Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 20

Monitor - 24.05.2012, Blaðsíða 20
VILTU VINNA MIÐA?facebook.com/monitorbladid Monitor ætlar að gefa miða á Men in Black, fylgstu með … kvikmyndir 20 MONITOR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2012 „Við erum alliur vistmenn á Kleppi. Verið svo vinsamlegir að hringja á lögregluna strax.“ Englar alheimsins (2000) Agent J (Will Smith) og K (Tommy Lee Jones) eru mættir aftur. J hefur séð ótal óskiljanlega hluti á 15 ára starfsferli hjá svartklæddu mönnunum, en ekki nokkur skapaður hlutur, ekki einu sinni geimverur, er honum jafn framandi og félaginn hans, hinn síönugi og fámáli Agent K. Þeir K og J eru sem fyrr uppteknir af því að bjarga veröldinni sem við hin lifum í og þurfa auðvitað að passa sig á því að enginn nema þeir og hitt fólkið í svörtu komist að leyndarmálunum sem þeir hafa komist að. En þegar lífi K er stofnað í hættu, ásamt örlögum jarðarinnar, þarf J að ferðast aftur í tímann og bjarga málunum. J uppgötvar að K hefur haldið ýmsum leyndarmálum alheimsins frá sér; leyndarmálum sem koma upp á yfi rboðið þegar hann slæst í lið með yngri útgáfunni af Agent K (Josh Brolin) til að bjarga félaga sínum, stofnuninni og framtíð mannkynsins. FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR Men in Black III WILL SMITH Í SVÖRTUM FÖTUM Leikstjóri: Barry Sonnenfeld. Aðalhlutverk: Emma Thompson, Josh Brolin, Will Smith, Tommy Lee Jones og Alice Eve. Lengd: 110 mínútur. Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó, Laugarásbíó, Háskólabíó, Egilshöll, Borgarbíó Akureyri og Sambíóin Kefl avík. Eins og titillinn gefur til kynna þá fjallar The Five-Year Engagement um trúlofun sem dregst fullmikið á langinn. Tom (Jason Segel) er farsæll kokkur á veitingahúsi í San Franc- isco og Violet (Emily Blunt) er sálfræðinemi sem fær draumastarfi ð sitt í Michigan. Tom fórnar sér fyrir ástina og fl ytur með Violet í kuldann og þunglyndið sem verður til þess að Tom líður ömurlega á nýja staðnum á meðan Violet blómstrar í sinni nýju vinnu. Þó svo að engar glænýjar hugmyndir komi fram er The Five-Year Engagement ágætis skemmtun og mun betri en margar aðrar rómantískar gamanmyndir. Sumt er fyndið og annað ekki en jákvæðu punktarnir voru klárlega fl eiri en þeir nei- kvæðu. Hún er reyndar of löng og lopinn var teygður ansi mikið í lokin en það sem gerir hana þokkalega eru skemmtilegar persónur sem lífga upp á söguþráðinn. Góð fyrir stefnumótið Jason Segel skrifar handritið ásamt leikstjóra myndarinnar, honum Nicholas Stoller. Margir kannast við Segel úr þáttunum How I Met Your Mother en hann er að verða eina persónan úr þeim þáttum sem hægt er að hlæja að. Segel stendur sig vel og það er eitthvað við hann sem maður fílar. Hann er fyndinn og góður höfundur og ekki skemmir fyrir að hann er alltaf með einhvern Star Wars húmor í því sem hann gerir. Emily Blunt er mjög sjarmerandi og ná hún og Segel vel saman sem er algjört lykilatriði í svona myndum. Aðrir leikarar láta lítið fyrir sér fara fyrir utan Rhys Ifans sem er alltaf svalur. Ég mæli eindregið með þessari mynd fyrir þá sem vilja fara á góða deit-mynd. Meira er um faðmlög og kossa en morð og misþyrmingar sem er ágætt svona þegar sólin er byrjuð að skína. Mynd sem skilar sínu K V I K M Y N D THE FIVE-YEAR ENGAGEMENT TÓMAS LEIFSSON Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is Langar þig frítt á Hróarskeldu? Monitor, Roskilde Festival og Iceland Express ætla að bjóða tveimur heppnum á Hróarskeldu- hátíðina í ár. Það eina sem þú þarft að gera er að senda okkur mynd af þér og einum vini þínum á roskilde@monitor.is fyrir 30. maí og þar með ferð þú í pott sem dregið verður úr. Mundu eftir að láta símanúmer fylgja með póstinum!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.