Morgunblaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 12
fasteignir Alvar Aalto hannaði hæg- indastól 41, öðru nafni Paimio, árið 1931. Hann notaði sveigjanlegar krossviðarplötur til að búa til mjúkan stól úr viði. „Gestir sem koma til Íslands koma hingað fyrst og fremst til að skoða og njóta náttúrunnar, eins og viðhorfskannanir Ferða- málastofu sýna. Þeim er annt um umhverfi sitt og fyrir vikið er mikilvægt að í rekstri farfugla- heimilanna gildi skýr viðmið um gæði og umhverfismál. Ekki bara vegna þess að gestir og rekstr- araðilar vilja festu og góða frammistöðu, heldur líka vegna þessa að það er siðferði- lega rétt og við viljum vera til fyrirmyndar. Því höfum við sett ákveðin mark- mið í þessu sambandi og reynum að veita gestgjöfum stuðning svo að þeir geti betrumbætt starfið hjá sér,“ segir Ásta Kristín Þorsteins- dóttir, gæðastjóri Farfugla. Á veraldarvísu Þeir sem standa að rekstri far- fuglaheimilanna á Akranesi, Bíldudal og Grundarfirði tóku ný- verið við HI-Quality gæðavottun Alþjóðasamtaka Farfugla – Hos- telling International, fyrst í heimi í hópi lítilla farfuglaheimila. Vott- unin er veitt fyrir gæði í aðbún- aði og þjónustu og þau viðmið sem í því sambandi er fylgt. Far- fuglaheimili víða um heim hafa unnið eftir áðurnefndu gæðakerfi frá árinu 2004 en til þessa hefur það nær eingöngu verið í boði fyrir stærri gististaði. Nú tóku gestgjafar áðurnefndra heimila að sér að þróa og aðlaga viðmið fyrir smærri heimili sem verður – ef vel tekst til – fylgt á verald- arvísu en alls eru farfuglaheimili í heiminum yfir 4.000 talsins. Rekstraraðilar víða um heim bíða spenntir eftir niðurstöðum þessarar þróunarvinnu, svo að fleiri geti tekið upp kerfið. „Farfuglaheimili sem vinna með gæðakerfi eru í góðum mál- um og hafa skýr viðmið til að bæta rekstur sinn. Þau hafa sömuleiðis fengið góðar um- sagnir gesta sinna. Þessar gæðakröfur eru annars nokkuð einfaldar og snúa kannski fyrst og fremst að grunnatriðum; að geta veitt gestum sem allra besta þjónustu og viðurgjörning. Mikið er til dæmis lagt upp úr því að allt innra eftirlit og fram- kvæmdir vegna viðhalds sé fyr- irbyggjandi, enda ástæðulaust að skapa mikið rask á háönn ferðaþjónustunnar,“ segir Ásta Kristín. Viðmið Farfuglum mikilvæg Farfuglaheimilin á Íslandi eru alls 36 talsins. Í Reykjavík eru heimilin tvö, það er við Sund- laugaveg og Vesturgötu og hafa þau bæði fengið Svaninn, um- hverfismerki Norðurlanda. Þriðja heimilið verður í Bankastræti og til stendur að opna það síðla árs. „Farfuglaheimilin hafa breyst mikið á síðustu áratugum. Voru oft hér áður fyrr salir þar sem allir sváfu í kojum en í dag er boðið upp á vistlega gistingu í herbergjum, eins til sex manna og æði oft með sér baði eins og ferðafólk í dag gerir gjarnan kröfu um. Eldhúsaðstaða er hins vegar alltaf sameiginleg og við stóra Íslandskortið sem víðast er uppi í stofum eða öðrum sam- eiginlegum rýmum hittist fólk gjarnan. Þar spretta oft skemmtilegar samræður þar sem fólk miðlar sín í millum sög- um af ferðalögum um landið,“ segir Ásta Kristín. Nú bera 10 farfuglaheimili merkið Grænt farfuglaheimili. Þau eru öll býsna ólík og hafa hver sín séreinkenni en rauði þráðurinn er þó umhverf- isverndin og að þar er lögð áhersla á sjálfbærni aukinheldur sem gestum gefst kostur á að njóta umhverfis og náttúru. Hafa Grænu farfuglaheimilin fundið skemmtilegar leiðir til að vinna með umhverfi sínu og að- stæðum, auk þess að uppfylla þau viðmið sem farið er fram á við þá sem flagga merkinu. Af áherslum á einstaka stöð- um má nefna að á Berunesi í Berufirði í Gestastofunni, veit- ingahúsi staðarins, er notast mikið við vörur af svæðinu, á Seyðisfirði er skiptikarfa, þar sem gestir geta skilið eftir eða skipt út fatnaði og útbúnaði. Gestgjafar að Laugarvatni hafa leitt visthópa þar í sveit sem skipaðir eru fólki sem vill gera heimilishald sitt vistvænna og á Bíldudal eru til sölu snyrti- og heilsuvörur úr nágrenninu. „Á öllum tímum hafa gestir farfuglaheimila verið fólk sem er að skoða heiminn og er annt um náttúruna. Oft er þetta fjöl- skyldufólk eða ungt fólk frá löndum þar sem ábyrgur lífsstíll og umhverfisvernd er eðlilegur hluti af daglegu lífi. Þau gera þess vegna kröfur um að við á farfuglaheimilunum stöndum okkar plikt og göngum ekki á gæði jarðar. Gæðastaðlar okkar og náttúrukærar áherslur eru svar við því,“ segir Ásta Kristín Þorsteinsdóttir að síðustu. sbs@mbl.is Alþjóðleg gæðaviðmið þróuð á íslenskum farfuglaheimilum Náttúrukærar áherslur Morgunblaðið/Árni Sæberg Kirkjufell setur sterkan svip á Grundarfjörð. Fremst á myndinni er far- fuglaheimilið þar í bæ, en fólk þar og á tveimur heimilum um landið vest- anvert hefur þróað nýjar gæðakröfur fyrir heimilin og starf þeirra. Setið í sólargeislunum. Gestir farfuglaheimila eru gjarnan ungt fólk sem er meðvitað og áhugasamt um umhverfismál og náttúruvernd almennt. Vottun og viðurkenning. Á myndinni eru frá vinstri talið: Magnús Freyr Ólafsson sem er gestgjafi á farfuglaheimilinu Akranesi, þá Bílddæling- urinn Silja Baldvinsdóttir og loks Johnny Cramer, Farfugl í Grundarfirði. Ásta Kristín Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.