Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 9

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 Monitor Eigin fatalína og eigin ilmvötn Jordin Sparks varð yngsti sigurvegari American Idol þegar hún bar sigurorð af Blake Lewis. Fyrsta plata hennar, sem heitir einfaldlega Jordin Sparks, náði platínumsölu og innihélt meðal annars lagið No Air sem hún söng á móti Chris Brown. Hún söng þjóðsöng Bandaríkj- anna fyrir stærsta íþróttaviðburð ársins þar í landið árið 2008, Superbowl XLII. Hún hefur hannað eigin fatalínu ásamt því að gefa út tvö ilmvötn undir eigin nafni. Hún gaf út sína aðra plötu, Battlefield, árið 2009 sem náði þó ekki jafnháu flugi og frumraunin. Hún leikur í söngleikjamyndinni Sparkle sem kemur út á árinu en Whitney Houston heitin fer með aðalhlutverk í myndinni. Hún á nú í ástarsambandi með Jason Derulo og vinnur að sinni þriðju breiðskífu. JORDIN SPARKS 6. sería Fædd: 22. desember 1989. Andstæðingur í úrslitum: Blake Lewis. Sykursæti upphitarinn Kris Allen varð fyrsti gifti maðurinn til að vinna American Idol þegar hann vann árið 2009 en hann giftist æskuástinni ári fyrr. Líkt og hjá mörgum fyrirrenn- urum sínum hét fyrsta plata Kris Allen eftir honum sjálfum. Í fyrstu vikunni seldist platan aðeins í 80 þúsund eintökum sem þá voru lægstu sölutölur í fyrstu viku hjá nokkrum sigurvegara American Idol. Platan seldist alls í rúmlega 300 þúsund eintökum og náði því ekki gullsölu. Sumarið 2010 túraði hann um Bandaríkin sem upphitunaratriði fyrir Maroon 5 og Keith Urban og hann hefur einnig farið í tón- leikaferðalag með OneRepublic og Daughtry, sem einnig keppti í Idol. KRIS ALLEN 8. sería Fæddur: 21. júní 1985. Andstæðingur í úrslitum: Adam Lambert. Fékk skósamn- ing að launum Viku eftir að David vann Amer- ican Idol sló hann met á Billboard Hot 100-listanum þegar finna mátti ellefu lög með honum þar. Eftir sigurinn skrifaði hann undir samning við skóframleiðand- ann Skechers. Fyrsta breiðskífa hans, sem hét David Cook, kom út haustið 2008 og náði platínumsölu. Árið 2008 stofnaði hann til sambands við Kimberly Caldwell nokkra sem gerði garðinn frægan í 2. seríu American Idol. Sambandi þeirra lauk síðar það ár. Árið 2009 féll bróðir hans frá vegna heilaæxlis og síðan þá hefur David Cook verið iðinn við að vekja athygli á styrktarsjóðum og baráttunni við krabbamein. DAVID COOK 7. sería Fæddur: 20. desember 1982. Andstæðingur í úrslitum: David Archuleta. Fer í háskóla í haust Scotty McCreery reif upp heiður Idol-stjarnanna á ný með öflugri plötuútgáfu beint eftir sigurinn í fyrra. Platan hans, Clear as Day, seldist í 197 þúsund eintökum í fyrstu vikunni, náði platínumsölu í heildina auk þess sem hún rataði í efsta sætið á plötusölulistanum Billboard 200. McCreery varð þar með fyrsti Idol-sigurvegarinn til að ná plötu í toppsæti listans síðan Ruben Studdard náði því. Túraði um Bandaríkin sumarið 2011 með kántrítónlistarmanninum Brad Paisley. Hann mun hefja skólagöngu í North Carolina-háskólanum næsta haust sem verður eflaust athyglis- vert að fylgjast með, enda Idol- stjarnan ansi upptekinn. SCOTTY MCCREERY 10. sería Fæddur: 9. október 1993. Andstæðingur í úrslitum: Lauren Alaina. Verst selda „American Idol-platan“ Þegar Lee DeWyze vann níundu seríu American Idol hafði hann þá þegar gefið út tvær plötur á eigin vegum sem þó sköpuðu honum litla frægð. Frumraunarplata hans eftir sigurinn, breiðskífan Live It Up, ber þann óspennandi titil að vera sú frumraunarplata American Idol- stjörnu sem selst hefur verst allra. DeWyze missti samning sinn við plötuútgáfufyrirtækið sem hann var á mála hjá eftir söluna dræmu. Hann er trúlofaður fyrirsætu og leikkonu að nafni Jonna Walsh sem lék til dæmis í myndinni Faster á móti Duane Johnson, áður þekktur sem The Rock. LEE DEWYZE 9. sería Fæddur: 2. apríl 1986. Andstæðingur í úrslitum: Crystal Bowersox. Hver er ellefta stjarnan? Úrslitin í 11. seríu American Idol voru tilkynnt í gærnótt en þá áttust þau Phillip Phillips og Jess- ica Sanchez við í úrslitaþættinum. Úrslitin um næstu Idol-stjörnu lágu þó fyrir áður en Monitor fór í prentun og er áhugasömum bent á opinberu heimasíðuna, americanidol.com enn jafn skært? 2007 2008 2009 2010 2011 2012

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.