Morgunblaðið - 21.07.2012, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 2012
Meiri verðlækkun
Glæsilegt úrval af sparikjólum
Vertu vinur okkar á facebook
Engjateigur 5
Sími 581 2141
www.hjahrafnhildi.is
•
•
•
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Útsölustaðir:
Heilsuverslanir og Apótek
um allt land. Lesið meira
um lífrænar vörur á
weleda.is
Vilt þú létta á líkamanum eftir
grillveislurnar í sumar?
safinn er
vatnslosandi
Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Lífrænt ræktaður, án aukaefna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Enn meiri afsláttur
Nú 50% af öllum vörum
v/Laugalæk • sími 553 3755
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).
Batman í
Sambíóunum
Nýjasta myndin um leðurblöku-
manninn verður frumsýnd í öllum
kvikmyndahúsum Sambíóa miðviku-
daginn 25. júlí en ekki bara í Laug-
arásbíói eins og fram kom í blaðinu í
gær. Beðist er velvirðingar á þessu
leiðu mistökum.
Rangt nafn
Rangt var farið með föðurnafn
Ófeigs Björnssonar í umfjöllun um
Gullsmiðju og listmunahús Ófeigs í
blaðinu í fyrradag. Beðist er velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Þyngist um
600 þúsund tonn
Misritun varð á upphæð í frétt um
makrílveiðar og -vinnslu á Snæfells-
nesi í blaðinu í gær. Makrílstofninn
þyngist um 600 þúsund tonn hér við
land, ekki 600 tonn, eins og raunar
sést í framhaldinu.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
LEIÐRÉTT
Bíll valt sunnan við Voga við Mývatn í gærmorgun. Tvennt var í bifreiðinni
og komst fólkið út af sjálfsdáðum og gat hringt á lögreglu. Ekki var um
teljandi meiðsl að ræða en fólkið var engu að síður flutt
á sjúkrahúsið á Akureyri til skoðunar. Var það á leið til
vinnu þegar óhappið henti en bæði voru í bílbeltum að
sögn lögreglunnar á Húsavík. Bíllinn er mikið
skemmdur.
Þá valt annar bíll í Álftafirði í umdæmi lögreglunnar í
Stykkishólmi í gær. Fimm erlendir ferðamenn voru í
bílnum sem virðist hafa lent úti í lausamöl og þaðan farið
út af með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki var um telj-
andi meiðsl á fólkinu að ræða utan þess sem tvennt leit-
aði sér aðhlynningar á sjúkrahúsi. Bíllinn er ónýtur.
Bílveltur á Norður- og Vesturlandi
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar
Austurlands (HSA) segir að fæð-
ingardeild Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Neskaupstað hafi ekki verið
lokað og ekki hafi staðið til að
loka henni í sumar.
Í tilkynningu frá Einari Rafni
Haraldssyni, forstjóra HSA, sem
hann segist senda vegna ýmissa
rangfærslna í fréttum, segir að
ljósmæður vinni áfram sitt starf
við að sinna þunguðum konum og
ungbörnum. Þá hafi Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Neskaupstað held-
ur ekki verið lokað vegna þess að
skurðlækni hafi vantað og aðrar
deildir en skurðdeild sinni sínum
hlutverkum.
Í gær hafi tekist samningar við
vanan skurðlækni til að fylla í
skarð vegna veikinda þess sem á
vaktina var skráður. Ein kona,
sem reiknað var með að þyrfti að
fæða annars staðar vegna þess að
ekki hafði tekist að manna þessa
læknastöðu, þurfi því ekki að fara
annað heldur ali barn sitt á fæð-
ingardeild sjúkrahússins.
Skurðlæknir ráðinn
Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
„Hann skelfur ennþá,“ segir fjöl-
skyldufaðir úr Garðabæ um lítinn
kettling sem laumaðist undir bíl fjöl-
skyldunnar skömmu áður en hún
lagði af stað til Akureyrar í fyrra-
dag. „Hann á allavega átta líf eftir,“
segir Sófus Gústavsson um
laumukisann.
Sófus segir að kettlingurinn hafi
látið á sér kræla þegar fjölskyldan
var að búa sig undir ferðalagið.
„Þegar við erum að raða í bílinn þá
sé ég lítinn kettling koma labbandi
og hann hoppar undir bílinn hjá mér.
Ég sagði í gamni við krakkana að við
ætluðum ekki að taka laumufarþega
með okkur.“ Fjölskyldan gerði
nokkrar tilraunir til að fæla kettling-
inn í burtu en án árangurs. Loks
datt Sófusi í hug að sækja garð-
slönguna. „Ég sprautaði undir bílinn
og hélt að þetta hefði nú aldeilis dug-
að og hann væri bara farinn,“ segir
Sófus. Við svo búið hélt fjölskyldan
áfram að búa sig og skömmu síðar
lagði hún af stað norður.
Sófus segir að fjölskyldan hafi
stoppað fimm sinnum á leiðinni
norður og hvert stopp hafi varað í
um það bil hálftíma.
Leitað að eiganda
„Þegar við erum komin á fimmta
stoppið, sem er tjaldsvæðið hérna á
Akureyri [við Þórunnarstræti], þá
sér elsta dóttir mín köttinn hoppa
undan bílnum og hann labbar af stað
í burtu frá bílnum. Hún fór strax á
eftir honum og náði honum. Hann
var mjög hræddur og skelkaður,“
segir Sófus og bætir við að kisi hafi
bitið dóttur sína í fingurinn þannig
að það sá á henni en ekki sé um
alvarleg meiðsl að ræða.
Kettlingurinn er ómerktur en Sóf-
us telur að hann sé ekki eldri en
tveggja mánaða högni og úr Garða-
bæ. Leit að eigandanum hefur ekki
enn borið árangur en fjölskyldan
hyggst snúa aftur heim á morgun
eða mánudag og vonast til að þá
verði réttur eigandi búinn að gefa
sig fram.
Laumufarþegi Kettlingurinn úr Garðabæ er í öruggum höndum á Akureyri
en leit að eigandanum hefur ekki enn borið árangur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ferðalangar Frá vinstri: Sólrún Elvarsdóttir, Sóley Sófusdóttir, Sófus Gúst-
afsson, Sara Lovísa Sófusdóttir, með kettlinginn, og Thelma Sófusdóttir.
Laumukisi á átta líf eftir
Um tveggja
mánaða og líklega
Garðbæingur