Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.02.2012, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19 I celandair annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar hafa gert þriggja ára samning við Samtök iðnaðarins um rekst- ur Food & Fun-hátíðarinnar. Þá hafa SI og viðburðafyrirtækið Main Course ehf. undirritað samning um að þeir síðarnefndu hafi umsjón með verklegum hluta hátíðarinnar ásamt verk- efnastjóra. „Með þriggja ára samningi þessara aðila er lagður traustur grunnur að því að þróa og efla þessa árlegu matarhátíð sem hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, verkefnastjóri Food & Fun. Helgi Már Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferða- málaráðs Reykjavíkurborgar, og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, skrifuðu undir samningana í Ráð- húsi Reykjavíkur fyrr í vikunni, bolludaginn 20. febrúar. Að sögn Jóns Hauks er tilgangur hátíðarinnar tvíþættur: annars vegar að vekja athygli á íslenskri mat- argerðarlist, gæðum íslenskra hrá- efna og matvælaframleiðslu. Hins vegar að fjölga ferðamönnum til borgarinnar utan háannatíma. „Það er von aðstandenda að með þessum samningum takist að skerpa á áherslum hátíðarinnar og festa hana enn betur í sessi sem alþjóðlega mat- arhátíð,“ bætir Jón Haukur við. Hátíð haldin í 11. sinn Food & Fun 2012 verður haldin í Reykjavík dagana 29.-4. mars, en þetta er í 11. sinn sem hátíðin er haldin. Frá upphafi hefur Food and Fun snúist um að boða til landsins er- lenda matreiðslumeistara, kynna fyr- ir þeim íslensk gæðamatvæli og Ís- land og Reykjavík sem sælkeraland- og borg. Það hefur skilað sér í um- talsverðri umfjöllun í erlendum fjöl- miðlum og meðal veitingamanna, en um 200 erlendir matreiðslumeistarar og fjöldi annarra matgæðinga og fjöl- miðlamanna hafa komið á hátíðina frá upphafi. Meðal annars valdi ný- lega hið virta tímarit National Geog- raphic Food and Fun eina merkustu matarhátíðina í sælkeraheiminum. „Hátíðin í ár verður sú umfangs- mesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum matreiðslu- meisturum og fjöldi erlendra blaða- manna hefur aldrei verið meiri,“ bætir Jón Haukur við. „Veitingastað- irnir bjóða fjögurra rétta sælkera- máltíð eins og undanfarin ár á sama verði á öllum stöðum.“ Hann nefnir ennfremur að þrátt fyrir miklar verðhækkanir á hráefniskostnaði haldist verðið óbreytt frá síðustu ár- um. Miðvikudags-, fimmtudags- og sunnudagskvöldið kostar fjögurra rétta matseðill 6.900 kr. en föstu- dags- og laugardagskvöld 7.400 kr. Árlega er keppt um „Food & Fun Chef of the Year“-verðlaunin sem eru orðin vel þekkt og eftirsókn- arverð í sælkeraheiminum. Keppnin, þar sem þrír efstu kokkarnir etja kappi, verður haldin í Hörpunni laug- ardaginn 3. mars. Hún verður með nýstárlegu sniði í ár þar sem almenn- ingi gefst kostur á að fylgjast með meisturunum elda úr fyrirfram ákveðnu hráefni sem valið er fyrir þá. Aðrir samstarfsaðilar Food and Fun 2012 eru Íslandsstofa, Iceland Naturally, MS, Vífilfell, American Express og Saltverk. jonagnar@mbl.is Samningar undirritaðir um Food & Fun Merk matarhátíð í sælkeraheimi. Þriggja ára samningur. Fjölga ferðamönnum og vekja athygli á hráefninu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samningar í höfn. Helgi Már Björginvinsson frá Icelandair, Orri Hauksson frá SI og Einar Örn Benediktsson formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur. Jón Haukur Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.