Morgunblaðið - 24.02.2012, Side 4
4 | MORGUNBLAÐIÐ
Elska framand-
legustu rétti
Frónbúans
Matarmenningin blómstrar á Íslandi og um að gera
að nýta það sem landið gefur af sér. Hráefni hrein-
leikans hefur mikla kosti sem rómaðir eru um ver-
öld víða. Sumir hafa veislu í farangrinum og kynna
krásirnar á veraldarvísu. Snjallasti leikurinn er auð-
vitað að bjóða gestum hingað heim eins og gert
hefur verið undir merkjum hátíðinnar Food & Fun.
Fremstu meistarakokkar sækja landið heim og
töfra fram rómaða sælkerarétti. Hátíðin er vinsæl
meðal Íslendinga og erlendum gestum fjölgar stöð-
ugt; bæði fjölmiðlamönnum og fólki sem elskar að
bragða framandlegustu rétti Frónbúa.
Morgunblaðið/Kristinn
Landið sækja þessa dagana heim margir af bestu matreiðslumönnum heims. Þeim er uppálagt að vinna úr íslensku hráefni
sem hefur upp á svo margt að bjóða og er rómað fyrir hreinleika og gæði og þekkt sem slíkt víða um veröldina.
„Þar sem tilgangur Food&Fun hátíð-
arinnar er m.a. að vekja athygli á gæð-
um íslensks hráefnis, og matvælafram-
leiðslu er ljóst að vörur
Mjólkursamsamsölunnar skipa sess á
matseðli allra veitingahúsanna sem
taka þátt í hátíðinni. Við höfum alla tíð
lagt mikla áherslu á nýsköpun og
vöruþróun og gott samstarf við íslenska
matreiðslumenn. Það er því kærkomið
að fá heimsóknir erlendra matreiðslu-
manna sem vinna með íslenskar mjólk-
urafurðir,“ segir Svanfríður Anna Lár-
usdóttir sölufulltrúi hjá MS.
Food&Fun hefur öðlast fastan sess í
vetrardagskrá Reykjavíkur. „Við ættum
einmitt að blása til sóknar á þessum
árstíma og bjóða upp á séríslenska við-
burði,“ segir Svanfríður Anna. „Aðsókn
Íslendinga er reyndar svo mikil að
stundum er gantast með það í veitinga-
húsageiranum að erlendir ferðamenn
eigi erfitt með að fá borð og þurfi að
bíða tímunum saman eftir máltíð. Fjöl-
breytni einkennir hátíðina í ár og hún
ber það með sér hvað matarmenningu
okkar hefur fleygt fram síðasta áratug-
inn. Ég er ekki í vafa um að Food&Fun á
þátt í þeirri framþróun.“
En hvað er það besta sem býðst? Full-
kominn matseðill er spennandi sjáv-
arréttaforréttur sem kemur bragðlauk-
unum á óvart, segir Svanfríður.
„Aðalrétturinn er íslenskt lambakjöt og
toppurinn ef sósan er rjómalöguð. Mér
finnst alltaf jafn gaman þegar ég sé nýj-
ar útfærslur af skyreftirréttum. Mat-
reiðslumennirnir okkar eru óþreytandi
að halda þessum séríslenska eftirrétti á
lofti. Og þar sem ég er ekki mikið fyrir
sætindi þá væri toppurinn ef hægt væri
að fá að smakka góða osta í lokin,“ segir
Svanfríður sem kveðst ekki vilja missa
af lokakeppni þeirra þriggja matreiðslu-
manna sem keppa munu til úrslita sem
Food and Fun-matreiðslumaður ársins í
Hörpunni á laugardeginum. Sú við-
ureign muni verða spennandi og
skemmtileg.
Svanfríður Anna Lárusdóttir
Matarmenningu
hefur fleygt fram
Food & Fun hefur mikla þýðingu fyrir ís-
lenska ferðaþjónustu og matarmenn-
ingu, segir Guðný Káradóttir markaðs-
stjóri Íslandsstofu. „Matarmenning er
þema kynningarstarfs okkar í febrúar og
mars og því fellur Food & Fun vel að
starfi okkar. Íslandsstofa leggur áherslu
á að kynna Ísland sem upprunaland há-
gæðahráefnis og matvæla á erlendum
mörkuðum. Þetta verkefni er því tilvalinn
vettvangur til að laða fram það besta
sem íslenska hráefnið býður,“ segir
Guðný
Með þátttöku erlendra sem verða að
störfum á íslenskum veitingahúsum með
íslenskum kokkum mætast menningar-
straumar. „Þarna fáum við skemmtilega
útkomu,“ segir Guðný. „Við nýtum jafn-
framt tækifærið og bjóðum til landsins
erlendum blaðamönnum sem kynnast
íslenskri matarmenningu og fjalla um
hana í erlendum miðlum; segja sögur af
upplifun sinni. Við munum jafnframt
nýta okkur samstarfið við Food & Fun í
nýju átaki innan Inspired by Iceland sem
við köllum Eldhús: Iceland‘s Little House
of Food. Þann 5. mars verður átakinu
formlega ýtt úr vör með farandeldhúsi
sem verður ferast með um landið ásamt
gestgjafa sem býður erlendum ferða-
mönnum að bragða á veislumat úr ís-
lensku hráefni á vinsælum áfangastöð-
um um landið. Fáum einmitt einn þeirra
matreiðslumanna sem koma á Food &
Fun til að elda úr íslenskum hráefnum
fyrir ferðamenn sem njóta veitinganna í
Eldhúsinu.“
Hvað vekur áhuga Guðnýjar sjálfrar?
Hvaða viðburði á Food & Fun ætlar hún
að sækja?
„Ég er hrifnust af fiski. Bíð spennt eft-
ir að sjá matseðla veitingastaðanna til
að geta valið úr.Ætla síðan að fara í
Hörpuna laugardaginn 3. mars þar sem
lokakeppnin fer fram. Þar verður ein-
göngu eldað úr íslensku hráefni og verð-
ur gaman að sjá hvernig erlendu kokk-
unum tekst upp enda hafa fæstir eldað
úr íslensku hráefni áður. “
Guðný Káradóttir
Laða fram það
besta úr hráefni
„Samstarf Vífilfells og Food&Fun er
ákveðinn gæðastimpill fyrir Vífilfell
sem sýnir hversu mikilvæg við erum á
þessum markaði. Vífilfell er með
þekktustu vörumerki landsins í bjór og
gosi en hefur á undanförnum árum
byggt upp eina af sterkustu víndeild á
landinu með gríðarlega fjölbreytt og
gott úrval,“ segir Hreiðar Þór Jónsson
sem er markaðsstjóri áfengis hjá Víf-
ilfelli.
„Food&Fun er einn af hápunktum
ársins í ferðaþjónustu og matarmenn-
ingu þar sem verður til góð blanda af
Íslendingum og erlendum ferðamönn-
um á flottustu veitingastöðum lands-
ins,“ segir Hreiðar. Hann segir engan
einn ákveðinn hápunkt á hátíðinni
heilla sig öðrum fremur en gaman sé
þó að sjá árangursríkt samstarf mat-
reiðslumeistara og vínþjóna.
„Oft er það rétt val á drykkjum með
matnum sem ég er hrifnastur af. Mæli
því með því að fólk velji vínpakka með
matnum til að gera ferðalagið enn
meira spennandi. Helst vildi ég að há-
tíðin stæði lengur yfir þannig að maður
gæti prófað fleiri staði. Það taka
nokkrir nýir áhugaverðir taka þátt í
fyrsta skipti sem er spennandi. Mat-
reiðslumeistararnir sem eru að koma
til landsins eru allir svakalega færir
þannig að erfitt er að gera upp á milli
staðanna. En líklega verður maður að
fara að panta borð til að missa ekki af
lestinni. Food&Fun er líka gluggi fyrir
Vífilfell á erlenda markaði með Víking
vörumerkið sem hefur verið að hasla
sér völl erlendis auk bjórsins Einstök,
sem við framleiðum fyrir erlenda aðila
og hefur fengið góða dóma í Bretlandi
og Bandaríkjunum. Eftir hátíðina í fyrra
fengum við töluvert af fyrirspurnum
um Pils Organic sem er fyrsti og
reyndar eini lífræni bjórinn sem fram-
leiddur er á Íslandi. Það er mikil gróska
hjá okkur og fjölmargar nýjungar sem
gætu farið fram hjá fólki ef ekki væri
fyrir hátíð eins og Food&Fun.“
Hreiðar Þór Jónsson
Vínið gerir ferða-
lagið spennandi
„Food & fun er uppákoma sem er farin
að skipta Íslendinga verulegu máli. Há-
tíðina sækja fulltrúar fjölmargra virtra
erlendra fjölmiðla, blaða, tímarita og
sjónvarpsstöðva, sem skrifa um mat-
armenningu af þekkingu og komast
virkilega vel frá sínu. Rétt eins og
kokkarnir sem hingað koma þá eru
blaðamennirnir frá Bandaríkjunum,
Evrópu og Norðurlöndunum og auðvit-
að munar um landkynningu þeirra,“
segir Sif Gunnarsdóttir, for-
stöðumaður Höfuðborgarstofu.
Matur er stór þáttur í menningu
hverrar þjóðar og á ríkan þátt í að
skapa orðspor hennar. Íslendingar
ætla sér stóra hluti með alþjóðlegu
ráðstefnuhaldi og verða, að mati Sifjar,
því að geta tekið á móti gestum af
reisn og vera þekktir fyrir að bjóða
fólki annað og meira en hafragraut og
pylsur á Bæjarins bestu – svo hlutirnir
séu ýktir aðeins.
„En svo skiptir hátíð á borð við Food
& fun líka miklu máli fyrir landann.
Margir hafa gert sér glaðan dag þessa
daga og farið út að borða enda bjóða
veitingastaðirnir hér í Reykjavík af-
sláttarverð á matseðlinum þessa helgi,
nú þegar heimsfrægir meistarakokkar
eru á svæðnu. Núna kemur hingað til
dæmis Ben Pollinger frá Ney York og
verður á Nítjándu í Kópavogi. Ég hef
flest árin sem hátíðin hefur verið hald-
in farið út á borða, meðal annars þeg-
ar Pollinger var á Einari Ben og það er
því forvitnilegt að sjá hvað hann er
með á matseðlinum núna. Þá er ég líka
spennt fyrir því hvað Daninn Claus
Henriksen býður, en hann í heimalandi
sínu þekktur sem matreiðslumeistari í
Dragsholm Slot á vesturströnd Sjá-
lands. Og almennt talað er gaman að
sjá og finna hvernig þessir erlendu
veitingamenn vinna úr íslensku hráefni
og ekki síður að fylgjast með hvernig
áhrif þeirra á íslenska matarmenningu
verða í fyllingu tímans,“ segir Sif að
síðustu.
Sif Gunnarsdóttir
Kokkarnir hafa
áhrif á Íslandi
Íslensk matargerð og hráefni hefur
mikla þýðingu fyrir ferðaþjónustuna hér
á landi. Hér á bæ fylgjumst við nákvæm-
lega með umfjöllun um Ísland í erlend-
um miðlum og á Netinu og sé hún sett
upp línulega þá er kúrfan upp á við eftir
hátíðina, þegar greinar erlendra blaða-
manna sem hátíðina sækja birtist. Slík
kynning ræður miklu þegar fólk á ferð-
inni ákveður að fara til Íslands,“ segir
Guðmundur Óskarsson forstöðumaður
markaðs- og viðskiptaþróunar Ice-
landair. Fyrirtækið hefur verið einn af
helsti bakhjarl Food & fun og telur Guð-
mundur reynsluna góða.
Matur og veitingastaðir eru stór hluti
af þeirri upplifun að ferðast. Food & fun
kemur þessari upplifun á framfæri með
skemmtilegum og áhrifaríkum hætti
sem skiptir miklu máli fyrir íslenska
matargerð og ferðaþjónustu. Segist
Guðmundur hafa sérstaklega gaman af
því þegar íslenskt hráefni mæti sköp-
unargleði mismunandi matreiðslu-
manna af ólíkum þjóðernum. Food & Fun
ýti undir slíkt og sé á sinn hátt list-
viðburður.
Guðmundur segist munu eftir megni
reyna að sækja einhverja þá viðburði
sem haldnir verða undir merkjum Food
& fun. „Ég ætla til dæmis að hitta á
meistarakokkinn Jennifer Jasinski, sem
verður á Kolabrautinni í Hörpunni. Jas-
inski rekur þrjá veitingastaði í Denver í
Colorado. Icelandair hefur flug til Den-
ver 10. maí nk. þannig að ég sé þarna
kjörið tækifæri til að ná smá forskoti á
sæluna, en þar í borg eru reknir margir
skemmtilegir veitingastaðir og
skemmtileg matarmenning setur sinn
svip á mannlíf í borginni. Sjálfur var ég
þar vestra fyrir um mánuði og mér
fannst gaman að koma til dæmis á staði
sem bjóða gestum sínum kjöt af vís-
undum. Ég gæti raunar nefnt margt
fleira skemmtilegt þarna að vestan og
vonandi fá gestir Food and fun að kynn-
ast einhverju af því,“ segir Guðmundur
að síðustu.
Guðmundur Óskarsson
Viðburður sköp-
unargleðinnar