Morgunblaðið - 29.06.2012, Page 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 2012
✝ Snorri Jónssonfæddist á Siglu-
firði 2. mars 1925.
Hann andaðist á
Sólvangi í Hafn-
arfirði 20. júní
2012.
Foreldrar
Snorra voru Helga
Jóhannesardóttir, f.
á Heiði í Sléttuhlíð
3. júní 1890, d. 24.
nóv. 1971 og Jón
Anton Gíslason, f. 23. jan. 1889 á
Bakka í Austur-Fljótum, d. 8.
maí 1973. Systkini Snorra eru:
Hrönn, látin, Ragheiður, látin,
Dórothea Anna, látin, Jóhannes,
látinn, Unnur, látin, Petra, f.
25.3. 1931 og Vilborg, f. 2.8.
1932.
Snorri kvæntist þann 23. sept.
1950 Olgu Hafberg, f. 8. júní
1930. Börn þeirra: 1) Olga Guð-
rún, f. 6.6. 1951, hennar maður
var Einar Einarsson, f. 23.11.
1946, d. 25.4. 1986, börn þeirra:
a) Einar Snorri, f. 31.1. 1972,
maki Hildigunnur Hafsteins-
dóttir, f. 21.8. 1976, dóttir og
stjúpdóttir Einars Snorra er
Bergdís Helga Jónsdóttir, f.
12.12. 1997, b) Davíð Arnar, f.
16.1. 1978, maki Áslaug Gunn-
arsdóttir, f. 7.11. 1980, þeirra
börn: Andri Berg, f. 2.4. 1997,
Ellertsson, f. 31.1. 1985, c) Elín
Helga, f. 10.3. 1990, 4) Hlynur
Hafberg, f. 28.2. 1963, maki
Alma Björk Sigurðardóttir, f.
25.6. 1965, þeirra börn eru: a)
Tinna Hrund, f. 9.2. 1985, maki
Hlynur Steinn Þorvaldsson, f.
19.2. 1981, þeirra sonur er Balt-
asar Goði Hafberg, f. 16.12.
2009, b) Einar Ægir, f. 29.7.
1989, hans maki er Elísabet
Traustadóttir, f. 18.5. 1990, c)
Helga Þuríður, f. 18.2. 1994.
Snorri útskrifaðist sem
íþróttakennari frá Íþróttakenn-
araskólanum á Laugarvatni vor-
ið 1947 og sem handavinnukenn-
ari frá Handíðaskólanum í
Reykjavík 1948. Haustið 1950
réðst hann sem íþrótta- og
handavinnukennari við hinn ný-
stofnaða Héraðsskóla í Skógum
undir Eyjafjöllum. Íþróttasalur
var í hinni nýju skólabyggingu
þar sem Snorri kenndi alla tíð
íþróttir auk handavinnu. Í upp-
hafi kenndi Snorri sund í hinni
gömlu sundlaug á Seljavöllum
eða til 1960 þegar sundlaug í
Skógum var tekin í notkun. Eftir
hálfan fjórða áratug í Skógum
fluttu Snorri og Olga til Reykja-
víkur og lauk Snorri starfsferli
sínum við störf fyrir Alzheim-
erssjúklinga á Hlíðarbæ við
Flókagötu í Reykjavík.
Útför Snorra fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 29. júní 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Sara Björg, f. 1.7.
2004 og Kristjana
Rut, f. 4.2. 2009, c)
Birkir Snær, f. 13.1.
1982, maki Þórunn
Ása Þórisdóttir, f.
10.7. 1982, þeirra
sonur er Einar Kar-
el, f. 13.1. 2009,
maki Olgu er Rúnar
Ástvaldsson, f. 5.9.
1956, 2) Engilbert
Ó. H., f. 14.7. 1953,
hans kona var Kolbrún Krist-
insdóttir, f. 8.11. 1951, d. 16.7,
2005, börn þeirra: a) Jóhann, f.
10.11. 1971, maki María Krist-
jánsdóttir, f. 12.11. 1975, börn
þeirra Perla Kolbrún, f. 4.5.
2001 og Dagur Óli, f. 17.3. 2008,
b) Helgi Karl, f. 2.11. 1978, maki
Þóra Helgadóttir, f. 12.11. 1980,
þeirra sonur er Baldur Kári, f.
8.2. 2005, c) Snorri, f. 4.11. 1982,
hans maki er Ólöf Erlingsdóttir,
f. 16.4. 1985, maki Engilberts er
Sigrún Tómasdóttir, f. 18.5.
1973, 3) Jón Helgi B., f. 14.11.
1954, maki Þóra Björnsdóttir, f.
26.7. 1955, þeirra börn eru: a)
Berglind, f. 20.7. 1978, hennar
maki er Emil Árni Vilbergsson,
f. 14.11. 1976, þeirra börn eru
Eik, f. 11.8. 2006 og Mirra, f.
6.11. 2008, b) Olga Hrönn, f.
16.9. 1984, maki Steindór Oddur
Elsku pabbi, nú hefur þú
kvatt okkur. Minningarnar
streyma um hugann. Þú varst
fyrirmyndin mín. Þegar ég var
lítil stelpa skottaðist ég í kring-
um þig og fylgdist með þér þeg-
ar þú kenndir leikfimi og sund.
Ég sá hvað þú hafðir gaman af
vinnunni. Ég var ekki nema
fimm ára þegar ég ákvað að
feta í fótspor þín og verða kenn-
ari. Að alast upp í Skógum var
yndislegt.
Það var alltaf gaman að
ferðast með ykkur mömmu og
að fara til Siglufjarðar á hverju
vori og upplifa sumarið þar var
ævintýri. Þú fórst að vinna á
síldarplani um leið og við kom-
um norður og þar lærði ég að
salta síld og upplifa stemn-
inguna sem myndaðist á síld-
arárunum.
Þú varst fróður um landið
okkar og þegar við ferðuðumst
varst þú duglegur að segja okk-
ur krökkunum frá því sem fyrir
augu bar. Það var metnaður hjá
mér að kunna bæjarnöfn á leið
okkar því þú spurðir oft hvort
við vissum hvað næsti bær héti.
Þú og mamma stóðuð við
bakið á mér í því sem ég tók
mér fyrir hendur bæði í leik og
starfi og alltaf fékk ég hvatn-
ingu og gat sótt til ykkar ef
eitthvað bjátaði á.
Síðustu árin hafa verið þér
erfið, sérstaklega þegar þú gast
ekki lengur fengið þér göngu-
túra eins og þú varst vanur. Ég
veit að nú hefur þú hitt Jóa
bróður þinn og Búbba og getur
farið allra þinna ferða og líður
vel.
Við hugsum um mömmu fyrir
þig.
Olga Guðrún Snorradóttir.
Mér er ljúft að minnast
tengdaföður míns, Snorra Jóns-
sonar. Hann var farsæll kennari
við Skógaskóla þegar ég kynn-
ist honum fyrir 37 árum þegar
við Jónsi fórum að vera saman.
Hann var ánægður með að ég
væri að norðan en allir sem
gátu rakið ættir sínar norður
fengu gæðastimpil hjá honum.
Það var hans ævistarf að kenna
ungu fólki leikfimi og smíðar.
Starfsferillinn á Skógum var
farsæl og náði Snorri vel til
nemenda sinna. Ég hef hitt
marga fyrrum nemendur á
Skógum sem minnast hans með
þakklæti og hlýhug og það er
auðfundið að hann tengdist
mörgum nemendum sínum vin-
áttuböndum.
Snorri lagði mikið upp úr því
við okkur að það væri mikil-
vægt að ganga bein í baki og
bera sig vel. Ásamt því að vera
vel til fara og snyrtileg. Stelp-
urnar okkar fengu góða leið-
sögn í því. Snorri var einstak-
lega barngóður og fylgdist mjög
vel með öllum barnabörnunum
sínum. Hann var laginn við að
hvetja þau til dáða og vildi
fylgjast með einkunnum þeirra
á vorin. Hann skrifaði þær nið-
ur hjá sér og var óspar á hrós.
Hjónaband tengdaforeldra
minna, þeirra Snorra og Olgu
Hafberg, var einstaklega far-
sælt. Þau voru eins og sitt hvor
hliðin á sama peningnum. Sam-
rýmd og samstillt. Ung hófu
þau búskap á Skógum og eign-
uðust þrjú börn, Olgu, Engil-
bert og Jón, á fjórum árum.
Fjórða barnið Hlynur kom síð-
ar. Snorri vann alltaf mikið og
lagði sig allan í verkefnin sem
fyrir lágu. Því voru það mikil
vonbrigði að heilsan bilaði um
leið og starfsferlinum á Skógum
lauk. En Snorri fékk heilablóð-
fall þegar hann var að flytja sig
frá Skógum til Reykjavíkur
1984.
Það var ánægjulegt þegar við
Jónsi ásamt Bigga og Birnu
keyptum æskuheimili Snorra,
Suðurgötu 37 á Siglufirði. Þá
rifjaði Snorri upp uppvaxtarár
sín á Siglufirði og sagði okkur
skemmtilegar sögur af sínu
fólki fyrir norðan. Að fá gömlu
húsgögnin og alla þá hluti sem
systkinin höfðu geymt aftur í
húsið er afar ánægjulegt og er
til þess fallið að minningarnar
lifa í ótal sögum sem hver hlut-
ur kallar fram. Snorri átti
sterkar taugar til Siglufjarðar
enda fór hann og vann öll sum-
ur á Sigló meðan síld var unnin
þar.
Dauðinn var tengdaföður
mínum Snorra Jónssyni líkn.
Hann talaði um það sjálfur fyrir
nokkrum árum að nú væri hann
tilbúinn að fara til Jóa bróður
síns og Búbba frænda síns.
Hann var þess fullviss að þeir
biðu hans. Snorri þurfti að
sætta sig við erfiðar afleiðingar
heilabilunar síðustu fimm ár.
Hann tók því með miklu æðru-
leysi og ljúfmennsku. Hann
naut góðrar umönnunar á Sól-
vangi. Fyrir það var hann þakk-
látur og þar leið honum vel.
Það er gott að eiga góðar
minningar um traustan og vel-
viljaðan tengdaföður. Það er
alls ekki sjálfgefið að fólk eigi
skap saman en ég fann aldrei
annað en hlýhug og góð-
mennsku frá elskulegum
tengdaföður mínum. Ég minnist
hans, sem glæsilegs manns sem
bar sig vel. Viðmót hans var
einstakt og hann var einlægur í
því að vilja öllu fólki vel. Við
munum halda minningu hans á
lofti við barnabörnin um alla
framtíð.
Ég kveð Snorra Jónsson
hinstu kveðju með þakklæti.
Minningin lifir.
Þóra Björnsdóttir.
Afi hefur nú fengið hvíld.
Eftir sitja góðar minningar um
Snorra afa. Fyrstu minningarn-
ar eru frá Skógum. Það var
mikilvægt að kalla „afafoss“
þegar Skógafoss kom fyrir sjón-
ir á leiðinni austur. Þar tóku afi
og amma vel á móti öllum. Afi
þreyttist aldrei á gönguferðum
niður að Kvernuá til þess að
kasta steinum, oft á dag, ef því
var að skipta. Reglulega fórum
við og kíktum í kaffi til annarra
íbúa Skóga, þá hélt lítil afa-
stelpa fast í höndina á afa sín-
um, sagði lítið og fékk að dýfa
sykurmolum í kaffið hans.
Afi var mikill íþróttamaður
og góður kennari, við barna-
börnin nutum góðs af því og
lærðum ung að árum að synda
hjá afa. Hann var mjög ákveð-
inn kennari en að sama skapi
ljúfur. Við fengum reglulega að
heyra hversu stórkostleg við
værum og alveg einstaklega
dugleg. Afi sparaði aldrei hrós-
in. Hann var mjög sannfærandi
þegar hann hrósaði okkur. Ég
man eftir því þegar ég var bara
3 ára að renna mér niður brekk-
urnar á skíðum, þá taldi afi mér
trú um það að ég væri miklu
betri á skíðum en stóru strák-
arnir sem þeyttust fram úr mér.
Hrós og hvatningarnar héldu
áfram, hvort sem það var skóla-
gangan eða íþróttir. Við vorum
alltaf best. Síðasta hrósið frá afa
var þegar ég var ófrísk í með-
göngujóga. Þá sagði hann með
sömu sannfæringu og áður: „Þú
ert alveg örugglega best í jóga.“
Afi var mikið snyrtimenni,
hann var alltaf fyrstur til þess
að taka eftir nýrri klippingu eða
fötum. Hver heimsókn byrjaði á
hrósum fyrir fataval, nema einu
sinni. Ég hafði þá sjálf saumað
gallapils úr gömlum slitnum
buxum. Honum fannst þetta pils
ekki passa mér. Það var ekki
notað aftur.
Afi var alltaf vel til fara og
beinn í baki. Dugnaðurinn var
mikill og þrátt fyrir veikindi
hætti hann ekki að hreyfa sig.
Þegar hann komst ekki út úr
húsi gekk hann einfaldlega upp
og niður stigana. Það var
íþróttamanninum mikilvægt að
halda sér við. Ég hef hitt marga
gamla nemendur afa sem allir
tala um hann sem kennara af
guðs náð. Frábæran íþrótta-
kennara sem fékk nemendurna
til þess að rétta úr sér og líða
eins og fimleikastjörnum.
Afi og amma voru samrýmd
hjón og til mikillar fyrirmyndar.
Ég man alltaf eftir þeim leiðast,
fyrst í Skógum og síðast á Sól-
vangi.
Ég kveð afa með söknuði,
megi hann hvíla í friði.
Berglind Jónsdóttir.
Snorri afi minn skipar stóran
sess í lífi mínu. Hann fylgdist
vel með öllum sínum og hvatti til
dáða. Það var sérstök athöfn að
sýna afa einkunnaspjaldið í lok
hverrar annar. Hann fór gaum-
gæfilega yfir það og skrifaði allt
hjá sér og lýsti aðdáun sinni.
Sagði gjarna „sko mína“. Þá var
hann stoltur. Það var fastur lið-
ur allan minn uppvöxt þar til
hann veiktist að gera afa grein
fyrir því hvað maður væri að
gera og hvernig gengi. Hann
gerði kröfur en hvatningin frá
afa var líka ómetanleg. Honum
var létt og lagið að láta mann
finna hvað honum þótti mikið til
manns koma og með þessari
hvatningu náði hann að laða
fram það besta í fari manns og
fá mann til að rækta það. Afa
fannst maður reyndar vera best-
ur og flottastur í öllu sem maður
gerði. Hann lagði líka áherslu á
að maður tileinkaði sér heilbrigt
líferni og stundaði íþróttir og
bæri sig vel. Hann sagði að mað-
ur ætti að vera beinn í baki og
snyrtilegur til fara. Þótt afi væri
orðinn mjög veikur undir það
síðasta brást ekki að hann var
uppörvandi og hafði ekki slakað
á viðmiðunum sem hann lagði
alltaf áherslu á. Þá tók hann oft
fyrstur eftir nýjum flíkum sem
ég klæddist og jafnvel örlítið
breyttri hárgreiðslu og hrósaði
mér í hástert. Það er stutt síðan
hann hrósaði mér fyrir það að
honum fannst ég vel klædd og
sagði: „Maður á nefnilega ekki
að vera til fara eins og maður sé
búinn að gefast upp.“
Minningarnar sem ég á um
afa eru svo ótalmargar og fal-
legar. Ég hef oft hugsað um það
hvað mér finnst ég vera heppin
að hafa átt Snorra sem afa og ég
mun alltaf minnast hans og
geyma í hjarta mínu.
Olga Hrönn Jónsdóttir.
Elsku afi, það er erfitt að
kveðja þig, en við yljum okkur
við fallegar minningar. Þú varst
svo yndislegur og góður við okk-
ur og okkur þótti alltaf svo gam-
an að koma til ykkar ömmu og
vera hjá ykkur og eins að fá
ykkur vestur til okkar. Þegar
við yljum okkur við minning-
arnar eins og núna, eru þær svo
ótal margar, þú varst svo söng-
lelskur og söngst mikið fyrir
okkur og kenndir okkur ófá lög-
in. Manstu afi þegar rigndi og
við vorum að sópa alla ormana
úr bílskúrnum á Háaleitisbraut-
inni? Allt sem þú gerðir með
okkur og fyrir okkur er ógleym-
anlegt, allar ferðirnar í Kringl-
una og þú sast á bekk svo ró-
legur og þolinmóður og beiðst
eftir okkur, allar ferðirnar aust-
ur í bústaðinn, allar sögurnar
sem þú last fyrir okkur, þú
varst alltaf svo ljúfur og góður
og hafðir endalausa þolinmæði
gagnvart okkur. Við erum af-
skaplega þakklát fyrir það að
þú hafir verið afinn okkar, þú
hafðir alltaf tíma fyrir okkur og
fylltir okkur af ýmsum fróðleik
úr öllum áttum. Þú varst alltaf
svo endalaust góður við hana
ömmu, gerðir allt fyrir hana og
passaðir alltaf upp á það að hún
hefði það sem allra best, nú er
komið að okkur að gera það fyr-
ir hana. Við lofum þér því að
hugsa vel um ömmu og passa
vel upp á hana. Elsku afi, við
söknum þín sárt og kveðjum þig
með tárum en minnumst þín
með brosum og hlýju.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
. . .
. . .
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín barnabörn,
Tinna Hrund,
Einar Ægir
og Helga Þuríður.
Við afadrengirnir þínir viljum
minnast þín í örfáum orðum.
Það var ekki auðvelt fyrir okk-
ur bræðurna að setjast niður að
skrifa þessi orð vegna þess
hversu minningarnar eru marg-
ar þar sem þú varst svo stór
hluti af okkar lífi og tilveru.
Fyrst koma upp í hugann
minningar um samverustundir
okkar í Skógum. Þar kenndir
þú meðal annars íþróttir, sund
og smíði. Það voru ófá sumrin
sem við bræðurnir fengum að
njóta þess að vera með ykkur
ömmu í sveitasælunni. Einnig
eru öll jólin sem við áttum þar
saman ógleymanleg en þar
skapaðist órjúfanleg hefð að
setja alla pakkana í sófann
vegna fjölda þeirra. Þaðan út-
deildir þú pökkunum til allra af
þínum alkunna húmor og alúð.
Þú varst kennari af guðs náð
og kenndir okkur eldri bræðr-
unum meðal annars að synda í
sundlauginni í Skógaskóla á
þinn rólega, yfirvegaða en
ákveðna hátt. Það fas einkenndi
þig alla tíð, en þó var aldrei
langt í húmorinn og er það
ógleymanlegt þegar okkur
bræðurna langaði í byssuleik
uppi í skógi og þú lést undan
suðinu og smíðaðir byssur fyrir
okkur. Okkur til ama, þá voru
þær hins vegar með bogin
hlaup. Þegar við vorum orðnir
óviðráðanlegir úr sorg út af
ónothæfu byssunum, þá dróst
þú fram rétt smíðaðar byssur,
sem þú hafðir smíðað samhliða
hinum og afhentir okkur með
bros á vör.
Þó að minningarnar séu
margar, þá eru meðal þeirra
ljúfustu frá heimsóknum okkar
á Háaleitisbrautina, þar sem
oftar en ekki var spilað á spil og
spjallað um daginn og veginn.
Ef heimsóknin dróst á langinn,
var henni lokið með kvöldkaffi
þar sem undanrennan og jóla-
kakan var dregin fram.
Elsku afi, þú munt lifa í
hjörtum okkar alla tíð. Hvíl í
friði.
Einar Snorri, Davíð
Arnar og Birkir Snær.
Snorri Jónsson, kær frændi,
einlægur og traustur vinur, er
fallinn frá. Hér verður hans
minnst í nokkrum fátæklegum
orðum.
Fyrsta minning mín um
Snorra var þegar ég 7 ára
hnokki suður með sjó hóf
knattspyrnuiðkun í Kelagarði
við Uppsalaveg í Sandgerði
undir merkjum Reynis. Ein af
stjörnum vallarins, strákur
mér einu ári eldri, nálgast mig
undir lok leiksins og segir:
„Gunni, hann Snorri íþrótta-
kennari í Skógum biður að
heilsa honum Búbba pabba þín-
um,“ en piltur þessi hafði verið
í sveit undir Eyjaföllum. Ég
hváði, hafði ekki hugmynd um
hvar Skógar væru né um tilvist
nokkurs Snorra íþróttakennara
þar á bæ. Ég mundi þó eftir að
bera föður mínum kveðjuna
þegar hann kom heim úr vinnu
síðar þann dag: „Pabbi, einhver
Snorri íþróttakennari í Skógum
biður að heilsa þér.“ Það hýrn-
aði verulega yfir pabba og
gleðibjarmi kom yfir andlit
hans sem ég hef ekki getað
gleymt, æskan og uppvaxtarár-
in á Siglufirði. Pabbi tjáði mér
að þeir Snorri þessi ásamt Jóa
bróður hans væru nánir frænd-
ur og hefðu verið bestu vinir
sínir í uppvextinum á Siglu-
firði.
Það var svo ekki fyrr en
sumarið áður en ég hóf nám í
menntaskóla í Reykjavík að
Snorri kom í heimsókn til
Sandgerðis ásamt fjölskyld-
unni. Ég var ekki heima en
systur mínar lýstu þessari
heimsókn sem stórviðburði sem
ég því miður hafði misst af. En
hjólin fóru heldur betur að snú-
ast þegar ég hóf námið í
menntaskólanum því örlögin
höguðu því þannig að ég lenti í
sama bekk og Engilbert jafn-
aldri minn og frændi og elsti
sonur Snorra í Skógum. Við
urðum óaðskiljanlegir félagar
og vinir öll mennta- og há-
skólaárin hér á landi.
Ekki leið á löngu áður en ég
loksins fékk að líta og kynnast
Snorra sjálfum og fjölskyldu
hans og þar varð ég svo sann-
arlega ekki fyrir vonbrigðum,
Olga kona Snorra, Olga Guð-
rún frumburðurinn, Jón árinu
yngri en við Engilbert og síðan
Hlynur talsvert yngri. Við Jón
höfum verið óaðskiljanlegir fé-
lagar og vinir æ síðan. Og brátt
hlotnaðist mér sú ánægja að
sækja Snorra og Olgu heim að
Skógum og sjá íþróttakennar-
ann og reglumanninn Snorra
stýra fimleikasýningu á árshá-
tíð skólans. Ferðirnar þangað
urðu ófáar með þeim Engilbert
og Jóni á skólaárunum og
þangað var haldið með foreldr-
um og systkinum til að njóta
ómældrar gestrisni þeirra
hjóna, náttúrufegurðar svæðis-
ins og ánægjulegra samskipta.
Hvílík blessun að eiga slíkt
öndvegisfólk sem Snorra og
fjölskyldu að vinum, þau alltaf
boðin og búin af heilindum og
fórnfýsi, umhyggjan einstök og
vináttan fölskvalaus. Hvað er
betur til þess fallið að gæða líf-
ið fyllingu og létta hið daglega
amstur? Þetta er sú tegund
vináttu sem faðir minn hafði
notið og ég síðan í ríkum mæli
ásamt fjölskyldu minni. Fyrir
það vil ég að leiðarlokum
þakka heiðursmanninum
Snorra Jónssyni. Um leið og ég
kveð frænda minn og vin,
Snorra Jónsson, sendi ég fjöl-
skyldu hans, Olgu konu hans
og börnum ásamt barnabörn-
um og öðrum ættingjum inni-
legar samúðarkveðjur. Blessuð
sé minning sómamannsins
Snorra Jónssonar, íþróttakenn-
ara í Skógum.
Guðmundur G. Haraldsson
(Gunnar Búbba).
Snorri Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Snorra Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR