Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Hann sleppti að þessu sinni að trufla Taylor Swift, sem átti gott kvöld 32 » forna og ræðum meðal annars hug- mynd um ástina út frá kenningu Ari- stófanesar, um að maðurinn og kon- an hafi upphaflega verið ein vera sem guðirnir skiptu í tvennt,“ segir heimspekingurinn Gunnar Her- sveinn. Í þeirri táknsögu um ástina segir hann helmingana síðan leita hvor annars. „Að sumu leyti er ástin þá söknuður og þrífst á einmana- kennd og löngun til að finna hinn helminginn,“ bætir hann við. „Til umhugsunar verður lögð fram tilgáta þar sem ástinni er skipt í þrennt og reynt að raða hlutunum upp á ýmsan hátt. Það eru hinn eró- tíski þáttur, þáttur vináttunnar og hinn andlegi þáttur.“ Aðalheiður segir frá Úlfhams sögu, þar sem einnig birtist kenning um ástina sem tvo helminga, og hún hefur einnig skoðað ástina í riddara- sögum og hvernig kenningar um hana hafi borist fyrst til Íslands, meðal annars í kunnu riti eftir Óvíd, því elsta sem til er um þetta efni. „Við Aðalheiður munum ekki bara tala, heldur er þetta umræðuvett- vangur og gestirnir taka við,“ segir Gunnar um Heimspekikaffið. „Við hvert borð verða ákveðnar spurn- ingar um ástina ræddar og tjá hóp- arnir sig um þær.“ efi@mbl.is Er ást losti, vinátta eða kærleikur? Er ástin háð tíma, stétt og viðhorfi eða er hún alltaf og alls staðar eins? Er viðhorf Íslendinga til ástarinnar sprottið úr norrænum sögum eða er það ef til vill sprottið úr forngrískri heimspeki og ástarbókmenntum miðalda? Þetta eru sumar spurning- anna sem ber á góma í Heimspeki- kaffi undir stjórn Gunnars Her- sveins, sem haldið verður í Gerðubergi annað kvöld, miðviku- dag, klukkan 20.00. Gestur kvöldsins verður Aðal- heiður Guðmundsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Aðal- heiður hefur fjallað um ástina í bók- menntum fyrri alda og er meðal ann- ars höfundur bókar um norrænu arfsöguna Úlfhams sögu. „Við byrjum hjá Grikkjum til Þrífst ástin á einmanakennd?  Rætt verður um ástina í Heimspeki- kaffi í Gerðubergi annað kvöld kl. 20 Morgunblaðið/Kristinn Heimspekingurinn Gunnar Hersveinn mun stýra umræðum sem gestir taka virkan þátt í, um eðli ástarinnar og kraftana sem eru þar að verki. Nepalskar konur á ferð og flugi: Landamæri eða hindranir nefnist er- indi sem Ása Guðný Ásgeirsdóttir, doktorsnemi í mannfræði, flytur á fundi Mannfræðifélags Íslands í kvöld kl. 20 í ReykjavíkurAkademí- unni á Hringbraut 121 uppi á 4. hæð. Í erindi sínu fjallar Ása um mögu- leika nepalskra kvenna til að ferðast. „Mismunandi aðstæður kvenna í Nepal hafa áhrif á möguleika þeirra á að flytjast úr landi vegna vinnu sem og hvernig samfélagið lítur á þær. Orðræðan um fólksflutninga kvenna í Nepal snýst mjög oft um mansal kvenna sem gerir það að verkum að margar þeirra verða fyrir fordómum þrátt fyrir að hafa farið úr landi til að stunda annars konar vinnu og á öðrum forsendum,“ segir m.a. í tilkynningu. Ása mun í erindi sínu beina sjónum að þessum þáttum auk þess að fjalla um doktorsverk- efnið sitt þar sem hún hyggst rann- saka fólksflutninga nepalskra kvenna með áherslu á kyngervi og þjóðerni. Hún mun ræða við hóp nepalskra kvenna sem búa á Íslandi auk þess að rannsaka upprunasvæði þeirra í Nepal. Meðal þeirra spurn- inga sem hún vill leita svara við eru hver áhrif þjóðernis, félagslegrar og efnahagslegrar stöðu eru á mögu- leika kvenna til að flytja, hvernig þær aðlagast nýju umhverfi, hvort samskipti kynjanna breytast og loks hvaða áhrif þessir fólksflutningar hafa á fólkið sem eftir verður. Doktorsverkefni Rætt verður við nepalskar konur sem búa á Íslandi. Nepalskar konur á faraldsfæti  Fyrirlestur hjá Mannfræðifélaginu Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Lykillinn að því að setja upp sýn- ingu á Vesalingunum sem snertir við áhorfendum felst í því að fanga kjarna verksins og miðla honum, því þetta er mögnuð bók hjá Victor Hugo sem á alltaf erindi við okkur. Hann er að fjalla um hina hörðu lífs- baráttu þar sem almenningur á ekki fyrir salti í grautinn sem svo aftur kallar fram reiði og kröfu um grund- vallarbreytingu á samfélaginu. Við sjáum samskonar reiði víðs vegar um heiminn í dag í kjölfar efnahags- kreppunnar og fáum reglulega frétt- ir af byltingarástandi víða um lönd,“ segir Kate Flatt danshöfundur sem semur sviðshreyfingarnar í upp- færslu Þjóðleikhússins á söng- leiknum Vesalingunum sem frum- sýndur verður í næsta mánuði. Óhætt er að segja að Flatt þekki Vesalingana eins og lófann á sér því hún hannaði sviðshreyfingarnar í frumuppfærslu verksins fyrir Royal Shakespeare Company (RSC) sem frumsýnd var síðla árs 1985 í Barbic- an Centre á West End í Lundúnum. Hún hefur í gegnum árin séð um að þjálfa nýja leikara fyrir sýninguna í Lundúnum, en Vesalingarnir hafa verið sýndir nær sleitulaust þar í borg sl. 26 ár og komið að hinum ýmsu leikferðum verksins. Nálgun Selmu spennandi Blaðamaður fékk að fylgjast með Kate Flatt að störfum þar sem hún sagði leikhópnum til á stóra sviði Þjóðleikhússins af mikilli ástríðu og natni. Í lok æfingar lá beint við að spyrja hvernig íslenski leikhópurinn kæmi henni fyrir sjónir. „Þetta er yndislegur og hæfileikaríkur hópur sem tekur vinnuna mjög alvarlega. Ég er því sannfærð um að útkoman verður stórfengleg,“ segir Flatt og lýkur lofsorði á þjálfun íslenskra leikara. „Í hópnum eru ótrúlega góð- ir söngvarar sem tekst að glæða per- sónurnar rétta raddblænum í ein- söngslögum sínum. Það er greinilegt að íslenskir leikarar hafa fengið góða þjálfun jafnt í leik, söng og dansi. Þegar ég er að vinna með enskum leikurum þarf ég oft að skammast yfir því hversu klunnaleg- ir þeir eru þegar þeir dansa vals, en íslenskir leikarar kunna svo sann- arlega að dansa vals.“ Innt eftir því hvort fylgja þurfi ákveðinni forskrift við sviðsetningu vinsælla söngleikja á borð við Vesa- lingana svarar Flatt því neitandi. „Sviðsetning Þjóðleikhússins er al- veg ný af nálinni og byggist á sýn og túlkun Selmu Björnsdóttur leik- stjóra og þeirra hönnuða sem með henni starfa. Mér finnst nálgunar- aðferð hennar mjög spennandi,“ segir Flatt og bendir á að aðaláskor- unin felist í því að fanga andann í skáldsögu Victors Hugos. „Vinnan mín felst m.a. í því að auka trúverðugleika persónanna í gegnum líkamsbeitingu þeirra auk þess sem ég hanna framvinduna í tónlistaratriðunum. Reyndar gefast fá tilefni í verkinu til að dansa og því eru aðeins örfá hefðbundin dans- númer í verkinu. Sökum þessa mætti spyrja sig hvert hlutverk danshöfundar sé í uppsetningunni,“ segir Flatt og bendir á að sjálf lýsi hún vinnu sinni sem ósýnilegri dans- hönnun. „Vegna þess að framvindan í verkinu krefst ákveðinna sviðs- hreyfinga og stundum skipta tíma- setningar í sviðsumferðinni miklu máli í því að koma sögunni til skila. Vinna mín felst þannig í því að hjálpa leikurunum að finna réttu orkuna sem persónur þeirra þurfa að búa yfir.“ Kate Flatt rifjar upp að þegar Vesalingarnir voru fyrst settir upp á sínum tíma hjá RSC hafi leikhóp- urinn í samvinnu við leikstjóra og hönnuði sýningarinnar eytt miklum tíma í rannsóknarvinnu. „Okkur fannst nauðsynlegt að skoða að- stæður persónanna í þaula og gera okkur grein fyrir því t.d. hvernig læknisþjónustu þess tíma hafi verið háttað, hvort hægt hafi verið að lækna ýmsa algenga sjúkdóma á 19. öldinni, hvernig herinn starfaði, hvernig aðbúnaðurinn í fangelsum var og hvernig aðstæður vænd- iskvenna voru. Í verkinu fylgjumst við m.a. með skelfilegum örlögum Fantine og af hverju hún endar í vændi, en hún selur föt sín, skart- gripi, hárið, framtennur sínar og sjálfa sig áður en hún deyr svo úr tæringu. Þessi rannsóknarvinna skilaði sér í miklu meira innsæi og innlifun leikhópsins sem svo aftur skilaði betri sýningu. Í samvinnu við Selmu hef ég gert kröfu um það að leikhópurinn hér setji sig vel inn í aðstæðurnar sem uppi voru þegar sagan gerist þar sem það skilar sér alltaf í betri túlkun.“ „Ég er sannfærð um að útkoman verður stórfengleg“  Vesalingarnir verið Flatt hug- leiknir í rúm 26 ár Morgunblaðið/Sigurgeir S. Kröfuhörð „Þegar ég er að vinna með enskum leikurum þarf ég oft að skammast yfir því hversu klunnalegir þeir eru þegar þeir dansa vals, en íslenskir leikarar kunna svo sannarlega að dansa vals,“ segir Kate Flatt. Fjölhæf Kate Flatt ásamt Eddu Arnljótsdóttur og Þórhalli Sigurðssyni. Bókafundur Sögufélags og Sagnfræðinga- félags Íslands verður haldinn í húsakynnum Þjóðskjalasafns Íslands í kvöld kl. 20. Gengið er inn um aðalinngang í porti og upp á þriðju hæð. Alls verða fjórar bækur til um- fjöllunar. Þannig mun Guðmundur Hálfdanarson fjalla um bókina Ingi- björg eftir Margréti Gunnarsdóttur, Þorsteinn Pálsson um bókina Þing- ræði á Íslandi: Samtíð og saga í rit- stjórn Ragnheiðar Helgadóttur, Helga Skúla Kjartanssonar og Þor- steins Magnússonar, Þorsteinn Helgason um bókina Jón forseti all- ur? eftir Pál Björnsson og Guðrún Ingólfsdóttir um bókina Aldarsaga Háskóla Íslands 1911-2011 í ritstjórn Gunnars Karlssonar. Bókafundur í kvöld Jón forseti allur? Er ein bókanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.