Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 18

Morgunblaðið - 24.02.2012, Page 18
18 | MORGUNBLAÐIÐ Notaðir ofnar: C3 á 690.000 kr + vsk og Tornado á 590.000 kr + vsk. F eðgarnir Eiríkur Ingi Frið- geirsson og Friðgeir Ingi Ei- ríksson hafa fylgt sögu veit- ingastaðarins stóran hluta þessa tíma. Báðir eru þeir mat- reiðslumeistarar og í dag er það Frið- geir Ingi sem fer fyrir eldhúsi Gall- erýsins. Matseðillinn fyrir Food & Fun er með girnilegasta móti og gestakokkurinn, Adam Sobel, á leið- inni. „Adam Sobel byrjaði að leika sér í eldhúsinu þegar hann var fjögurra ára gamall,“ segir Friðgeir Ingi þeg- ar hann er beðinn um að segja deili á hinum væntanlega gestakokki. „Það má því segja að þá þegar hafi verið nokkuð ljóst hvert hugur hans stefndi. Hann þótti í framhaldinu það efnilegur að aðeins einn skóli kom til greina þegar kom að því að hefja nám, og það var Culinary Institue of America í New York.“ Friðgeir út- skýrir að eftir útskrift þaðan hafi So- bel unnið við hlið nokkurra þekktustu matreiðslumeistara Bandaríkjanna. „Adam skapaði sér svo fyrst nafn á veitingastað Bradley Odgen sem staðsettur er á Cesar Palace hótelinu í Las Vegas en sá staður vann James Beardley-verðlaunin sem besti nýi veitingastaðurinn 2004.“ Árstíðabundið hráefni Í kjölfarið opnaði Sobel sinn eigin stað í Los Angeles áður en hann flutt- ist til Washingtonborgar þar sem hann starfar nú sem yfirmat- reiðslumeistari á Bourbon Steak sem staðsettur er á Four Seasons hót- elinu. „Bourbon Steak býður upp á nútímalegan amerískan mat með áherslu á léttari steikur og árs- tíðabundið hráefni. Meðal hinna spennandi hráefna sem við ætlum að nota á Food & Fun er sérvalið nauta prime, og ég bíð spenntur eftir því að sjá hvaða töfrabrögð Sobel fram- kvæmir með þetta einstaka kjöt.“ jonagnar@mbl.is Gallerý með amerískum áhrifum Gallery Restaurant hefur verið í fremstu röð meðal íslenskra veitingahúsa í tæpa fimm áratugi. Þar á bæ er allt klárt fyrir Food & Fun. Morgunblaðið/Ernir „Bíð spenntur eftir því að sjá töfrabrögðin," segir Friðgeir Ingi Eiríksson matreiðslumaður hjá Gallery Restaurant sem mun bjóða gestum mat og drykk í hæsta klassa. Forréttur Leturhumar - gulrætur - enoki sveppir og pæklað grænmeti Aðalréttir Gljáður þorskur - ananas - stökk svínseyru - kínverskt spergilkál Nauta prime „premier Cru sérvalið fyrir Gallery Restaurant – ristaðar rófur - karamellugjáður laukrjómi - beikon marmelaði Eftirréttur Sítrónu marens – kandífloss - ristuð valmúafræ Matseðill F ood & fund er tilhlökkunarefni enda hefur hátíðin gefið okkur tækifæri til að kynnast skemmtilegri þróun í matargerðarlist. Þá er líka gaman að vinna með erlendum matreiðslumönnum sem eru leiðandi á sínu sviði,“ segir Vigdís Ylfa Hreinsdóttir, veitingamaður á Tapashúsinu á Ægisgarði í Reykjavík. Staðurinn var opn- aður sl. haust og hefur því ekki áður tekið þátt í Food & Fun. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur hér á bæ og þess vegna er þetta mjög spennandi. Næstu dagar líta vel út þannig að stemningin fyrir hátíðinni er greinilega mikil.“ Matseðill Tapashússins fyrir Food & Fun er spennandi. Lystauki er reyktur þorskhnakki með rauðum belgpipar, mjölbanana og lárperufroðu. Í forrétt er grillað nautaspjót í „satay og bergmyntu“ og kjötbollur „bao bun“ með sriracha aioli og íslenskri agúrku. Millirétturinn er humarsalat með mjúku kartöflumauki og steiktum skalottulauk og & Hörpuskeljar-ceviche taco með tempura-jalapeno pipar. Aðalrétturinn er heitreykt andabringa með kirsuberja- kavíar & kjúklinga-confit með asískum perum, beikoni og teriyaki-sósu. Að lokum er það svo eftirrétturinn: mexí- kóskur súkkulaðiís með sykurkökukurli og sykurpúðum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Smáréttafólkið Lárus Gunnar Jónasson og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir eru eigendur og kokkar á Tapashúsinu á Ægisgarði. Skemmtileg þróun og mikil stemning Tilhlökkun, segir Vigdís Ylfa Hreins- dóttir veitingamaður á Tapashúsinu. Fjölbreyttur matseðill á Food & Fun. Þorskhnakki, humarsalat og hörpuskel. Humarsalat Fyrir 4 manns 200 g humar (steiktur á heitri pönnu með salti og hvítlauksolíu) 1 bolli japanskt majónes (fæst í sushi-búðum eða Hagkaupi) 2 tsk. sítrónusafi + börkur 2 tst. lime safi + börkur 1 msk. hunang Salt og pipar Humarinn skorinn í bita og blandaður saman við. Smakkað til með salti og pipar. Chilli kartöflumauk 300 g kartöflur afhýddar og soðnar 3 msk. ólífuolía 2 msk. sítrónusafi 1 tsk. sítrónubörkur 1 tsk. chilli paste salt og pipar Kartöflur soðnar þar til þær eru orðnar mjúkar, sigtaðar og hrærðar saman með sítónusafa, sítrónuberki, chilli paste og salti og pipar. Ólífuolíu hellt varlega saman við í lokin. Hörpuskeljar-ceviche 4 stk. risahörpuskel, skorin í þunnar sneiðar 2 msk. yozu-safi (japanskur sítrónusafi) 1 msk. lime-safi 3 msk. appelsínusafi 1 msk. hunang 1 tsk. chilli paste 2 msk. olífuolía Hörpuskelin skorin í þunnar sneiðar. Allt ann- að hráefni sett í blandara og blandað vel saman. Marineringu hellt yfir hörpuskelina. Borið fram með stökkum taco- skeljum og jalapenjó pipar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.