Morgunblaðið - 21.07.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Birkir Fanndal
Mývatnssveit | Baráttan um land-
ið tekur á sig ýmsar myndir. Ein er
sú hvaða fólk má eiga Ísland og
önnur er sú er hvaða jurtir eru vel-
komnar í flóru landsins.
Vandamál af þessum toga hafa
ekki brunnið mjög heitt á Mývetn-
ingum fram undir þetta en nú má
segja að málin séu komin nánast
inn á gafl hjá okkur.
Hinum megin við lækinn er kín-
verskur fjárfestir að þreifa fyrir sér
um land en aðskiljanlegar jurtir,
misjafnlega vinsælar, sækja inn í
sveitina að kalla úr öllum áttum.
Við sleppum hér umræðu um
Grímsstaði og einnig lúpínuna því
þar má augljóslega finna bæði kosti
og galla.
Öðru máli gegnir um skógarkerfil
sem hefur verið að færast nær
sveitinni á undanförnum árum
Hann á sér mikið óskaland og
bækistöð í Reykjadal og nú er hann
kominn með hersveitir sínar í eyjar
og hólma Mývatns. Þetta gerist eig-
inlega án þess að menn átti sig fyrr
en holskeflan steypist yfir.
Sumarið 2011 fór starfsfólk Um-
hverfisstofnunnar á verst leiknu
staðina, sem eru tveir hólmar
skammt undan landi við Geiteyjar-
strönd.
Nú í sumar virðist svo sem það
verk hafi skilað litlum eða engum
árangri því hólmarnir eru enn á ný
alhvítir af þessari ágengu jurt, sem
engum er til gagns en drepur ann-
an gróður.
Soffía Valsdóttir, fulltrúi Ust í
Mývatnssveit, segir að á næstu
dögum verði vinnuflokkur sendur í
hólmana til að gera enn eina tilraun
til að hreinsa burt kerfilinn.
Friðrik Dagur Arnarson, gam-
alreyndur landvörður, segir að
hann hafi gengið ströndina frá Geit-
eyjarströnd að Vogum og þar sé
jurtin farin að dreifast um fjörurn-
ar.
Vitað er um landvinninga kerfils í
Geitey og Kálfshólma og ekki
ástæða til annars en gera ráð fyrir
að hann sé kominn í flestar eyjar á
Mývatni. Hver maður getur séð að
þá er honum greið leið niður með
Laxá og er málið allt hið alvarleg-
asta.
Skógarkerfill springur
út í Mývatnssveit
Nú er hann kominn með hersveitir sínar í eyjar og hólma Mývatns
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Skógarkerfill Strandarhólmar á Mývatni, gráhvítir yfir að líta í forgrunni, Geitey fjær. Umhverfið hefur skipt um lit.
Shell hækkaði
verðið á bens-
ínlítranum um
þrjár krónur á
fimmtudag.
Kostar lítrinn í
sjálfsafgreiðslu
nú 250,5 krón-
ur.
Önnur olíufé-
lög hækkuðu einnig verðið. Hjá
N1 og Olís kostar bensínlítrinn
247,3 krónur og dísilolían 250,8
krónur.
Ódýrastur er bensínlítrinn hjá
Orkunni, þar sem hann kostar
246,8 krónur. Hjá Atlantsolíu
kostar bensínlítrinn 246,9 krónur
og hjá ÓB 247,1 krónu.
Bensínlítrinn kom-
inn í 250,5 krónur
Hæstiréttur framlengdi í gær
gæsluvarðhald karls og konu, sem
voru dæmd í Héraðsdómi Reykja-
ness fyrir árás á
konu í Hafnar-
firði í desember í
fyrra.
Sigríður Frið-
jónsdóttir rík-
issaksóknari
staðfesti við
mbl.is að gæslu-
varðhaldið hefði
verið framlengt
til 8. nóvember.
Konan og karl-
inn hlutu langa fangelsisdóma fyrir
árásina. Tveir aðrir karlmenn voru
einnig dæmdir fyrir árásina en
tveir sýknaðir. Málum allra hefur
verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ekki
er heimilt að láta fólkið taka út
refsingu fyrr en að dómi Hæsta-
réttar gengnum, en vegna alvar-
leika brotanna fór ríkissaksóknari
fram á áframhaldandi gæslu-
varðhald.
Gæsluvarðhald
framlengt
Hæstiréttur.
Bíll lenti utan
vegar og valt á
Nesjavallavegi
nálægt Dyrafjöll-
um á áttunda
tímanum í gær-
kvöldi.
Ökumaðurinn
var einn í bílnum
og þurfti
Slökkvilið höfuð-
borgarsvæðisins að beita klippum
til að ná honum út. Sendir voru
tveir dælubílar og tveir sjúkrabílar
á vettvang auk lögregluliðs. Öku-
maðurinn var síðan fluttur á bráða-
móttöku Landspítalans í Fossvogi.
Nesjavallaleið var lokað í rúma
klukkustund á meðan lögregla og
sjúkralið athöfnuðu sig á
vettvangi.
Bíll valt við Dyrafjöll
á Nesjavallavegi
Beitt var klippum.
Skógarkerfill hefur víða breiðst út
í þéttbýli og í beitarfriðuðu landi
til sveita á undanförnum árum.
Fram undir 2005 kvað mest að
honum í Eyjafirði og á höfuðborg-
arsvæðinu en nú er hann einnig
orðinn allútbreiddur á Suðurlandi
og á Vestfjörðum. Kerfillinn skýtur
stöðugt upp kollinum á nýjum
stöðum og er tekinn að setja svip
á gróðurfar. Þetta kemur fram á
vef Náttúrufræðistofnunar.
Skógarkerfill vex villtur í Evrópu
og Asíu. Hann hefur verið fluttur
langt út fyrir heimkynni sín til
ræktunar í görðum, en mörgum
þykir hann fallegur í beðum og
blómabreiðum. Líklegt er að skóg-
arkerfill hafi borist hingað til lands
fyrir tæpri öld, en elstu heimildir
um hann í gögnum Nátt-
úrufræðistofnunar eru frá árinu
1927. Allt bendir til að óhindruð
útbreiðsla skógarkerfils um víð-
áttumikil gróin svæði leiði til fá-
breyttari gróðurs og verulegra
breytinga á dýralífi, bæði smádýra
og fugla. Fólk hefur haft samband
við Náttúrufræðistofnun, lýst
áhyggjum og viljað vita hvað gerist
á landi sem skógarkerfill breiðist
um og hvernig sporna megi gegn
útbreiðslunni.
Leiðir til fábreyttari gróðurs
ELSTU HEIMILDIR UM SKÓGARKERFIL HÉRLENDIS ERU FRÁ 1927
„Ljóst er að þetta verður ekki stórt
ár í kartöfluuppskeru, en það verður
að öllum líkindum þokkalegt,“ segir
Bergvin Jóhannsson, kartöflubóndi
og formaður Landssambands kart-
öflubænda. Kartöflurækt hefur ekki
gengið þrautalaust fyrir sig á Ís-
landi í ár og munu þurrkar og frost
að öllum líkindum hafa áhrif á kom-
andi uppskeru.
Rigningin til bjargar
„Uppskeran er á sæmilegu róli en
þurrkar eru víða farnir að valda
verulegu tjóni,“ segir Bergvin.
„Það er farið að brenna í görðum,
rétt eins og túnum og öðrum gróð-
urlöndum,“ segir hann. „Uppsker-
unni hefur þess vegna seinkað mikið
en nú er að vænta góðrar rigningar-
gusu sem mun væntanlega bjarga
miklu,“ segir Bergvin.
Hann segir að hjá einstaka mönn-
um hafi orðið verulegar skemmdir
af völdum þurrka. „Þurrkurinn
seinkar uppskerunni og gerir það að
verkum að hún verður umtalsvert
minni en ella,“ segir Bergvin.
„Þá var næturfrost fyrir nokkrum
dögum á Eyjafjallasvæðinu og það
sá dálítið á görðum á láglendi í kjöl-
far þess.“
Að sögn Bergvins geta næturfrost
haft alvarleg áhrif á kartöflurækt.
„Miklar skemmdir á grasinu verða í
næturfrosti sem þessu, auk þess
sem uppskerunni seinkar ýmist eða
hún eyðileggst,“ segir Bergvin.
Að hans sögn þurfa Íslendingar
þó ekki að óttast kartöfluskort eftir
þetta uppskerutímabil. „Eins og
málin standa nú stefnir í að þetta
verði meðalár ef við sleppum við
næturfrostið,“ segir Bergvin.
Kartöfluræktendur hjá Þykkva-
bæ eru nokkuð sáttir með stöðu
mála. „Ef engin vá verður ætti upp-
skeran að verða nokkuð góð í ár,“
segir Emil Ragnarsson, starfsmaður
Þykkvabæjar. „Við höfum þurft að
kljást við svolitla þurrka en það
horfir til betri vegar um helgina,“
segir Emil. „Ég hugsa að það væri
allt í lagi að fá svolitla gusu núna,“
segir Emil. Að hans sögn hefur ekki
brunnið hjá þeim, en hann hefur
orðið var við bruna á túnum í ná-
grenni Þykkvabæjar. „Sjálfsagt fer
hver að verða síðastur að bjarga
uppskerunni með smávegis vætu.“
Hann segir að veðurfar til
kartöfluræktunar á árinu hafi ekki
verið til að hrópa húrra fyrir „en ef
það verður einhver úrkoma héðan af
telst þetta til ágætisárs,“ segir
Emil.
Kartaflan berst við þurrk og frost
Kartöfluuppskera líklegast ekki með besta móti í ár Næturfrost í júlí og þurrkar víða um land
Morgunblaðið/RAX
Kuldi Næturfrost á meðan kartöflurnar eru að spretta getur valdið miklum
skemmdum á grösum og uppskerunni seinkar eða hún eyðileggst.