Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 5

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 5
5FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Monitor Hvenær og hvernig varð hljómsveit- in til? Hún varð til fyrir svona einu og hálfu ári síðan. Þá hóf ég sóló- verkefni með sjálfum mér þar sem ég kallaði mig Formaður Dagsbrúnar en síðan ætlaði ég að fara að taka þetta upp og ég fékk til liðs við mig nokkra drengi og þetta varð bara til á fyrstu æfi ngu. Þá kom nákvæmlega það sem mér fannst vanta í þetta sóló-verkefni, einhver ákveðinn heildarhljómur sem gerði þetta allt áhugaverðara. Fékkst þú sjálfur nóg af því að vera trommuleikari? Svona að einhverju leyti. Ég var búinn að trommast ansi mikið og ég var svolítið kominn með leið á því af því að ég var heldur ekkert neitt góð- ur trommari, þetta var bara einhver staða sem ég var kominn í, að vera að tromma ógeðslega mikið en ekki neitt vel. Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og vil taka þátt í henni en mig langaði að prófa eitthvað annað og sjá hvort ég væri ánægðari þar. Og ertu ánægðari þar? Svona til að byrja með, alla vega. Þangað til ég fæ leið á þessu. Ætli maður fari ekki bara að dansa eða eitthvað ef þetta klikkar. Hvaðan kemur þetta nafn, Tilbury? Þetta er titillinn á skáldsögu eftir frænda minn, Þórarinn Eldjárn. Seinna var gerð samnefnd mynd eftir sögunni og í myndbandi við lagið okkar notum við einmitt klippur úr henni. Ég sá þessa mynd þegar ég var lítill krakki og hún hefur sótt á mig síðan. Ég hélt alltaf að þetta væri martröð sem ég hefði búið til í hausnum á mér. Svo sá ég þessa mynd löngu seinna og áttaði mig á þetta væri mynd en ekki bara martraðir sem skældu mig sem lítið barn. Það eru margar hetjur í bandinu og hafa menn spilað með hljómsveit- um á borð við Hjaltalín, Valdimar, Moses Hightower og Jeff Who. Hjálpar það til við lagasmíðar að hafa svona breiðan bakgrunn? Það gerir það, alla vega í þessu til- felli. Þessi heildarhljómur er svolítið dýnamískur einmitt út af þessu. Það eru allir að koma með eitthvað úr sínum áttum. Þessi samsetning var ófyrirsjáanleg en afskaplega ánægjuleg. Mér fannst skemmtilegt hvernig þetta kom allt saman. Þurftu þeir að mæta með ferilskrána til þín til að fá inngöngu? Ég nýt góðs af því að hafa verið í svolítinn tíma í tónlistarsenunni. Þetta er náttúrulega svo lítið land og maður kemst ekki hjá því að spjalla við þessa drengi á einhverjum tímapunkti. En þetta var þannig að Magnús hefur alltaf verið minn uppáhaldstrommari á Íslandi og það sama gildir um Guðmund Óskar, bassaleikara. Þannig að þetta var vel valið. Þú varst að setja saman þitt draumaband? Já, ég náði því og er afskaplega ánægður með það. Þið nefnið margar íslenskar hljóm- sveitir á nafn þegar talað er um áhrifavalda.Sækið þið innblásturinn einhvers staðar annars staðar líka? Ég er með píanó heima og þegar maður er kannski þunnur; tilfi nn- inganæmur og hrifnæmur þá koma oft skemmtilegar laglínur. Lá það beint við að fá bróður þinn, Hugleik Dagsson, til að mynd- skreyta plötuumslagið? Já, hann var alltaf með mér þegar ég var að kasta fram hugmyndum um þetta band, hugmyndum um nafnið, einhvers konar útlit og hugmyndafræðinni í kringum þetta allt saman. Hann hafði skoðanir á því hvað gengi upp og hvað ekki svo það lá beinast við að leita í hans viskubrunn og listkunnáttu. Í kvöld spilið þið svo á Nasa á Reykjavík Music Mess. Við hverju má búast af ykkur þar? Við vorum ekkert búnir að spila sem band áður en platan kom út. Nú erum við búnir að spila nokkra tónleika og ég held að þetta nái ákveðnum hápunkti í kvöld. Þá verðum við búnir að spila okkur fullkomlega saman og verðum eins góðir og við viljum verða. Platan hefur fengið frábæra dóma og lagið ykkar Tenderloin er á topp 10 á Rás 2. Getið þið ekki bara hætt núna? Eða hvað ber framtíðin í skauti sér? Það væri gaman að ná laginu í efsta sæti. Þar sem þessi plata tók svolítið langan tíma í vinnslu þá veit ég að ferlið við þá næstu verður ekki eins langt og því held ég að við reynum fl jótlega að fara að huga að annarri plötu. Við ætlum líka að vera duglegir að spila í sumar, svo er náttúrlega Airwaves og einhver svoleiðis gleði framundan. Svo það er bara tilhlökk- un yfi r þessu öllu saman. klikkar Þormóður Dagsson fór fyrst einn af stað í tónlistarverkefnið sem nú er þekkt sem Tilbury. Þegar hann fékk draumameð- spilarana sína með sér í lið fann hann rétta hljóminn. M yn d/ St yr m ir LÍKLEGA YNGIR EINSTAKLINGURINN LENGST TIL HÆGRI Á ÞESSARI MYND MEÐALALDUR BANDSINS TÖLUVERT HTC ONE X Gefðu gítarhetjunni lausan tauminn með My Guitar appinu     

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.