Morgunblaðið - 30.03.2012, Qupperneq 23
„Í hópnum sem stundar
göngur með okkur eru nú um
hundað manns og hann
stækkar jafnt og þétt,“ segir
Þórður Ingi Marelsson hjá
Fjallavinum. Þau Fríður Hall-
dórsdóttir standa fyrir skipu-
lögðum gönguferðum undir
merkjum Fjallavina og nk.
mánudag, 2. apríl, ætla þau
að bjóða upp á gönguferð í
Esjunni. Lagt verður af stað
frá Esjustofu við Mógilsá kl.
18 og verður göngufólki boðið
upp á páskaegg.
Á skírdag og laugardag fyr-
ir páska, það er 5. og 7. apríl, ætla Fjallavinir svo að ganga á Eyjafjallajökul. Lagt
verður upp frá Seljavöllum en áætla má að ferðin taki um 8 til 9 klukkutíma. Goða-
steinn, hæsta bunga jökulsins, þangað sem gengið verður, er í 1.666 m hæð.
sbs@mbl.is
Egg og Eyjafjallajökull
Fjallavinir Skemmtilegar göngur og hátt
verður stefnt um páska.
MORGUNBLAÐIÐ | 23
N
ú um páskana verður há-
tíðin Músík í Mývatns-
sveit haldin í 15. sinn.
Tónleikar eru nú sem
fyrr tvennir; dagskrá
með kammerverkum á skírdags-
kvöld kl. 20 í félagsheimilinu Skjól-
brekku, þar sem meðal annars verð-
ur flutt tríó eftir bandaríska
tónskáldið Ewazen fyrir trompet,
fiðlu og píanó, og eftir hlé verða flutt
sönglög eftir Schubert og alþekktar
íslenskar sönglagaperlur. Seinni tón-
leikarnir eru í Reykjahlíðarkirkju að
kvöldi föstudagsins langa kl. 21 en
þar verður flutt fjölbreytt kirkju-
tónlist, meðal annars eftir Bach og
Händel.
Flytjendur á tónleikunum eru
Ágúst Ólafsson baritónsöngvari, Ás-
geir H. Steingrímsson trompetleik-
ari, Aladár Rácz sem leikur á píanó
og orgel og Laufey Sigurðardóttir
sem leggur fiðluna að vanga sér.
Innlegg í flóruna
„Ég á sterkar rætur í Mývatns-
sveit og hef alltaf dvalist þar mikið,
bæði um páska og í annan tíma.
Gjarnan er sagt að lengja þurfi ferða-
mannatímann en slíkt gerist auðvitað
ekki nema til staðar sé afþreying og
hún þarf að vera fjölbreytt. Páska-
tónleikarnir voru á sínum tíma af
minni hálfu hugsaðir sem innlegg í
þá flóru,“ segir Laufey sem hefur í
tímans rás fengið til liðs við sig á tón-
leikunum marga af best þekktu lista-
mönnum landsins á sviði sílgildrar
tónlistar. Gjarnan hefur það verið
fólk sem á rætur norður í landi. Má
þar til dæmis nefna að Ásgeir Stein-
grímsson, sem í áraraðir hefur verið
1. trompetleikari Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands, er Húsvíkingur að
uppruna og þar í bæ býr Aladár Rácz
sem er meðal þátttakenda nú.
„Hótel Reynihlíð hefur alveg frá
fyrstu tíð verið helsti bakhjarl okkar
og tillegg hótelhaldara þar hefur í
raun gert okkur kleift að halda okkar
striki, þegar sífellt verður torsóttara
að afla fjár til menningarstarfs,“ seg-
ir Laufey sem hlakkar til tónleika-
haldsins í Mývatnssveit sem fram-
undan er.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Listafólk Laufey Sigurðardóttir, þá Ásgeir Steingrímsson og slaghörpusveinninn er Aladár Rácz.
Sígilt og sönglagaperlur
Hátíðin Músík í Mývatnssveit verður haldin í fimmtánda sinn nú um páskana. Klassísk
tónlist er í öndvegi. Kirkjutónlist á dagskrá á föstudaginn langa. Norðlendingar leika.
’Fengið til liðs viðsig marga af bestþekktu listamönnumlandsins á sviði sígildrar tónlistar.
SEÐLA- OG KORTAVESKI /
LYKLA- OG PENINGABUDDUR
FRÁBÆRT ÚRVAL FYRIR DÖMUR OG HERRA
KOMDU OG FINNDU ÞITT EINA SANNA
9.500 kr.
Sími: 528 8800
drangey.is
Smáralind
Stofnsett 1934
Töskur
Hanskar
Seðlaveski
Ferðatöskur
Tölvutöskur
Belti
Skart og skartgripaskrín
Góðar vörur
Sanngjarnt verð
Persónuleg þjónusta
9.700 kr.
3.900 kr.
2.500 kr.
4.900 kr.
10.900 kr.
Kíktu inn á drangey.is
Verndun umhverfisins gegnir mikilvægu hlutverki við framleiðslu á vörum Colourful Life. Notkun
auðlinda er alltaf sjálfbær og stenst kröfur. Notaðir eru klórlausir vefir sem framleiddir eru í samræmi
við vottað staðla Forest Stewardship Council (FSC). Allir prentlitir eru vatnsuppleysanlegir og uppfylla
stranga ESB staðla. Allar umbúðir er umhverfisvænar og endurvinnanlegar.
Takk fyrir að velja Colourful Life
Heildsöludreifing - sími 565 1504 - serica@serica.is
Söluaðilar: Árbæjarblóm, Hraunbæ - Betra líf, Kringlunni - Blómabúðin, Kringlunni - Blómagallerí,
Hagamel - Blómasmiðjan, Grímsbæ - Blómastúdíó Hrönn, Nóatúni - Borð fyrir tvo, Laugavegi
Breiðholtsblóm, Mjódd - Dalía, Glæsibæ - Hlíðablóm, Austurveri - Ísblóm, Háaleitisbraut
Runni, Hverafold og Bíldshöfða - Tékk-Kristall, Laugavegi - 18 Rauðar rósir, Kópavogi
Kópavogsblóm, Kópavogi - Sóleyjarkot, Garðabæ - Blómabúðin Dögg, Hafnarfirði
Gallerý Nýblóm, Mosfellsbæ - Model, Akranesi - Blómaborg, Borgarnesi - Blómsturvellir, Hellissandi
Blómaverk, Ólafsvík - Skipavík, Stykkishólmi - Blómalindin, Búðardal - Verslunin Hlín, Hvammstanga
Bæjarblómið, Blönduósi - Blóma- og gjafabúðin, Sauðárkróki - KS, Drangsnesi
Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungavík - Aðalbúðin, Siglufirði - Blómabúð Akureyrar
Blómabúðin Akur, Akureyri - Blómabrekkan, Húsavík - Búðin, Grímsey - Laufskálinn, Neskaupsstað
Böggablóm, Eskifirði - Klakkur, Vík - Blómabúð Vestmannaeyja - Volare, Vestmannaeyjum
Sjafnarblóm, Selfossi - Sveitabúðin Sóley, Tungu - Blómastúdíó Sillu, Þorlákshöfn
Blómaborg, Hveragerði - Blómakot, Grindavík - Draumaland, Keflavík
Serviettur
og kerti