Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 2012 Undirritun Guðmundur Jóhann Jónsson, Atli Örn Jónsson fyrir hönd Varð- ar, Guðmundur Þór Guðmundsson og Júlíus S. Ólafsson fyrir Ríkiskaup. tryggingasamningur félagsins til þessa og hefur hann mikla þýðingu fyrir Vörð. „Þarna eru allar fasteignir ríkisins og má þar til dæmis nefna Alþingishúsið, allar byggingar Háskóla Íslands, spítalana, húsnæði ráðuneyta og fleira. Einnig má geta þess að Vörð- ur tryggir nú þegar öll ökutæki ríkisins, Ríkisútvarpið og flug- vellina í gegnum Isavia, svo þessi samningur Varðar og Ríkiskaupa um brunatryggingar er góð við- bót,“ segir Guðmundur Jóhann. Ríkiskaup og Vörður tryggingar hf. hafa að undangengnu útboði gert samning um að Vörður brunatryggi allar fasteignir rík- isins, sem eru tæplega 1.200 talsins víða um land. Samningurinn er til þriggja ára og er heildarvirði hans rúmar 500 milljónir, en sam- anlagt brunabótamat fasteigna ríkisins er um 230 milljarðar króna. Að sögn Guðmundar Jóhanns Jónssonar, forstjóra Varðar, er þetta stærsti einstaki Vörður tryggir allar fasteignir ríkisins STUTTAR FRÉTTIR ● Japanska hagkerfið dróst saman um 2,3% á fjórða ársfjórðungi síðasta árs sem er umtalsvert meiri samdráttur en greinendur höfðu sagt fyrir um. Gengisstyrking japanska jensins hef- ur gert mörgum útflutningsfyrirtækjum erfitt fyrir og skaðað samkeppnisstöðu þeirra á alþjóðamörkuðum. Sökum þessa var halli á viðskiptum Japana við umheiminn í desember, en það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan 1980. Flóðin í Taílandi, sem hægðu á fram- leiðslu japanskra útflutningsfyrirtækja, og sölusamdráttur vegna skuldakrepp- unnar á evrusvæðinu höfðu einnig sitt að segja. Samdráttur í Japan ● Helga Björk Eiríks- dóttir hefur verið ráðin fjárfesta- og almanna- tengill hjá Marel hf. og tekur við starfinu af Jóni Inga Herbertssyni sem nú hefur látið af störfum. Helga Björk hefur undanfarið starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði almanna- og fjárfestatengsla. Hún hafði umsjón með samskiptamálum fyrir skilanefnd og slitastjórn Kaupþings banka á árunum 2009 og 2010 en var áður markaðs- og kynningarstjóri Kauphallar Íslands, síð- ar NASDAQ OMX Iceland, um átta ára skeið. Ráðin almanna- og fjár- festatengill hjá Marel Helga Björk Eiríksdóttir ● Boeing gerir ráð fyrir því að flugfélög í Asíu, sérstaklega þau á Kyrrahafs- svæðinu, leiði vöxtinn í flugbransanum. Boeing segist gera ráð fyrir að félög á svæðinu panti þotur fyrir 1,5 trilljónir dollara á næstu 20 árum. Að sögn sér- fræðinga fyrirtækisins mun flugumferð á svæðinu vaxa um 6,7% á hverju ári á svæðinu. Á svæðinu hefur efnahagurinn batn- að verulega og miðstéttin stækkað. Of- an á það hefur tilkoma lággjaldaflug- félaga á markaðinn aukið möguleika almennings til að ferðast. 1,5 trilljóna dollara vöxtur á Asíumarkaði Inngrip suðurafrískra stjórnvalda í blómlega námuvinnslu landsins hef- ur orðið atvinnuveginum til mikils miska og bitnað með afdrifaríkum hætti á þjóðinni allri. Líkindin með námuvinnslu í Suður-Afríku og sjáv- arútveginum á Íslandi eru merkilega mikil eins og bent er á í Markaðs- punktum Arion banka í gær. Námuvinnsla er ein stærsta at- vinnugrein Suður-Afríku og er um 10% vergrar landsframleiðslu (VLF) þarlendis, um 3% landsmanna vinna við hana en varningurinn er um 50% útflutningsins. Til samanburðar er þáttur sjávarútvegs í VLF hérlendis tæp 11%, um 6% landsmanna vinna við hann en heildarvöruútflutnings- verðmæti sjávarafurða er 40%. Á tíunda áratugnum þegar allt var í blóma í námuvinnslunni í Suður- Afríku voru 2⁄3 réttinda til vinnslu í eigu einkaaðila en stjórnvöld þar í landi endurskrifuðu auðlindalöggjöf- ina til að tryggja réttlátari dreifingu námuvinnsluréttinda og þurftu fyr- irtæki nú að sækja um leyfi til rík- isins til að fá úthlutun til 30 ára. Skemmst er frá því að segja að á milli áranna 2001-2010 féllu viðskipti með námuvarning frá Suður-Afríku niður úr 13 milljörðum í 3 milljarða dollara. Fyrir þessu verðmætahruni eru nefndar margar mögulegar ástæður ofan á ríkisvæðinguna eins og að óvissan um túlkun nýju lag- anna hafi leitt til spillingar, dregið hafi úr fjármunamyndun í iðnaðinum og fleiri. Kristrún Frostadóttir sem vann þessa Markaðspunkta hjá Arion banka segir að það hafi verið sláandi hvað líkindin voru mikil. „En þetta eru bara vangaveltur,“ segir Krist- rún. „Við Íslendingar teljum okkur alltaf vera svo sérstök að það sé ekki hægt að líkja okkur við neinn.“ borkur@mbl.is Inngrip ríkisins eyðilagði blómlegan iðnað landsins  Merkileg líkindi með námuvinnslu og sjávarútvegi FRÉTTASKÝRING Hörður Ægisson hordur@mbl.is Þrátt fyrir að svo virðist sem yfirvof- andi greiðsluþroti gríska ríkisins hafi verið afstýrt þá er ljóst að Grikkir standa enn sem fyrr frammi fyrir miklum efnahagsþrengingum. Stefnusmiða Grikklands bíður það erfiða verkefni að framkalla nægj- anlegan hagvöxt á næstu árum eigi að takast að grynnka á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins – og á sama tíma að halda áfram að skera harka- lega niður hjá hinu opinbera. Helstu hlutabréfavísitölur í evr- ópskum kaupöllum hækkuðu skarpt í gær vegna ákvörðunar gríska þingsins að samþykkja frekari nið- urskurðartillögur sem eru forsenda þess að ráðamenn á evrusvæðinu samþykki 130 milljarða neyðarlán til Grikkja. Fastlega er reiknað með því sú lánveiting verði veitt í vikunni. Flest hefur farið á annan veg en efnahagsáætlun Evrópusambands- ins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerðu upphaflega ráð fyrir árið 2010. Gríska hagkerfið átti að dragast saman um 3% á liðnu ári – en þess í stað nam samdrátturinn 6%. Það hefði ekki átt að koma á óvart. Harkalegur niðurskurður í ríkisbú- skapnum samhliða þeirra staðreynd að Grikkland getur ekki fellt hjá sér gengið til að örva vöxt í útflutningi hefur hrundið af stað sjálfsuppfyll- andi spíral: hagkerfið dregst enn meira saman og skuldirnar aukast upp úr öllu valdi. Árið 2008 námu heildarskuldir gríska ríkisins 260 milljörðum evra. Þrátt fyrir tvö neyðarlán að andvirði samtals 240 milljarða evra – hið fyrra 110 milljarðar og nú hið síðara sem nemur 130 milljörðum – og 100 milljarða evra afskriftir á skuldum gríska ríkisins þá hefur skuldastað- an hins vegar aðeins versnað. Gangi allt eftir eiga skuldir gríska ríkisins, sem hlutfall af landsframleiðslu, að minnka úr 165% í 120% á næstu átta árum. Fáir hagfræðingar eru hins vegar svo bjarstýnir að telja senni- legt að Grikkjum takist að ná því markmiði fyrir 2020 án þess að til komi frekari afskriftir, hugsanlega fleiri neyðarlán – og enn meira að- hald í ríkisrekstri. Brotthvarf Grikkja af evrusvæð- inu er nú rætt með opinskárri hætti en oft áður – ekki síst á meðal ráða- mann í Hollandi, Þýskalandi, Frakk- landi og Finnlandi – í ljósi þess að margir óttast að nýtt neyðarlán til Grikkja sé aðeins tímabundinn gálgafrestur. Frekari fjárhagsað- stoðar verði þörf fyrir Grikki síðar meir eigi að afstýra greiðsluþroti. Óttinn við greiðsluþrot Brotthvarf Grikklands af evru- svæðinu og í kjölfarið greiðsluþrot myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér harkalega aðlögun. Gengi hins nýja gjaldmiðils félli að öllum líkind- um í verði um meira en 50%; verð- bólga myndi mælast í tveggja stafa tölum; og hagkerfið færi í gegnum djúpt en snarpt samdráttarskeið. Þegar horft er hins vegar til reynslu þeirra ríkja sem hafa farið í greiðsluþrot með tilheyrandi geng- ishruni gjaldmiðilsins þá hefur reynslan sýnt að hagvöxtur tekur fljótt kröftuglega við sér auk þess sem verðbólga lækkar hratt í kjöl- farið. Á þessum tímapunkti virðast þó flestir ráðamenn í Grikklandi úti- loka slíkan valkost – enda óttast þeir þær gríðarlegu efnahagshörmungar sem myndu ríða yfir landið til skemmri tíma. Það er þó ekki úti- lokað að sú afstaða breytist með nýrri ríkisstjórn eftir þingkosning- arnar næstkomandi apríl. Brotthvarf ekki óhugsandi Reuters Stormur í aðsigi? Flestir hagfræðingar telja að nýtt neyðarlán veiti Grikkjum aðeins tímabundinn gálgafrest.  Rætt um brotthvarf Grikklands af evrusvæðinu með opinskárri hætti en áður  Nýtt neyðarlán aðeins tímabundinn gálgafrestur  Greiðsluþrot fyrr en síðar ● Hagnaður Aurum Holdings- skartgripakeðjunnar í Bretlandi jókst um 53% á síðasta rekstrarári og nam rekstrarhagnaður hennar 3,6 millj- örðum ISK (£18,3 milljónir) en keðjan er í eigu slitastjórnar Landsbankans. Slitastjórn Landsbankans er með Aurum Holdings í söluferli en á síðasta ári kom fram að keðjan væri til sölu fyr- ir 200 milljónir punda. Landsbankinn eignaðist Aurum við gjaldþrot Baugs. Skartgripakeðjan Aurum hagnast mikið Útboð á ríkisvíxlum í flokkum RIKV 12 0515 og RIKV 12 0815 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Lánamálum ríkisins í gærmorg- un. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð buðust bjóðendum á sama verði. Lægsta samþykkta verð (hæsta ávöxtunarkrafa) ákvarðaði söluverðið. Alls bárust 18 gild tilboð í flokk- inn að fjárhæð 16.950 m.kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 15.950 m.kr. að nafnverði á verðinu 99,270 (flatir vextir 2,94%), sam- kvæmt fréttatilkynningu frá Lána- málum ríkisins. Ríkisvíxlar fyrir 16 milljarða                                          !"# $% " &'( )* '$* +,+-./ +/,-01 +,+-/2 ,+-.2 ,+-230 +4-21, +22-0/ +-05. +44-/. +5+-01 +,,-34 +/2-3+ +,,-,/ ,+-./1 ,+-254 +4-2/5 +22-/5 +-0.+5 +4/-02 +5+-// ,,+-//3+ +,,-2. +/2-14 +,,-50 ,+-404 ,+-12+ +4-10 +21-22 +-0.5, +/3-3/ +5,-11 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.