Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 20

Morgunblaðið - 30.03.2012, Side 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ P áskarnir eru miklir blómadagar enda fátt sem gerir heimilið hátíð- legra en gul og falleg páskablóm. Einn vöndur af páskaliljum, kannski nokkur gul kerti og ein gul planta, er allt sem þarf til að koma heimilinu í páskabúning,“ segir Hendrik Berndsen, eða Binni eins og hann er yfirleitt kallaður, í Blómaverk- stæði Binna. Binni hefur verið viðriðinn blómasölu í hartnær 60 ár og á sínar fyrstu minningar úr blóma- verslun afa síns. Hann segir helstu breytinguna á þessu hálfrar aldar tímabili vera hvað úrvalið af páskablómum hefur vaxið. „Þegar ég var að byrja var eiginlega ekk- ert annað en páskaliljur á boð- stólum en í dag er að finna marg- ar blómategundir í gulu og þeir sem vilja breyta til geta á páskum fengið sér gular rósir, gular ger- berur, eða eldliljur svo nefnd séu nokkur dæmi.“ Páskaliljurnar eru samt lang- vinsælastar. „Páskaliljan er vor- boði, skín gul eins og sólin, og þar sem hún vex er hún iðulega fyrsta blómið til að koma upp úr snjón- um,“ segir Binni. Greinar á danska vísu Að prýða heimilið með for- sythiu-greinum er líka vinsæl val- kostur. Forsythían er með gul blóm og greinarnar má skreyta. „Forsythíugrein fer mjög vel í vasa á stofuborði, með fallegu páskaskrauti. Um er að ræða danska hefð sem virðist hafa bor- ist hingað til lands fyrir þetta 25- 30 árum.“ Bæði páskaliljur og for- sythíugreinar segir Binni að kalli ekki á flókna sérstaka umhirðu. „Það eina sem þarf að gera við liljurnar er að skera neðan af þeim og setja í vatn. Svo er gott ef hægt er að setja þær á kaldari stað yfir nóttina en það hjálpar til við að tryggja að liljurnar blómstri fallega yfir alla páskana.“ Páskaliljusalan fer yfirleitt á fullt á skírdag. „En mest er að gera á laugardeginum eftir föstu- daginn langa. Það er góður dagur til að kaupa liljurnar því líftími blómanna er ekki nema 4-5 dag- ar.“ Binni segir ekki hafa orðið neinn samdrátt að ráði í pásalilju- kaupum landsmanna þrátt fyrir kreppu. Tilvalin páskagjöf „Páskalijlan er líka með því ódýrara sem finna má í blómabúð- um og fallegur vöndur til að hafa t.d. á veisluborði kostar ekki mik- ið.“ Landinn kaupir páskablómin bæði fyrir sjálfan sig, en líka sem gjöf handa vinum og ættingjum. „Oft lítur fólk við hjá okkur í blómabúðinni á leið í heimsókn til mömmu eða ömmu, og kippir með sér einum vendi af páskaliljum. Þetta er falleg og vel þegin gjöf. Stór liður í páskasölunni eru svo páskaliljuvendir fyrir leiði, en það er útbreidd hefð að heimsæka leiði ástvina á páskum, gera jafn- vel litla vorhreingerningu, og skreyta með snotrum páskablóm- um.“ ai@mbl.is Páskarnir byrja með blómunum Páskaliljur hafa stuttan líftíma og hjálpar að geyma blómin á köldum stað yfir nóttina, segir Binni blómasali. Morgunblaðið/Styrmir Kári Blóm Binni segir fólk vilja einfalda og látlausa blómvendi um páska. Gaman er að leyfa páskaliljunum að njóta sín einar og sér en það má t.d. setja með birkigreinar til að hengja á skraut. Hugmyndaflugið ræður. ’Oft lítur fólk við íblómabúðinni á leiðí heimsókn til mömmueða ömmu, og kippirmeð sér einum vendi af páskaliljum. Skeyting Stór liður í páskasölunni eru svo páskaliljuvendir fyrir leiði, en það er mjög útbreidd hefð að heimsæka legstæði ástvina á páskunum Blóm Narsissusar Gula páskaliljan sem íslendingar þekkja, Narsissus pseudonarcissus, virð- ist allt frá tímum Forn-Grikkja hafa haft tengingu við yfirnáttúruleg öfl. „Latneska heiti ættkvíslarinnar kemur til vegna grísku goðsagnarinnar um hinn unga og fagra Narsissus sem var of sjálfhverfur til að endurgjalda ást þeirra meyja sem felldu til hans hug. Segir sagan að dísin Ekkó varð ást- fangin af Narsissusi en þegar hann vildi ekkert með hana hafa grét Ekkó þar til ekkert varð eftir nema rödd hennar,“ segir Binni. „Guðirnir reiddust Narsissusi og létu piltinn kenna á eigin fegurð, svo eitt sinn þegar hann sat við tjarnarbakka og sá sjálfan sig speglast í vatninu gat hann með engu móti hætt að dást að sjálfum sér. Sat Narsissus við bakkann þar til hann veslaðist upp og dó. Þar sem hann hafði setið óx svo upp falleg páskalilja, og enn lýtur liljan höfði líkt og Narsissu gerði við tjörnina.“ Dymbilvika í Hallgrímskirkju 2012 Pálmasunnudagur 1. apríl Messa og barnastarf kl. 11. Birkigreinar bornar inn í tilefni Pálmasunnudags. Prestur sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Inga Harðardóttir guðfræðinemi prédikar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Skírdagur 5. apríl Kvöldmessa kl. 20. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar, félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Í lok athafnar verður Getsemanestund með afskrýðingu altarisins. Altarisklæði eftir Unni Ólafsdóttur tekið fram til notkunar á föstudaginn langa. Föstudagurinn langi 6. apríl Guðsþjónusta kl. 11. Tónlistarflutningur er tengdur föstudeginum langa, m.a. Lacrimosa úr Mozart Requiem. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja, stjórnandi og organisti er Hörður Áskelsson. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kl.13-18 Heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Eftirtaldir stúdentar í guðfræði og bókmenntafræði við Háskóla Íslands lesa: Daníel Örn Arnarson, Guðrún Þorgrímsdóttir, Gunnar Már Kristjánsson, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Auður Hermannsdóttir, Magnea Þuríður Ingvarsdóttir, Ólafur Jón Magnússon, Sigríður Sæunn Sigurðardóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir og Þuríður Anna Pálsdóttir. Umsjón með lestrinum hefur Baldur Sigurðsson dósent. Í tilefni af 30 ára afmæli Listvinafélags Hallgrímskirkju og 20 ára afmæli Klaisorgelsins verða frumfluttir 6 nýir Passíusálmaforleikir eftir Elínu Gunnlaugsdóttir, Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, John A. Speight, Þorkel Sigurbjörnsson og Þuríði Jónsdóttur. Björn Steinar Sólbergsson og Hörður Áskelsson frumflytja orgelforleikina milli lestranna. Páskadagur 8. apríl Árdegisguðsþjónusta kl. 8. Páskatónlist, m.a. Páskahelgileikur úr Hólabók frá 1589 fluttur af Mótettukór Hallgrímskirkju og einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Organisti: Björn Steinar Sólbergsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverrisdóttur djákna. Hátíðarmessa og barnastarf kl. 11. Páskatónlist. Þættir úr Messu í c-moll eftir Mozart. Flytjendur: Mótettukór Hallgrímskirkju, Þóra Einarsdóttir sópran, stjórnandi Hörður Áskelsson og organisti Björn Steinar Sólbergsson. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Annar í páskum 9. apríl Hátíðarmessa og ferming kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverrisdóttur djákna. Félagar úr Mótettukórnum syngja, organisti er Hörður Áskelsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.