Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 12

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 12
12 MONITOR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Hvers vegna ákvaðst þú að leggja fatahönnun fyrir þig? Ég vissi ekki neitt um fatahönnun en var búinn að vera í grafískri hönnun í nokkurn tíma. Mér datt í hug að prófa að búa til peysu með geimfaramynstri sem ég hafði hannað. Það var miklu auðveldara en ég hélt og ég hafði rosalega gaman af því hvað þetta var veglegur gripur sem ég hafði búið til. Ég hugsaði með mér að kannski gæti ég bara selt þessar peysur. Ég hafði heyrt að Kronkron væri kúl búð, svo ég fór þangað og spurði hvort þau væru nokkuð til í að selja peysurnar fyrir mig. Þannig varð ég fyrsti íslenski hönnuðurinn sem Kronkron tók inn. Reyndar voru peysurnar alveg rosalega dýrar í framleiðslu. Á endanum voru þær næstum dýrustu fl íkurnar í búðinni og fólk tók þessu því af mikilli alvöru strax frá byrjun. Það þótti mér mjög skemmtilegt. Það mætti því segja að þú hafi r næstum því óvart orðið fatahönnuður. Hvað langaði þig að verða þegar þú varst krakki? Listamaður. Það var það eina sem ég ætlaði mér að verða. Ég var alltaf að teikna og var alltaf bestur í því, ég var eiginlega teiknandi áður en ég byrjaði að tala. Mamma gat tekið mig með hvert sem var, bara ef ég hafði blað og liti þá sat ég bara sallarólegur og teiknaði tímunum saman. Ég var náttúrlega frekar mikið frík sko. Hvað ertu að selja fötin þín í mörgum löndum? Eins og er eru þau til sölu í Þýskalandi, Kína, Kóreu, Japan, New York, Kanada og Kaupmanna- höfn. Annars er það mjög misjafnt og fer í raun bara eftir hvernig hver lína leggst í fólkið sem kaupir inn fyrir búðirnar. Ertu með mikið af fólki í vinnu? Hvað gerir það? Það er svona upp og ofan en yfi rleitt eru það í kringum tíu manns. Við erum kannski svona sjö núna. Maður verður að hafa gott fólk þegar þetta er orðið stærra en þú ræður við sjálfur. Það þarf að sjá um markaðsmál, pressu, framleiðslu, bókhald, saumastofuna og svo þarf líka tengiliði í útlöndum. Stundum er allt svo kreisí að mér fi nnst mér eins og stúdíóið mitt sé einhver félagsmiðstöð. Ísland er lítið og það er erfi tt að lifa á listinni. Er hægt að vera fatahönnuður í fullu starfi hérlendis án þess að leita út fyrir landstein- ana líkt og þú sjálfur? Það fer algjörlega eftir stærðargráðunni sem þú sækist eftir. Það er fullt af þekktum merkjum hérna sem hægt er að vinna fyrir eins og t.d. Nikita. Það er mjög mikill misskilningur að allir fatahönnuðir eigi sitt eigið merki. Svo er líka hægt að vera með eitthvað lítið og krúttlegt, Þar sem þú framleiðir í litlu upplagi hérna heima eða saumar sjálfur, þá þarftu ekki að vera að vesenast með að fjármagna þetta upp á eigin spýtur eins og ég hef mikið þurft að gera. Fatalínur eins og við sjáum t.d. á Reykjavík Fashion Festival eru sjúklega dýrar. Ég mæli ekki með slíku nema þú hafi r einhvern til að sponsa þig, þetta er gríðarlega umfangsmikill bisness og stórar upphæðir sem um ræðir. Það er oft talað um að tískan fari í hringi. Finnst þér þú vera í sífelldu kapphlaupi við tímann? Heldur betur. Maður þarf að vera að sýna nýjar fatalínur hægri vinstri. A.m.k. tvær og helst fjórar á ári. Því fl eiri fatalínur sem þú getur sett á markað því betra. Stóru hönnunarhúsin eru alveg með átta línur á ári. Þú ert varla búin að sýna þá nýjustu þegar þú þarft að vera byrjaður á næstu og það þarf allt að vera tilbúið innan ákveðins ramma. Tempóið er hratt og pressan mikil. Maður er alltaf í kapphlaupi við tímann og það er enginn pása. Tískuvikurnar eru líka allan ársins hring um allan heim. Ef þú ert frægur bloggari eða tískublaðamaður þá býrðu bara á hótelherbergjum. Það er eiginlega eins og að vera á endalausum hljómsveitartúr. Þú gengur undir gælunafninu Mundi vondi. Hvaðan kemur það? Ertu svona vondur? Þetta er versta spurning sem ég fæ. Sko, þetta byrjaði allt þegar ég var í Listaháskólanum og MySpace var upp á sitt besta fyrir nokkrum árum. Þar hét ég Mundi vondi í einhverju gríni og fólki fannst það fyndið. Svo bara festist það svona rosalega við mig. Reyndar kom svo einn danskur fréttamaður með ansi góðan vinkil á þetta. Hann fann út að Mundi þýðir heimur á latínu og túlkaði nafnið mitt sem sagt sem Vondur heimur. Ég er alls ekki vondur, enda held ég að allir sem þekkja mig skynji kaldhæðnina í þessu nafni sem fylgir mér. Nú hefur mamma þín mikið hjálpað þér með fyrirtækið. Værir þú þar sem þú ert í dag án hennar? Nei. Það er ekki nokkur spurning. Við byrjuðum fyrirtækið saman og hún á alveg jafn mikið í þessu og ég. Mig langaði til að gera þetta og hún hafði tröllatrú á mér. Hún er algjörlega mín stoð og stytta og þetta væri ekkert án hennar. Þú ert nú ekki beinlínis „Vogue týpan”. Finnst þér það hafa hjálpað þér að komast áfram í þessum bransa að skera þig úr? Já algjörlega. Það eru aðeins of fyndnar týpur sem láta lífi ð snúast um að vera einhverjar yfi rborðsfullar fasjóndívur. Það græðir enginn neitt á að taka sig of alvarlega, það er bara hallærislegt. Sýningarnar þínar eru allt annað en venjulegar tískusýn- ingar. T.d má nefna snjóvél í aðalhlutverki, einstaklinga með downs-heilkenni sem ganga sýningarpallana, sýningu í köldum bílastæðakjallara og fl eira. Finnst þér þú alltaf þurfa að toppa þig? Auðvitað langar mann alltaf að toppa það sem maður gerði síðast. Samt er það kannski ekki endilega spurning um að toppa það, meira kannski að reyna að koma með eitthvað annað og nýtt sem virkar. Núna fi nnst mér eins og ég sé alltaf að toppa mig með því að halda áfram með þetta, ef manni tekst að koma alltaf með eitthvað nýtt og öðruvísi er það ákveðinn toppur hverju sinni. Þú talar um að fyrsta sýningin þín sitji mikið í þér, hvers vegna er það? Þetta var langstærsti viðburður sem ég hafði nokkurn tímann tekið þátt í, hvað þá haldið sjálfur. Sýningin er ennþá í rosalega miklu uppáhaldi hjá mér. Sú staðreynd að hún hafi orðið að veruleika og heppnast svona vel er í raun ótrúlega súrrealískt í mínum huga. Ég náði að redda Loftkastalanum ókeypis, það kom sér mjög vel þar sem ég átti náttúrlega ekki krónu. Þetta var fyrsta sýningin mín og það kom hátt í 500 manns á hana, ég bjóst aldrei við svona svakalegri mætingu. Hún heppnaðist framar öllum vonum og þetta var rosaleg hvatning fyrir mig til að halda áfram að hanna föt. Þetta var byrjunin á ferlinum og ég hugsa oft út í þetta kvöld þegar ég er spurður út í hvers vegna ég er að þessu. Svo fi nnst mér sú sýning eiginlega það besta sem ég hef gert, svona konseptlega séð. Módelin gengu eftir salnum og enduðu öll í hrúgu hvert ofan á öðru í enda salarins. Ég vorkenni alltaf grey-stelpunni sem var neðst. Maður heyrir mjög misjafnar sögur af heimi tískunnar, er hann eins slæmur og látið er af? Það eru vissulega rotin epli í öllum brönsum og tískubransinn er kannski að vissu leyti extra- slæmur. Það eru mörg dæmi um fólk sem fer illa útúr honum, bæði fjárhagslega og andlega. Ég held mig mest í kringum rétta fólkið sem veit út á hvað mitt merki gengur þannig að ég upplifi hann kannski ekkert mjög slæman. Ég tek ekki þátt í að vera einhver tík eða þykja það eitthvað fínt. En það eru óteljandi atriði sem þarf að endurskoða og reyna að laga í þessum bransa. Ég hef alveg lent í fullt af rosalega steiktum atvikum sem maður vill ekkert vera að tala um. Hvað fi nnst þér um tísku- heiminn á Íslandi? Er hann sambærilegur þeim erlendu? Það eru mjög spennandi hlutir að gerast í tískuheiminum á Íslandi og mikið af fl ottum og frambærilegum upprennandi hönnuðum. Reykjavík Fashion Festival núna í ár hefur líka sannað að það er hægt að taka þessu mjög alvarlega. Það var mjög mikið af mikilvægu fólki innan geirans sem kom á hátíðina og tók þessu af fyllstu alvöru. Það er meira en hægt er að segja um t.d. Rússland og helling af öðrum löndum. Maður hefur ferðast út um víðan völl og og það eru meira spennandi hlutir að gerast hér á Íslandi heldur en t.d. í Kína og þessum löndum. Ég er ekki að segja að við séum á við New York eða París, en við getum alveg borið okkur saman við fjölda annarra landa og við skörum jafnvel fram úr einhverjum þeirra. Það mætti eiginlega segja að á heimsmælikvarða séum við Íslendingar fremri í tísku heldur en fótbolta. Við stöndum mjög framarlega í skapandi iðnaði og við verðum að nýta okkur það. Nú hefur þú líka gert þrjár einhverskonar tískustuttmyndir og vinnur að þeirri fjórðu. Texti: Þórhildur Þorkelsdottir thorhildur@monitor.is Myndir: Styrmir Kári Erwinsson styrmirkari@mbl.is 2005 Byrjar að vinna hjá auglýsingastofu. Hannar í kjölfarið for- síðuna á símaskránni. 1987 Fæðist 6. janúar í Reykjavík. 1993 Hefur grunn- skólagöngu í Hlíðaskóla. 2003 Hefur mennta- skólagöngu í MH. 2010 Gerir sína fyrstu stuttmynd og kynnir í henni sumarlínu 2010. 2004 Fer í keramik- nám í Mynd- listarskóla Reykjavíkur. 2005 Hannar sína fyrstu peysu. 2005 Byrjar nám í Grafískri hönnun í Listaháskól- anum, aðeins 18 ára. 2006 Sendir frá sér sína fyrstu fatalínu undir eigin nafni. MUNDI Á 30 SEKÚNDUM Fyrstu sex: 060187. Uppáhaldsmatur: Gott sushi fi nnst mér æðislegt, en það er ekki svo oft sem maður kemst í það. Svo eru góðir dumplings líka fáránlega vanfundnir. Uppáhalds- staður í heiminum: Ég á mjög marga uppáhalds- staði. Ég vil ekki vera að gera upp á milli þeirra en ætli ég segi ekki bara sumarbústað- urinn minn í Grímsnesinu sem við fjölskyldan eigum. Þar er yndislegt að vera og ég fer mjög oft þangað. Uppáhalds- fatahönnuður: Bernhard Wilhelm. Hann er líka svo góður gaur. Versti ótti: Að týna ferðatölv- unni minni. Það hefur nefnilega tveimur ferðatölvum verið stolið af mér og það má ekki gerast aftur. Ég átti ekkert bakköpp af því sem fór. Æskuátrúnað- argoð: Turtles. Guðmundur Hallgrímsson, betur þekktur sem Mundi, hefur náð ótrúlegum árangri sem fatahönnuður þrátt fyrir ungan aldur. Í dag selur hann föt til fjölda landa, vinnur að sinni þrettándu fatalínu og vekur athygli fyrir frum- leika hvert sem hann fer. Monitor ræddi við Munda um hvernig hann datt óvart inn í bransann, um tískudívur, stuttmyndir og listamannalaun.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.