Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 14
Fínir Gaman er að föndra hluti á veisluborðið, t.d. servíettuhringi.
Litadýrð Kertaskreytingar eru orðnar vinsælt föndur. Það er ekki flókið að skreyta kerti og er líka þrifalegt.
Tilbreyting Af hverju ekki að föndra fallega öskju fylla af góðgti og gefa í staðinn fyrir páskaegg?
P
áskarnir eru kjörinn tími til
að föndra. „Páskarnir eru
t.d. ólíkir jólunum að því
leyti að það er minni asi á
fólki og flestir fá gott
tveggja daga frí áður en aðal-
hátíðisdagurinn rennur upp. Fólkið
sem kemur hingað til mín í verslunina
í aðdraganda páska er enda alveg
laust við allt stress,“ segir Guðfinna
Anna Hjálmarsdóttir, eigandi versl-
unarinnar Litir og föndur við Smiðju-
veg.
Föndrið hefur verið að sækja í sig
veðrið síðustu ár, hvort heldur sem er
um páska eða á öðrum tímum árs.
„Skemmtilegast þykir mér að sjá að
unga fólkið er farið að föndra meira
en áður, og er þá að föndra bæði
handa sjálfu sér og svo líka með börn-
unum sínum,“ segir Guðfinna og und-
irstrikar að föndur sé einhver besta
samverustund sem fjölskyldan getur
átt. „Ég held að allir hafi gaman af
því þegar fjölskylda sest niður við
eldhúsborðið og föndrar í samein-
ingu. Sjálf á ég ósköp ljúfar minn-
ingar frá minni barnæsku af því þeg-
ar við föndruðum saman fjölskyldan,
og svo seinna meir þegar ég var sjálf
orðin foreldri og föndraði með börn-
unum mínum og barnabörnum.“
Perlur og fjaðrir
Að föndra er heldur ekki dýr iðja.
„Efni eins og fjaðrir, perlur, vatt-
kúlur, pípuhreinsarar, filtefni, litir og
Dúskar Með goggum og höttum má gera skemmtilega gula unga.
Föndrið skapar góðar minningar
Það kostar ekki mikið að
koma upp góðri fönd-
urskúffu á heimilinu og oft
gefst góður tími um páska
til að dunda sér við
skemmtilegt föndur
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Dýrmætt Guðfinna segist eiga margar góðar minningar um föndurstund með börnum og barnabörnum. Í kring-
um páskana gefist oft gott tóm til að föndra, hvað þá ef haldið er t.d. upp í sumarbústað yfir páskahelgina.
skraut kostar sáralítið og það þarf
ekki að eyða miklu svo hægt sé að
hefjast handa við föndrið. Hægt er að
leggja grunninn að góðri fönd-
urskúffu með vönduðum skærum,
penslum, og föndurlími. Svo er bara
að breiða gömul dagblöð yfir eldhús-
borðið og leyfa listrænu hæfileik-
unum að fá útrás.“
Guðfinna segir alls kyns föndur
henta á páskum. „Við eigum t.d. hjá
okkur marglita dúska sem hægt er að
föndra unga ur, skreyta með gogg,
húfum og blómum. Eins seljum við
plastegg sem eru kjörin til að skreyta
og hengja upp á greinar en mjög al-
gengt er að fólk velji að búa sér til
skraut sem fer vel á páskagrein.“
Að föndra úr svokölluðum Steinbo-
den-perlum er líka mjög vinsælt.
„Um er að ræða litlar perlur með
gati, sem hægt er að „sauma“ eftir
munstrum sem nóg er til af. Með
perlunum saumar fólk út afskaplega
skemmtilegt skraut til að hengja á
greinar, s.s. litla unga eða saumar
perlunar utan um um vattegg.“
Skrautkertin vinsæl
Eins segir Guðfinna vinsælt að búa
til skraut sem fer vel á veisluborðinu
um páska, t.d. servíettuhringi eða
ríkulega skreytt kerti. „Mjög mikill
áhugi er á kertaskreytingum um
þessar mundir. Við seljum litrik kerti
til að skreyta, en föndrarar leggja
vaxþynnur undir munstur sem farið
er ofaní með kulupenna, skera út með
hníf eða nál eða móta fígúrur sem svo
má þrýsta á kertið. Kertaskreyting
getur verið mjög einföld ef fólk vill og
svo skemmir ekki fyrir hvað þetta er
þrifalegt föndur.“
ai@mbl.is
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Að lita hænuegg er sígilt páska-
föndur. „Ég stunda það t.d. með
mínum barnabörnum að lita egg
en það gerum við með því að dýfa
þeim í vatn með matarlit. Þannig
fá eggin á sig fallegan pastellit,
og síðan eru þau skreytt með eit-
urefnalausum litum,“ segir Guð-
finna. „Við gerum það svo að leik
á páskadag að ég fel lituðu eggin
og nokkur súkkulaðiegg á fal-
legum reit og krakkarnir, pabbi,
mamma, afi og amma þurfa svo
að hafa uppi á kannski 30-40
eggjum. Á skjólsælums stað eins
og Öskjuhlíðinni getur útkoman
orðið mjög skemmtileg, og hvað
þá ef alvöru páskakanínur eru á
stjái á svæðinu.“
Ef einhver í fjölskyldunni getur
ekki borðað súkkulaði eða annað
sælgæti er svo kjörið að nota
föndurhæfileikana til að skreyta
pappaegg og fylla með einhverju
góðgæti sem hentar. „Svo er
skemmtilegt að lita t.d. pappa-
öskju brúna, skreyta á páska-
legan hátt, og fylla svo með smá-
kökum og öðru góðgæti til að
færa eldri fjölskyldumeðlimum.“
Leita að lit-
uðum eggjum