Morgunblaðið - 29.03.2012, Blaðsíða 18
18 finnur.is 29. mars 2012
Þ
að er fátt meira sjarm-
erandi en val hannaðrar
og smíðaðrar viðarinn-
réttingar. Í einbýlishúsi
nokkru í strandbænum Venice í
Kaliforníu eru slíkar innréttingar
einmitt í forgrunni. Arkitektinn
Marmol Redziner hannaði húsið í
hólf og gólf og leyfði viðnum að
fljóta óhindrað um herbergin. Að
utan er húsið eitursvalt og þá sér-
staklega rimlaklæðningin utan á
húsinu sem stúkar af svalirnar.
Garðurinn umhverfis húsið er ein-
mitt vel hannaður og stílhreinn án
þess að vera kuldalegur.
Eldhúsið flæðir inn í stofuna og
er einstaklega fallegt að hafa
neðri hluta eyjunnar viðarklædd-
an og kemur það vel út þegar
horft er í átt að eldhúsinu úr stof-
unni. Gólfin eru bæði flotuð og
parketlögð og er húsið smekklega
innréttað.
Baðherbergið er viðarklætt að
mestum hluta og kemur það ein-
staklega vel út. Húsið er virkar
svolítið lífrænt og kemur það ekki
á óvart því íbúar Venice eru með-
vitaðir um umhverfi sitt. Þeir
smörtustu keyra um á Prius frá
Toyota, borða hráfæði og stunda
jógaæfingar grimmt.
martamaria@mbl.is
Hús Redziners er hið myndarlegasta að sjá, módernískt og smart.
Aðkoman er gróin og fer það vel við skarpar línur hússins.
Stílhreint þarf ekki að vera mínímalískt, eins og sjá má í barnaherberginu. Stór motta gefur stílhreinu svefnherbergi hlýlegt yfirbragð.
Lífrænt einbýli
í stjörnubæn-
um Venice
Lífrænt og sjálfbært í Suður-Kaliforníu
Sjáið umfjöllun
og fleiri myndir
á mbl.is
Viðarinnrétting og múrsteinn eru mótvægi við einfaldleikann á baðinu.Björt, opin og einföld stofan er glæsileg.