Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Þ að var skemmtilegt á Hönnunar- mars að sjá hversu margir eru farnir að spá í matarhönnun, upplifanir í kringum mat og ýmsa stemningu,“ segir Áslaug Snorradóttir sem rekur veisluþjónustuna Pikknikk ásamt Önnu Elínborgu Gunnarsdóttur. „Við vinkonurnar höfum haldið margar fjörugar veislur í gegnum árin, allt frá tveggja manna til tvö þúsund, sem undantekningarlaust hafa verið sér- sniðnar. Það er alltaf einhver útgangs- punktur; kveikjan getur verið tónlist, litur eða land – hughrif út ferðalagi.“ Drapplituð veisla Áslaug hugsar sig aðeins um og segir veisluna með drapplita matnum hafa reynt á. „Maturinn var allur drapplitur, en hann varð lystugur. Svarthvíta boðið var líka skemmtilegt; sextán innkomur af svörtum og hvítum mat, vel valin tónlist við hvern rétt. Með ostrunum var leikið Je t’aime moi non plus með Gainsbourg/Birkin og fleira hressandi. Það voru líka nokkur rússnesk Zakuska-partí, flauel, silfur, ávextir og tilheyrandi.“ Hún segir gaman að geta verið frjáls og skapað gleði án áreynslu. „Flæðandi kæti kemur alltaf best út í boðum. Því er ég síð- ur fyrir tískustrauma, þó auðvitað hafi tíð- arandinn áhrif, en þegar pestó var með öll- um mat á tímabili fékk ég óþol. Ég var rétt í þessu að jafna mig á því og gerði til dæm- is tíu ólík pestó í veislu um síðustu helgi. Bleik-frönsk ferming Eitt skemmtilegt verkefni var að útfæra veislu með Melkorku fermingarbarni,“ heldur hún áfram. „Þemað var bleikt og franskt. Samkvæmið byrjaði standandi og gestum var boðið upp á litrík, sterk ávaxtaskot. Flug og lending; sítróna, engi- fer og rauðrófa, og ástríðuskot en það er mun mildara með jarðarberjum, blóðgreip og vatnsmelónu. Ásamt skotunum var boð- ið upp á freyðivín og cider og fingrafæðu. Síðan tók við sitjandi aðalréttur fyrir 80 manns á langborðum. Grillaður humar og vínsoðinn kræklingur, borið fram á stórum fötum og lagt á borðin, svo gat hver og einn pillað að vild í rólegheitum. Desertinn var á upphækkuðu borði; brie-ostur, appelsínubörkur þurrkaður í lengjum, hrúgur af fíkjum, allskyns hnetum, þurrk- uðum ananas, papaya og kiwi.“ Kornflekshreiður og súkkulaðiegg Og ekki er allt upptalið enn. „Makkarónukökurnar, sítrónu og hind- berja, voru frá Ásgeiri í Sandholtsbakaríi,“ segir Áslaug. „Franska súkkulaðikakan okkar skartaði súkkulaðihúðuðum vínberjaklasa og svo útbjuggum við korn- flekshreiður með marglituðum súkku- laðieggjum af ýmsum gerðum. Dragées, súkkulaðihúðaðar möndlur, voru á veisluborðinu að gömlum, kaþólsk- um sið sem tengist fermingum. Hátíðar- tertan var marengsfjall með rjóma og hindberjum og punkturinn yfir i-ið voru ítalskar profiteroles. Varla þurfti nú að skreyta herlegheitin, en við settum samt bleikar rósir.“ Hún segir að það hafi ekki vantað fjörið í veisluna og nefnir í sömu andrá sælgætis- spjót, sem slógu í gegn hjá yngstu kynslóð- inni. „Við pökkuðum hunangsmelónu í bleikan páskaeggjapappír og stungum spjótunum í. Skemmtilegast var auðvitað að allar vinkonur fermingarbarnsins og heimilisfólkið tóku þátt í undirbúningnum og uppsetningu, ásamt því að grilla og bera á borð undir franskri tónlist. Sæt- metinu var skolað niður með litríkum jurtaseyðum, svo sem blóðbergsbláberja- tei, öðru nafni heilögum anda.“ beggo@mbl.is Litaþema Frönsk ferming með bleiku ívafi. Girnilegt Frönsk súkkulaðikaka. Hughrif úr ferðalagi Áslaug Snorradóttir hjá veislu- þjónustunni Pikknikk leggur áherslu á upplifun og stemn- ingu í kringum mat. Páskaegg Kornflekshreiður. Fyrir krakkana Sælgætisspjót. Ísold Systir fermingarbarnsins. Áslaug Snorradóttir. Kjúlli á bakinu. Áslaug Snorradóttir gefur upp- skrift að gulum hádegisverði sem örvar sköpunarkraftinn. Forréttur Graskerssnitta Grasker skorið í kubba, penslað með olíu og bakað í ofni. Gulrótarpestó 3 gulrætur, tættar í mauk 1 hnefi möndlur, gott að rista og svo fínsaxa 1 hnefi rifinn parmesanostur (um 1 dl) 2 hvítlauksgeirar salt sesam- eða ólífuolía kryddjurtir ef vill Graskerspestó 2 dl graskersfræ 1 hnefi parmesanostur 2 hvítlauksgeirar 1 hnefi fersk basilíka ½ dl ólífuolía Raðað saman graskeri, pecor- ino-ostbita og tveggja lita pestó og toppað með blóðap- pelsínu, sem ljúffengt er að kreista yfir. Aðalréttur Kjúlli á bakinu með yngingarblöndu frá indverskum prinsessum Heill kjúklingur, fylltur með sítrónum og blóðappels- ínubátum og grillaður. Allur skalinn af gulu rótar- grænmeti úr ísskápnum; gras- ker, kartöflur, rófur, gulrætur og sætar kartöflur. Hituð sesamolía með hressileg- um skammti af röspuðu engi- feri, túrmerik, broddkúmeni, steyttum kóríander og kardi- mommum, pressuðum hvítlauk og chili. Grænmetinu öllu velt í blöndunni og stungið inn í ofn. Saffrangrjón Hrísgrjónin gulu fást í ostabúð- inni Búrinu við Nóatún, þau eru saffran-blönduð og tilbúin í pott, leiðbeiningar á pakka. Gul baunakássa undir áhrifum frá riz e bizi og dahl Baunakássan er í ætt við ís- lenska baunasúpu nema þessi er með orange-linsubaunum og broddkúmeni; einn þekktasti réttur Indverja, eða eins og þeir segja: „rice and dahl“. 8 dl vatn 250 gr rauðar linsubaunir 1 tsk túrmerik olía og salt á hnífsoddi 1 tsk broddkúmen gulur laukur, skorinn í helminga og þunnt saxaður Vatn, baunir, salt og túrmerik soðið í potti í 15 mínútur, hrært í við og við. Kúmenið steikt í olíu- nni, lauknum bætt út í, látið krauma í nokkrar mínútur og loks hrært út í súpuna. Sól í sinni Graskerssnitta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.