Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 1

Morgunblaðið - 09.02.2012, Side 1
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2012 VIÐSKIPTABLAÐ Ferðamannastraum- urinn til Íslands mun aukast með Easy Jet. Easy Jet allan ársins hring 2 Ísland keppir við fjölda landa sem ráðstefnu- og fundar- staður. Harður slagur um ráðstefnur 10 Viðtal við forstjóra Advania um stöðu og horfur fyrir- tækisins. Í sókn á norræn- um mörkuðum 6-7 Óttinn við hið óþekkta er algengur hjá manninum. Mannskepnunni líður best í því umhverfi og við þær aðstæður sem hún þekk- ir. Þannig hefur fólk átt það til að vera hrætt við tækninýjungar og framfarir og er eitt frægasta dæmið þegar bændur söfnuðu liði til að berjast gegn lagningu símans. Óttinn við hið óþekkta er oft ótti við framfarir og betra líf. Þannig hefur íslenska fyrirtækið ORF unnið að merkilegum rannsóknum á erfðabættu byggi. Vísindin hafa þegar auðgast mikið af þessum rannsóknum en óvíst er hvort það færi nokkrum peninga. Þótt flestir vís- indamenn séu sammála um skaðleysi rann- sókna fyrirtækisins ORF eru þeir sem minna til starfseminnar þekkja það ekki. Fyrir þremur árum greip fáfræðin og óttinn til ofbeldis þegar hópur manna tók sig saman og ruddist um nótt að reit ORF í Gunnarsholti og eyðilagði allt byggið þar. Þegar rök vís- indanna eru ekki með fólki þá hefur fáfræð- inni oft reynst gagnlegt að notast við ofbeldi. Rannsóknir ORF hafa þegar fært okkur eitt- hvað áfram í þekkingarleitinni og vonandi færa þær okkur enn lengra. Skoðun Til baka með tímann Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Að berjast gegn framförum og þekkingarleit Hörður Ægisson hordur@mbl.is Seðlabanki Íslands kom grein- endum á óvart þegar hann til- kynnti í gærmorgun að vöxtum bankans yrði haldið óbreyttum – en flestar spár höfðu gert ráð fyr- ir því að stýrivextir yrðu hækk- aðir úr 4,75% í 5%. Samkvæmt uppfærðri spá Seðlabankans, sem birtist í Pen- ingamálum í gær, kemur fram að efnahagshorfur séu í meg- indráttum óbreyttar frá nóv- emberspá bankans. Verðbólgu- horfur til skamms tíma eru einnig í takt við það sem gert hafði verið ráð fyrir – enda þótt nú sé spáð heldur hægari hjöðnun verðbólgu á árinu. „Batni verðbólguhorfur ekki er líklegt að hækka þurfi nafnvexti á næstunni,“ segir í yf- irlýsingu peningastefnunefndar. Fram kom í máli Más Guð- mundssonar, seðlabankastjóra, þegar hann gerði grein fyrir vaxtaákvörðun bankans að hann væri ekki að reyna að koma mark- aðnum á óvart. „Okkur finnst að markaðurinn hafi tilhneigingu til að láta skammtímagárur hafa of mikil áhrif á mat sitt.“ Viðmælendur Morgunblaðs- ins eru ekki á einu máli um hvort túlka megi ummæli Más með þeim hætti að vænta megi vaxta- hækkunar strax í næsta mánuði – eða hvort bíða þurfi lengur. „Við vissum að þetta yrði tæpt enda skiptar skoðanir í pen- ingastefnunefndinni og sömuleiðis mikill þrýstingur á Seðlabankann frá ýmsum hagsmunaaðilum að hækka ekki vexti,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hag- fræðideildar Landsbankans, í samtali við Morgunblaðið. Hann bendir á að þrátt fyrir að uppfærð hagspá Seðlabankans sýni að einkaneyslan hafi verið kröftugri á liðnu ári heldur en fyrri spár gerðu ráð fyrir þá sé það mat Seðlabankans að heildaráhrif á hagvöxt og framleiðsluslakann á síðasta ári hafi verið fremur lítil. Að sögn Daníels er aðeins tímaspursmál hvenær Seðlabank- inn mun ráðast í hækkun vaxta – enda verðbólgan langt yfir mark- miði Seðlabankans og verðbólgu- væntingar til næstu ára yfir 5%. Reiknar hann með því að vaxta- hækkunarferlið hefjist strax í næsta mánuði. „Þegar haft er í huga að verðbólgan er að aukast jafn hratt og raun ber vitni þá er erfitt að átta sig á því hvaða máli það skiptir í raun að bíða með hækkun vaxta um einn mánuð til eða frá, enda tekur talsverðan tíma áður en hækkunin fer að bíta á verðbólguna. Í ljósi þess aðhalds sem nú ríkir í ríkisfjármálunum heldur Seðlabankinn á einu stýri- tækjunum sem hægt er að beita til að ná tökum á verðbólgunni. Því valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Vaxtaákvörðun Seðlabank- ans kom fjárfestum á skulda- bréfamarkaði sömuleiðis í opna skjöldu. Að sögn eins viðmælanda Morgunblaðsins er ljóst að sumir hafi brennt sig mjög illa á því að taka stórar skortstöður í löngum óverðtryggðum ríkisbréfum. Mik- ill söluþrýstingur myndaðist því strax við opnun markaða og lækk- aði ávöxtunarkrafan verulega á óverðtryggðum ríkisbréfum. Heldur að sér höndum  Seðlabankinn kom markaðsaðilum á óvart og hélt vöxtum óbreyttum  Aðeins tímaspursmál hvenær vaxtahækkunarferlið hefst  Verðbólgan umfram markmið Seðlabankans og verðbólguvæntingar yfir 5% Seðlabankinn kom fjárfestum í opna skjöldu 2. jan. 9. jan. 16. jan. 23. jan. 30. jan. 6. feb Gríðarleg lækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa RIKB 22 RIKB 25 RIKB 31 7,6% 7,4% 7,2% 7,0% 6,8% 6,6% 6,4% 6,2% 6,66% 6,57% 6,95% 6,94% 6,93% 6,91% Sími 511 1234 • www.gudjono.is Vistvæna prentsmiðjan! Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is Við veitum þér faglega ráðgjöf um fjárfestingar og sparnað þér að kostnaðarlausu Pantaðu ráðgjöf á www.vib.is eða í síma 440 4900 vib.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.