Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ | 19
E
f snjórinn helst á skíða-
svæðunum verða páskarnir
líklega stærsta ferða-
mannahelgi vetrarins á
Norðurlandi. Veðrið ræður
þessu mikið en mér heyrist að bók-
anir á gististöðum séu ágætar og af-
þreyingin sem býðst sé við allra
hæfi,“ segir Ás-
björn Björg-
vinsson fram-
kvæmdastjóri
Markaðs-
skrifstofu Norð-
urlands.
Skíðasvæðið
heillar
Það er hefð hjá
mörgum að fara
norður um
páskana. Akureyri hefur stimplað sig
inn sem vinsæll ferðamannastaður á
þessum árstíma, enda er kostað
kapps um að allir finni eitthvað við
sitt hæfi; vetraríþróttir. Sömu sögu
er að segja um flesta aðra staði fyrir
norðan, um páskana sameinast
heimamenn um að bjóða gesti vel-
komna.
Ásbjörn segir að skíðasvæðið á
Siglufirði njóti greinilega aukinna
vinsælda, þeir sem til dæmis gisti á
Akureyri geti nú auðveldlega skutl-
ast til Siglufjarðar eftir að Héðins-
fjarðargöng voru opnuð fyrir umferð.
„Skíðasvæðin draga flesta hingað
norður um páskana og Hlíðarfjall við
Akureyri er á toppnum. Svo er auð-
vitað líka mikið um að fólk komi hing-
að norður til að heimsækja ættingja
og vini.“
Loftbrú milli landshluta
Flugfélag Íslands flýgur sex og allt
upp í ellefu ferðir á dag á milli
Reykjavíkur og Akureyrar. Ari Foss-
dal, stöðvarstjóri FÍ á Akureyr-
arflugvelli, segir að skíði séu nokkuð
algengur farangur á þessum árstíma.
„Já, skíðin eru áberandi í farangri
fólks og brettum hefur fjölgað mikið
eftir að þau urðu vinsæl. Veðrið
skiptir auðvitað öllu máli eins og
reyndar alltaf þegar flug er annars
vegar. Stærsti dagurinn hjá okkur er
venjulega annar í páskum, enda
þurfa margir að mæta í vinnu daginn
eftir. Álagið er nokkuð jafnt dagana
fyrir sjálfa hátíðina, en við bætum við
ferðum ef með þarf.“
Ekkert er flogið á páskadag, þann-
ig að starfsfólk FÍ fær þá frí.
„Vaktakerfið er sett upp þannig að
starfsfólk fær ágæta pásu annað
hvert ár. Hitt árið er svo nokkuð mik-
il viðvera. Ef veðrið er óhagstætt og
áætlun raskast þurfum við að kalla út
starfsfólk sem er í fríi, sem er alltaf
tilbúið til að leggjast á árarnar með
okkur ef mögulegt er,“ segir Ari.
Flugfarþegarnir fylgjast vel með
veðurspám, segir Ari, og þeir hafa
greinilega tröllatrú á Flugfélagsfólki
hvað veðráttuna varðar, að sögn Ara
„Þetta á sérstaklega við þegar spáin
er eitthvað óljós. Margir þurfa nauð-
synlega að fljúga á milli staða á til-
settum tíma, þannig að það er vissara
að fylgjast vel með veðrinu. Sumir
eru að fara til útlanda og þá er eins
gott að ferðaáætlunin innanlands
standist, aðrir þurfa að mæta á fund
eða athöfn og treysta á að áætlunin
hjá okkur standist,“ segir Ari Foss-
dal.
Gaman á Græna hattinum
Á tónleikastaðnum Græna hatt-
inum á Akureyri verður mikið um-
leikis um páskana. „Hjá mér hafa
páskarnir verið samfelld vinna árum
saman og svo verður líka í ár en tón-
leikarnir um páskana þetta árið
verða alls sex,“ segir Haukur
Tryggvason á Græna hattinum á Ak-
ureyri. Hann segir afmælistónleika
Svanfríðar stórviðburð í íslensku tón-
listarlífi. „Hljómsveitin var stofnuð í
ársbyrjun 1972 í kjölfar þess að
hljómsveitin Náttúra leystist upp eft-
ir að hafa tapað öllum hljóðfærum
sínum í Glaumbæjarbrunanum
skömmu áður. Pétur W. Kristjánsson
söngvari lét það ekki stöðva sig, fékk
sér nýtt hljóðkerfi og stofnaði Svan-
fríði, sem náði miklum vinsældum,“
segir Haukur.
Pétur lést langt um aldur fram, 3.
september 2004, aðeins 52 ára gam-
all. Hann hefði því orðið sextugur á
þessu ári. Gunnar Hermannsson,
Sigurður Karlsson og Sigurður Rún-
ar Jónsson ætla að heiðra minningu
Péturs og fagna um leið 40 ára af-
mæli hljómsveitarinnar á Græna
hattinum 4. apríl og hálfum mánuði
síðar í Austurbæ í Reykjavík. Elvar
Örn Friðriksson og Pétur Örn Guð-
mundsson sjá um að fylla skarð Pét-
urs Kristjánssonar. Þetta verða tón-
leikar sem talað verður um lengi á
eftir.“
Á skírdag verður ofurkvartettinn
ADHD með tónleika á Græna hatt-
inum. Megas og Senuþjófarnir stíga
á svið föstudaginn langa og á laug-
ardeginum er röðin komin að Bagga-
lúti. Hjálmar slá svo botninn í þessa
helgi á Græna hattinum á Akureyri
með tónleikum á páskadag.
karlesp@simnet.is
Öll vötn falla nú
til Akureyrar
Skíðasvæðin nyðra heilla um páskana. Annríki er hjá
Flugfélagi Íslands. Vertinn á Græna hattinum á Akureyri
heldur ekki minna en sex tónleika nú um hátíðarnar.
Svanfríður Gömlu eðalrokkarnir spilar fyrir norðan um um páskana. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tónleikar Margir áhugaverðir tón-
leikar verða á Græna hattinum
hjá Hauki Tryggvasyni. .
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hlíðarfjall Margir munu skemmta sér á skíðum fyrir norðanum páska.
Ásbjörn
Björgvinsson.
Það er gaman að vera í Mývatnssveit um páskana !
Endalausir möguleikar á útivist, sleðaferðir um fjöllin, troðnar gönguskíðabrautir fyrir skíðafólk,
hin árlega Píslarganga umhverfis Mývatn á föstudaginn langa og svo auðvitað slökun í
Jarðböðunum eftir góða útivist. Að sjálfsögðu lýkur hverjum degi svo með sælkeramáltíð í
okkar vinsæla veitingahúsi “Myllunni”. Hægt er að bóka vélsleðaferðir fyrir litla hópa og leigja
gönguskíði hjá okkur í Hótel Reynihlíð. Nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna !
Í páskatilboðinu er innifalin gisting í 2ja manna herbergi með fullu fæði, morgunverði,
hádegisverði og 3ja rétta kvöldverði. Drykkir ekki innifaldir.
Einnig er innifalið aðgangur 1x í Jarðböðin við Mývatn.
Hlökkum til að sjá þig !
Hringdu og bókaðu páskafríið í Hótel Reynihlíð í síma 464 4170 eða
á netfanginu bookings@reynihlid.is.
*Tilboðið gildir 5-9. apríl 2012.
....komið og njótið ykkar við Mývatn !
VIÐ MÝVATN
HÓTEL REYNIHLÍÐ
www.myvatnhotel.is
Hótel Reynihlíð - 660 Mývatn - Sími 464 4170 - netfang: info@myvatnhotel.is
Páskatilboð: fyrsta nóttin kr. 33.600,- fyrir tvo í 2 mannna herbergi,
önnur nóttin kr. 13.000,- fyrir 2, þriðja nóttin kr. 9.000,- fyrir 2, fjórða nóttin frí !