Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2012, Blaðsíða 2
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Evrópski seðlabankinn, ECB, hefur endurheimt að fullu lán upp á fjóra milljarða evra sem dótturfélög Glitn- is, Kaupþings og Landsbankans í Lúxemborg fengu í október 2008. Upphæðin samsvarar 612 milljörðum króna á skráðu gengi Seðlabankans. Til samanburðar má nefna að tekjur ríkissjóðs í fyrra voru 486,5 milljarðar og útgjöld ríkisins tæplega 576 millj- arðar króna. Seðlabanki Íslands átti náið sam- starf um lausn málsins við seðlabank- ann í Lúxemborg. Í fréttatilkynningu Seðlabanka Íslands kemur fram að seðlabankinn í Lúxemborg hafi veitt dótturfélögum íslensku bankanna þessa lausafjárfyrirgreiðslu fyrir hönd Evrópska seðlabankans. Þegar íslensku bankarnir fóru í þrot „var innlausn þeirra trygginga sem lagðar höfðu verið fram vandkvæðum bund- in vegna dýpkandi fjármálakreppu og náðist samkomulag um að vinna tíma til að hámarka endurheimtur,“ segir í tilkynningunni. „Fjórum árum síðar, hafa lánin nú verið gerð upp að fullu án afskrifta af hálfu ECB.“ Kaupin á Avens mikilvæg Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri sagði að þegar íslensku bank- arnir féllu hefðu öll þessi lán verið í vanskilum. Seðlabankinn í Lúxem- borg tók yfir veðin. Sum veðanna inn- heimtu þeir sjálfir en í fleiri tilvikum sömdu slitastjórnir þrotabúa föllnu ís- lensku bankanna, Kaupþings, Glitnis eða Landsbankans, við seðlabankann í Lúxemborg um uppgjör þessara skulda og fengu þannig hinar veð- settu eignir í sínar hendur. Már sagði að kaup Seðlabanka Íslands, fyrir hönd ríkissjóðs Íslands, á skuldabréf- um Avens B.V. í maí 2010 hefðu greitt mjög fyrir því að hægt var að ljúka málum gagnvart Landsbankanum. Már sagði aðspurður að sú niður- staða sem nú er fengin varðandi upp- gjör lána Evrópska seðlabankans hefði ekki áhrif á gjaldeyrisstöðu Íslands. Hann sagði að Avens við- skiptin hefðu aukið gjaldeyrisforðann á sínum tíma þegar keyptar voru eignir sem síðan voru seldar lífeyris- sjóðunum. Már telur að sú niðurstaða sem nú liggur fyrir varðandi uppgjör lána Evrópska seðlabankans til íslensku bankanna muni hafa jákvæð áhrif fyrir Ísland. Jákvætt fyrir orðspor landsins „Ef þetta hefði farið verr og ekki verið hægt að gera upp þessa skuld, þá hefðu allir seðlabankarnir í seðla- bankakerfi Evrópu þurft að bóka hjá sér tap vegna viðskipta við íslenska banka. Það hefði staðið í bókum þeirra að eilífu! Það hefði ekki verið gott fyrir okkar orðspor, jafnvel þótt þetta hafi verið einkabankar. En við forðuðum því,“ sagði Már. Hann nefndi í öðru lagi að Avens- samkomulagið og síðan jákvæð nið- urstaða uppgjörs skulda út af Lands- bankanum, hefði gert það að verkum að endurheimturnar upp í Icesave urðu meiri heldur en ef þetta hefði allt farið á brunaútsölur. Við það hefðu tapast mikil verðmæti. „Avens-samningurinn á sínum tíma og þau jákvæðu áhrif sem þetta skuldauppgjör nú hefur á orðspor þjóðarinnar er jákvætt innlegg í það að losa um gjaldeyrishöftin,“ sagði Már. Lánin endurheimtust að fullu  Evrópski seðlabankinn þarf ekki að afskrifa neitt vegna 4 milljarða evra lána Ljósmynd/Seðlabanki Íslands Seðlabankastjórar Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Yves Mersch, seðlabankastjóri í Lúxemborg, sem dvelur nú á landinu. Þeir skiptust á sér- slegnum myntum sem fara í myntsöfn seðlabankanna tveggja. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Hann Emil Breki Davíðsson, á 3. ári, sem var í heimsókn nyrðra en býr annars í Kópavogi, reyndi fyrir sér á bryggju í Ólafsfirði í gær, enda heilla fréttir af makrílgöngum upp að land- steinum víða. Þarna fengust að vísu bara smá- vaxnir ufsar þann daginn, en ánægjan var hin sama. Betra hefði verið að sjá hinn unga veiði- mann í björgunarvesti en pabbi var raunar hálf- an metra frá og fylgdist með hverri hreyfingu. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ungur veiðimaður við öllu búinn Veðurstofan varaði við stormi á Suðurlandi, Faxaflóa og miðhálendinu með kvöldinu. Í gær var spáð vaxandi austan- og suðaustanátt með rigningu. Um hádegi verði kominn 10-15 m/s vindur á Suður- og Suðvesturlandi. Þar á vind- urinn að fara í 15-23 m/s með kvöldinu og er von á talsverðri rigningu. Hvassast verður við suð- vesturströndina og á vestanverðu hálendinu. Veðurstofan benti ferðamönnum, einkum þeim sem ferðast með aftanívagna eða eru í útilegu, á að spáð er ört versnandi veðri í dag. Búast má við hvössum vindi og vindhviðum sunnan og vest- an til síðdegis og allmikilli rigningu í kvöld. Verulega dregur úr veðurhæð í nótt, fyrst sunnan til. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir að við þær aðstæður sem spáð er megi fastlega gera ráð fyrir snörpum vindhviðum, allt að 30-35 m/s á stöðum eins og undir Eyjafjöllum, á utanverðu Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli, við Hafursfell á Snæfellsnesi og á Fróðárheiði. Hann segir að hvasst verði á þessum slóðum á undan skilum lægðarinnar frá því upp úr miðjum degi og fram eftir kvöldi. Tíðar viðvaranir undanfarna daga vegna djúprar lægðar sem fer að gæta hér í dag virðast hafa haft áhrif á ferðalög fólks um helgina. Jóhann Kári Ívarsson, skálavörður í Land- mannalaugum, sagði í gærkvöldi að þar væru óvenjufáir gestir. Tjaldbúum í Landmannalaug- um er bent á að setja steina á tjöldin til að fergja þau og ferðamönnum er ráðið frá því að fara í lengri gönguferðir í ljósi veðurspárinnar. Allir gestir koma í afgreiðsluna í skálanum og þá er rætt við þá. Eins er farið um tjaldstæðið til að rukka og þá eru gestir látnir vita af spánni. Þorbjörg Sigurðardóttir, sem vinnur á tjald- stæðinu á Flúðum, sagði að í gærkvöldi hefðu verið þar áberandi fáir gestir miðað við föstu- dagskvöld í júlí. gudni@mbl.is Ört versnandi veður í dag  Ferðafólk varað við að vera á ferð með aftanívagna  Búast má við snörpum vindi og vindhviðum síðdegis sunnan- og vestanlands  Bent á að fergja tjöldin Morgunblaðið/Brynjar Gauti Landmannalaugar Fólki er bent á að fergja tjöldin með grjóti vegna veðurspárinnar. Nokkuð minni umferð var á helstu þjóðvegum landsins í gær en verið hefur und- anfarnar helgar samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Talsvert minni umferð var um Hellisheiði um tíuleytið í gær- kvöldi en á sama tíma fyrir viku, samkvæmt upplýsingum um umferð á vefsíðu Vega- gerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Útihátíðirnar sem fram fara um helgina fara ró- lega af stað. Viðbúnaður er við Úlfljótsvatn þar sem landsmót skáta hefst um helgina. Á Gásum, þar sem Miðaldadagar fara fram eru mótshaldarar einnig við öllu búnir verði veður vont. Færri á ferð en venjulega BÍLAUMFERÐ Sr. Hjálmar Jónsson, sóknar- prestur í Dóm- kirkjunni, mun á morgun leiða minningarmessu í prestakallinu Bardu í Norður- Noregi en þá verður ár liðið frá fjöldamorðunum í Osló og Útey. „Í þessu 4.000 manna prestakalli voru sjö ungmenni sem fóru til Út- eyjar, og voru þar þegar þetta gerð- ist, en fimm komu til baka. Tveir ungir efnismenn voru myrtir,“ segir Hjálmar, sem leysir af í prestakall- inu næstu fimm vikur. „Þetta hefur haft mikil áhrif á þetta samfélag og ákveðinn skuggi yfir en fólk hefur hins vegar, og norska þjóðin öll, komist í gegnum þetta með undraverðum hætti og er að klára þetta vel,“ segir hann. Norðmenn hafi einsett sér að bæta það sem verði bætt og hjálpa þeim sem lifðu af en enn eru sárir á líkama og sál. Fórnar- lambanna minnst Sr. Hjálmar Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.