Morgunblaðið - 21.07.2012, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Búið er að opna alla hálendisvegi
landsins og virðast þeir almennt
hafa verið opnaðir fyrr nú en á síð-
asta ári. Þannig voru, samkvæmt
upplýsingum frá Vegagerðinni,
fyrstu hálendisvegirnir opnaðir 4.
apríl og þeir síðustu 4. júlí síðastlið-
inn. Í fyrrasumar voru fyrstu há-
lendisvegirnir opnaðir 6. maí og þeir
síðustu 21. júlí.
Að sögn Ragnars Magnússonar,
skálavarðar í Landmannalaugum,
hefur ferðamannastraumurinn til
Landmannalauga verið samkvæmt
venju í sumar; hann hafi byrjað ró-
lega en reynslan segi þó að ferða-
menn séu flestir frá miðjum júlí og
út ágúst.
.„Við erum með einn áttatíu
manna skála hérna sem er meira og
minna fullbókaður út ágúst,“ segir
Ragnar. Að sögn hans var vegurinn
að Landmannalaugum opnaður tals-
vert fyrr en á síðasta ári. „Við opn-
uðum hérna í byrjun júní sem var
tuttugu dögum fyrr heldur en í
fyrra,“ segir Ragnar og bætir við: „Í
fyrra var opnað dálítið seint vegna
snjóa.“
Opnuðu óvenjusnemma
„Fyrstu vegir voru opnaðir
óvenjusnemma í sumar,“ segir Hjör-
leifur Hreinsson, þjóðgarðsvörður á
Norðursvæði, aðspurður hvenær
vegirnir til Öskju opnuðust í ár.
Að sögn Hjörleifs eykst umferðin
ávallt töluvert um þessa vegi um
mánaðamótin júní/júlí enda hafi
tíðkast að opna hálendisvegi í kring-
um þann tíma.
Hjörleifur segir, að það séu eink-
um erlendir ferðamenn sem aka eft-
ir þessum vegum. „Þetta eru lang-
mest bílaleigujeppar og eigin
ökutæki fólks sem kemur með ferj-
unni [Norrænu]. Síðan eru þetta rút-
ur og hópferðabifreiðar í bland,“
segir Hjörleifur og bætir við að hann
telji að það hafi færst í vöxt síðustu
árin að fólk ferðist um hálendið á
eigin vegum frekar en í skipulögðum
hópferðum.
80 kílómetra þvottabretti
Að sögn Gunnars Guðjónssonar,
staðarhaldara á Hveravöllum, opn-
aðist vegurinn að Hveravöllum fyrr
núna en í fyrra enda hafi ýmis fyr-
irtæki sett peninga í að moka skafla
af veginum til þess að opna hann
fyrr.
Gunnar segir mikla ferðamanna-
umferð hafa verið þarna í sumar.
Mjög algengt sé að menn keyri
þarna á bílaleigujeppum en einnig sé
mikið um rútur.
„Það er búið að áætla að það séu
eitthvað um 30 þúsund manns sem
koma þarna á sumrin. Mesta álagið
er frá 20. júní til 10. ágúst. Við höf-
um mest talið 18 rútur úti á plani,“
segir Gunnar. Að sögn hans er alltaf
að aukast að fólk komi til landsins
með eigin jeppa og aki á honum um
landið. „Vegagerðin er með opið fyr-
ir alla bíla en sjálfur myndi ég ekki
fara á venjulegum bíl þennan veg.
Þetta er eiginlega 80 kílómetra langt
þvottabretti,“ segir Gunnar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Heit laug á Hveravöllum Hópur fólks nýtur sólskinsins er það baðar sig í
veðurblíðunni á Hveravöllum.
Hálendisvegir voru opnaðir snemma í ár
Mun fleiri fara upp á
hálendið á einkabílum en áður
Þótt lítið sæist til sólar var líf og
fjör í miðborg Reykjavíkur í gær. Í
Hjartagarðinum svonefnda efndi
hársnyrtistofan Sjoppan til klippi-
maraþons til styrktar Hjarta-
heillum en þar gátu loðnir gestir og
gangandi látið snyrta á sér höfuðið
gegn frjálsu framlagi.
Um sannkallað samstarfsátak
var að ræða en Gogoyoko sá m.a.
fyrir tónlist og skemmtistaðirnir
Hemmi og Valdi, Lebowski og
Faktorý fyrir veitingum.
Ofar í bænum gengu um sextíu
unglingar frá Íslandi og Þýskalandi
frá Hlemmi og niður Laugaveginn
til að vekja athygli á baráttunni
gegn einelti.
Krakkarnir eru allir virkir í
kirkjustarfi og er yfirskrift heim-
sóknar þýsku ungmennanna hingað
„Unglingar gegn einelti – Mann-
réttindaátak gegn mismunun og
útilokun.“
Létu gott af sér
leiða í miðbænum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hár Klippimaraþonið var enn í fullum gangi um kvöldmatarleytið í gær og þeir eflaust ófáir sem höfðu lést um
nokkur grömm þegar því lauk. Boðið var upp á grill og happdrætti og góða stemningu í Hjartagarðinum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ganga Sömu krakkar og gengu gegn einelti niður Laugaveginn í gær, hitt-
ust í Þýskalandi í fyrra og fræddust þar um náttúruvernd.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Álagningarseðlar einstaklinga verða
birtir miðvikudaginn 25. júlí nk. á
þjónustusíðum gjaldenda á vefnum
www.skattur.is. Á sama tíma verður
birtur listi yfir 50 hæstu greiðendur
opinberra gjalda á landinu þetta ár-
ið. Seðlar verða einnig póstlagðir
þann dag til þeirra sem ekki hafa af-
þakkað að fá þá á pappír.
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir mögulegt að álagn-
ingarskrár fyrir hvern og einn verði
aðgengilegar degi fyrr, en embættið
miði þó við birtingu þann 25. júlí.
Vinna við álagningu er flóknari en
áður, að sögn Skúla, sérstaklega er
varðar útsvarið. Áður var útsvarið
lagt á þar sem fólk átti lögheimili í
lok ársins en núna er farið að skipta
því hlutfallslega eftir búsetu innan
ársins. Þessu var breytt árið 2010, á
grundvelli tillagna frá Sambandi ís-
lenskra sveitarfélaga. Skúli segir
þetta geta t.d. þýtt meiri útvarstekj-
ur fyrir minni sveitarfélögin og þá á
kostnað þeirra
stærri. Fer þetta
allt eftir flutn-
ingsstraumnum
milli landshluta
en heildarút-
svarstekjur verða
þær sömu og
áður.
Að sögn Skúla
voru framtalsskil-
in mjög góð þetta
árið. Opnað var fyrir framtalsgerð-
ina fyrr en áður, samstarf við endur-
skoðendur og bókara um að flýta
skilum var gott og aukinn viðbún-
aður var í þjónustu og símsvörun.
Inneignir gjaldenda, s.s. vegna
barna- og vaxtabóta, verða svo lagð-
ar inn á bankareikninga viðkomandi
1. ágúst nk. Engar ávísanir verða
sendar út, að því er fram kemur á vef
Ríkisskattstjóra, rsk.is, og þurfa
þeir sem ekki hafa tilkynnt um
bankareikning að sækja inneignir
sínar til innheimtumanns, sem eru
Tollstjórinn í Reykjavík og sýslu-
menn um land allt.
Álagningin að bresta á
Ríkisskattstjóri birtir álagningarseðla á netinu 25. júlí Mikil vinna við skipt-
ingu útsvarstekna milli sveitarfélaga ef framteljendur hafa flust milli landshluta
Skúli Eggert
Þórðarson
Sumarið 2008 voru fyrstu há-
lendisvegirnir opnaðir 15. apríl
og þeir síðustu 20. júlí. Árið
2009 voru fyrstu vegirnir opn-
aðir 25. apríl og þeir síðustu 8.
júlí. Fyrstu vegaopnanirnar
sumarið 2010 voru síðan 9. apr-
íl og þær síðustu 30. júní. Í fyrra
voru fyrstu hálendisvegirnir
opnaðir 6. maí og þeir síðustu
21. júlí. Í ár voru hins vegar
fyrstu vegirnir opnaðir 4. apríl
og þeir síðustu 4. júlí.
Hálendisvegir virðast því hafa
almennt séð verið opnaðir
nokkuð snemma í ár miðað við
árin á undan.
Fyrstu vegirnir
opnaðir í apríl
OPNANIR HÁLENDISVEGA
Á ÁRUNUM 2008-2012
Framteljendur sem geta séð
álagningu sína 25. júlí nk. eru
um 260 þúsund einstaklingar.
Þetta er að sögn Skúla Eggerts
Þórðarsonar svipaður fjöldi og
undanfarin tvö ár. Lögaðilar fá
svo sína álagningu í hendur í
haust.
Framteljendum fækkaði
nokkuð fyrstu árin eftir hrun,
þegar aðflutt vinnuafl yfirgaf
landið í stórum stíl en fjöldinn
hefur verið svipaður frá 2010.
260 þúsund
töldu fram
FRAMTELJENDUR 2012