Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Sudoku Frumstig 6 7 5 2 8 6 2 7 4 5 4 2 9 6 9 1 2 4 6 9 5 7 5 4 1 6 6 1 7 8 6 3 3 5 6 2 1 8 6 5 4 1 7 3 4 2 8 7 5 4 8 6 9 4 2 8 9 3 1 3 2 4 2 8 2 9 3 1 4 8 4 1 9 7 1 2 3 8 7 2 6 5 9 4 3 1 8 5 8 3 1 7 2 9 6 4 1 9 4 6 3 8 5 2 7 3 5 8 7 2 1 6 4 9 6 4 9 3 8 5 1 7 2 2 1 7 4 6 9 8 5 3 4 3 5 8 1 7 2 9 6 8 7 2 9 5 6 4 3 1 9 6 1 2 4 3 7 8 5 2 4 7 3 8 1 6 5 9 1 9 6 2 5 7 3 8 4 3 5 8 6 4 9 7 2 1 5 2 4 7 1 6 9 3 8 6 3 1 9 2 8 5 4 7 8 7 9 5 3 4 2 1 6 7 8 2 4 9 5 1 6 3 9 1 3 8 6 2 4 7 5 4 6 5 1 7 3 8 9 2 5 3 4 8 6 1 9 2 7 8 1 2 9 3 7 4 6 5 7 9 6 5 2 4 8 1 3 4 7 9 3 8 6 2 5 1 6 8 1 2 4 5 7 3 9 3 2 5 1 7 9 6 8 4 1 6 7 4 5 2 3 9 8 9 4 3 6 1 8 5 7 2 2 5 8 7 9 3 1 4 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er þriðjudagur 14. febrúar, 45. dagur ársins 2012 Orð dagsins: Sjá, Drottinn mun út fara frá bústað sínum, mun ofan stíga og ganga eftir hæðum jarðarinnar. (Mík. 1, 3.) Ágreiningur þeirra Luis Suárez,miðherja Liverpool, og Patrice Evra, bakvarðar Manchester Unit- ed, hefur verið vond auglýsing fyrir ensku knattspyrnuna. Fyrir það fyrsta er það afskaplega dapurlegt að grunur um kynþáttaníð geti yfir höfuð komið upp á vorum dögum, hvað þá að hann þyki byggjast á svo sterkum grunni að leikmaður sé dæmdur í margra leikja bann. Málið náði síðan nýjum lægðum um helgina þegar Suárez neitaði að taka í hönd Evra fyrir leik liðanna á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Það var illa ígrundaður gjörningur af hálfu Úrúgvæans. Í fyrsta lagi smækkaði hann í augum flestra, ef ekki allra, áhugamanna um knattspyrnu og í annan stað sveik hann loforð sem hann hafði gefið félagi sínu um að setja deil- urnar niður í eitt skipti fyrir öll með handabandi. Liverpool er stolt félag með óvenju glæsilega sögu og þar á bæ er framkoma af þessu tagi afar illa séð, ekki síst þegar einn dáðasti sonur félagsins frá upphafi, knatt- spyrnustjórinn Kenny Dalglish, á í hlut. Þetta staðfesti Ian Ayre, fram- kvæmdastjóri Liverpool, með yfir- lýsingu um helgina. Eftir það hefur Suárez raunar klórað í bakkann með því að biðjast afsökunar. x x x Það hefðu ekki verið óeðlileg við-brögð af hálfu Liverpool að setja leikmanninn umsvifalaust á sölulista og hefði hann heitið flest annað en Luis Suárez hefði það mjög líklega verið gert. Það flækir nefni- lega málið að Suárez er frábær fót- boltamaður og Liverpool má illa við því að missa hann. Rauði herinn hef- ur átt erfitt uppdráttar sóknarlega í vetur og án Suárez yrði baráttan um fjórða sætið í úrvalsdeildinni, og þar með þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu, nánast vonlaus. Niðurstaðan verður líklega sú að Luis Suárez verður áfram hjá Liver- pool en gagnvart húsbændum á An- field er hann örugglega á gulu spjaldi – rauðgulu. Þess má geta að Víkverji fylgir hvorki Liverpool né Manchester United að málum. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 höfuðfata, 4 skýla, 7 fangbrögð, 8 bræðingur, 9 elska, 11 hluta, 13 espi, 14 kjánar, 15 kauptún, 17 labb, 20 beita, 22 ákveðin, 23 ilm- ur, 24 þula, 25 mikið magn. Lóðrétt | 1 aðstoð, 2 álítur, 3 alda, 4 skipalægi, 5 íshúð, 6 þátttakandi, 10 ógeðsleg, 12 skaði, 13 bókstafur, 15 áræðir, 16 tölum, 18 illum, 19 naga, 20 svara, 21 snaga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 renningur, 8 efsti, 9 tyrta, 10 til, 11 trana, 13 aftan, 15 staur, 18 stíll, 21 inn, 22 mótið, 23 úrtak, 24 ritlingar. Lóðrétt: 2 elska, 3 neita, 4 netla, 5 umrót, 6 heit, 7 garn, 12 níu, 14 fót, 15 sómi, 16 aftri, 17 riðil, 18 snúin, 19 ístra, 20 loka. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dauðasynd. V-Allir. Norður ♠K10 ♥D9 ♦ÁKG83 ♣9654 Vestur Austur ♠9 ♠652 ♥– ♥ÁG1086542 ♦D974 ♦105 ♣ÁKDG10873 ♣– Suður ♠ÁDG8743 ♥K73 ♦62 ♣2 Suður spilar 6♠ doblaða. Eftir sína árlegu ferð á íslenska bridshátíð hélt vísindamaðurinn Úlfur Árnason heim á leið til Lundar í Svíþjóð og þaðan beint á slóðir Wallanders í Ys- tad til að taka þátt í skánsku deilda- keppninni. Félagi hans þar var Rolf Bengtsson, en á hinum vængnum kunn- ir kappar, Johan Bennet og Anders Wir- gren. Rolf opnaði í vestur á 5♣. Pass til suð- urs, sem sagði 5♠ og makker hans hækkaði í slemmu. Úlfur doblaði og Rolf spilaði út ♣Á. Úlfur trompaði, tók ♥Á gaf Rolf stungu: tveir niður. „Allir vita að það er dauðasynd að trompa háspil makkers,“ skrifar Wirgren í tímarit sænska bridssambandsins, „en Úlfi var fljótt fyrirgefið.“ Á leiðinni heim varð Úflur að við- urkenna að hann hefði verið of bráður að dobla 6♠, þar sem 6G í norður eru óhnekkjanleg. 14. febrúar 1942 Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, BSRB, var stofnað. Aðildarfélög þess eru 27 og fé- lagsmenn rúmlega tuttugu þúsund. 14. febrúar 1956 Hæsti reykháfur landsins var felldur. Hann var við Mjólkur- bú Flóamanna á Selfossi, var 25 metra hár og hafði sett „sinn sérstaka svip á búið og blasti við augum manna úr órafjarlægð“, að sögn Morg- unblaðsins. 14. febrúar 1966 Íslenskur stórkaupmaður í Danmörku, Carl Sæmundsen, gaf íslenska ríkinu húseign sína að Östervoldgade 12 í Kaupmannahöfn, sem Jón Sig- urðsson forseti bjó í um langt skeið. Þar er nú Jónshús. 14. febrúar 1969 Landsprófsnemendur gengu um götur Reykjavíkur til að leggja áherslu á kröfur sínar um endurskoðun skólakerfis- ins. 14. febrúar 1974 Loðnuskipið Bylgjan sökk út af Alviðruhömrum á Snæfells- nesi. Einn skipverji fórst en ellefu var bjargað. 14. febrúar 2007 Haft var eftir bankastjóra Landsbankans í Markaðinum að Icesave-innlánaverkefnið í Bretlandi væri tær snilld. Þá námu innlánin um þremur milljörðum króna á dag. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … „Ég fer í matarboð til pabba á morgun og svo ætla ég að fara að hitta vini mína niðri í bæ og fá mér löglegan bjór,“ sagði Kamilla María Gnarr Jóns- dóttir sem fagnar tvítugsafmæli sínu í dag. Að sögn Kamillu er hún núþegar búin að halda upp á afmælið sitt en það gerði hún síðastliðið föstu- dagskvöld þegra hún bauð að eigin sögn nokkrum vinum heim til sín í afmælisteiti. Aðspurð segist Kamilla vera spennt fyrir stór- afmælinu. „Mér finnst þetta vera eitthvað svo voðalega fullorðinslegt. Mér finnst ég vera orðin fullorðin en ég er samt ennþá svo ung,“ segir Kamilla. Kamilla leggur stund á nám í grafískri miðlun við Tækni- skólann, en hún segist stefna að því að útskrifast þaðan um næstu jól. „Mamma mín gaf mér pening til þess að ég gæti verslað mér föt, sem ég er búin að velja mér sjálf,“ segir Kamilla aðspurð hvort hún sé búin að fá einhverjar gjafir í tilefni stórafmælisins og bætir við „Svo er ég búin að fá litlar gjafir frá vinkonum mínum. Hring, ilmvatn og þess háttar.“ Kamilla á þó von á að fá fleiri gjafir í dag á afmælisdaginn sjálfan. „Ég hlakka mikið til, þetta verður mjög gaman,“ segir afmælisbarnið Kamilla. Kamilla María Gnarr Jónsdóttir tvítug Fær sér löglegan bjór Flóðogfjara 14. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 4.51 0,8 11.01 3,4 17.13 0,9 23.39 3,4 9.28 17.57 Ísafjörður 0.34 1,8 6.59 0,4 12.57 1,8 19.19 0,4 9.44 17.51 Siglufjörður 3.18 1,2 9.16 0,2 15.46 1,1 21.43 0,3 9.27 17.33 Djúpivogur 1.58 0,3 7.55 1,7 14.10 0,3 20.31 1,8 9.00 17.23 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert áhyggjufull/ur því einhver hef- ur lagt stein í götu þína. Veraldleg velgengi er ágæt en andlegur auður er öllu öðru dýrmæt- ari. (20. apríl - 20. maí)  Naut Samræður við náungann eru svo sann- arlega kraftmiklar og lifandi. Taktu neikvæð- um viðbrögðum ekki illa, fólk þarf mislangan tíma til að átta sig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Reyndu að forðast líkamlegt álag í dag. Gefðu þér tíma til að slaka á og leyfðu þeim sem málið varðar að láta álit sitt í ljós. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að íhuga vandlega með hverjum hætti þú ætlar að ná takmarki þínu. Kvöldið ætti að verða góður endapunktur á vinnutörn. Þér gengur allt í haginn þessa mánuðina. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Vertu sá/sú sem rífur upp stemninguna. Láttu vinnufélagana engin áhrif hafa á ákvörðun þína, þú veist svarið í hjarta þínu. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú hefur of mikið á þinni könnu fyrir eina manneskju. Vertu þolinmóð/ur því sann- leikurinn er við það að birtast. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Gríptu tækifæri sem þér gefst í dag til þess að virkja sköpunarkraft þinn, ekki síst ef börn eiga hlut að máli. Vertu á varðbergi gagnvart laumuspili af einhverju tagi. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Búðu til ráðgátu og leyfðu öðr- um að vísa veginn með spurningum sínum. Taktu því rólega í kvöld. Þú gerir einhverjum greiða og færð hann borgaðan margfalt til baka. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þótt þér hafi gengið vel að full- komna venjur þínar þá er enn hluti af þér sem þú ert ekki sátt/ur við. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú kemur í veg fyrir rifrildi af því að þú hefur kerfi sem virkar. Gefðu eftir í deilu. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú átt ekki eftir að sjá eftir því að vinna bak við tjöldin í dag. Vertu sveigjanleg/ ur því á þann veg muntu ná mestum árangri. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Til að forðast meiri spennu skaltu forðast frekjudollur eða þykjast vera sam- mála þeim. Einhver flensa gæti skotið upp kollinum. Stjörnuspá SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Rh4 Bd7 7. e4 e5 8. Bxc4 Rxe4 9. Rxe4 Dxh4 10. Rg5 Bb4+ 11. Kf1 f6 12. Rf3 De4 13. Bd2 c5 14. Bxb4 cxb4 15. Dd2 Rc6 16. He1 Dg4 17. h3 Dg6 18. dxe5 O-O-O 19. e6 Be8 20. Df4 Re7 21. Bb5 Bxb5+ 22. axb5 Dd3+ 23. Kg1 Dxb5 24. Kh2 Db6 25. Dg4 g5 26. Hc1+ Kb8 27. Hhd1 Hxd1 28. Hxd1 h5 29. De4 g4 30. Hd7 gxf3 31. Df4+ Ka8 32. Hxe7 Hg8 33. Dg3 Dd8 34. Hd7 Db8 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Alþjóðlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grét- arsson (2470) hafði hvítt gegn Bjarna Jens Kristinssyni (2019). 35. e7! Hxg3 36. fxg3 f2 37. Hd8 f1=D 38. e8=D a5 39. Hxb8+ og svartur gafst upp. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.