Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.02.2012, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ M atarhátíðin Food and Fun sem haldin verður nú um helgina er nú haldin í ellefta sinn. Erlendir kokkar koma til landsins og mat- reiða á fjölmörgum veitingahúsum höf- uðborgarsvæðisins, sem bjóða upp á fjögurra rétta sælkeramáltíð á sama verði á öllum stöðum. Dómnefnd hátíðarinnar velur síðan bestu réttina, en í nefndinni sitja mat- reiðslumeistarar og fjölmiðlafólk sem sér- hæfir sig í matargerð. Félagarnir Sigurður L. Hall matreiðslumaður og Baldvin Jónsson hafa verið í forsvari Food and Fun frá upp- hafi. Tuttugu kokkar koma í ár „Baldvin kom að máli við mig á sínum tíma og kynnti mér hugmyndina; að fá hingað til lands erlenda kokka að vetrarlagi. Icelandair slóst í hópinn og ákveðið var að hrinda þess- ari hugmynd í framkvæmd,“ segir Sigurður Hall. „Við fórum til Ameríku og hittum fjöldann allan af kokkum og kynntum þeim vænt- anlega hátíð. Við vorum svo heppnir að margir þeirra voru jákvæðir, enda Ísland um margt spennandi land til að heimsækja. Sömu sögu er að segja um evrópska kokka. Fyrsta árið komu tólf kokkar, nú koma nærri tuttugu. Eigendur veitingahúsa í borginni tóku okkur sömuleiðis fagnandi, þannig að vindarnir voru okkur hliðhollir. Auðvitað voru ýmis ljón í veginum, eins og gengur og gerist. Við tókum þetta með íslensku aðferð- inni, undirbúningnum lauk nánast korteri áð- ur en sjálf hátíðin var sett.“ Kjöt, fiskur, mjólk og vatn Sigurður Hall segir að hátíðin hafi breyst talsvert á undanförnum árum, sérstaklega sjálf keppni matreiðslufólksins. Samtök iðn- aðarins eru nýr bakhjarl Food and Fun, en aðrir helstu aðstandendur eru Icelandair, Reykjavíkurborg og viðburðafyrirtækið Main Course. Sigurður er ekki í vafa um að keppn- in hafi haft áhrif á íslenska matarmenningu. „Já, ég er alveg klár á því. Food and Fun er fyrst og fremst viðburður til að vekja at- hygli á matarmenningu Íslands, sem er róm- uð. Við erum mjög hátt skrifuð á þessu sviði, það er bara einfaldlega þannig. Lambakjötið, fiskurinn, mjólkurafurðirnar, vatnið og svo framvegis. Við segjumst stundum vera best í heiminum og þegar maður heyrir heimsfræga kokka taka undir þessa stóru fullyrðingu hlýtur hún að vera sönn. Þegar erlendir gæðakokkar koma hingað árlega eykst eðli- lega metnaður okkar fólks, það nánast segir sig sjálft. Svo má heldur ekki gleyma því að erlendu kokkarnir kynnast vel íslensku hrá- efni, þannig að við erum bæði að tala um inn- og útflutning í þessum sambandi.“ Sigurður segir að undirbúningurinn hafi gengið vonum framar, allt sé að verða tilbúið. Matarhátíð og skemmtun Food and Fun er orðin verulega þekkt hátíð í útlöndum, enda hefur verið mikið skrifað um hana í virtum blöðum og tímaritum. Hingað til lands hafa komið um tvö hundruð erlendir kokkar til að taka þátt í hátíðinni og mikill fjöldi fjölmiðlafólks. Hið virta tímarit Nation- al Geographic valdi til dæmis Food and Fund sem eina merkustu sælkerahátíð í heiminum. Í ár verða bandarískir kokkar óvenjumargir á Food and Fun. „Mitt helsta hlutverk verður að vera í góðu sambandi við erlendu kokkana. Svo má ekki gleyma því að þetta er ekki bara matarhátíð, heldur líka skemmtun. Og ég ætla sannarlega að skemmta mér konunglega í góðra vina hópi. Þetta verður bara Food and Fun,“ segir Sigurður L. Hall matreiðslumeistari. karlesp- @simnet.is Morgunblaðið/Kristinn Siggi Hall hefur verið framlínunni varðandi Food & Fun hátíðina. „Þegar erlendir gæðakokkar koma hingað árlega eykst eðlilega metnaður okkar fólks, það nánast segir sig sjálft,“ segir kokkurinn kunni. Ekki má gleyma að erlendir úrvalskokkar kynnast íslensku hráefni við þetta tækifæri. Við segjumst stundum vera best í heiminum Íslensk matarmenning er hátt skrifuð. Sigurður Hall matreiðslumaður fer fyrir Food & Fun-hátíðinni, sem verður haldin um næstu helgi. Einstakt íslenskt hráefni. Heimsfrægir kokkar koma til landsins. Lambakjötið, fiskurinn, mjólkurafurðirnar, vatnið og svo framvegis. Við segjumst stundum vera best í heiminum og þegar maður heyrir heimsfræga kokka taka undir þessa stóru fullyrðingu hlýtur hún að vera sönn. F ood & Fun er sérstök hátíð og henni fylgir jafnan mjög skemmtileg stemning, jafnt meðal starfsfólks veitingastaðanna og viðskiptavina þeirra. Ég hef tek- ið þátt í hátíðinni alveg frá byrjun og hún er alltaf jafn skemmtileg,“ segir Leifur Kolbeinsson veitingamaður á Kolabrautinni í Hörpunni. Jennifer Jasinki frá Denver í Colorado verður gestakokk- ur Kolabrautarinnar næsta daga. Mun hún bjóða gestum upp á rétti sem draga dám af matarmenningu eins og hún gerist við Miðjarðarhafið og í Bandaríkjunum. Hráefnið verður þó íslenskt, eins og reglur hátíðarinnar segja til um. Ekki af verri enda „Jasinki kemur hingað á mánudagsmorgun en við höfum verið í sambandi við hana síðustu daga þar sem hún hefur kynnt fyrir okkur þá rétti sem hún hyggst bjóða gestum og hráefnið er ekki af verri endanum, til dæmis lambakjöt, bláskel, lax og skyr. Ferskleikinn verður ráðandi,“ segir Leifur. sbs@mbl.is Ferskleikinn verður ráðandi Morgunblaðið/Sigurgeir S. Skemmtileg stemning fylgir hátíðinni, segir Leifur Kolbeinsson á Kolabrautinni. Lambakjöt, bláskel, lax og skyr. Kátt á Kolabrautinni enda skemmtileg há- tíð, segir Leifur Kolbeinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.