Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 22

Morgunblaðið - 30.03.2012, Page 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ „Heimabærinn heillar enda finnst mér Akureyri alltaf öðlast nýjan svip um páskana. Sem strákur fyrir norðan fannst mér þessi hátíð alltaf marka kaflaskil í bæjarlífinu, enda fór maður þá eftir langan vetur að sjá aftur andlit aðkomufólks í bænum. Fjölskyldan reynir alltaf að komast norður um páskana, okkur finnst alltaf voðalega notalegt að koma þangað enda bjugg- um við í alls ellefu ár erlendis og finn- um því vel hvar ræturnar liggja. En þá förum við bara til þess að heilsa upp á vini og ættingja, ég hef til aldrei kom- ist upp á lag með skíðaíþróttina eins og svo margir norðanmenn,“ segir Ak- ureyringurinn Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Ég var mikið á vélsleða þegar ég var yngri og það voru ófáir páskarnir sem maður skellti sér á sleða ef færið var gott. Það er hvergi betra að vera en á Akureyri og Eyjafirði þegar kemur að vetraríþróttum. Í útlöndum þar sem ég bjó í ellefu ár alls þóttu mér páskarnir með sama þætti vera ákveð- in straumhvörf. Daginn farið vel að lengja og hlýna og kominn sá tími að maður gat setið og borðað kvöldmat- inn með fjölskyldunni úti á verönd eða á svölunum. Þetta var svona í Þýska- landi, Bandaríkjunum og Danmörku þar sem ég bjó lengst,“ segir Birkir. „Páskarnir eru annatími í fluginu; margir á ferð og við teljum þá, jólin og sumarið til hápunkta hjá Icelandair. Skv. venju fara margir með okkur núna til dæmis til Orlando í Bandaríkj- unum, enda eiga ófáir Íslendingar þar sumarhús og dveljast langdvölum. En það má annars einu gilda hver áfanga- staður okkar er, fólk notar páskana mikið til að ferðast; bæði Íslendingar sem fara utan og margir sem koma hingað.“ Birkir Hólm Guðnason Markaði kafla- skil í bæjar- lífinu nyðra „Páskanir verða virkilega góð hvíld eft- ir annasaman tíma að undanförnu. Dagarnir verða nýttir til útiveru í góða veðrinu, sem ég er búin að panta, og samverustunda með börnunum mín- um. Þá liggur fyrir að fara í tiltekt á lóð- inni, gróður losnar senn úr viðjum vetr- arins og þá er nauðsynlegt að vera búinn að hreinsa burt sinugróður, tína saman flugeldaprikin og spúla burt sandinn. En umfram allt verður þetta kærkomið frí með börnunum mínum þremur, en þau eru öll mjög virk í íþróttum og eftir mjög stífa dagskrá er gott að fá nokkurra daga pásu,“ segir Þórey Ólafsdóttir sölu- og markaðs- stjóri veitingastaðarins Nítjándu í Kópavogi. Margir nýta páskana til útivistar og það kveðst Þórey svo sannarlega munu gera. „Ég bý í Garðabæ og hér búum við svo einstaklega vel að Helga- fellið ofan við Hafnarfjörð er í næsta nágrenni. Ganga á fjallið er mjög hress- andi og skemmtileg, aðeins um klukku- stund upp og niður og því alveg tilvalin afþreying á góðum degi. Nú síðan er það páskasteikin, sjálft páskalambið með öllu tilheyrandi meðlæti og einnig sjálfsagt að líta í einhverjar bækur. Síð- an er aldrei að vita nema við skellum okkur í páskabrunch-inn á Nítjándu á annan í páskum en það eru einmitt mörg veitingahús sem hafa opið á þessum hátíðardögum,“ segir Þórey. „Sumir segja að páskarnir séu besta frí ársins. Jólin og undirbúningur þeirra einkennast alltof oft af miklu kapphlaupi og allur gangur er á fjölda frídaga hverju sinni en páskafríið er alltaf þessir föstu fimm frídagar. Mað- ur gengur alltaf að þeim vísum einmitt á þeim tíma þegar daginn er farið vel að lengja og vorið liggur í loftinu,“ segir Þórey. Þórey Ólafsdóttir Fimm dagar og burt með flugeldaprikin „Fjölskyldan fer alltaf í sveitina um páskana, þar sem við eigum afdrep í Víðidalnum og reynum að vera þar öll- um lausum stundum. Eftir tarnir í vinnu finnst mér óskaplega ljúft að komast norður enda bjóða umhverfi og stað- hættir þar upp á marga möguleika til útivistar og að gera eitthvað virkilega skemmtileg. Við erum til dæmis ekki nema tvo tíma í sveitina hingað úr bænum og úr Víðidal til dæmis rétt tæpan klukkutíma að keyra í Tindastól á Skaganum þar sem Skagfirðingar hafa eitt besta skíðasvæði landsins,“ segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri BL. Segja má að úr Víðidal sé stutt til allra átta og fyrir vikið býður staðurinn hugmyndaríku fólki sem vill gera eitt- hvað skemmtilegt upp á svo margt. „Við dundum okkur við margt skemmtilegt. Eigum til dæmis lítinn Færeying, trilluhorn sem er við bryggju á Hvammstanga. Förum oft þangað og eitthvað út á Húnaflóann og setjum út færi. Þurfum raunar ekki nema örstutt stím út með Vatnsnesinu til að komast á ágæta fiskislóð þar sem þorskur er á nánast hverjum öngli. Komum svo heim í sveitina þar sem við gerum að fiskinum. Þetta eru búhyggindi. Í gegn- um sjósóknina hefur maður líka kynnst fjölda skemmtilegra karla á Hvamms- tanga,“ segir Loftur. „Í fyrra héldum við fjölskyldan okkar fyrstu jól í sveitinni sem var afskaplega notalegt. Fín hvíld eins og gjarnan verð- ur þegar í nýtt umhverfi er komið. Fór- um þá í messu í Víðidalstungukirkju og finnst að það sama gerum við aftur nú og hlustum á sveitaprestinn segja frá krossfestingu frelsarans – sem steig niður til heljar en reis svo aftur upp frá dauðum, rétt eins og Biblían segir svo ágætlega frá.“ Loftur Ágústsson Sveitaprest- inn segir frá krossfestingu „Þetta verða góðir páskar og fjöl- skyldan hlakkar til þess að eiga saman nokkra daga í afslöppun í sveitinni. Foreldrar mínir eiga sumarhús austur í Biskupstungum og þangað höfum við oft farið um páskana. Að komast í nýtt umhverfi og vera ekki í þessum dag- legu viðfangsefnum felur alltaf í sér heilmikla hvíld. Þarna er til dæmis hægt að fara í gönguferðir og þá eru skemmtilegir staðir eins og Gullfoss og Geysir ekki langt undan,“ segir Eggert Jónsson, kondidormeistari á Café Adesso í Smáralind. „Austur í bústað höfum við auðvit- að heitt og kalt vatn en aðeins örfá ár eru síðan við fengum rafmagnið. Fram að þeim tíma var bara eldað með gasi og setið við kertaljós og því fylgdi oft sérstaklega ljúf og þægileg stemning til dæmis á kvöldin sem ég sakna í aðra röndina. En auðvitað er rafmagn- ið kostur, til dæmis við eldamennsku um páska þegar maður vill gera vel við sig og sína í matargerðinni. Ég reikna með að núna verðum við með sem hátíðarmat nautalund með ber- naise-sósu; mat sem stendur alltaf fyrir sínu þó eldamennskan sé í raun og veru ekkert sérstaklega flókin. Já og svo er ekki ósennilegt að á eftir verðum við með eftirrétt, þar sem skyr, rjómi, vanilla og sykur eru uppi- staðan,“ segir Eggert og bætir við að eftir annir að undanförnu, meðal ann- ars í tengslum við fermingu sonarins, sé fjölskyldunni tilhlökkunarefni að fara út fyrir bæinn. Páskanir séu eitt ljúfasta frí ársins; dagar á mörkum vetrar og vors þegar náttúran sé að breyta um svip og bjart talsvert fram á kvöldið. Þetta séu góðar stundir enda þó mestu hlunnindin séu að vera með fjölskyldunni og þeim sem manni séu kærastir. Eggert Jónsson Eigum saman nokkra góða daga í sveitinni R eglan um páska í kirkju vestrænna landa er sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl frá og með 21. mars, en þá eru yfirleitt vorjafndægur – sem merkir jafnlengd myrkur og ljóss. Að því leyti merkja páskarnir öðrum þræði að sólin sigrar og það góða hefur alltaf yfirhöndina. Þeirra góðu frídaga sem nú fara í hönd mun fólk njóta hvað með sínu móti. Leið margra sem búa á suðvesturhorninu mun væntanlega liggja norður í land, enda verður til dæmis margt um að vera á Akureyri alla páskana. Einhverjir munu fara á skíði og sumarbú- staðalífið heillar alltaf þessa daga. Þá er líka bæði gaman og skemmtilegt að fara í kirkju um páskana og kynnast þar og þannig því ævintýri upprisunnar sem allur boðskapur kirkjunnar byggist á – með einum eða öðrum hætti. Vonardagarnir góðu þegar vetur og vor mætast Ljósið hefur alltaf betur í baráttunni við myrkrið eins og best sést nú, þegar dagarnir eru farnir að lengjast vel. Snjórinn hefur mátt undan láta og hægt að una sér úti við löngum stundum. Páskarnir eru að ganga í garð; fimm góðir frídagar og sumir taka raunar forskot á sæluna og njóta lífsins í alla dymbilvikuna. En hvert liggur leiðin? Við tókum fimm manns tali – sem öll ætla að eiga skemmtilega páska. Morgunblaðið/Sigurgeir S Gulir Ungarnir í lit vonarinnar horfa inn í linsuna og ljósið. Þeir eru einskonar táknmyndir páskanna, mestu hátíð kristinnar manna sem nú ber upp síðustu dagana í marsmánuði. „Súkkulaði og sukk eru áberandi á þeim hátíðisdögum sem fara í hönd. Þarna verður fólk að vera skynsamt og finna einhvern milliveg sem öðr- um þræði er uppskrift að góðum páskum. Það er allt í góðu að fá sér súkkulaði en hafa þó hollustuna með; til dæmis grænmeti, ávexti, græna drykki eða vatn. Og enginn matur er betri á páskadag en hreint íslenskt lambalæri - borið fram með bökuðu rótargrænmeti, fersku grænmeti og litríkum berjum,“ segir Unnur Lukka Pálsdóttir sem rekur veitingastaði HaPPs í Reykjavík. Ófáir ætla sér líklega norður á Akureyri um páskana. Leiðir það af sjálfu sér enda býðst fjölbreytt af- þreying nyrðra. „Undanfarin ár hef ég alltaf farið vestur til Arizona í Bandaríkjunum þar sem fjölskyldan á hús og býr nokkurn hluta úr ári. Þar hafa skap- ast ýmsar skemmtilegar páska- hefðir hjá okkur, til dæmis páska- eggjaleitin þar sem eggjunum hefur meðal annars verið komið fyrir hjá kaktusum gresjunnar. Nú verð ég hins vegar hér heima og vona frí á Akureyri verði ekki síðra en í Banda- ríkjunum. Norður fer ég með kærri vinkonu og fjölskyldu hennar. Býst þá við að dagarnir verði eftir nokk- uð hefðbundinni uppskrift; skíði fyrri hluta dagsins, þá sundlaugin, kaffihús síðdegis og svo ljúf stund yfir góðum mat um kvöldið. Mér og líklega ótal fleirum finnst Akureyri í raun vera hinn eini og sanni páska- staður. Ótrúlega margir fara norður þessa helgi hittir maður þar svo marga, til að mynda fólkið sem maður þekkir svo vel héðan úr 101- Reykjavík,“ segir Unnur Lukka Páls- dóttir. Leita eggja í kaktusum gresjunnar Unnur Lukka Pálsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.