Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 14
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ótryggð ökutæki eru talin vera hátt á
sjöunda þúsund talsins hér á landi,
þar af um 1.500 dráttarvélar. Þetta
kom fram við umfjöllun um frumvarp
um ökutækjatryggingar í efnahags-
og viðskiptanefnd Alþingis.
Undanfarin ár hafa verið skráð í
kringum 100 tjón á ári þar sem
ótryggð ökutæki koma við sögu, að
sögn Jóns Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra Alþjóðlegra bifreiðatrygginga
á Íslandi (ABÍ), en öll tryggingafélög-
in eiga aðild að ABÍ. Félagið borgar
tjónþolum tjónin og reynir að rukka
tjónvaldana. Heildartjón vegna
ótryggðra ökutækja á ári geta legið
frá því að vera 10-15 milljónir og upp í
30-40 milljónir að meðaltali. Einstök
stórtjón geta hleypt þessum tölum
verulega upp og mundi Jón eftir ein-
stöku tjóni upp á um 60 milljónir að
núvirði.
Mörg ár geta liðið áður en öll kurl
koma til grafar vegna tjónanna. Bóta-
kröfur vegna líkamstjóna koma oft
eftir langan tíma og þær geta hlaupið
á háum upphæðum, að sögn Jóns.
Endanleg uppgjör vegna undanfar-
inna ára liggja því ekki fyrir. Jón taldi
ekki að tjónum vegna ótryggðra öku-
tækja hefði fjölgað, frekar að þeim
hefði fækkað.
„Þegar uppsveiflan var sem mest
og töluvert af útlendingum kom hing-
að til starfa þá voru þeir nokkuð áber-
andi í hópi þeirra sem tryggðu ekki
bílana. Þetta fólk er að mestu farið.
Eftir er erlent fjölskyldufólk sem er
ekki frábrugðið Íslendingum hvað
þetta varðar,“ sagði Jón. Upp á síð-
kastið hafa komið upp mál varðandi
eignaleigur. Þegar þær vilja taka bíl
af umráðamanni er oft ágreiningur
um hver eigi að borga tryggingarnar.
Tjón vegna eignaleigubíla enda því
sum á borði ABÍ.
Mjög illa hefur gengið að inn-
heimta endurkröfur vegna tjóna af
völdum ótryggðra bíla, að sögn Jóns.
Skuldarar eru eltir alveg í gjaldþrot
borgi þeir ekki. Ekki er óalgengt að
eigendur ótryggðra ökutækja hafi
þegar verið lýstir gjaldþrota þegar
þeir valda tjóninu.
„Ef ABÍ fær ekki greitt frá tjón-
völdum þá eru tryggingafélögin rukk-
uð. Þau borga ABÍ í hlutfalli við stærð
sína á markaði og fá svo endurgreitt
ef ABÍ nær að innheimta,“ sagði Jón.
Tillaga um aðra innheimtuleið
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í
Bolungarvík, leggur til að tekið verði
upp vantryggingagjald vegna
ótryggðra ökutækja. Samkvæmt um-
ferðarlögum á lögregla að fjarlægja
númer af ótryggðum ökutækjum eða
leggja sekt á notendur eða eigendur
þeirra.
„Þeir sem sagt hefur verið upp
tryggingum geta keyrt áfram án þess
að nokkur krafa stofnist á þá. Mér
finnst það vera mjög alvarlegt gagn-
vart samfélaginu,“ sagði Jónas.
Hann lagði því fram tillögu um van-
tryggingagjald í umsögn um frum-
varp um ökutækjatryggingar sem
lagt var fram á Alþingi í fyrravor.
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar lagði fram breytingartillögu
um upptöku þessa nýja gjalds. Frum-
varpið bíður afgreiðslu.
Vantryggingagjaldið á að leggjast
á ökutæki og eiganda þess í inn-
heimtukerfi ríkisins um leið og trygg-
ingafélag hefur sagt upp tryggingu
ökutækisins. Miðað er við að leggja
megi gjaldið á mánaðarlega í allt að
tíu mánuði og geti upphæðin alls
numið allt að 250 þúsund krónum á
stærstu ökutækin. Jónas segir að
gjaldið verði með lögveði í ökutækinu
og beinni uppboðsheimild. Þess vegna
verður hægt að selja ökutækið á upp-
boði með skömmum fyrirvara verði
frumvarpið með þessari breytingu að
lögum.
Svíar og Eistar hafa tekið upp van-
tryggingagjald, líkt og lagt er til í
frumvarpi um ökutækjatryggingar.
Jón Ólafsson hjá ABÍ sagði þá hafa
lagt til við Alþingi að félagið innheimti
þetta gjald og hefði tekjur af því, líkt
og systurfélög þess í Svíþjóð og Eist-
landi gera. „Okkur finnst einkenni-
legt að ríkið ætli að hirða þetta gjald
en ætla okkur að standa undir kostn-
aðinum,“ sagði Jón.
Þúsundir ótryggðra ökutækja
Morgunblaðið/RAX
Tjón Skráð hafa verið um 100 tjón á ári í umferðinni hér á landi þar sem ótryggð ökutæki komu við sögu. Heild-
artjónin geta hlaupið á mörgum tugum milljóna. Ökutækin á myndinni tengjast ekki umfjölluninni beint.
Tjón vegna ótryggðra ökutækja hlaupa á tugum milljóna á ári Illa gengur að innheimta eigendur
og umráðamenn Lagt er til að taka upp nýtt vantryggingagjald með veði í ótryggðu ökutækjunum
Tjón vegna ótryggðra
» Alþjóðlegar bifreiðatrygg-
ingar á Íslandi borga tjónþol-
um tjónið sem ótryggð öku-
tæki valda og reyna síðan að
rukka eiganda ótryggða öku-
tækisins.
» Ef eigandinn borgar ekki
lendir tjónið á tryggingafélög-
unum þannig að iðgjaldagreið-
endur borga á endanum.
» Lagt er til að taka upp van-
tryggingagjald með veði í öku-
tækinu svo hægt verður að
selja ökutækið nauðungarsölu.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
Jónas Guðmundsson, sýslumaður í
Bolungarvík, segir að trygginga-
félögin sendi Umferðarstofu fjölda
tilkynninga í hverjum mánuði um
uppsagnir á ökutækjatryggingum
vegna vanskila. Hann telur að ár-
legar tekjur ríkissjóðs vegna van-
tryggingagjalds af ótryggðum öku-
tækjum gætu orðið að minnsta
kosti 100 milljónir króna og senni-
lega talsvert meiri. Hann telur að
gjaldið muni stuðla að því að eig-
endur ökutækja standi frekar í
skilum með vátryggingarnar en
nú. Þá segir hann að verði gjaldið
tekið upp þá muni það skapa þrjú
til fjögur störf
við umsýslu og
innheimtu.
Embætti
sýslumannsins í
Bolungarvík
hefur reynslu af
innheimtu van-
rækslugjalds
vegna ökutækja
sem ekki eru
færð til lögmæltrar skoðunar. Inn-
heimta vanrækslugjaldsins hófst
1. apríl 2009 og hefur það skilað
meira en einum milljarði króna í
ríkissjóð.
100 milljónir á ári
SÝSLUMAÐUR LEGGUR TIL UPPTÖKU VANTRYGGINGAGJALDS
Jónas
Guðmundsson
Árlegt fjöl-
skyldumót Har-
ley Davidson
mótorhjóla-
klúbbsins á Ís-
landi verður
haldið í Odds-
parti í Þykkva-
bæ um helgina.
Mótið hefst í
kvöld.
Í tilkynningu
segir, að mótið sé ávallt vel sótt af
áhugamönnum um Harley Dav-
idson-mótorhjól og önnur hjól en
það sé opið öllum. Á þriðja hundr-
að manns sóttu hátíðina 2010 og
2011 en hún var þá haldin á sama
stað.
Fjölskyldumót Har-
ley Davidson-klúbbs
Harley Davidson
mótorhjól.
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há-
skóla Íslands, og Guðmundur
Magnússon, formaður Ör-
yrkjabandalags Íslands, skrifuðu í
gær undir samstarfssamning um
kennslu og rannsóknir á sviði fötl-
unarfræða við Háskóla Íslands.
Markmið samningsins er að
styrkja kennslu, rannsóknir,
framþróun og stefnumörkun á
fræðasviðinu og í málefnum fatlaðs
fólks.
Samstarfssamningurinn felur í
sér að Öryrkjabandalag Íslands
veitir allt að fimm milljónir króna
til að stuðla að því að gera nám í
fötlunarfræðum aðgengilegt nem-
endum í grunnnámi. Styrkurinn
verður notaður til að kanna hvort
og þá með hvaða hætti unnt er að
stofna til grunnnáms í fötlunar-
fræðum sem aukagrein við Félags-
og mannvísindadeild.
Í tilkynningu segir að með samn-
ingnum vilji Öryrkjabandalagið
efla samstarf og tengsl við fræða-
samfélagið.
Samstarf um fötl-
unarfræðinám
Fulltrúar Öryrkjabandalagsins og
Háskóla Íslands við undirritunina.
Hamingjudagar eru nú haldnir á
Hólmavík í áttunda sinn.
Í tilkynningu segir, að hátíðin
nái hámarki nú um helgina, en þá
mæti m.a. töframaðurinn Ingó
Geirdal á svæðið með magnaða
töfrasýningu, KK haldi ókeypis
tónleika fyrir alla gesti hátíð-
arinnar, Leikhópurinn Lotta sýni
Stígvélaða köttinn, Hvanndals-
bræður spili á stórdansleik í fé-
lagsheimilinu og Sauðfjársetur á
Ströndum haldi sína árlegu Furðu-
leika.
Hamingjudagar á
Hólmavík
STUTT
Sími 568 5170