Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 33
AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Whitney Houston lést umhelgina, 48 ára að aldri.Ég verð að viðurkenna að fréttirnar komu mér meira á óvart en þær af Amy Winehouse, áfallið líka meira þar eð tilfinningaböndin eru þéttreyrðari hvað Houston varðar. Innst inni hafði ég trú, barnslega trú, á að Houston næði að rífa sig frá djöflunum og verða aftur sá engill sem ég og mín kyn- slóð sjáum hana sem. Winehouse virtist svo gott sem þrífast á þess- um vafasama línudansi. En Whit- ney … Ég var á aldrinum ellefu til fjórtán ára (1985-1988) þegar Whit- ney Houston varð að einni vinsæl- ustu söngkonu heims. Ég man fyrst eftir að hafa séð myndbandið við „Saving All My Love for You“, það var keyrt linnulítið í sjónvarpinu og jafnt og þétt sökk það inn í tauga- kerfið. Þó að ég hafi ekki verið sér- stakur áhugamaður um sálarríkar söngkonur, eða þá tónlist sem slíka, Englar og djöflar börðust þar um … Tærleiki Madonna var óþekka stelpan en Whitney tákn hreinleikans og sakleysisins. greindi ég – eins og svo margir aðr- ir – að hér var engin venjuleg söng- kona á ferðinni. Í kjölfarið dældust svo smellirnir út og ég þarf ekki að fjölyrða um þau heljartök sem hún hafði á poppheimum á þessum ár- um.    Á þessum árum var henni ogMadonnu oft stillt upp sem andstæðum. Madonna var óþekka stelpan en Whitney tákn hreinleik- ans og sakleysisins. Þessi mynd er greinilega það innbrennd í mig að ég get ekki alveg meðtekið þá stað- reynd að Houston hafi misst svona fullkomlega tökin á lífi sínu, eins og ég kem inn á í upphafi. Og það þýð- ir lítið að ætla að kenna öðrum um það, eiginmanni, frægð eða hvað það nú er sem fólk grípur venjulega til við svona aðstæður. Houston var greinilega viðkvæmara blóm en margir héldu, eitthvað sem skýrir í raun bæði þennan ótrúlega mátt sem hún bjó yfir, þennan tærleika og þessa náttúruhæfileika sem hún var sannarlega rík að og þessa tor- tímingarhæfileika, ef ég má orða það svo. Það er eins og svona hlutir geti snúist algerlega við í höndum fólks fari það ekki varlega. Houston er ekki fyrsti lista- maðurinn sem fer algerlega með það fyrir opnum tjöldum. Mér verð- ur t.d. hugsað til Frankie Lymons, sem söng „ Why Do Fools Fall in Love“ með The Teenagers á sínum tíma. Þeir sem upplifðu Lymon frá fyrstu hendi segja að þar hafi und- anfari Michaels Jacksons farið, slík var náðargáfan. Lymon dó tuttugu og fimm ára gamall eftir of stóran skammt af heróíni. Vonandi er kominn friður í hjarta Houston nú. Tónlistin – og þessi ótrúlega rödd sem hleypir enn upp gæsahúð (ég er með hana í græjunum núna) – mun lifa áfram; tær, hrein – og eilíf. » Þessi mynd ergreinilega það inn- brennd í mig að ég get ekki alveg meðtekið þá staðreynd að Houston hafi misst svona full- komlega tökin á lífi sínu. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Bíólistinn 10.-12. febrúar 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd Safe House Star Wars Episode 1 in 3D Contraband Hugo Chronicle Un monstre à Paris (Skrímsli í París) Alvin og íkornarnir 3 The Muppets One For The Money The Grey Ný Ný 2 Ný 1 Ný 10 6 4 3 1 1 4 1 2 1 9 5 2 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Tvær nýjar myndir komu inn í topp- sæti bíólistans um síðustu helgi. Þetta voru myndirnar Safe House með Ryan Reynolds og Denzel Washington og gömul en samt ný Star Wars Episode 1 í 3D en myndin er öllum aðdáendum Star Wars kunn og ótrúlegt hvað George Luc- as virðist geta fundið margar leiðir til þess að græða á myndum sínum en fá vörumerki standa Star Wars framar þegar kemur að vinsældum og hagnaði. Kvikmynd Baltasar Kormáks, Contraband, fellur niður í 3. sæti listans en þetta er fjórða vika myndarinnar á listanum og hefur hún því staðið ansi lengi með- al toppmynda bíólistans. Þá kemur myndin Hugo ný inn á listann í fjórða sætið en myndin fjallar um ungan munaðarleysingja í París í kringum 1930 sem býr innan veggja lestarstöðvar þar sem hann lendir í heljarinnar ævintýri. Í þessari mynd Martin Scorsese má finna stórleikara á borð við Ben Kingsley og Sacha Baron Cohen sem er þekkari fyrir hlutverk sín sem hinn geðþekki Borat, hinn glaðlyndi Bruno og ekki síst hinn eitur harði Ali G. Það er því einstaklega skemmtilegt að sjá Sacha Baron Cohen í hlutverki sínu í myndinni en hann leysir það vel af hendi og sýnir áhorfendum nýja hlið á sér. Toppmynd listans frá síðustu helgi, Chronicle, dettur alla leið niður í fimmta sætið og á eftir henni kem- ur svo franska myndin Un monstre à Paris eða Skrímsli í París. Safe House og Star Wars í 3D efstar Íhugun Meistari Jóda hefur margt að íhuga en hann er ein þekktasta sögu- persóna Star Wars-kvikmyndanna og á margar eftirminnilega setningar. Bíóaðsókn helgarinnar MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS GILDIR EKKI Á ÍSLENSKAR OG VIP MYNDIR ÞRIÐJUDAGSBÍÓ Í DAG - 2D 750kr. - 3D 1.000kr. HUGO Ísl. texti kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 10 HUGO kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D VIP HUGO Ótextuð kl. 8 - 10:40 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 10:40 2D 12 CONTRABAND kl. 8 - 10:20 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 5:30 2D 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 2D L / ÁLFABAKKA HUGO Ísl. texti kl. 5:20 - 8 2D 10 HUGO Ótextuð kl. 10:40 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 2D 12 WAR HORSE kl. 10:20 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI SHAME kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 12 ONE FOR THE MONEY kl. 10:50 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 J. EDGAR kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:45 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L THE HELP kl.5 2D L HUGO Ísl. texti kl. 5:30 2D 10 HUGO Ótextuð kl. 8 3D 10 SAFE HOUSE kl. 10:30 2D 16 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 50/50 kl. 8 2D 12 STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN Ísl. tal kl. 6 2D L HUGO Ótextuð kl. 8 3D 10 ONE FOR THE MONEY kl. 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:30 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI SÝND Í KRINGLUNNI „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL LOS ANGELES TIMES HHHH SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI CHICAGO SUN-TIMES HHHH MÖGNUÐ SPENNUMYND K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH YFIR 25.000 MANNS! CONTRABAND kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D 16 WAR HORSE kl. 8 2D 12 THE HELP kl.5 2D L MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 10:40 2D 12 -EMPIRE HHHHH - BOX OFFICE MAGAZINE HHHHH -CHICAGO SUN-TIMES R. EBERT HHHHH - VARIETY HHHHH - THE HOLLYWOOD REPORTER HHHHH ENGIN MYND HLAUT JAFNMARGAR ÓSKARS-VERÐLAU- NATILNEFNINGAR Í ÁR. MARTIN SCORSESE HLAUT GOLDEN GLOBE VERÐLAUNIN FYRIR LEIKSTJÓRN SÍNA Á HUGO. FRÁBÆR MYND MEÐ BEN KINGSLEY, RAY WINSTONE, CHLOE MORETS ÁSAMT HINUM STÓRKOSTLEGA SACHA BARON COEHN Í AÐALHLUTVERKUM. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ÓTRÚLEG MYND UM BARÁTTU MANNS SEM ÞJÁIST AF KYNLÍFSFÍKN MYNDIN HEFUR HLOTIÐ LOF GAGNGRÝNENDA UM ALLAN HEIM! „...HVERFUR EKKI FLJÓTT ÚR MINNINU. BRILLIANT MYND“ T.V. - KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT HHHH KATHERINE HEIGL Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA STÓRSKEMMTILEG MYND MEÐ KATHERINE HEIGL Í AÐALHLUTVERKI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL M.M. - Biofilman.is HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM STEPHANIE PLUM á 3D sýning ar1000 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr. Tilboð 850 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.