Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Elsku Biggi minn, ekki bjóst ég við því að ég ætti eftir að skrifa minningargrein um besta vin minn á þessum unga aldri; svo margt að segja en erfitt að koma því frá sér. Mér finnst svo ótrúlegt að hugsa til þess að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur í þessu lífi. Þegar Steini hringdi í mig og til- kynnti mér að þú værir látinn var ég alveg sleginn, staddur í Reykjavík á leiðinni, keyrandi til Ísafjarðar, það var löng og skrítin heimleið og þegar ég kom vestur keyrði ég fram hjá íbúðinni þinni, allt slökkt, engin hreyfing. Ég er ekki ennþá búinn að átta mig á því að þú sért farinn, elsku kallinn minn. Við brölluðum margt í gegnum tíðina, ég og þú, körfu- boltinn með Pétri bróður þínum, lyftingarnar í studio Dan og gríð- Birgir Árni Birgisson ✝ Birgir ÁrniBirgisson fæddist í Lund í Svíþjóð þann 4. janúar 1980. Hann lést á heimili sínu á Ísafirði 23. jan- úar 2012. Birgir Árni var jarðsunginn frá Vídalínskirkju 3. febrúar 2012. arlegur áhugi þinn á tónlist, þá helst pönki, situr efst í huga mér, ég sá þig alltaf fyrir mér sem gítarspilara í meðalgóðri pönk hljómsveit með þín 4 grip sem þú varst stoltur af að kunna. Ég mun sko sannar- lega alltaf hugsa til þín þegar ég heyri lög með hljómsveitinni Bad Religion. Tíminn sem við eyddum saman í sumar var dýrmætur, dýrmætari en ég gerði mér grein fyrir, ég er þakklátur fyrir þessar stundir. Þegar þú varst í landi varstu hjá mér á verkstæðinu mínu og spilaðir póker þess á milli sem þú skaust út í glugga að reykja. Þú varst duglegur að dytta að og mér finnst ómetanlegt að hafa getað leiðbeint þér þegar þú lagaðir íbúðina þína og smíðaðir pókerborðið þitt. Sannur vinur, hjartahlýr, snyrtilegur, duglegur sjódólgur eru orð sem lýsa þér vel! Stórt skarð er höggvið í vinahóp okkar að hafa misst þig. Guð geymi þig, elsku kúturinn minn. Elsku Anna, Láki, Birgir og aðrir aðstandendur, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð. Stefán Þór. Hannafrænka er lýsingar- orð … Orð sem lýsir innilegri til- finningu – ömmuást af þeirri bestu gerð sem hugsast getur. Orð sem er samnefnari og birtingarmynd fjölskyldunnar á Otrateig 50, í fortíð, nútíð og framtíð. Hanna I. Pétursdóttir ✝ Hanna I. Pétursdóttir fæddist á Sauðár- króki 8. ágúst 1926. Hún andaðist á Droplaugarstöðum hinn 31. janúar 2012. Útför Hönnu var gerð frá Bústaða- kirkju 10. febrúar 2012. Orð sem teng- ist útbænum á Sauðárkróki í æsku okkar allra. Orð sem tengist loka- hnykk háskóla- náms okkar allra. Hanna frænka var kona sem við eigum svo mikið að þakka og geymum alltaf á besta stað í hjörtum okkar. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Hönnu frænku og er- um óskaplega þakklát fyrir að eiga allt hennar fólk að. Árni Þór, Helga Hrönn og Atli Björn. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Ferðalög Spánn Íbúð í Exsample í Barcelona. Vikuleiga í sumar. starplus.is - starplus.info á ensku. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar- húsa við Akureyri og á Akureyri. Upplýsingar á www.orlofshus.is. Leó, sími 897 5300. Hvataferðir, fyrirtækjahittingur, óvissuferðir, ættarmót Frábær aðstaða fyrir alla hópa. Líka fjölskyldur. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Húsgögn Old Charm húsgögn til sölu Til sölu Old Charm skrifpúlt og leðurklæddur stóll með örmum. Mjög vel farið. Vinsamlegast hafið sam- band við Ingu í s.8450249 netfang ingahosk@hotmail.com Atvinnuhúsnæði Vörulager og skrifstofur Til leigu eitt eða fleiri skrifstofu- herbergi ásamt vörulager með innkeyrsludyrum í 104 Rvk. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endurvinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðju- vegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta KLIPPING - dömu og herra - 3.000 kr. VERÐDÆMI virka daga, stutt hár: Lagning 2.400, blástur 2.800, perm. 5.900, litun 6.000. GJAFAVÖRUÚRVAL. EVÍTA, Starmýri 2, 108 Rvík, s. 553 1900, www.evita.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Sími 847 8704, manninn@hotmail.com Byssur Skotveiðivörur í úrvali - Ný sending Vorum að fá nýja sendingu. T.d. hreinsisett, sjónauka, hnífa, vasaljós og m.fl. Netlagerinn slf. Dugguvogi 17-19, 2. hæð. Sími 517-8878. Vefsíða www.tactical.is Hún elsku Gugga mín hefði orðið 80 ára í dag. Mig langar að minnast þessarar yndislegu konu sem hefur fylgt mér allt mitt líf eða í 41 ár. Gugga var gift Óla frænda sem var bróðir afa Úlfars. Þar sem ég ólst upp hjá ömmu og afa í Blönduhlíð, kynntist ég Guggu og Óla mjög vel. Það var mjög sterkt og mikið samband á milli þeirra bræðra, Guggu og ömmu Dúnu. Gugga og Óli voru barnlaus. Þegar ég fæddist 1970 tóku þau ástfóstri við mig og það þróað- ist mjög sterkt og sérstakt samband á milli okkar. Þegar mamma ætlaði að skíra mig vissi hún ekki hvort ég ætti að heita Ólöf Guðbjörg eða Ólöf Kristdís. Kristdísar nafnið birt- ist henni í draumi. Hún útbjó tvo miða með þessum nöfnum, setti þá í skál og lét mig velja miða og þar stóð Kristdís svo ekkert varð af Guðbjargarnafn- inu. Gugga varð ekkja 1976. Guðbjörg María Hannesdóttir ✝ GuðbjörgMaría Hannes- dóttir fæddist í Reykjavík 14. febr- úar 1932. Hún lést á líknardeild LSP í Kópavogi 4. febr- úar 2011. Útför Guð- bjargar fór fram frá Langholts- kirkju 21. febrúar 2011. Það var stór og mikill söknuður fyrir hana að missa Óla sinn eins og fyrir okkur öll hin. Gugga kynnist og giftist nokkrum ár- um síðar honum Guðmundi sínum. Fyrir mig sem barn var Óli spari- frændi, sá besti í öllum heiminum. Ég elskaði Guðmund strax og ég kynnist honum, Gugga hefði ekki getað eignast yndislegari mann. Gugga og Guðmundur ferðuðust mikið til útlanda og þá aðallega til Spánar. Alltaf fékk ég falleg kort send úr ferðum þeirra, það síðasta 2010. Gugga var glæsileg falleg kona með stíl, heiðarleg og traust. Að koma inn á fallega heimilið hennar og Guðmundar var stórkostlegt, góðar veiting- ar, léttar og djúpar samræður um alla heima og geima og endalaus kærleikur. Þó að Gugga væri barnlaus talaði hún mikið um Ernu dóttur Guð- mundar, barnabörn og barna- barnabörn hans. Hún var mjög stolt og talaði um þau eins og sín eigin börn. Þegar ég eign- aðist dóttur mína Patriciu 2009 var Gugga henni eins og amma. Það er ómetanlega falleg mynd í huga mínum þegar Gugga sá og hélt á Patriciu í fyrsta sinn. Ég gæti skrifað heilu bækurnar frá barnæsku minni þar til að hún lést á síðasta ári með ynd- islegum minningum um Guggu. Ég sakna Guggu mjög mikið eins og þeir sem kynntust henni. Elsku Guðmundur, afkom- endur, Anna systir Guggu og fjölsk., amma Dúna, allir vinir og samferðafólk, megi minning- ar um Guggu okkar lifa í huga og hjarta okkar alla tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ólöf Kristdís Immler. Í dag langar mig að minnast hennar Guggu minnar sem hefði orðið 80 ára í dag. Hún Gugga var gift Óla föðurbróður mínum sem hún missti þá 44 ára gömul. Það var mikill miss- ir fyrir hana og okkur öll. Hún Gugga var einstök manneskja, orðvör, hlý, glaðvær og góð heim að sækja. Hún var mjög gestrisin og hefur alltaf átt mjög fallegt heimili. Þegar ég átti hana Ólöfu mína 1970 stóð ekki á að þau tóku henni eins og hún væri þeirra eigin dóttir enda fékk Óli nöfnu. En Gugga og Óli voru barnlaus. Alltaf voru afmælis- og jólagjafir, ekki stóð á því í gegnum öll ár- in, en þegar Ólöf mín átti Patri- ciu 2009 var hún Gugga mín ekki hætt að gefa gjafir, sem voru alltaf mjög fallegar. Henni þótti mikið vænt um Patriciu og ég tala nú ekki um að þegar að ég sagði að hún væri amma Gugga ljómaði hún. Eftir fráfall Óla hélt hún alltaf mikilli tryggð við okkur fjölskylduna og mömmu. Gugga reyndist henni sem besta vinkona og ekki stóð á allri greiðaseminni. Nokkrum árum eftir að Óli dó giftist hún mjög góðum manni, honum Guðmundi sín- um, þau átti mjög vel saman og ferðuðust þau mikið til sólar- landa. Við í fjölskyldunni tók- um Guðmundi opnum örmum enda mjög góður maður. Mér er efst í huga sú mikla hjálp sem hann veitti mér 1982, og á hann alltaf mínar bestu þakkir. Að lokum vil ég þakka Guggu minni góða samfylgd frá því að ég var lítil stelpa. Elsku Guðmundur, fjölskylda og Anna systir Guggu, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vinahjörtum á brautir okkar stráðir þú, yl og geislum björtum. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Ágústa Úlfarsdóttir. ✝ Þökkum innilega hlýhug og samúðarkveðjur við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Súluholti. Guðmundur Viðar Karlsson, Brynja Dís Valsdóttir, Eiríkur Karlsson, Guðborg Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRU JÓNSDÓTTUR THORLACIUS frá Moldhaugum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk dvalar- heimilisins Hlíðar fyrir einstaka umönnun. Arnþór Jón Þorsteinsson, Guðlaug H. Jónsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Þröstur Þorsteinsson, Saard Wijannarong, Rósa Þuríður Þorsteinsdóttir, Bjarni Rafn Ingvason, Eygló Helga Þorsteinsdóttir, Baldur Jón Helgason, Margrét Harpa Þorsteinsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Ása Björk Þorsteinsdóttir, Kristþór Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, A. VIDARS OLSEN byggingatæknifræðings, Hvammsgötu 1, Vogum. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar 11B á Landspítala við Hringbraut og líknardeildar Landspítala, Kópavogi. Nanna Sigurðardóttir. ✝ Móðir mín, SVANHILDUR BÁRA ALBERTSDÓTTIR, áður til heimilis í Hátúni 8, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 12. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Albert Birgisson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.