvæði um ákvæði þar sem lögbundið er að jafnan sé leitað eftir hæstu ávöxtun sem völ er á á markaði. Ég tel rangt að lögþvinga há- marksvexti með þessum hætti. Ég tel hins vegar rétt að sjóð- stjórn gæti þess jafnan að leita eftir ávöxtun fjármuna sjóðsins á ábyrgan hátt. Ég get því ekki stutt þessa brtt.“ Jöfnun upp en ekki niður Við þetta mætti mörgu bæta. Til dæmis gera grein fyrir af- stöðu þeirra sem voru andvígir tvöföldu lífeyriskerfi og þar með andvígir lagabreytingunum 1996. Það er virðingarverð afstaða þótt ekki hafi mér þótt virðingarvert að hafa af opinberum starfs- mönnum réttindi sem þeir höfðu samið um og fórnað öðrum kjarabótum fyrir vikið. Sjálfur hef ég viljað jafna lífeyrisréttindi landsmanna en þá upp á við en ekki niður á við. Öllu þessu gerði ég grein fyrir á vefsíðu minni og vísaði vefur Ríkisútvarpsins í þau skrif mín en klykkti síðan út með eftirfar- andi: „Ögmundur hefur hvorki bent á rangfærslur í frétt sjón- varpsins né beðið um leiðréttingu á henni.“ Mín niðurstaða varð sú að það væri ekki mitt að biðja um leið- réttingu. Fjölmiðill sem tekur sig alvarlega leiðréttir hins vegar eigin missagnir og rangfærslur. Eftir Ögmund Jónasson »Meirihluti efna- hags- og viðskipta- nefndar vildi gera þá breytingu á frum- varpinu að hámarks- ávöxtun yrði leiðar- ljósið en ekki örugg og samfélagslega ábyrg fjárfesting. Ögmundur Jónasson Höfundur er ráðherra. Gotcha

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.