Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 8

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 8
8 MONITOR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Fyrsta og skær- asta stjarnan Þessi fyrsti sigurvegari Amer- ican Idol er óneitanlega jafnframt sá frægasti og farsælasti. Á þeim áratug sem liðinn er frá sigri hennar hefur hún selt rúmlega 23 milljónir um heim allan ásamt því að vinna til tvenna Grammy-verðlauna, þrenna MTV-tónlistarverðlauna og 12 Billboard-verðlauna, svo eitthvað sé nefnt. Á sölulista Billboard er hún í 14. sæti yfir söluhæstu listamenn síðasta áratugar. Fyrsta platan hennar, Thankful, náði efsta sæti á Billboard 200 en hún innihélt meðal annars lagið The Trouble With Love Is, sem er á meðal hennar frægari laga, auk þess sem hún seldist í tæplega þremur milljónum eintaka. Á jóladag árið 2003 keppti Clarkson í fyrstu og einu World Idol keppninni þar sem hún atti kappi við sigurvegara Idol-keppna í tíu öðrum löndum, þar á meðal Will Young. Það var hins vegar Norðmaðurinn Kurt Nilsen sem stóð uppi sem sigurvegari keppninnar en Clarkson lenti í öðru sæti. Árið 2004 gaf Kelly Clarkson út sína aðra plötu, Breakaway, og tókst „hið ómögulega“ með því að ná betri söluárangri með plötu tvö heldur en þeirri fyrst. Platan seldist í 12 milljónum eintaka um heim allan, náði sexfaldri platínumsölu í Bandaríkjunum og hristi hún þar með hálfpartinn af sér „Idol-stimp- ilinn“. Hún hlaut jafnframt tvenn Grammy-verðlaun fyrir plötuna. Söng þjóðsöng Bandaríkjanna á stærsta íþróttaviðburði hvers árs þar í landi, Superbowl, árið 2011. Haustið 2011 gaf hún út plötuna Stronger, sem er jafnframt hennar fimmta breiðskífa, en titillag plötunnar fékk til dæmis mikla spilun hér í landi, líkt og í öðrum heimshornum. KELLY CLARKSON 1. sería Fædd: 24. apríl 1982. Andstæðingur í úrslitum: Justin Guarini. Fann ástina í WalMart Ruben Studdard gekk virkilega vel með fyrstu plötu sína, Soulful. Fyrsta smáskífan, sem var tökulagið Flying Without Wings sem Westlife gerðu frægt, komst í 2. sæti á Bill- board Hot 100 auk þess sem platan náði platínumsölu í Bandaríkjunum, það er seldist í rúmlega milljón eintökum og komst á toppinn á Billboard 200. Á plötunni var einnig lagið Sorry 2004 sem gjarnan ómaði á PoppTíví hérlendis. Líkt og þekkt er í tónlistar- heiminum fékk önnur plata Ruben, gospelplatan I Need an Angel ekki alveg jafngóðar viðtökur og sú fyrri en seldist þó í yfir hálfri milljón eintaka. Ári eftir útgáfu hennar, eða 2005, höfðaði Ruben mál gegn guð- föður sínum og viðskiptaráðgjafa fyrir að hafa dregið til sín fjármuni frá reikningum hans. Málið var dæmt Ruben Studdard í hag. Þriðja plata kappans, The Return, sem kom út haustið 2006 heppnaðist ekki betur en svo að hann missti plötusamning sinn eftir dræma sölu hennar. Birtist sem hann sjálfur í myndinni Scooby-Doo 2: Monsters Unleashed árið 2004. Auk þess hefur hann leikið í minni myndum, sjónvarpsþáttum og söngleikjum. Kynntist eiginkonu sinni, Surata McCants, í október 2006 er hann var að árita geisladiska í WalMart í Atlanta en þau skildu síðastliðið haust. Ruben og Clay Aiken, sem beið lægri hlut gegn honum í úrslitum American Idol, fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 2010. Sama ár tilkynnti hann í viðtali að hann heðfi misst um 36 kíló frá Idol-sigrinum. Nýjasta og fimmta breiðskífa hans, sé „Best of-plata“ hans tekin með, kom út í mars síðastliðnum og heitir Letters from Birmingham. RUBEN STUDDARD 2. sería Fæddur: 12. september 1978. Andstæðingur í úrslitum: Clay Aiken. Raunveruleika- þáttur og sjálfs- vígstilraun Fyrsta smáskífa Fantasia, I Beli- eve, rataði á toppinn á Billboard Hot 100-listanum. Fyrsta plata hennar, Free Yourself, rataði í áttunda sæti Billboard 200-listans og náði platínumsölu í Bandaríkjunum. Hún hefur allt í allt gefið út þrjár hljóðversbreiðskífur, verið tilnefnd átta sinnum til Grammy-verðlauna og hreppt slíkt verðlaun sinu sinni. Hún hefur fengið sinn skerf af dökku hliðum stjörnulífsins en pabbi hennar höfðaði meiðyrðamál gegn henni eftir útgáfu ævisögu hennar auk þess sem hún varð miðpunktur í harðri hjúskapardeilu sem endaði með málaferlum þar sem hún hafði tekið saman við giftan mann. Um það leyti var hún flutt án meðvitundar á sjúkrahús eftir að hafa tekið of stóran skammt af svefnlyfjum sem hún viðurkenndi síðar að hafi verið sjálfsvígstilraun. VH1 hefur framleitt tvær þátt- araðir af raunveruleikaþáttum um hana sem heita Fantasia for Real. Aðdáendur Fantasia binda vonir að hún sé komin á beinu brautina á ný en hún vinnu nú að sinni fjórðu breiðskífu. FANTASIA BARRINO 3. sería Fædd: 30. júní 1984. Vann American Idol árið: 2004. Andstæðingur í úrslitum: Diana DeGarmo. Fór út í veitinga- staðarekstur Áður en Taylor Hicks vann American Idol hafði hann gefið út fáeinar plötur. Fyrsta plata hans eftir sigurinn mikla var samnefnd plata sem innihélt smáskífuna „Do I Make You Proud“ sem fór beint í fyrsta sæti á Billboard Hot 100- listanum. Þó svo að platan hafi náð platínumsölu innan Bandaríkjanna er hún samt ein af minnst seldu frumraunarplötum sigurvegara frá American Idol frá upphafi. Hann gaf út æviminningabókina Heart Full of Soul: An Inspirational Memoir About Finding Your Voice and Finding Your Way árið 2007 og fékk að sögn greidda 750 þúsund dollara fyrir. Hann tók þátt í uppsetningu á hinum ódauðlega söngleik Grease á Broadway árið 2008. Þar fór hann með hlutverk „Teen Angel“. Að lokinni útgáfu á fyrstu plötunni eftir Idol-sigurinn missti Hicks plötusamning sinn og gaf því út sína aðra breiðskífu (eftir sigurinn) hjá eigin plötuútgáfu árið 2009. Samkvæmt skrám Billboard er platan „aðeins“ sögð hafa selst í 52 þúsund eintökum. Hann opnaði sinn eigin eigin veitingastað, ORE Drink and Dine, í heimaborg sinni árið 2011. TAYLOR HICKS 5. sería Fæddur: 7. október 1976. Andstæðingur í úrslitum: Katharine McPhee. Drottning kántrítónlistar Carrie Underwood er líklega farsælasti Idol-sigurvegarinn fyrir utan Kelly Clarkson. Fyrsta plata hennar, Some Hearts, náði sjöfaldri platínumsölu í Bandaríkjunum og er mest selda plata Idol-sigurvegara frá upphafi. Önnur og þriðja breiðskífa Und- erwood náðu þrefaldri og tvöfaldri platínumsölu innan Bandaríkjanna og fjórða plata hennar kom út í byrjun þessa mánaðar. Söngkonan hefur sópað að sér verðlaunum frá sigrinum mikla. Þar á meðal hefur hún unnið fimm Grammy-verðlaun, sextán Billboard- verðlaun og sex sinnum hefur hún unnið Amerísku tónlistarverðlaunin. Hún hefur tvívegis verið valin kynþokkafyllsta vegan-grænmeti- sæta heims af PETA. Chris Martin hefur fengið sömu útnefningu. Hún giftist hokkíleikmannin- um Mike Fisher sumarið 2010, á meðal gesta í brúðkaupinu voru Simon Cowell, Paula Abdul og Randy Jackson. Áður hafði hún verið með leikaranum Chace Crawford sem leikur Nate í Gossip Girl. Fyrr á þessu ári var hún útnefnd „ríkjandi drottning kántrítónlistar- innar“ af Billboard. CARRIE UNDERWOOD 4. sería Fædd: 10. mars 1983. Andstæðingur í úrslitum: Bo Bice. Í tilefni af því að 11. sería American Idol lauk í nótt vestan- hafs kannaði Monitor hvernig fyrri Idol-stjörnum hefur gengið að fóta sig í heimi stórstjarna eftir sigra sína Skína þær 2002 2003 2004 2005 2006

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.